Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1997, Side 6
LJOSMYNDIR OG LJOÐ I RAÐHUSINU
Glugginn þinn
er flottastur
DROTTNING loftbólanna er sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur
á ljóðum og ljósmyndum eftir þrjúhundruð tólf ára nemend-
ur í Reykjavík. Nemendurnir sóttu námskeið um ljósmynda-
sögu, myndbyggingu og myndatöku ásamt kennurum sínum
á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur í haust og er
sýningin afrakstur þess.
Marteinn Sigurgeirsson, fræðsluráðgjafi, segir að nám-
skeiðið hafi verið í tilraunaskyni og ekki hafi verið stefnt
að sýningu en útkoman hafi verið svo góð að ástæða þótti
til að gefa fólki kost á að sjá verkin.
„Krakkamir fengu það verkefni að ganga um ákveðið
svæði í miðbæ Reykjavikur og taka myndir; þau áttu síðan
að skila einni mynd sem var tekin frá víðu homi og aðra
þrönga. Síðan fengum við þeim það verkefni að yrkja (jóð
við aðra myndina. Og það er óhætt að segja að það hafi
komið á óvart hver útkoman varð.“
Myndefnin sem krakkarnir völdu sér eru af ýmsu tagi.
MW
Þama virðist vera fundur.
einnig er þama hundur
þarna er líka kona
þetta er bara svona
SÖIVI DAVÍÐSSON, Grondoskólo
Mjög áberandi em þó mynd-
ir af gróðri í ísfjötmm en
myndirnar vom, að sögn
Marteins, teknar í miklum
frostakafla í haust. Gömul
hús em einnig áberandi
myndefni og myndir úr
gamla kirkjugarðinum við
Suðurgötu og Tjömina em
algengar. Að auki má sjá
margar skemmtilegar
myndir af smámunum eða
smáatriðum sem yfirleitt
vekja ekki mikla athygli
fólks. í ljóðunum er svo lagt
út af myndunum á ýmsan veg eins og dæmi era um hér
á síðunni. Sýningin stendur til 17. febrúar.
Skugginn þar skyggir
á Ijóaið smátt
það lýsir hátt.
Ljósið það skerandi spyr:
Er ég eina Ijósið?
EYÞÓR, Grandaskólo
Otugglnm þinn
Það sést margt í gegnum gluggann þinn
Myndir, flöskur, blóm.
Glugginn þinn er Oottastur, flottari og að lokum
flottastur og lang flottastur
Hnoss!
ARNAR FREYR EINARSSON, Solósskólo
LEIKHÓPURINN sem tekur þátt íuppfærslu nýs íslensks leikrits, Ástandift, í Risinu ídag. orsun 0 ló/<
STELPUR HRIFUST AF UNGUM
OG FALLEGUM MÖNNUM
LEIKFÉLAGIÐ Snúður og Snælda frum-
sýnir í dag nýtt íslenskt leikrit, Ástand-
ið, eftir Brynhildi Olgeirsdóttur og Sig-
rúnu Valbergsdóttur. Leikritið segir frá
íj'órum konum sem hittast á kaffihúsi hér í
borg. Allar eiga þær það sameiginlegt að hafa
orðið ástfangnar af hermönnum sem hér
dvöldu á hemámsárunum og rifja þær ýmsar
sögur upp frá þeim tímum sem þær hafa aldr-
ei sagt nokkrum manni áður. í leikritinu koma
ýmsir við sögu sem settu svip sinn á borgar-
braginn á stríðsárunum, svo sem hermenn,
sjoppueigendur, ástandsnefndarmenn, betri
borgarar og bílstjórar.
Beeói sorgar- og gleóisögur
Brynhildur Olgeirsdóttur skrifaði þætti í
Útvarpið fyrir nokkrum árum sem fjölluðu um
ástandsárin svokölluðu og urðu þeir kveikjan
að þessu verki. „Ég sem sögumar í verkinu
en Sigrún býr til leikritið og leikstýrir. Það
er ætlunin hjá okkur að fjalla um þessi mál
sem við köllum oft ástandið og hefur ekki
mátt tala um nema í hálfum hljóðum. Konur
sem vom í „bransanum", eins og það var líka
kallað, vom stimplaðar og sérstaklega ber á
feimni hjá eldri karlmönnum um þessi mál,
þeim er enn illa við þessa tíma þótt þetta
væri ósköp saklaust hjá stelpunum, að minnsta
kosti flestum. Ég myndi segja að þetta hafí
verið heilbrigt; stelpur hrifust af ungum og
fallegum mönnum og gera enn.“
Brynhildur segir að þau vilji gera hlut
kvenna góðan á þessum tíma með leikritinu.
„Jónas Arnason, rithöfundur, sagði einu sinni
að það væri fjandakomið ekki stelpunum að
kenna að stríðið braust út og við tökum undir
með honum. En í leikritinu sjáum við bæði
sorgar- og gleðisögur gerast, eins og gerðust
hjá þessum konum.“
Brynhildur segir að hún hafi sjálf ekki kom-
ið til Reykjavíkur fyrr en árið 1942 þegar
Bretinn var farinn. „En ég kynntist mikið af
stelpum sem höfðu farið í bransann og sjálfri
langaði mig voðalega mikið. En ég var af-
greiðslustúlka í búð og hafði eigandi hennar
numið verslunarfræði sín í Þýskalandi og átti
vini þar; við stelpurnar sem unnum hjá honum
vissum að ef við myndum fara í dátana myndi
hann reka okkur strax. Persónumar í leikrit-
inu eru byggðar á hinum og þessum stúlkum
sem ég þekkti og sumar þeirra eru alveg upp-
diktaðar."
Tíu leikarar Snúðs og Snældu koma fram
í leikritinu. Að auki em nokkrir úr hópnum
sem sjá um ýmislegt á bak við tjöldin. Nýir
leikarar hafa bæst í hópinn. Þau Auður Guð-
mundsdóttir og Karl Guðmundsson em þekkt
úr atvinnustétt leikara. Aðalheiður Siguijóns-
dóttir, Sigríður Helgadóttir og Hafsteinn
Hansson em einnig ný í hópnum. Sigrún Pét-
ursdóttir, Biynhildur Olgeirsdóttir, Anna
Tryggvadóttir, Sigmar Hróbjartsson og Sigríð-
ur Söebeck hafa öll leikið áður í sýningum
Snúðs og Snældu. Að tjaldabaki em Oddný
Þorvaldsdóttir, Sigurborg Hjaltadóttir, Sigur-
björg Sveinsdóttir og Helga Guðbrandsdóttir.
Kári Gíslason hannar lýsingu og leikmynd
með hópnum. Magnús Randmp leikur á harm-
onikku í sýningunni.
Snúður og Snælda heldur upp á sjö ára
afmælisdaginn sinn um þessar mundir og er
þetta sjöunda stóra verkið sem leikfélagið set-
ur upp. Sýningar verða í húsnæði Félags eldri
borgara í Risinu, Hverfisgötu 105.
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. FEBRÚAR 1997