Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Side 29

Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.1997, Side 29
Hanson í hlutverki föðurins og Gertrud Fridh í hlutverki systurinnar, Lení. Auðvitað áttum við ekki eins sterku liði á að skipa, en leikurinn hafði nýlega komið út á ensku, fékkst í bókaverslunum heima, einhveijir höfðu að auki séð hann í London og hann var mjög umræddur meðal leikhúsfólks; í stuttu máli: við vorum öll sammála um að leggja í hann. Leikhópurinn var að vísu æði sundurleit- ur, eins og fyrr, og sárasta blóðtakan var sú, að aðalleikkona félagsins, Helga Valtýs- dóttir, sem var góð vinkona mín, hafði ráð- ið sig upp í Þjóðleikhús um sama leyti og ég átti að taka við; þetta féll konu minni til dæmis miður. Hins vegar hafði Sigríður Hagalín verið á samningi í Þjóðleikhúsinu veturinn áður og staðið sig vel, en kom nú aftur til starfa fyrir félagið. Hún og Helga Bachmann, sem báðar voru upprennandi leikkonur um þessar mundir og oft voru farnar að bera hita og þunga dagsins, léku þessi stóru kvenhlutverk og Guðmundur Pálsson hlutverk bróðurins, Werners. í hlut- verk föðurins var ekki mörgum til að dreifa nema Brynjólfi, sem þó roskinn væri orðinn hafði árið áður unnið einn sinn stærsta sig- ur í strandkapteininum í Hart í bak. En Jónatan og þessi harðsvíraði þýski iðjuhöld- ur eru ólíkar manngerðir, og þó að Brynjólf- ur væri manna frægastur fyrir að bregða sér í allra kvikinda líki, höfðum við nokkrar áhyggjur, meðal annars af því að textinn var mikill og strembinn og sýningin ákaf- iega löng: tók nálega fjórar klukkustundir í flutningi. En óttinn reyndist ástæðulaus og Brynjólfur stóð fyrir sínu eins og fyrri daginn. í smærri hlutverkum var svo m.a. Bríet Héðinsdóttir, sem þarna lék sitt fyrsta hlutverk í Iðnó. En auðvitað stóð þetta mikið og féll með hlutverki Franz. Og eins augljóst og var, að leikstjórnin var ekki á færi neins nema Gísla Halldórssonar, jafnaugljóst var að fela Helga Skúlasyni hlutverk Franz, enda vann hann þarna einn eftirminnisverðasta leiksigur á öllum sínum leikferli. Þetta tókst sem sagt. Eg hafði verið svo heppinn að fá Sigfús Daðason, sem ég þekkti frá París, til að finna verkinu íslensk- an búning. En bæði var það, að við vorum svolítið lengi að koma okkur að efninu, verkefnið óvenjulangt, eins og áður segir, jafnt fyrir þýðanda sem þá sem flytja áttu, þannig að það varð að ráði, að við flýttum okkur ekki um of, en hefðum frumsýning- una milli jóla og nýárs. (Þjóðleikhúsið hafði þá „tekið“ annan í jólum af Leikfélaginu sem frumsýningardag, svo við þurftum allt- af að vikja um nokkra daga). Hins vegar vorum við svo heppin, að Hart í bak var í fullum gangi, svo við vorum ekki í vandræð- um með sýningar. Helga Valtýs lék þar Aróru spákonu sem fyrr, enda hafði hún ráðið sig uppeftir með því fororði. Auk þess hafði hópur Leikfélagsmanna leikið Ærsladrauginn eftir Noél Coward um sum- arið í leikför; þessi hópur bauðst nú til að sýna þetta leikrit nokkrum sinnum til ágóða fyrir húsbyggingarsjóð og var það að sjálf- sögðu þegið með þökkum. En mér dvelst við sýninguna á Föngunum í Altona, vegna þess að hún var sú fyrsta, sem ég átti val að; ekki óraði mig fyrir því þá, að ég ætti eftir að hafa áhrif á val á þriðja hundrað leiksýninga síðar. Á frum- sýningunni vorum við hjónin svo á nálum, að okkur tókst ekki að haldast við í sætun- um seinni hlutann, heldur sátum við í tröpp- unum upp á lofti, þar til lófatakið dundi við. Auðvitað átti maður eftir að sjóast en þó átti nú þetta eftir að endurtaka sig; ég man