Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 9
Morgunblaðió/Þorkell RONI Horn við verk sín. „Hyggst ekki segja íslendingum hvernig þeir eru.“ KROSSNES úr „Pooling Water". og náttúru. Markmið mín endurspeglast í spurningum um hvað við viljum og hversu mikil að burðum við getum orðið. Ýmis þægindi krefjast ákveðinna fórna og að mínu mati þarf að gera sér grein fyrir afleið- ingunum. Til dæmis þegar gömul bygging er rifín fyrir aðra nýrri, bílaumferð leyfð um fallega staði eða þvíumlíkt. Oft getur verið erfitt að sjá hvort aftur verður snúið og um þessa hluti þarf að ræða því það geta verið mikil verðmæti í húfi. Það er auðvitað ekki óskiljanlegt að leyfð sé ótak- mörkuð umferð ferðamanna um sérstaka staði ef það gefur vel af sér. Ég er ekki þess umkomin að dæma, en mín tillaga er sem fyrr að ræða hvað það gæti haft í för með sér.“ Þegar blaðamaður sá mynd af gömlu Seljavallalauginni undir Eyjafjöllum, sem tekin var fyrir nokkrum árum tjáði hann Roni að nú væri búið að opna hana aftur. Roni gladdist mikið yfir því og rifjaði upp skemmtilegar stundir sem hún átti þar eystra. Snýst ekki um peninga í átta binda röð bókverka Roni eru tvær bækur, sem innihalda texta og standa hvor með sínu bindi. Hún segist ekki eiga von á að nokkur ríði feitum hesti frá útgáfunni enda snýst verkið ekki um peninga. „Þetta snýst um andlega velferð mína og þurfi ég að bera kostnað sjálf verður svo að vera. Þessi verk verður að vinna hvað sem það kostar og þetta gallerí hefur mikinn menn- ingarlegan metnað til að koma uppbyggileg- um skilaboðum til fólks og er greinilega ekki rekið með gróðasjónarmið í huga.“ Roni segir að lokum að vilji hennar standi til að gefa verkið til bókasafna víða um land, þó ekki verði neitt úr þeim þýtt á íslensku. „Það les enginn íslensku í Evrópu þannig að það er betra að hafa þær á erlendum tungumálum og gefa fleirum færi á að kynn- ast þessu stórbrotna landi og þjóð og á þann hátt finnst mér ég skila íslendingum aftur þeim áhrifum sem ég varð fyrir.“ Sýningin að Ingólfsstræti 8 stendur til 31. júní. Hugmyndafræðin sem liggur að baki er þó örugglega erlend. í þýsku eru kunn ýmis sambönd með Schwein sem vísa til heppni og þaðan hafa sum þeirra borist í dönsku, t.d. svineheld „óverðskulduð heppni“. Orða- sambandið Schwein haben merkir „vera heppinn“ og á það rætur sínar að rekja til keppni. Sá sem tapaði fékk svín að launum frekar en ekkert. Sá sem þannig fékk svín hafði því ekki unnið til þess og þar er kveikj- una að merkingunni „heppni“ trúlega að finna. Orðin grís, grísari og grísa þekki ég aðeins úr nútímamáli. Hér er það merk- ingin sem fengin er að láni enda gat ekki gengið að nota orðin svín, svína og svínarí þar sem þau voru þegar í notkun í allt ann- arri merkingu. Líkingin vísar sem sagt til keppni eða kapphlaups. Þar er einnig að finna uppruna orðatiltækisins hreppa hnossið eða höndla hnossið, þar sem hnoss vísar til fyrstu verð- launa. Þetta orðatiltæki á sér nokkuð langa sögu í íslensku. Elstu dæmi um það er að finna í þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu (1540): Eða viti þér ekki að þeir sem á skeiðið hlaupa, það þeir hlaupa allir, en einn er sá sem hnoss- ið tekur? Hlaupið nú og svo að þér höndl- ið það (1. Kor 9, 24). Hér merkir sagnorðið höndla „festa hendur á“ og hnoss vísar til þess sem eftirsóknarvert er. í skólaræðu frá fyrri hluta 19. aldar hvetur Sveinbjörn Egils- son nemendur með þessum orðum: „Höndlið það hnossið, traustið á guði og sannan guðs ótta.“ Ætla má að þar sé um að ræða óbeina tilvitnun til Pyrra Korintubréfsins. Enn er það svo að hnossið er eftirsóknar- verðara en grísinn en hvort tveggja á sér sína sögu sem sumum kann að finnast áhugaverð. LJÓÐRÝNI V KRISTJAN JONSSON FJALLASKALD KVEÐIÐ Á SANDI Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima. Nú er horfið Norðurland, nú á ég hvergi heima. ÞESSA vísu þekkir hvert mannsbarn hér á landi. Ekki jafn marg- ir vita eftir hvem hún er. Og sennilega haf a enn færri velt því mjög fyrir sér um hvað hún fjallar. Við syngjum hana jafnan á mannfögnuðum og þá ekki síst þegar við erum stödd fjarri heimahögum, í útlöndum