Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 15
CARL Einar Háckner, töframaður í marg- faldri merkingu. Ljósm:Brynja Benediktsdóttir PETUR Engkvist fyrir framan Pero-leikhúsið sitt í Stokkhólmi. og fyrir aftan stýrishúsið getur „boddýið" breitt úr sér upp í 7 metra. Gólfið leggst sam- an eftir notkun eins og harmonikka eða fýsi- belgur, en þakið raðast upp eins og spil í stokk. Mér var hugsað til áranna þegar leikferðir um ísland voru vinsælar og fjölsóttar og fjöldi leikflokka á ferð um landið á eigin vegum. Þá hefði slíkur bíll komið sér vel á stöðum sem höfðu alls ekkert samkomuhús fyrir gest- ina nema kirkjuna og aðrir staðir með ný fé- lagsheimili höfðu svo ákafa og fégráðuga hússtjórn að ekki var hægt að semja við þá um skynsamlega húsaleigu. En við eyjabúar á íslandi gætum slegið Svíum við: í stað ferða- leikhúss á hjólum, hinu stærsta í heimi, gætum við nýtt okkur úrelt skip, togara, fetjur eða gömul og góð varðskip og breytt í leikhús á floti, hið stærsta í heimi. i anda gamalla meistara Ég hafði heyrt mikið látið af leikurum Backaleikhússins og náði mér því í miða á sýningu þeirra strax annan dag hátíðarinnar. Hún fjallaði um stríðið í Bosníu. Þar fékk ég reyndar ekki að skoða marga leikara því hér var um að ræða einleik eða frásögn að- eins einnar leikkonu. Hún leikurtúlk meðferð- arfulltrúa sem túlkar hræðilegar frásagnir flóttafólks frá Bosníu. Þetta verk vakti at- hygli á hátíðinni og var leikið í tveimur litlum sölum í einu með sín hvorri leikkonunni. Leik- ur þeirrar sem ég sá var prýðilegur, hófstillt- ur og agaður, en það var varla hægt að kalla þetta leiksýningu eða leikhús, miklu frekar efnivið i leiksýningu. Um miðjan þennan annan dag minn á hátíðinni sá ég loks bitastæða sýningu frá Berlín. Hún var reyndar um samtímaþjóðfé- lagsvandamál eins og flestar sænsku sýning- arnar, en meðöl leikhússins voru frábærlega vel notuð til að koma vandamálinu til skila á listrænan hátt. Sýningin var frá Berlín, frá leikhópi sem starfaði og menntaðist í þáver- andi Austur-Berlín og kallar sig nú Leikhús 89. Höfundur leikritsins Oliver Bukowski er fæddur árið 1961 og hefur skrifað sjö leik- rit, er menntaður þjóðfélagsfræðingur en starfar nú alfarið við skriftir. Leikritið fjallar um atvinnuleysi. Hjón nokkur sem missa vinnuna reyna að bjarga sér á allan hátt. Maðurinn, sem alltaf hafði talið sér trú um að lífsafkoma hans væri örugg, stendur allt í einu frammi fyrir þeirri auðmýkingu sem honum finnst vinnumissirinn vera. Hann vill ekki að láta brjóta sig niður og hefur stór orð um það hve stórkostlegt það sé að vera ekki lengur launþegi og geti hann nú loksins orðið sinn eig- in herra. Hjónin ákveða að opna bar í bílskúrnum sínum og selja þar eðalvín og sterka drykki. Kon- an kemur sér upp ögrandi. gengilbeinubúningi, því hún ætlar að þjóna til borðs. Þau ætla að standa faglega að þessu, viðskiptavinirnir eiga ekki að fá ástæðu til að kvarta yfir þjónustu eða veit- ingum. Enginn kvartar heldur því að það kemur enginn. En áfengisbirgðirnar tæmast þó með vaxandi hraða. Eigend- urnir sjá sjálfir um það. Þau eiga sér þó eina von um bætta afkomu og uppreisn æru. Þau spila í öllum til- tækum lottóum. Þau eru Ljósm:Brynja Benediktsdóttir STÆRSTA leikhús á hjólum í heimi. Töframaóurinn góói Loks í lok þessa dags sá ég frábært sænskt leikhús. Það var þó enn einn einleikurinn, ef einleik skyldi kalla, ljóðskáldið, leikarinn og töframaðurinn Carl Einar Háckner lék við hvern sinn fingur og hélt uppi eins konar „uppistandi" í næstum tvo klukkutíma. Við innganginn var seld nýjasta ljóðabók hans. Mér tókst að lesa ljóðin á hundavaði áður en sýning hans hófst svo mér kom