Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 2
30% ISLENDINGA LESA LJÓÐ Islenskar konur lesa meira en karlar TÆPLEGA 30% íslendinga lásu eina ljóða- bók eða fleiri á síðastliðnum 12 mánuðum samkvæmt skoðanakönnun Gallup. Hlut- fallslega flestir íslendingar lesa skáldsögur, tæplega 67% lásu eina eða fleiri skáldsögur á síðastliðnum 12 mánuðum. Tæplega 53% íslendinga lásu eina eða fleiri fræðibækur sl. 12 mánuði og tæplega 42% eina ævisögu eða fleiri. Yngra fólkió les Irekar frœðibækur Konur lesa talsvert meira en karlar, ef frá eru skildar fræðibækur. Um 48% kvenna las eina eða fleiri ævisögur síðastliðna 12 mánuði en rúmlega 34% karia. Rúmlega 34% kvenna las a.m.k. eina ljóðabók á sl. 12 mánuðum en 26% karla, og rúmlega 74% kvenna las eina skáldsögu eða fleiri á síðustu 12 mánuðum en tæplega 61% karla. Yngra fólk les frekar fræðibækur en þeir sem eldri eru. Um 60% þeirra sem eru 16-44 ára lásu a.m.k. eina fræðibók á síðustu 12 mánuðum, en rúmlega 48% þeirra sem eru 45-54 ára og rösklega 36% fólks á aldrinum 55-75 ára. Hins vegar snýst lesturinn alveg við þegar ævisögulestur er skoðaður. Rösk- lega fjórðungur 16-24 ára las a.m.k. eina ævisögu á sl. 12 mánuðum, tæplega 36% þeirra sem eru 25-34 ára, rúmlega 39% fólks á aldrinum 35-44 ára, tæplega 47% 45-54 ára fólks en rúmlega 60% þeirra sem eru 55-75 ára höfðu lesið ævisögu á síð- ustu tólf mánuðum. Ljóóalestur svipaóur í öllum aldurshópum Lestur ljóða virðist svipaður í öllum aldurs- hópum, rúmlega 30%, nema meðal þeirra sem eru 25-34 ára, tæplega 23% þeirra lásu ljóða- bók á síðustu tólf mánuðum. Rúmlega 78% fólks á aldrinum 16-24 ára lásu eina eða fleiri skáldsögur á síðustu 12 mánuðum en á bilinu 63-66% hinna aldurshópanna. Kli>iA skil; .... , K»' ' <Wíx ifi i tri>xmi>& > itfXMXto. tiK ftfwiv* Omifs.V:í<in CinUUi íófvjbr JíkIíkJ <■? KfitHff >>:*»:« tato-.V #&)** «4« :t :>'«■ if> i i «:,! Morgunblaðid/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir EINN fornkappa séður með augum Sögusetursins. Njálusýningin opnuð yiGDÍS Finnbogadóttir opnaði sýninguna Á Njáluslóð, sem Sögusetrið á Hvolsvelli stendur að, síðastliðinn fimmtudag. Fór opnunin fram við hátíðlega athöfn að við- stöddu fjölmenni. Sýningin, sem jafnframt er fyrsta verk- efni Sögusetursins, felur ekki einvörðungu í sér uppstillingu á fornköppum og vopnum þeirra, heldur einnig hópferðir um sögu- svið Njálu og fleira. Aðstandendur þessa verkefnis skilgreina það sem menningar- lega afþreyingu og nýjung í ferðaþjónustu. Blásarakvintett Reykjavíkur A LEIÐ ITONLEIKA- FERÐ UM BRETLAND Morgunblaðið/Arnaldur VÍÐFÖRLIR blásarar: Hafsteinn, Daði, Joseph, Einar og Bernharður. BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur býr sig nú af kappi undir tónleikaferð um Bretland sem hefst í næstu viku. Verða ríflega tveir tugir tónverka með í för, þar á meðal nokkur íslensk. í haust heldur kvintettinn síðan til Ástralíu, þar sem hann mun meðal annars koma fram á tónlistarhátíðinni Vor í Sydney. „Við fljúgum til Skotlands miðvikudaginn 25. júní og mér skilst að Skotinn í hópnum, Daði Kolbeinsson óbóleikari, sem alinn er upp í Edinborg, sé búinn að útvega okkur verk- efni strax daginn eftir,“ segir Einar Jóhann- esson klarinettuleikari. Og Daði tekur upp þráðinn: „Já, já. Við förum beint inn í upp- töku á þættinum Mr. Anderson’s Fine Tunes hjá BBC Scotland í Glasgow, þar sem við munum flytja nokkur létt lög.