Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 5
börnum og sá þriðji er búinn tækjum og heim- ildum sem gerir þeim kleift er þess óska að læra fjörutíu tungumál. Bókasafn Pompidou hefur skipulagt marg- ar sýningar er tengjast rituðu máli. Einnig eru sýndar þar reglulega kvikmyndir sem fjalla um félagsfræðileg og mannfræðileg efni og í mars á hverju ári er haldin kvikmyndahá- tíð heimildarkvikmynda. Safnið stendur einnig fyrir fyrirlestrum um ýmis efni samtímans. Bókasafnið mun nýta lokunartimabil Pompidou til að auka alla tæknivæðingu og bæta aðgang blindra að heimildum þess. í Pompidou eru sýningasalir sem taka ann- ars vegar 450 manns í sæti og hins vegar 350, fyrir lifandi sýningar; leiklist, dans, tón- leika, kvikmyndasýningar, fyrirlestra o.s.frv. en ætlunin er að bæta þremur sölum við og hafa þá alla á sama stað í byggingunni, það er að segja í kjallara. Það að setja salina á sama stað gerir kleift að hafa tækjabúnað allan er tengist tæknilegri hlið sýninga á sama stað fyrir alla sali og þar af leiðandi af meiri gæðum. Um þessar mundir er í gangi japönsk kvik- myndahátíð þar sem almenningi gefst tæki- færi á að sjá myndir eftir t.d. Yasujiro Ozu, Akira Kurosawa eða Kenji Mizoguchi. Oft eru haldnar danssýningar á nútíma- dansi, má þá nefna Dominique Bagouet, Bill T. Jones eða Daniel Goldin sem allir hafa sýnt í Pompidou. Þá er lögð áhersla á flutning nýrra leikrita og sérstaklega tilraunaleikhús, sýnd hafa verið t.d. Hinir málglöðu eftir Lou- is-Rene des Forets eða leikstykki Tadeusz Kantor. Morgunblaðið/Þórdís Ágústsdóttir POMPIDOU-MIÐSTÖÐIN hefur verið skreytt afmælisborða í tilefni ársins, og í forgrunni má sjá litríkan gosbrunn sem er í eigu miðstöðvarinnar og var hannaður af listamönnunum Niki De Saint-Phalle og Jean Tinguely. SUMIR koma til að njóta útsýnis yfir borgina, en það er Ijómandi gott af efstu hæðunum. Á TORGINU fyrir framan Pompidou safnast saman listamenn, til að koma listsköpun sinni á framfæri, helst fyrir nokkra franka. listasafn Parísarborg), sú vinnustofa var of lítil, næst var byggð vinnustofa við Pompidou- safnið sem brann árið 1977 en þannig tapað- ist hluti verka listamannsins. Nýjustu gerð vinnustofunnar var lokið 1996, en opnuð al- menningi 29. janúar síðastliðinn. Pompidou eða Beaubourg, eins og menning- armiðstöðin er oft kölluð eftir hverfinu sem umkringir hana, er heimsótt af ýmsum ástæð- um. Fólk fer þangað til að lesa, hlusta á músík, vinna, skemmta sér, slæpast, komast í skjól, fara upp á efstu hæð til að njóta útsýn- is yfir borgina eða til að njóta og kynna sér listaverk. Það er álitið að þetta sé eitt mest heimsótta mannvirki í heiminum í dag. Listamiðstöðin er hugsuð sem heild- arstaður þar sem saman kemur starfsemi sem fram að því hafði verið aðskilin, samanber; mynd- list, lestur, iðnhönnun og tónlist. Hún á að miðla öllum menningar- hvötum og vera opin sem flestum, vera bæði safn listsköpunar þess- arar aldar og einnig hvati að tilurð nýs hæfi- leikafólks. Hér hittist fólk mismunandi að- stæðna og skapandi fólk úr ýmsum geirum lista og menningar. Pompidou skiptist í nokkrar deildir, Nú- tímalistasafn Frakklands, miðstöð iðnhönn- unar, almennings bóka- og fjölmiðlunarsafn og Irca; stofnun sem tileinkuð er rannsóknum og samræmingu á hljóðeðlisfræði og tónlist. Nútímalistasafn Frakklands var fært árið 1976 til Pompidou. Það hefur að geyma stærsta safn listaverka og sköpunarverka tuttugustu aldar í heiminum, um 40.000 verk allra listastrauma þessarar aldar og þá mörg lykilverk listasögunnar eftir þekktustu lista- mennina svo sem Henri Matisse, Pablo Pic- asso, Wassily Kandinsky, Marcel Duchamp, Georges Braque, Marc Chagall, André Bre- ton, Joan Miro, Max Ernst, Lucio Fontana, Yves Klein, Joseph Beuys, Francis Bacon svo einhverjir séu nefndir. Menningarmiðstöðin er sjö hæðir en á þriðju og fjórðu hæð eru stöðugar sýningar á safni í eigu Pompidou, á 9.000 fermetra fermetra svæði. Þar eru sýnd að meðaltali 800 verk sem gefa skýra mynd af listasögu þessarar aldar. Verkunum er skipt út reglulega en lögð er áhersla á að hafa sýninguna skipulagða í tíma og eftir listastefnum þannig að almenningi gefist kost- ur á að kynna sér listasögu þessarar aldar á rökréttan hátt. Á fimmtu