ekkert á óvart að þessi töfrakarl flytti frábæran eiginn texta. Sögur hans og brandarar voru á eins konar úthverfamállýsku stórborgaræskunn- ar. Carl Einar er ein af leikstjörnum Svía en feril sinn hóf hann strax á barnsaldri sem töframaður. Töfrandi þokki leikarans á ekki að koma á óvart því Baltazar Kormákur leik- á barmi örvæntingar þegar loks- ins það ótrúléga gerist, þau hljóta stóra vinninginn. En það er of seint. Þegar húsbóndinn opnar blaðið og ber saman vinn- ingsnúmerin og tilkynnir konu sinni gleðifréttirnar nær hún aðeins að heyra þær áður en hún lognast útaf. Hún hefur ákveðið fyrr um daginn að binda enda á þetta allt fyrir þau bæði og skrúfað frá gas- inu. Hann nær ekki að skríða að gasvélinni til að skrúfa fyrir útstreymið og verður örendur á leiðinni með blaðið í hendinni. Þetta var mjög dramatísk sýning í lokin og listilega unnin af öllum sem að henni stóðu, þó með ein- földum meðulum. Leik- ararnir voru frábærir og þóttumst við hjón eitthvað kannast við fagmannlegan stílinn og handbragðið úr leikhúsi Brechts. Hugboð okkar reyndist rétt, þau höfðu unnið með mörgum þeim leikhúskempum sem við höfð- um hitt og skoðað í Austur-Berlín á sjöunda áratugnum, bæði í Volksbuhne og við Berlin- er Ensamble. Seinna um daginn sá ég líka handbragð meistara sem við íslendingar kynntumst hér heima í Borgarleikhúsinu á listahátíð fyrir nokkrum árum. Það var Pan Pan leikhúsið frá írlandi sem sýndi verkið „Sálumessa skraddarans" í anda Kantors þess pólska. Líkt og hjá leikstjóranum Kant- or byggðist sýningin hér upp af hreyfanlegum myndum, myndlistin var höfð í fyrirrúmi og leikarar eins konar brúður. Krafan til líkam- legrar leikni er næstum ómennsk. Texti er nánast enginn enda tveir leikaranna dauf- dumbir, dramatíkin er þó grípandi og sterk en hvorki skiljanleg né skilgreind. Þó er smá söguþráður í verkinu og sögusvið. Sögusviðið í upphafi er saumastofa skraddarans, en starfsfólk hans eru þrír karlar og ein kona. Þetta fólk er á endalausum hlaupum í leit að hreinu lofti og frelsinu. Þeim er ólíft við saumavélarnar og það er túlkað með vélræn- um hreyfingum leikaranna og sífelldum skip- unum skraddarans yfirmanns þeirra. Stund- um kom mér í hug að leikstjórinn Charlie Quinn hefði alveg eins getað búið til sýning- una með leikfimifólki eins og leikurum, gamli Kantor fór reyndar þá leið, eini leikarinn í sýningunni hans var hann sjálfur, hinir eins konar fimleikafólk. Ein aðferð leikstjórans Quinns hreif mig sérstaklega, hvernig hann notar þagnirnar óspart til áhrifaauka og er ekki hræddur við að þenja þær á leiksviðinu. Á stundum var eins og maður væri að horfa á þögla kvikmynd. stjóri Skjækjunnar upplýsti mig glottandi um að hann hefði unnið samkeppni fyrir níu árum sem einn af tíu kynþokkafyllstu Svíum en þá var töframaðurinn um tvítugt. Á fjórða degi tókst mér að troða mér inn á litla barnasýningu sem byggðist lauslega á sögu Barbro Lindgren, Sögunni um hann frænda minn (Sagan om den lilla Farbror- en). Sýningin hefur gert víðreist um Svíþjóð og önnur lönd allt frá árinu 1990. Tveir leik- arar sýndu frábæran leik sem föðurbróðirinn og hundurinn sem hann eignaðist að vini, en fimm hljóðfæraleikarar tóku þátt í leiknum og léku á fiðlur, flautur og selló. Listræn og framúrskarandi túlkun allra gerði þessa fá- breyttu og fallegu sögu að góðu leikhúsi. Leiklistarhgón tveggja landa Ég hef alveg sleppt á minnast á fyrirlestra og námskeið sem haldin voru alla morgna í hinum ýmsu vistarverum. Peter Engkvist leikstjóri og leikhússtjóri Peró-leikhússins í Stokkhólmi tók þátt í pallborðsumræðum um „upphaf leiksins“ einn morguninn. Peter er þekktur fyrir uppsetningar sínar sem byggj- ast