Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 19
Morgunblaðið/UG ÖSKRAÐ af öllum lífs og sálar kröftum. Bandaríski þjóðsöngurinn íflutningi öskurkórsins. ÖÐRUVÍSI KÓRSÖNGUR Þrjátíu Finnar hafa þaó tómstundagaman aó öskra saman í kór. Þeir feróast um Evrópu, belja þjóóiög og barnavísur og skemmta sjálfum sér og öórum konunglega. URÐUR GUNNARSDOTTIR villtist inn á tónleika hjá þessum kraftmikla kór. EIR taka bakföll og kasta sér fram í feikna sveiflu, svitinn rennur af þeim og maður veltir því fyrir sér hvort nokkur hætta sé á að þeir fari úr kjálkaliðnum. Þijátíu Finnar hafa komið sér fyrir á sviði Fasching-jassklúbbs- ins í Stokkhólmi á heitu júníkvöldi. Þeir eru í kór sem nefnist Mieskuoro Huutajat, Ösk- urkórinn, og ber svo sannarlega nafn með rentu. Tónlistarflutningur þeirra á meira erindi við augu en eyru, er svo skrautlegur og skemmtilegur að tárin renna niður and- lit áhorfenda. Best skemmtir sér þó stjórn- andinn, Petri Sirviö, sem stjórnar herlegheit- unum með trommukjuða. Kórinn hefur starfað í tíu ár, en hugmynd- in kviknaði hjá Sirviö og nokkrum félögum hans. „Fyrst fæddist hugmyndin um útlit kórsins, svört jakkaföt, lakkrísbindi, hvítar skyrtur og yfirvegaða sviðsframkomu. Svo komu öskrin,“ segir Sirviö, sem sviptir sér úr jakkanum og losar um bindishnútinn að loknum tónleikum. Aðrir kórfélagar hafa greinilega í hyggju að gera sér glaðan dag. Upphafsmenn kórsins léku flestir í rokk- hljómsveitum á þeim tíma sem kórinn var stofnaður og sú er enn raunin með fjöl- marga kórfélaga. Sjálfur hefur Sirviö sung- ið í hefðbundnum kór, var í hljómsveit sem lék afar nútímalegt rokk og hefur auk þess starfað við útvarp, samið smásögur og séð um útvarpsþætti. Flestir kórfélaga eru á milli tvítugs og þrítugs og er mikil endumýjun í kórnum. „Ástæðan er ekki sú að þeir eyðileggi í sér röddina, það þola ekki allir við í kórnum vegna lélegs húmors og vondrar lyktar," segir Sirviö. Ekki eru gerðar kröfur um næmt tóneyra en kórfélagar verða að hafa gott taktskyn. Kórinn æfir vikulega og þá ekki síst sérstaka öskurtækni, sem Sirviö segir koma í veg fyrir að menn missi röddina. Hann hefur fulla vinnu við að stjórna kórnum, útsetja fyrir hann, sjá um útgáfu geisladiska og póstkorta og að bóka hann á tónleika heima og heiman. Kórfélagar halda sig til hlés í heimaborginni Oulu, þar sem margir hrista höfuðið yfir uppátækinu. Kórinn hefur komist á metsölulistann í Finn- PETRI Sirviö stýrði kórnum af yfirvegun, með trommukjuða. landi en Sirviö fullyrðir að hann sé þó mun vinsælli í útlöndum og mestra vinsælda njóti hann í Holiandi. Á efnisskránni eru lög af ýmsum toga, þó hætt sé við að áheyrendur beri tæpast kennsl á þau í flutningi kórsins. Þjóðsöngv- ar ýmissa landa, þekkt þjóðlög, barnavísur og fyrirlestrar eru á meðal þess sem söngv- ararnir flytja, án þess að notast við magn- ara, slíkt myndi líklega gera út af við áheyr- endur. íslenski þjóðsöngurinn er ekki enn komin á efnisskrána, en Sirviö hefur nú þegar útvegað sér textann. Það eina sem vantar er