Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 3
LESBðK MORGIJNBLAÐSINS - MENNING LISTIR 24. tölublað - 72. árgangur EFNI Pompidou menningarmiðstöðin í París var vígð fyrir tuttugn árum. Af því tilefni heimsótti Þór- dís Agústsdóttir menningarmiðstöðina, en til þess fer hver að verða síðastur á þess- ari öld, því vegna viðgerðar verður henni lokað í haust til aldamóta. Þarna er menn- ingar- og listamiðstöð fyrir nútímalist þar sem allar listgreinar eiga að fá að njóta sín. Molde við Sunnmæri í Noregi er vettvangur ár- legrar skáldastefnu sem Knut 0degárd gengst fyrir. Hún ber nafn Bjornstjerne Bjornson. Þar var Thor Vilhjálmsson gest- ur í fyrra. Bandarísku listakonunni Roni Horn liggur margt á hjarta um Island, en hún sýnir nú í gallerí- inu í Ingólfsstræd 8. Hún hefur komið hing- að til iands með reglulegu millibili síðan 1975 og unnið Ijósmyndir, sem eru uppi- staðan í röð átta bókverka hennar. ítalski leikstjórinn Michelangelo Antonioni er 85 ára og lauk nýlega við gerð kvikmyndarinn- ar Handan skýjanna með John Malkovich í aðalhlutverki. Arnaldur Indriðason skrifar um feril Antonionis, sem hefur ekki tekist að koma nýjustu myndinni í dreifingu í Bandaríkjunum. Bókarfundur í fornbókabúð í Rabat leiddi þau Steinunni Jóhannesdóttur og Einar Karl Haraidsson á stað, þar sem 15 Grindvíkingar voru látn- ir í land eftir Tyrkjaránin á Islandi, en í sumar eru 370 ár liðin frá því múslímskir sjóvíkingar hnepptu hátt í 400 Islendinga í bönd og fluttu nauðuga til N-Afríku. Brynja Benediktsdóttir heldur áfram að segja frá köldum vordögum í Sviaríki. Leið hennar liggur á Leiklistardaga sænska Ríkisleik- hússins í Hallunda, þar sem sýning Þjóð- leikhússins á Leitt hún skyldi vera skækja kallaði fram suðræn viðbrögð áhorfenda, sem stöppuðu, hrópuðu og klöppuðu. Forsíðumyndina tók Þórdís Ágústsdóttir fyrir utan Pompidou-menningarmiðstöðina í París. KRISTMANN GUÐMUNDSSON GUÐ DÆMIR ÞIG EKKI Guð dæmir þig ekki; þú ert sjálfur dómari þinn. Allar stundir réttir lífið að þér ' hvítan kaleik hamingjunnar, fylltan á barma. En skuldin, sem þú vilt ekki greiða, villir þér sýn, og þú heldur áfram að drekka sorann. Brúðurin bíður þín í sínum Ijósa hjúpi. En er þú reynir að nálgast hana, í flekkaðri kápu sjálfselskunnar, dæmir þín eigin sál þig úr leik. Því að skuldin, sem þú vilt ekki greiða, er hið myrka tjald og hin læsta hurð milli þín og hennar, sem þú þráir. Guð dæmir þig ekki; þú ert sjálfur dómari þinn. Kristmann Guðmundsson, 1901-1983, bjó í Noregi 1924-39 og skrifoði þó skóldsögur ó norsku og ó íslensku eftir oð hann fluttist heim til islands. Sögur hans hafa verið þýddar ó mörg tungumól. Kristmann samdi og smósögur, leik- rit, endurminningar og Ijóð og skrifaði mikið um bókmenntir, m.a. Heimsbók- menntasögu. GÓÐUR ER SÉR- HVERGENGINN RABB Eftir því sem litróf hins daglega lífs á Vesturlöndum verður hversdagslegra og minna ber á sérkennum þjóða og þjóðar- brota því starsýnna verður gestum á þau fáu fyrirbæri sem dagað hefur uppi úr fjar- lægri fortíð. Það er eðlilegt. Fólk flengist um allan heim í leit að ein- hveiju nýstárlegu, einhvetju sem er frá- brugðið venjubundnu bjástri við bíla, tölvur og örbylgjuofna og þess vegna er sök sér að telja því trú um að hér hafi þrifist hálf- gert víkingasamfélag um aldir. Því til sönn- unar eru haldnar hér á landi víkingahátíðir með sverðum, skjöldum, aflraunum og álíka kúnstum sem eru heldur hjáróma í neyslu- samfélagi nútímans en öllu þekkilegri en drykkjusamkomur í miðbænum