“ Föstudaginn 27. júní koma fimmmenning- arnir fram á tónleikum á elliheimili í Glasgow, sem skipulagðir eru af stofnun sem sér um tónlist á sjúkrahúsum og elliheimilum í Skot- landi. „Svo skemmtilega vill til að meðal áheyr- enda á þeim tónleikum verður hálftíræð kona sem lánaði mér fyrsta óbóið fyrir 35 árum,“ segir Daði. Laugardaginn 28. júni heldur Blásarakvint- ett Reykjavíkur tónleika í stærstu dómkirkju sem reist hefur verið í Skotlandi eftir siða- skipti, Kirkju heilagrar Maríu í Glasgow. Dag- inn eftir bíða hans síðan tónleikar í stóru gler- hýsi í Glasgow, Kibbies Palace, þar sem pottaplöntur þjóna þeim tilgangi að bæta hljómburðinn, að því er Daði upplýsir. The Picasso Set frumflutt Lokatónleikar Skotlandsferðarinnar verða síðan á West End-hátíðinni í Glasgow, þar sem félagamir munu meðal annars frumflytja verk eftir Möltubúann Charles Camilleri, The Kcasso Set, sem samið var sérstaklega fyrir þá í vor. Blásarakvintettinn hefur margoft efnt til tónleika í Bretlandi og er, að sögn Einars, nokkuð vel kynntur þar um slóðir. Þetta verð- ur aftur á móti fyrsta heimsókn fimmmenning- anna til Skotlands „og var svo sannarlega tími til korninn," svo Daða sé gefíð orðið. Vill hann í þessu samhengi færa íslenska ræðismannin- um í Glasgow sérstakar þakkir fyrir að greiða götu þeirra. Frá Glasgow heldur kvintettinn til Lund- úna, þar sem hann efnir til tónleika í nýju tónleikahúsi, The Space, sem áður var kirkja, 1. júlí. Er húsið staðsett í gömlu hafnarhverfi sem tekur nú hröðum breytingum í menningar- átt, að því er blásararnir staðhæfa. Þar verð- ur annar liðsmaður, Bernharður Wilkinson flautuleikari, á heimavelli, því hann er fæddur og uppalinn í Englandi. 5. júlí verða félagarnir á ferð í St. Cyprians- kirkjunni nærri Baker Street í Lundúnum, sóknarkirkju Sherlocks Holmes, að því er Ein- ar vekur athygli á, þar sem Norma Fisher píanóleikari mun slást í hópinn. Lék hún með- al annars með Joseph Ognibene, hornleikara Blásarakvintetts Reykjavíkur, á tónlistarhátíð á Kirkjubæjarklaustri í fyrra og lýsti þá yfir áhuga á að vinna með honum á ný. Gefst nú tækifæri til þess. „Það er virkilega ánægjulegt að Norma Fisher skuli sjá sér fært að spila með okkur í Lundúnum en tónleikarnir verða að öllum líkindum hljóðritaðir á vegum BBC,“ segir Joseph. Bretlandsferðinni — og þar með fimmtánda starfsári Blásarakvintetts Reykjavíkur — lýk- ur síðan með tónleikum á Exeter-tónlistarhá- tíðinni nafnkunnu, 7. júlí. „Það er að skapast hefð fyrir því að ljúka starfsárinu með tón- leikaferð til útlanda,“ segir Hafsteinn Guð- mundsson fagottleikari. Sextánda starfsár kvintettsins hefst síðan á sama hátt og því fimmtánda kemur til með að ljúka — á ferðalagi. Áfangastaðurinn þá verður Ástralía, þar sem fimmmenningarnir munu spila á tónlistarhátíðinni Vor í Sydney í byrjun september fyrir milligöngu kunningja Einars, Rogers Woodwards píanóleikara. Mun Einar jafnframt flytja fyrirlestur á hátiðinni, sem hann gerir ráð fyrir að helga íslenskri tónlist, auk þess sem kvintettinn mun efna til opinnar æfingar, einskonar „Master Class“, í háskólanum í Sydney. Tvennir tónleikar og jafnmörg „Master Class“-námskeið eru síðan fyrirhuguð í Tass- maníu á vegum háskóla eyjarinnar og einir tónleikar og eitt „Master Class“-námskeið í höfuðborginni Canberra og einir tónleikar í Adeleide. Sendinefnd