hæð eru salir ætlað- ir skammtímasýningum á einstaka listamönn- um eða þemasýningar. Á sömu hæð mun verða opnað eftir 1999 ljósmyndagallerí, en ljósmyndasýningar hafa verið haldnar fram að þessu á fimmtu hæð og í kjallara bygging- arinnar. Miðstöð iðnhönnunar Pompidou gerir áhugasömum kleift að kynna sér sögu og þróun iðnhönnunar, byggingar-, innanhúss- og landslagsarkitektúrs og listiðnaðar tuttug- ustu aldar, með reglulegum sýningum og út- gáfustarfsemi. Almenningsbókasafn Pompidou er á tveimur hæðum, (fyrstu og annarri). Það er opið öllum án nokkurra formerkja. Safnið hefur að geyma 500.000 rit og bækur fyrir utan heimildir á myndböndum, hljóðböndum og microfilmum, plötur, tölvudiska og tímarit. Það eru til 30.000 skjalamöppur um rithöfunda, tónskáld og lista- menn. Bókasafnið lánar ekki út heimildir en tekur 1.800 manns í sæti. Að meðaltali heim- sækja safnið 12.000 manns á dag sem gerir safnið eitt mest sótta bókasafn í heiminum. Þar sem heimildir eru ekki til útláns er safnið vel búið myndbandstækjum, sjónvörpum, tölv- um og sýningatjöldum. Einn salur varðveitir nýjustu útgefnu bæk- ur og plötur, annar er sérstaklega ætlaður Pompidou-miðstöðin leggur áherslu á upplýsingaþjónustu og fræðslu fyrir almenning, bæði með því að bjóða upp á þjónustu leiðbeinenda á sýn- ingum sem eru yfirleitt lærðir listfræðingar og einnig með því að halda uppi sérstakri „vinnu- stofu“ fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Börn- in fá tækifæri til að skapa sjálf undir hand- leiðslu kennara og listamanna. Hlutverk vinnustofunnar er að gefa börnum tækifæri á að koma saman um helgar og kynnast nú- tímalist, ýmsum tækninýjungum, nútímatón- list og öllu öðru sem tengist menningu tuttug- ustu aldar. Þessi uppfræðsla barna er mjög vinsæl og yfirleitt komast færri að en vilja. í tengslum við þessa vinnustofu eru haldin námskeið fyrir kennara sem vilja sérhæfa sig í menningarlegri uppfræðslu fyrir börn. Fyrir utan allt þetta heldur menningarmið- stöðin uppi útgáfustarfsemi, gefur út vegleg- ar sýningarskrár og tímarit um nútímalist og menningu. Gefnar hafa verið út um 900 bæk- ur um listamenn, arkitektúr, hönnun, kvik- myndir, ljósmyndun og allt annað er tengist nútímamenningu. Fyrir utan rit framleiðir menningarmiðstöðin myndbönd tekin af list- viðburðum og sýningum sem eiga sér þar stað og nýlega var hafin útgáfa á tölvudiskum um_ safn listaverka tuttugustu aldar. Á jarðhæð er verslun þar sem bæði er mjög mikið úrval tímarita og bókmennta um listir og menningu en einnig safn minjagripa sem hannaðir hafa verið með innblæstri í verk ýmissa listamanna auk eftirprentana, plakata og póstkorta. IRCAM-stofnunin, sem helgar sig rann- sóknum og samhæfingu í hljóð og tónlistar- fræðum, er einnig til húsa í Pompidou-mið- stöðinni. Stofnunin varð til fyrir tilstuðlan þáverandi forseta Frakklands, Georges Pompidous, árið 1978. Ircam stundar rann- sóknir á framlagi tölvuvæðingar og hljóm- burðar í viðfangsefnum tónlistar. Rannsókn- irnar spanna þannig vítt svið: hljómburður hefðbundinna hljóðfæra, tónlistarsálafræði, hljómburður i sölum, nútimahljóðupptöku- tækni, framleiðsla tónlistaforrita svo eitthvað sé nefnt. Fyrir utan rannsóknir kemur stofnunin á framfæri tónskáldum nútímatónlistar með því að skipuleggja tónleika. Einnig eru haldnir fyrirlestrar fyrir almenning og gefinn kostur á reglulegri kennslu allt árið fyrir áhugamenn. Það má þannig ýmislegt gera sér til gleði og upplýsingar í þessu hofi lista og menning- ar. Margur íslendingurinn hefur þegar lagt leið sína þangað en fyrir þá sem eiga það ógert er síðasta tækifærið í sumar þangað til árið 2000! Miðstöðin er opin frá klukkan 12-22 virka daga en 10-22 um helgar og hátíðardaga. Á fimmtu hæð er veitingastaður með góðu útsýni yfir borgina, og fyrir framan safnið safnast saman alla daga tónlistarfólk og listamenn, bæði til að skemmta sér og til að koma listsköpun sinni á framfæri. Þeir sem óska eftir frekari upplýsingum geta fengið þær í gegnum alnetið: Pompidou menningarmiðstöðin: http://www.cnac-gp.fr. Bókasafnið: http://www.bpi.fr og Ircam stofnunin: http://www.ircam.fr. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. JÚNÍ 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.