á frásagnarlistinni. Hann setti upp fræga sýningu í Stokkhólmi, Hamlet, þar sem að- eins einn leikari lék alla söguna um Hamlet. Hér heima leikstýrði hann Lofthrædda ernin- um með Birni Inga Hilmarssyni og Orms- tungu, ástarsögu, með þeim Benedikt Erl- ingssyni og Halldóru Geirharðsdóttur. Peter talar um nauðsyn sögunnar, frásagnarinnar í nútíma leikhúsi. Hann finnur sárlega fyrir því að sagan sé að hverfa úr leikhúsinu og eftir sitji aðeins formið eða stíllinn, innihald- ið vanti. Hann talar um að í orðinu „berátt- else“ eða frásögn felist líka frásögn án orða. í frásögn verði alltaf að undirstrika ósögðu orðin og hugsunina. Leikarar í dag ættu að orða ástríðu sína til þjónkunar Talíu á þessa leið: „Mig langar svo að segja frá, hafa eitt- hvað að segja“, en ekki bara, „mig langar svo að leika". Eftir Umræðurnar hitti ég eiginkonu Pet- ers, Báru Lyngdal Magnúsdóttur leikkonu. Bára naut þess heiðurs að leika hjá Dramaten í fyrra, lék tvö stór hlutverk þar og gekk mjög vel, en þeir hjá Dramaten sáu hana leika Nínu í Máfínum eftir Téckov í Borgarleikhúsi Uppsala og buðu henni strax samning. Nú hrjáir fjárskortur Dramaten og mikil upp- stokkun hefur orðið og vilja margir fínna söku- dólg þessara vandræða og hafa fundið Ingmar Bergmann allt til forráttu, honum hafí staðið opið allt fjármagn og sjóðir síðustu ára sem eru nú tómir. Bára vill ekki taka undir þetta. Bergmann hafi verið sá maður sem hafi auk- ið hróður Dramatens hvað mest með list sinni og snilld og þetta séu kveðjurnar. En Bára hefur nú fijálsar hendur og er laus frá niður- drepandi umræðu og þrasi leikhúss í ijárhags- vanda. Hún er í lausamennsku sem leikari og er það miklu auðveldara í Svíþjóð en hér heima, þar sem skipulag aljt naer langt fram í tímann og leikarinn getur því hafnað eða valið verk- efni sín, en ekki bara gripið það næsta sem býðst eins og oft vill bregða við hér hjá okkur þar sem ijárveiting og áætlun öll er oftast tilviljunum háð. íslenska leiksýningin slær i gegn Eftir að hafa séð þrjár leiksýningar á dag í ijóra daga þessarar ágætu sænsku leiklist- arhátíðar var mér ljóst gildi þess starfs sem þarna fer fram. Verkefnin eru ólík að gæðum og reyndar tilgangi en menntunarlegt og félagslegt gildi starfsins er óumdeilanlegt og Leikhúsdagarnir ’97 höfðu enn fremur uppá að bjóða úrvalssýningar afbragðs listamanna. Síðasta kvöld leiklistarhátíðarinnar tók ég íslensku sýninguna fram yfir þær sænsku sem voru í boði. Bæði langaði mig að sjá hana aftur og ekki síst fylgjast með viðbrögðum sænkra áhorfenda. Þennan sama dag hafði verið skellt á aukasýningu um tvö-leytið og um leið og það fréttist seldust allir miðar á svipstundu. Fyrsta sýning hafði verið daginn áður og spurst geysivel út. Það var ótrúlegt að hlusta og fylgjast með viðbrögðum áhorf- enda þetta kvöld. Andlitin ljómuðu, það var hlegið og kumrað, þrátt fyrir að flestir skildu alls ekki tungumálið. í lokin hélt ég mig vera einhvers staðar í Suðurlöndum, því við- brögðin og klappið líktist framkalli í ítölsku óperuhúsi. Sumir stöppuðu, aðrir hrópuðu og allir stóðu upp í lokin til að sýna hrifningu sína og klappa leikendum lof í lófa. Leikdóm- ar um íslensku sýninguna birtust ekki í sænskum blöðum fyrr en eftir heimkomu okkar og voru þeir reyndar prýðilegir, en þegar við vorum að leita að þeim í dagblöðun- um úti, varð fyrir okkur hálfsíðudómur um frumsýningu á Tunglskinseyju Atla Heimis, hástemmt lof í Svenska Dagladet. Það er gaman að vera íslendingur þegar maður get- ur verið svona ánægður með sína! Höfundur er leikstjóri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. JÚNÍ 1997 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.