aðstoð við framburðinn. SIGILT MEÐ SVARTRI SVEIFLU Bobby McFerrin er einn fórra poppara, sem hqfq snúió sér aó sígildri tónlist meó góóum órangri. En hann iókar tónlistina ó sína vísu og boðskapurinn er gleði, eins og SIGRUN DAVIÐS- DOTTIR heyrði ó tónleikum með honum íTívolí. BOBBY McFerrin er sprottinn úr tónlistarhefð, en ekki aðeins þeirra svörtu, heldur úr sígildri hefð líka. Á tónleikum segir hann gjarnan frá því að faðir hans var fyrsti svarti óperusöngvarinn, sem söng við Metropolit- an óperuna í New York og móðir hans kenndi í tónlistarskóla í New York. Þó McFerrin hafi í upphafi sjálfur valið popp- leiðina þá leitaði á hann að hverfa aftur til þeirrar hefðar, sem hann óx upp við. Ekki gerir hann það þó alveg á venjuleg- an hátt, heldur með þvi að blanda saman og reika á milli. En sönginn fræga, sem hann sló í gegn með,„Don’t worry be happy“, nennir hann síður að rifja upp lengur, en áréttar að bæði þann texta og aðra texta hans eigi ekki að skilja sem lofsöng til kæruleysis, heldur séu þeir sprottnir af búddatrú, blandaðri afrískum áhrifum. Þegar hann varð fertugur fyrir nokkr- um árum ákvað hann að gefa sjálfum sér það í afmælisgjöf að geta stjórnað sinfó- níuhljómsveit og tók í tæka tíð að sækja námskeið og leita til reyndra stjórnenda. Námið hefur skilað sér og hann er nú fastur stjórnandi St Paul’s kammersveit- arinnar í Minneapolis, auk þess sem hann er gestastjórnandi víða. Og þess vegna kom hann líka til Kaupmannahafnar, þar sem hann stjórnaði útvarpshljómsveitinni á tónleikum í Tívolísalnum. Ekki berandi óperurödd en létt og lipur En McFerrin gerir fleira en að stjóma. Hann syngur nefnilega líka og það á sér- stæðan hátt. Ekki texta, heldur raular hann eigin tónverk, eða syngur hljóðfæra- raddir í tónverkum. í samvinnu við selló- leikarann Yo-Yo Ma hefur hann gefið út geisladisk, „Hush“, þar sem þeir syngja og spila saman sígild verk áhátt, sem að fólk annaðhvort hrífst að, eða þolir ekki. Þegar McFerrin fór að koma fram á sin- fóníutónleikum sögðu gagnrýnendur gjarnan að nú þyrfti hann að finna milli- stig þess að laða poppáheyrendur sína með og sannfæra sígilda hlustendur um að hann ætti við þá erindi. Viðtökurnar í Tívolísalnum bentu til að hann væri á góðri leið eftir þessu millistigi. Þessi glæsilegi maður með mjúku hreyf- ingarnar vatt sér inn á sviðið í svörtum buxum, víðri svartri skyrtu gyrtri niður í buxurnar og mjúkum ilskóm, stillti sér upp fyrir framan hljómsveitina formála- laust og byijaði að stjórna forleik að brúð- kaupi Fígarós eftir Mozart. Eftir nokkra takta hætti hann, sneri sér að áheyrendum og sagðist hafa gleymt að byija á sínum hluta, greip hátalara, byijaði aftur og söng nú með sellóröddina. Hver hefur sinn smekk, en mér fannst útkoman á hátalara- söngnum með hljómsveitinni ekki nærri eins skemmtileg og flutningur hans er á diskinum með Yo-Yo Ma, þar sem röddin blandast sellóinu á magnaðan hátt. Hér lá hátalarasöngurinn ofan á hljómsveitar- hlutanum og maður gat ekki annað en velt fyrir sér hvort hann hefði í