sem dæmi fyrstu sýninguna á Kristni- haldi undir Jökli. Þrír þættir í Föngunum gerast í myndar- legri ríkmannlegri stofu niðri, hinir í þak- herberginu uppi. Steinþóri, sem gerði leik- myndina, hafði þarna tekist sem svo oft fyrr og síðar á litla sviðinu í Iðnó að koma upp stórhýsi (hvernig sem hann fór að þessu), og leikstjórn Gísla var skóladæmi um vandlega hugsaða uppbyggingu leiksýn- ingar: í þáttunum niðri var kalt og langt á milli persónanna, uppi var stutt í ástríðufull átök. Réttar staðsetningar eru ABC leiksýn- ingar, þar kemur leikstjóri skýrt fram í af- stöðu, hreyfing og mynd ytra tákn þess kjama, sem er skilningur hans á verkinu. Þetta er sem sagt 29. desember 1963. Fangarnir í Altona ná til áhorfenda sinna. Og slagurinn er hafinn. Höfundur er leikhúsfræðingur, fyrrverandi leik- hússtjóri L.R. og Þjóðleikhússins og höfundur sögu íslenzkrar leiklistar og fleiri bóka um leik- list. BORGARLEIKHÚSIÐ við Listabraut hefur verið vettvangur starfsemi Leikfélags Reykjavíkur síðan 1989. LANDSMENN GETA EKKIÁN BORGARLEIKHÚSSINSVERIÐ HEIMKYNNI Leikfélags Reykjavíkur hafa frá árinu 1989 verið í Borgarleik- húsinu við Listabraut. Þessi „helgidómur leiklistarinnar", svo sem Davíð Oddsson formaður byggingarnefndar og þáver- andi borgarstjóri kallaði húsið við vígsl- una 19. október, var fjórtán ár í smíðum og nam heildarkostnaðurinn ríflega 1,5 milljörðum króna en um 90% þeirrar upphæðar féll til á síðari helmingi fram- kvæmdatímans, frá 1983. Húsið rúmar 840 manns í sæti í tveimur sölum en í Iðnó voru sæti fyrir 220 til 240 manns. Arkitektar voru Guðmundur Kr. Guð- mundsson, Ólafur Sigurðsson og Þor- steinn Gunnarsson leikari. Davíð Oddsson kynntist fyrst áformum Leikfélags Reykjavíkur um að stækka við sig þegar hann gegndi starfi leikhús- ritara þar á bæ á árunum 1970-72. Tók hann meðal annars þátt í viðræðum við Geir Hallgrímsson, þáverandi borgar- stjóra, um málið. Davíð var kosinn í borgarstjórn árið 1974 en meðal mála sem hann setti á oddinn í kosningunum var bygging nýs leikhúss Leikfélagi Reykjavíkur til handa. Upp frá því komst hugmyndin um bygg- ingu Borgarleikhússins á rekspöl, enda höfðu fleiri menn, svo sem Birgir Isleifur Gunnarsson, sem tekinn var við starfi borgarstjóra, mikinn áhuga á málinu, að því er fram kemur í máli Davíðs. „Vegna áhuga míns á því varð það úr að ég fór ásamt Ólafi B. Thors af hálfu meirihlut- ans inn í byggingarnefnd, Ólafur gegndi þar formennsku en framkvæmdastjóri nefndarinnar var Gústaf E. Pálsson, sá mikli dugnaðarforkur sem áður hafði verið borgarverkfræðingur en meðal full- trúa leikfélagsins voru Guðmundur Páls- son, Tómas Zoega og Steinþór Sigurðs- son.“ Babb i bátinn Að sögn Davíðs gengu hlutirnir hratt fyrir sig árið 1975 og ári síðar tók Birg- ir ísleifur fyrstu skóflustunguna að hinu nýja leikhúsi. Málið var því vel á stað komið þegar borgarstjórnarskiptin urðu árið 1978. „í tíð þess borgarstjórnar- meirihluta, sem þá tók við, gerðist á hinn bóginn lítið, enda var bygging Borgar- leikhússins ekki forgangsverkefni þar.“ Davíð vék úr byggingarnefnd 1978 en tók þar sæti á nýjan leik sem formaður fjórum árum síðar - þá orðinn borgar- stjóri. „Það var umdeilanlegt að borgar- stjórinn tæki sjálfur sæti í byggingar- nefnd af þessu tagi en sýndi áhersluna sem leggja átti á verkið. Frá og með fjár- hagsáætlun 1983 var því settur mikill kraftur í verkið og lagði ég áherslu á að framkvæmdum yrði hraðað, enda var um mikla fjárbindingu í byggingum að ræða, auk þess sem fjögur ár höfðu tap- ast.