islands Á efnisskrá tónleikanna í Ástralíu verða að mestu íslensk og norræn tónverk og hefur Joseph því gefið Blásarakvintett Reykjavíkur heitið „Sendinefnd íslands" þar neðra. Ferðin í haust verður sú fyrsta sem kvintett- inn fer til Ástralíu en hann hefur komið fram í flestum ríkjum Evrópu, auk Bandaríkjanna. „Það er alltaf gaman að kynnast nýjum heim- sálfum," segir Daði, „og víkka sjóndeild- arhringinn." Þar með linnir reyndar ekki sögum af ferða- lögum blásaranna, því Einar er nýkominn frá Singapore, þar sem hann kom fram sem ein- leikari á tvennum tónleikum með sinfóníu- hljómsveit landsins undir stjórn Lan Shui. Segir hann ferðina hafa verið velheppnaða. „Hljómsveitin var góð, hljómburðurinn í húsinu frábær og dómarnir ágætir". í sömu ferð sótti klarinettuleikarinn Lista- háskóla Hong Kong heim sem hann segir að sé glæsilegur í alla staði. MENNING LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Þjóðminjasafn íslands Sýningin Kirkja ogkirkjuskrúð, miðaldakirkj- an í Noregi og á Islandi. Listasafn íslands Sögn í sjón; sýning á verkum sem byggð eru á íslenskum fornritum. Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar Árbæjarsafn í sumar verða sýndar ljósmyndir frá Reykja- vík, ásamt ljóðum skálda. Listasafn ÁSI - Ásmundarsalur, Freyju- götu 41 Sigríður Siguijónsdóttir, Takashi Homma til 15. júni. Kjarvalsstaðir - Flókagötu íslensk myndlist til 31. ágúst. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaða- stræti 74 Sýning á úrvali vatnslitamynda eftir Ásgrim. Norræna húsið - við Hringbraut Grímur Karlsson skipstjóri: Skipslíkön til 9. júlí. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Opin sýning í öllum sölum nema í setustofu, þar er gestur safnsins Ásgerður Búdóttir. Til 29. júní. Gallerí Handverk & Hönnun Elísabet Thoroddsen sýnir peysur til 26. júní. Gallerí Listakot Menjar - handverkssýning til 5. júlí Gallerí Stöðlakot Philip Richard sýnir textílverk til 7. júli. Mokka - Skólavörðustíg Sigurdís Harpa Amarsdóttir sýnir til 6. júlí. Gerðarsafn - Hamraborg 4 Kóp. Ása Ólafsdóttir, Íris Elfa Friðriksdóttir og Sigurbjörn Jónsson sýna til 6. júlí. Hafnarborg - Strandgötu 34 Hf. Norræn farandsýning; Flóki án takmarka. í Sverrissal sýnir Björg Pjetursdóttir verk unn- in í flóka. Listasafn Siguijóns - Laugarnestanga 70 Sumarsýning á völdum verkum Siguijóns. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Roni Horn_ sýnir til 29. júní. SPRON, Álfabakka 14, Mjódd. Aðalheiður Valgeirsdóttir sýn. til 8. ágúst. Byggðasafn Hafnarfjarðar Undir Hamrinum — Af lífi hafnfirskrar al- þýðu til 30. sept. TONLIST Þriðjudagur 24. júní. Hlíf Siguijónsdóttir heldur fiðlutónlerika í Siguijónssafni klukkan 20:30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Fiðlarinn á þakinu lau. 21., fös. 27.,lau.28.. Listaverkið lau. 21.,fím. 26., fös. 27. júní. íslenska óperan Evíta lau.21.,fim.26., fös.27.,lau.28.júní. Loftkastalinn Á sama tíma að ári su.22., fim. 26. júní. Hermóður og Háðvör Að eilífu fim.26., fös. 27. júní. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði I þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðviku- dögum merktar: Morgunblaðið, Menning/list- ir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691181. Netfang: Andrea @mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. JÚNÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.