raun nokk- uð þurft á hátalaranum að halda. Röddin er engan veginn stólpahljóðfæri óperu- söngvara, en hún ætti þó að ná í gegn með hljómsveitinni, því hún hefur létta og smjúgandi eiginleika. McFerrin söng í gegnum Pavane eftir Gabriel Fauré og hluta af hljómsveitar- svítu nr. 3, hvort tveggja slagarar úr létt- klassíkgeiranum og um það mátti segja það sama og forleikinn að Fígaró. Svo kom að konsert fyrir tvö selló og hljóm- sveit eftir Vivaldi, þar sem Morten Zeuten sellóleikari lék á móti McFerrin sem söng hinn sellóhlutann. Þetta varð meira furðu- legt en hrífandi og aftur var það hátalara- hljóðið í McFerrin sem gerði áhrifin mun daufari en er á fyrrnefndum diski. Fyrir Zeuten voru þetta kveðjutónleikar með hljómsveitinni, því hann er nú að taka við prófessorsembætti í sellóleik við Konser- vatoríið í Höfn, sem Erling Blöndal Bengtsson skipaði áður en hann fór að kenna við Ann Arbor í Michigan. Og viróulegar frúr sveif luóust meó Glansnúmerið var hins vegar einsöngs- kafli McFerrins. Hann kom inn, settist á stjómendapallinn og tók að syngja af munni fram eitthvað sem hljómaði eins og jazzblanda, en með margvíslegu ívafi víðsvegar að úr tónlistinni. Hann brá á leik með áheyrendum, sem vora orðnir að myndar kór áður en þeir vissu af. Og Bobby McFerrin glansnúmer þeirra var þegar McFerrin söng undirrödd í Ave Maria, meðan áheyr- endur sungu sjálfa laglínuna í þessu ann- ars ekki alveg auðsungna lagi. Það mátti heyra á að þarna var áhugafólk um tón- list saman komið. Fyrir framan mig sátu tvær virðulegar frúr, sem ekki virtust ætla að láta lokka sig í sönginn. En McFerrin var ekki búinn að vera lengi að, þegar þær voru komnar á fullt í kórsöngn- um og fylgdu öllum hans hljóðum og tökt- um. Og allt var þetta flutt með gleði og gamni og spaugilegum athugasemdum, án þess að hann gengi þó of langt í fífla- skap. Eftir hlé stjórnaði McFerrin sinfóníu í C-dúr eftir Bizet og fórst það undurvel af hendi. Hljómsveitin fylgdi honum fag- urlega og yfírbragðið var létt og leikandi. Svo fylgdi gríðarlegt klapp og fagnaðar- læti og þá kom rúsínan í pylsuendann: McFerrin brá sér aftur á stjórnpallinn, setti sig í stellingar og fyrstu hljómarnir í forieiknum að Vilhjálmi Tell eftir Ross- ini hljómuðu frá blásturhljóðfærunum. En aðeins fyrstu hljómarnir . . . því svo tók hljómsveitin sig til og söng - já, hver hljóðfærahópur söng sína rödd - og það var eftirminnilega vel af hendi leyst. Ungmennin, sem með mér vora, skemmtu sér ákaflega, eldra fólkið í kring virtist ekki gera það síður og hljómsveitin kannski best. McFerrin hefur sagt að hann hafi hvergi séð aðra eins tónlistar- lega uppdráttarsýki og hann hafi orðið vitni að í mörgum hljómsveitum, þar sem samkeppni, baktal og óánægja grói. í hans huga er það gleðin yfir tónlistinni, sem skiptir máli.. . og það voru glaðir áheyrendur sem yfírgáfu salinn og gengu út í sumarhlýjuna þetta kvöld í Tívolí. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. JÚNÍ 1997 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.