Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 14
DAGBOKARÞANKAR KALDRA VORDAGA í STOKKHÓLMI I 3 | f Eftir tæprg tveggja daga viódvöl í litlu höllinni í Lidingö, sem sagói frá í síóustu Lesbók, er feró BRYNJU BENEDIKTSDOTTUR nú heitió á Leikslistardaga sænska Ríkisleikhússins í Hallunda. AÐALSTÖÐVAR sænska Ríkisleik- hússins. í byggingunni eru margir litlir og stórir ferkantaðir salir (svörtu kassarnir) sem fyrirhafnarlaust er hægt að breyta f leikhús, stór og smá. Á milli eru þau notuð sem æfingahúsnæði og verkstæði. HILMIR Snær Guðnason og Margrét Vilhjálmsdóttir f sýningu Þjóðleikhússins: Leitt hún skyldi vera skækja, sem vakti mikla hrifningu á leiklistarhátfðinni í Stokkhólmi. FÖÐURBRÓÐIRINN og hundurinn. Leikararnir Torbjörn Astner og Claes Hartelius fara á kostum f samskiptum hunds og manns. FÖRUNAUTUR minn í ferðinni og eiginmaður Erlingur Gíslason leitar strax uppi staðinn í bygg- ingunni þar sem sýning Þjóðleik- húss verður til húsa. Salurinn er á jarðhæð og er merktur leik- hús númer 4, tekur um 200 manns. Þangað eru þegar komn- ir sex starfsmenn Þjóðleikhúss og eru þeir í óða önn að tína leiktjöld og búninga uppúr gámi frá Eimskip sem stendur á hlaðinu. Þeir hafa aðeins tæpa þijá daga til að und- irbúa sýninguna á „Leitt hún skyldi vera skjækja" en fyrri sýningin á verkinu verður á föstudagskvöld og nú er miðvikudagur. Við erum kynnt fýrir sænskum leiksviðsstjóra sem á að vera íslenska hópnum til halds og trausts við uppsetninguna en sá kveðst heita Dallas. Leikritið „Leitt hún skyldi vera skjækja" eftir John Ford samtíðarmann Shakespeares, er ákaflega „blóðugt" leikrit eins og mörg leikrit frá sama tíma. Leikstjór- inn Baltazar Kormákur velur afar snjalla lausn til að koma til skila áhrifum og inni- haldi verksins án þess að löðra sýninguna blóði eins og textinn býður uppá. Baltazar notar vatn. Vatnið flýtur um leiksviðið, það rignir í erótískum senum, umræður og átök eiga sér stað í stóru svörtu baðkeri á miðju sviðinu, þar er elskast og þar er myrt. Prýði- leg lausn að nota vatnið á þennan hátt sem tákn blóðsins og losna þannig við blóðbaðið á sviðinu sem sjaldnast verður trúverðugt. Og Dallas sviðsstjóri og hjálparhella lætur sér ekki bregða þó íslendingamir biðji um vatnslagnir þar og frárennsli hér og hefst strax handa við að hjálpa við pípulagnirnar. Erlingur, sem leikur Floríó föður systkinanna Önnubellu og Giovanni tínir upp úr töskunum búninginn sinn, verður strax áhyggjufullur að finna ekki lífstykkið, en í svörtu lífstykki á hann að taka sér fótabað í baðkerinu stóra. Vífill sýningarstjóri sannfærir hann um að lífstykkið muni koma í leitirnar seinna. Eg yfirgef þetta önnumkafna lið, verð að haska mér á fyrstu sýningu hátíðarinnar sem hefst á hádegi, Skjækjuna ætla ég ekki að sjá fyrr en á laugardag. Leikió fyrir framtióina Leiklistarhátíðin, sem ber yfirskriftina „Spela för fremtiden", er til húsa í geysi- stórri byggingu Ríkisleikhússins. En sænska Ríkisleikhúsið er ferðaleikhús með aðalstöðv- amar í Hallunda, úthverfi Stokkhólms. Ríkis- leikhúsið framleiðir, kaupir og selur leiksýn- ingar. Grasrótarsamtök eru undirstaða þess, en markmiðið að gera öllum Svíum kleift að sjá gott leikhús óháð hvar í landinu þeir búa. Eigendumir em samtök áhugafólks um leiksýningar en fá fjármagn til framkvæmd- anna frá ríkinu. Stjórn Ríkisleikhússins er kosin þriðja hvert ár á landsfundi og í stjórn- inni nú er íslendingurinn Tryggvi Þór Aðal- steinsson. Tryggvi Þór vinnur sem fram- kvæmdastjóri ABF (Arbetarnas bildnings förbund) í Örebro-léni, en í umdæmi hans em 275 þúsund íbúar. Hann skipuleggur m.a. fræðslu-og menningarstarf