Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 8
JÓN HELGASON í ÁRNASAFNI Innan við múrvegginn átti ég löngum mitt sæti, utan við kvikaði borgin með gný sinn og læti; háifvegis vakandi, hálfvegis eins og í draumi heyrði ég þungann í aldanna sígandi straumi. Undrandi renndi ég augum með bókanna röðum: eljuverk þúsunda, varðveitt á skrifuðum blöðum; hvar sem ég fletti, við eyru mér ólguðu og sungu uppsprettulindir og niðandi vötn minnar tungu. Las ég þar kvæði með kenningum römmum og fornum, kerlögur Bölverks var reiddur í sterklegum hornum, ginnandi kynngi í goðjaðars veiginni dökkri, galdur og kveðandi djúpt inn í heiðninnar rökkri. Las ég þar sálma og lofsöngva þjóðar í nauðum, lífsvonin eina var samtvinnuð krossinum rauðum, yfirtak langt bak við ömurleik hungurs og sorgar ómuðu sætlega strengleikar himneskrar borgar. Oftsinnis meðan ég þreytti hin fornlegu fræði fannst mér sem skrifarinn sjálfur hið næsta mér stæði, hugurinn sá yfir hlykkjóttum stafanna baugum hendur sem forðum var stjórnað af lifandi taugum. Ólík er túninu gatan og glerrúðan skjánum, glymjandi strætisins frábrugðin suðinu í ánum, lífskjörin önnur, en fýsnin til fróðleiks og skrifta fannst okkur báðum úr dustinu huganum lyfta. Vatnsfallið streymir af ókunnum öræfaleiðum, andblærinn líður um túnið af fjarlægum heiðum, kveiking frá hugskoti handan við myrkvaða voga hittir í sál minni tundur og glæðist í loga. Stundum var líkast sem brimgnýr er þaut mér í blóði, bergmál af horfinna kynslóða sögum og Ijóði, hróðugur kvað ég þá stef mín í stuðlanna skorðum, stofninn er gamall þótt laufið sé annað en forðum. Hvíslar mér jafnan á orðlausu máli hér inni eyðingin hljóða, en þótt hún sé lágmælt að sinni vinnur hún daglangt og árlangt um eilífar tíðir örugg og máttug, og hennar skal ríkið um síðir. Senn er þess von að úr sessinum mínum ég víki, senn skal mér stefnt inn í skugganna fjölmenna ríki, spyrji þá einhver hvar athafna minna sér staði er það í fáeinum Iínum á gulnuðu blaði. Bókfellið velkist, og stafirnir fyrnast og fúna, fellur í gleymsku það orð sem er lifandi núna, legsteinninn springur, og letur hans máist í vindum, losnar og raknar sá hnútur sem traustast vér bindum. Jón Helgason, 1899-1986,var textafræðingur og Ijóðskóld. Hann var forstöðumaður Árnasafns og síðar Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn 1927-72 og prófessor í norrænum fræðum við Hafnarhóskóla 1929-69. Ljóðið er birt i tilefni af því að nú er lokið flutningi íslensku handritanna fró Kaupmannahöfn. KIRKJUFELL úr „Vernes Journey“. SAMSAFN ÞEKKINGAR Bandarísku listakonunni Roni Horn liggur_ margt ó hjgrtg um Island, en segist þó ekki verg þess umkomin aó predika. ORLYGUR STEINN SIGURJÓNSSON fékk skýringgr hjá Roni á sýningu hennar. RONI hefur valið verkum sínum samastað í galleríinu í Ing- ólfsstræti 8 og nefnir hún sýninguna „Reading Rooms“. Roni hefur komið hingað til lands með reglulegu milli- bili síðan 1975 og unnið ljós- myndir, sem eru uppistaðan í röð átta bókverka hennar, sem hún nefnir „To Place“. Hún á verk á söfnum víða í Bandaríkjunum og Evrópu og í Matthew Matts galleríinu í New York var nýlega opnuð stór sýning, sem nefnist „You are the Weather". Hana er einnig hægt að sjá í samnefndu bókverki í Ingólfsstræti 8 og þá tekur hún þátt í Feneyjarbíenalnum ’97. Roni ferðast mikið um heiminn og segist verða fyrir áhrifum víðast hvar. „Eg vinn úr þeim áhrifum með meðvituðum hætti og hallast að því að kalla afraksturinn samsafn þekkingar", segir Roni. Hún hóf ljósmyndun fyrir alvöru á áttunda áratugnum og Island hefur verið henni hugleikið æ síðan. Roni er vissulega ekki fyrsti útlendingurinn sem heillast af landi og þjóð og þaðan af síður sá fyrsti sem tjáir hughrifin. Hún var fús að segja frá því hvaða hvatir lægju að baki hingaðkomum hennar. „Þetta tengist fyrst og fremst persónuleika mínum og þörfum. Breytingar þær sem ísland hefur gengið í gegnum á þeim tíma sem ég hef komið hing- að samsvara sér vel með persónleika mínum. Heimsóknir mínar eru þannig grundvallaðar á eigin forsendu frekar en þjónustu við land og þjóð.“ Engin greining Þar með er ekki sagt að íslendingar njóti ekki góðs af Roni og verkum hennar. Þvert á móti. „Ætlun mín með verkum mínum er ekki að segja frá reynslu útlendings á Is- landi. Hér er ekki um neina greiningu á þjóðmenningu að ræða og ég hyggst ekki segja íslendingum hvernig þeir eru.“ Megin- markmið Roni er hinsvegar að hvetja til gagnrýninnar umræðu og meðvitundar um þá framvindu sem á sér stað á ýmsum svið- um og hún tekur dæmi af steinsteyptum vegum. „Mér finnst óþarfi að leggja stein- steypta vegi út í alla afkima út frá hringveg- inum til þess eins að ná hámarksþægindum. Það hefur sljóvgandi áhrif á samband manns MERGUR MÁLSINS 25 GRÍS OG GRÍSARI EFTIR JÓN G. FRIÐJÓNSSON * IMÁLI íþróttamanna er oft talað um að ar grísa-grísaði-grísað eða grísast á e-ð, óverðskuldaður sigur hafi verið t.d. grísa á jafntefli. Ekki verður sagt að (hreinn/algjör) grís, sá sem vinnur merking þessara orða sé gagnsæ né heldur heppnissigur er grísari eða hann er hefur mér tekist að finna beinar erlendar grísinn og enn fremur eru notaðar sagnirn- samsvaranir. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. JÚNÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.