“ Að sögn Davíðs vann byggingarnefnd- in gott starf og framkvæmdir gengu Leikféiaq Reykjavíkur flutti úr lónó í Borgar- leikhúsió órió 1989. ORRI PÁLL ORMARS- SON ræddi vió Davíó Oddsson forsætisróó- herrg, sem þó var borgarstjóri og for- maóur byggingar- nefndar hússins. og ef til vill er galdurinn við byggingu þessa húss einmitt fólginn í þeirri vel- heppnuðu samvinnu," sagði Davíð í ávarpi sínu við vígslu Borgarleikhússins og nú, rúmum sjö árum síðar, talar hann í sama anda: „Ég tel að þetta sé gott og hagkvæmt leikhús. Það er jafn langt frá aftasta bekk að sviði í stóra salnum og var frá aftasta bekk í Iðnó, þannig að þetta notalega návígi helst að mínu viti.“ Hefur eflsf af verkwm sinwm Davíð segir að menn hafi alltaf vitað að kostnaður við leikhúsið myndi vaxa við flutninginn í þetta stóra hús en jafn- framt hafi verið talið að tekjurnar myndu aukast með auknu sætaframboði. „Borg- in lagði upp úr því á þessum árum að vera aðalstuðningsaðili leikfélagsins og VIGDÍS Finnbogadóttir forseti og fyrrverandi leikhússtjóri LR og Davíð Oddsson borgarstjóri og fyrrverandi leikhúsritari LR skála við vígslu Borgarleikhússins 1989. vonum framar. Svo hratt var til að mynda byggt á köflum að arkitektarnir áttu fullt í fangi með að hafa hönnunina til- búna. Með nefndinni störfuðu Þórður Þorbjarnarson borgarverkfræðingur og Stefán Hermannsson og dugnaðarforkur- inn Magnús Sædal rak tripppin, svo sem Davíð kemst að orði. „Þótt miklu fé væri varið til fram- kvæmdanna urðu ekki átök um það í borgarstjórn, enda var minnihlutinn, sem þá var aftur orðinn, ekki í aðstöðu til að vera með háreisti eftir framgöngu sína í málinu á kjörtímabilinu á undan. Þá urðum við varir við mikinn velvilja borgarbúa til verksins. Því er hins vegar ekki að neita að þátttaka mín sem fyrr- verandi starfsmanns leikfélagsins og áhugamanns um byggingu hússins hafði áhrif á það að málinu var flýtt með þess- um hætti.“ „Við getum öll verið sammála um að arkitektum hússins hafi tekist firna vel að hanna hugverk sitt. Hér er um að ræða listrænt og smekklegt hús, en þó er í engu hvikað frá að húsið sé hagkvæmt og þjóni vel sínu hlutverki og ekki frekt til viðhalds í framtíðinni. Það er enginn vafi á að hönnuðirnir hafa notið góðs af nánu samstarfi við fagfólkið í leikfélaginu ábyrgjast reksturinn með tilteknum hætti en auðvitað var vonast til að reksturinn yrði ódýrari og hagkvæmari í nýju og tæknilega fulikomnu húsi en hann þyrfti til dæmis að vera í Þjóðleikhúsinu. Vonir stóðu því til að leikfélagið gæti um langa hríð eflst af verkum sínum í þessu húsi, sem ég held að hafi um margt tekist, þótt á ýmsu kunni að hafa gengið." Á tímamótum á borð við aldarafmæli er við hæfi að líta yfir farinn veg og það gerir Davíð Oddsson með glöðu geði: „Upphafsmenn leikfélagsins hljóta að vera með okkur í andanum á þessum tímamótum og þeir hljóta að hugsa sem svo: „Þetta gátum við.“ Leikfélag Reykja- víkur er ekki einungis upphafið að Borg- arleikhúsinu, heldur jafnframt Þjóðleik- húsinu enda kom það í ljós þegar hið síðarnefnda var sett á laggirnar árið 1950 að þörf reyndist vera fyrir annað leikfélag en Þjóðleikhúsið eitt. Ég er því sannfærður um að tilvera Borgarleik- hússins gerir Þjóðleikhúsinu mikið gagn og öfugt, þau aga hvort annað til sam- keppni og samanburðar. Að mínu mati geta borgarbúar og landsmenn allir þar af leiðandi ekki án Borgarleikhússins verið. Vonandi er þetta því bara fyrsta aldarafmæli þessa góða félagsskapar.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 11. JANÚAR 1997 29

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.