jafnvel. Einhverra hluta vegna fyllir hún okk- ur svo mikilli þjóðemiskennd. Ég held til að mynda að ég hafí aldrei upplifað jafn yfírgengilega þjóðernisvelgju og þegar ég var staddur í suðrænu landi í hópi nýstúdenta fyrir tíu ámm og við sungum - óumbeð- in að sjálfsögðu - þessa stöku Kristjáns Fjallaskálds uppi á sviði á fjöl- mennum skemmtistað. Það er raunar rannsóknarefni hvers vegna við völdum frekar kviðling þennan en Lofsöng Matthíasar eða til dæmis ísland ögram skorið eftir Eggert. Auðvitað er hann styttri en kvæðin tvö og auðveldari viðfangs fyrir óþjálfaðar raddir. En á hann ekki líka meira erindi við okkur? A hann ekki samhljóm með nútímanum? Oftast er þessi vísa lesin í ævisögulegu samhengi. Kristján Jónsson (1842-1869) átti stutta ævi og hamingjusnauða. Hann ólst upp við harðrétti íslenskrar sveitamennsku á síðustu öld þar sem ekkert var skeytt um óumdeilanlegar gáfur hans fyrr en hann var orðinn nítján ára og hafði getið sér orð fyrir skáldskap. V ar hann þá styrktur til náms við Latínuskólann í Reykjavík af ýmsum málsmetandi mönnum á Norður- og Austurlandi þar sem hann var fæddur og upp alinn. Kristján stundaði námið ekki af mikilli elju en ílentist samt fyrir sunnan í fimm ár. Árið 1868 hætti hann námi og fluttist austur til Vopnafjarðar þar sem hann lést líklega úr ofdrykkju ári síðar, 27 ára gamall. Sennilega hefur Kristján ort vísuna á Sprengisandi á leið suður í Latínuskólann. Beinast liggur við að segja að hún lýsi einmanalegri næturferð skálds- ins yfír hijóstrugt hálendið, eftirsjá þess eftir heimahögunum og kvíða fyrir því sem koma skal, óvissunni og angistinni sem fylgir því að slíta tengslin við ræturnar, að eiga hvergi heima lengur. Með eilítið víðari og djarfari lestri má segja að vísan fjalli almennt um tilvistarvanda mannsins, stöðu hans í eyðilegum heimi þar sem hvergi er athvarf að fínna. Sú tilfínning mannsins að hann stæði einn í guðlausum heimi gerðist æ sterkari og ágengari þegar leið á nítjándu öldina. Guð var dauður, eins og franski herforinginn og rithöfundurinn Marquis de Sade (1740- 1814) hafði sagt. Trú manna á hina gagnrýnu og vísindalegu hugsun upplýsingarinnar hafði bægt kristinni orðræðu frá. Heimurinn átti sér ekki lengur staðfestingu í orðum og táknum ritningarinnar heldur í vís- indalegum kenningum mannsins sjálfs. Þessi vísindalega heimssýn virt- ist hráslagaleg að ýmsu leyti enda greindi hún í sundur sumt það sem áður hafði verið samhangandi og merkingarfull heild. Að auki átti hún ekki svör við öllum þeim spurningum sem ritningin hafði svarað áður, maðurinn var skilinn eftir í eins konar tómi. Á seinni hluta nítjándu aldarinnar fór því trú manna á upplýsingarinn- ar ljós og skynsemi að dvína. Eftir stóð sundurtætt heimsmynd, án samhengis og miðju. Þar sem guð hafði verið áður var nú aðeins kol- svört auðn. Maðurinn var eins og einn á sveimi um næturkaldan eyði- sand og hvergi afdrep að fínna. Það er kannski seilst of langt í túlkun með því að segja að þessi ein- falda og snotra vísa Kristjáns Jónssonar fjalli um dauða guðs og kuln- andi trú mannsins á skynsemina og vísindalega heimsskoðun á nítjándu öld. Þorgeir Þorgeirson hefur raunar sagt að síðasta hending vísunnar merki einungis að skáldið hafí verið statt þar á sandinum sem það næði hvergi háttum, að það væri með öðrum orðum meira en dagleið til byggða í báðar áttir. Segir Þorgeir að þetta hafi verið tíðnotað orð- tæki á „hægfara lestarferðum og hestareisum um landið. Munntamt orðtæki með ákveðinni og áþreifanlegri merkingu." (Sjá LjóðmæliK.J., A.B. 1986, bls. 386.) Samkvæmt þessu væri vísan lýsing á hversdagsleg- um raunum manns á ferðalagi um hálendið. Ogtónninn í henni frekar kankvis en þunglyndislegur. En hvort sem þetta er nú rétt hjá Þorgeiri eður ei, þá hefur hann það ekki af Pjallaskáldinu að þama hefur það ort margræða vísu sem endurspeglar jafnvel enn tilvistarvanda nútímamannsins, og tekst það auk heldur betur en mörgum þeim doðröntum sem skrifaðir hafa verið um það efni af seinni tíma skáldum. ÞRÖSTUR HELGASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. JÚNÍ 1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.