þar sem afkomendur víkinganna takast á með ný- tískulegum aðferðum. En einn er sá siður sem við höfum tekið í arf frá forfeðrunum og vakið athygli glöggra gesta. Hann er hins vegar of samgróinn þjóðarsálinni til að hægt sé að markaðassetja hann, of hrein- ræktuð afurð til að geta náð þroska í öðrum jarðvegi en hinum íslenska. Hér er átt við þá lensku að semja eftirmæli um látna sam- ferðamenn, rekja æviferil þeirra og veita tilfinningum útrás. Og á fjölmiðlaöld birt- ast slík skrif í bland við fréttir af heimsat- burðum og pólitískt þras eins og ekkert sé eðlilegra. Fyrir nokkrum áratugum var prófarka- lesari á dagblaði að vandræðast með minn- ingargrein um norðlenska mektarkonu eftir sveitunga hennar. Hann ákvað loks að leggja ritsmíðina undir dóm samstarfs- manna sinna og eftir nokkra stund lá öll ritstjórnin í krampakasti af hlátri. Ekki svo að skilja að lífshlaup hinnar látnu hafi ver- ið eitthvað ævintýraríkt umfram það að hún brá sér einatt fótgangandi af bæ í veg fyr- ir héraðslækninn svo að hann gæti dregið úr henni tönn. Smám saman fækkaði tönn- um í munni hennar og jafnframt fóru hin og þessi líffæri að gefa sig. Höfundur grein- arinnar tíundaði af mikilli kostgæfni í hvaða röð hálskirtlar, gallblaðra, hálfur magi, botnlangi og annað innvols var numið brott þar til fátt varð eftir i konunni og að lokum dó hún. Eftir þessa raunarollu kom langur kafli um nauðsyn tannhirðu en skortur á henni var upphaf og endir á þrautagöngu konunnar Ritstjóri blaðsins komst að þeirri niðurstöðu að höfundur sýndi minningu vin- konu sinnar lítinn sóma með þessum sam- setningi þótt honum gengi gott eitt til. Meginhluti greinarinnar var því numinn á brott á sama hátt og tennur konunnar og líffæri en í þess stað var skrifað: „Átti hún við langvarandi heilsuleysi að stríða.“ Ég tel mjög líklegt að minningargrein- arnar okkar hafi þróast út frá erfikvæðum en fyrir þeim er löng hefð í íslensku samfé- lagi. Elsta dæmið, sem ég man, er Sonator- rek Egils Skalla-Grímssonar sem Þorgerður dóttir hans fékk hann, yfirkominn af sorg, til að yrkja eftir Böðvar son sinn. Sam- kvæmt Egils sögu sagði hún eftirfarandi við föður sinn: „Seint ætla ég Þorstein, son þinn, yrkja kvæði eftir Böðvar, en það hlýð- ir eigi að hann sé eigi erfður. “ Af þessum orðum má ráða að erfiljóðagerð hafi verið almenn hefð og mikið tíðkuð og víst er um það að þarna fann Egill dýpstu tilfinningum sínum þann farveg sem enn hrærir hjörtu okkar. Svipaða leið fór Hallgrímur Péturs- son í sálminum Um dauðans óvissan tíma, sem hann orti eftir unga dóttur sína. Þar tekst hann á við dauðann og kveður sig í sátt við hann af slíkri sannfæringu að niður- lag sálmsins hefur verið sungið yfír moldum flestra íslendinga um aldir. Þótt ekki hafi mörg skáld farið í fötin þeirra Egils og Hallgríms eigum við fjöld- ann allan af gullfallegum erfiljóðum frá síðari öldum, eins konar sálumessur þeirrar þjóðar sem átti sér takmarkaða tónlistar- hefð og fá hljóðfæri önnur en langspilið og „hrosshár í strengjum og hol að innan tré“. Sé blaðað í Ijóðasöfnum skálda frá nítjándu öld og fyrri hluta þeirrar tuttug- ustu koma í Ijós ókjörin öll af kvæðum, sem ýmist eru ort um nána ættingja þeirra og vini ellegar að beiðni annarra sem áttu ekki eins létt með að láta standa í hljóð- stafnum og víst er um það að erfiljóðagerð gat orðið nokkurtekjulind fyrir örsnauða blekbera. Því má segja að fyrirbærið hafi verið markaðssett á sínum tíma, þótt ekki hentaði það til útflutnings. Fæstar þeirra afurða hafa staðist tímans tönn og lifað með þjóðinni enda misjafnar að gæðum og varla er erfiljóðagerð vænlegt lifibrauð um þessar mundir Hins vegar þykir enn eigi hlýða að menn séu eigi erfðir, svo að vísað sé aftur til orða Þorgerðar Egilsdóttur og þess vegna eru fáir menn svo lítils virði að þeirra sé ekki minnst í dagblöðum. í minningargreinum birtist margvíslegur al- mennur fróðleikur um ættartengsi, búsetu, atvinnuhætti og fleira sem mörgum þykir fengur að í íslensku samfélagi - að ógleymdu örlagaríku æviskeiði einstaklinga sem stundum er rakið af miklu listfengi. Sumar minningargreinar eru hreinræktaðar bókmenntaperlur, sem unun er að lesa, aðrar hugljúfar eða leiftra af kímnigáfu í anda þess sem genginn er. Sumra er minnst með lítilli grein eða sálmaversi, um aðra eru skrifaðar margar opnur og stundum dag eftir dag. Úr þessum greinum má yfir- leitt lesa eitt og annað. Hafi hinn látni verið mikils metinn þjóðfélagsþegn á miðj- um aldri eru greinarnar margar og yfirleitt undirritaðar af öðrum merkismönnum. Þá eru störf hins látna og afrek rakin en þess yfirleitt vandlega getið hvern þátt greina- höfundar sjálfír áttu í þeim. í þessar minn- ingargreinar vantar oft þá persónulegu hlýju sem einkennir góð skrif af slíkum toga þannig að lesandinn fær á tilfinning- una að höfundar séu annaðhvort að skrifa af skyldurækni eða hampa sjálfum sér. Ungt fólk, sem fellur frá í blóma lífsins, fær öðruvísi eftirmæli. Oft eru þau undirrit- uð af heilum hópi, bekkjarfélögum, ættingj- um, ferðafélögum eða öðrum vinum. Þessar greinar eru hlýlegri en hinar fyrri en ein- kennast gjarnan af hástemmdum lýsingar- orðum þannig að mynd hins látna verður upphafin og óskýr. Færst hefur í vöxt að slíkar greinar séu í sendibréfsformi þar sem hinn látni er ávarpaður fögrum orðum og minntur á hin eða þessi samskipti við höf- unda eða hann er fullvissaður um hreina vináttu og sannan kærleik. Samt fer ekki milli mála að bréf þessi eru ætluð almenn- um lesendum enda líklegt að þau séu held- ur seint á ferð til ylja þeim um hjartarætur sem ávarpaður er. Mig tekur sárt að lesa minningargreinar eftir nána ættingja, foreldra, börn eða jafn- vel maka þar sem óheft tilfinningaflæði ber skynsemina ofurliði og orðin eru ekki sveigð til undirgefni á stundu sorgarinnar heldur blásin út þar til þau glata merkingu sinni og smáatvik, sem hafa persónulega þýð- ingu, geta jafnvel virst skopleg á prenti, eins og dæmið um tannlausu konuna að norðan sýnir. Með því er minningu hins látna lítill sómi sýndur Og stundum læðist að manni sá grunur að höfundar séu ekki einungis að létta á hjarta sínu með því að minnast ástvina sinna heldur ekki síður að sannfæra lesendur um að fjölskvldutengslin hafi verið í stakasta lagi og gott betur, að allir hafi gert skyldu sína gagnvart hinum látna, elskað hann og virt. Þegar fimm eða sex úr sömu fjölskyldu hafa látið birta sömu lofræðuna um manninn, sem var trúlega alveg jafn breyskur og við hin, væri óskandi að röggsamur prófarkalesari hefði tekið til sinna ráða. Við skulum fara sparlega með orðin og hafa hugfast að þau eru dýr, einkum þeg- ar þau lúta að tilfinningum okkar. En minningargreinarnar eigum við ekki að láta fyrir róða. Þær eru eitt þeirra fáu sérkenna sem við eigum og væri eftirsjá að ef hyrfu í hringiðu hinnar alþjóðlegu menningar sem stöðugt gerist áleitnari við okkur Frónbúa. GUÐRÚN EGILSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. JÚNÍ 1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.