í léninu og þáttakendur á námskeiðum sl. árs vom 23 þúsund manns. Tryggvi gekk í félag áhuga- manna um leiksýningar í sínu léni og það félag bauð hann fram í aðalstjómina þar sem hann situr nú. Tra la la la Ég flýti mér á fyrstu leiksýninguna sem heitir því fjöraga nafni Tra la la la.. Hún er í leiksal nr. 1, sýning fyrir börn eins og margar sýningamar á þessari hátíð. Þetta reynist vera uppeldisleikrit eftir Thomas Tid- holm. Fimm leikarar skipta með sér hlutverk- um sem eru bömin tvö og foreldramir sem þau velja sér til að mynda fjölskyldu og síðan bætist smábamið við. Þama er fjallað um hlutverkaskipan innan fjölskyldunnar, skilnað og aðra alvöm sem hendir hveija fjölskyldu. Leiksýningin hreif mig engan veginn, leikar- arnir vom afar duglegir en einhvern veginn andlausir. Öll auglýsing og umbúnaður var þó til fyrirmyndar en þjónar Iitlum tilgangi þegar innihald er of augljós predikun. Ahorf- endur fengu í hendur leikskrá sem hafði sér til ágætis að vera „minnsta leikskrá í heimi“ aðeins tomma á hvem veg. Þar komust fyrir nöfn allra sem stóðu að sýningunni og mynd- ir af leikumnum fimm auk örsögu eftir þann sem lék pelabarnið i sýningunni, Norberto nos Santos. Saga hans er í stuttu máli á þessa leið: Fyrir fimm ámm kom góður vinur minn að máli við mig og spurði hvort ég gæti tek- ið að mér tvo kettlinga, lítinn högna og læðu sem væru syskini. Fyrst var ég mjög hik- andi. Ég vissi ekki hvernig maður á að ann- ast ketti og hafði ekki hugmynd um hvaða amstur því fylgir að taka að sér gæludýr. Ég hef verið önnum kafínn allt mitt líf sem dansari og danshöfundur og í huga mér var dansinn og Ieikhúsið sannarlega það allra mikilvægasta og tók allan minn tíma. Heim kom ég aðeins til að sofa. En þetta breyttist þegar ég fór á eftirlaun og kettirnir Felix og Sissí komu til mín. Þá var setið og beðið eftir mér heima og það var dásamlegt að koma heim. Smám saman stækkaði fjölskyldan. Trilla bættist í hópinn ári seinna, en hana fann ég úti f skógi. Næsta sumar kom Kleó sem ég fann yfírgefínn í nærliggjandi kirkjugarði. Ári seinna fékk ég veslings litlu Missý Mysu sem var kettlingafull og sjúk. Nú síðast bættist Mikki litli í hópinn, fölur, heyrnarlaus og með glóðarauga. Allar kisurnar mínar eru bestu vinir mínir og þeim kemur mjög vel saman. Ég nýt elsku þeirra og þegar ég kem heim á daginn sitja þær allar úti í glugga. Ég hef eignast fjölskyldu. Þessi litla saga leikarans kallast á við tem- að í leikritinu Tra la,la,la. En sýningin var of hrá predikun fyrir minn smekk, leikararn- ir hefðu betur leikið ketti í fjölskyldusamfé- laginu en börn. Staersta leikhús á h jólum i heimi í hinum glæsilegu húsakynnum Svenska Riksteatern, þar sem 11 ferkantaðir salir þjón- uðu fjölbreyttum leiksýningum hátíðarinnar, gafst gestum einnig kostur á að horfa á götu- leikhús í leikhúsgötunni og tónleika á innitorg- inu. Þetta var einkar heppilegt, þar sem veðr- ið var ótrúlega kalt og hryssingslegt þessa maídaga. Leikhúsgatan var tengd inní næsta hús, Folkets hús, þar sem menningarmiðstöð hverfisins er til húsa og þar vom fyrirlestrar- salir veitingahús og bókasafn sem leikhúsfólk- ið hafði til afnota þessa daga. Á torginu var þetta kvöld fjölmennur blandaður kór frá Suð- urbergi. Kórfélagar vom á öllum aldri, sungu jafnt á sænsku sem rússnesku, léku á balalæk- ur og vom íklæddir fjölbreyttum þjóðbúning- um fyrmm Sovíetríkjanna enda bera þeir nafn- ið Balalækukórinn. Úti í portinu uppgötvaði ég enn eina leiksýninguna. Reyndar ekki und- ir bemm himni, heldur í stóra leikhúsbílnum sem Riksteatem eignaðist fyrir þremur ámm. Þama var leikhópur að æfa bamaleikritið Jón- as, kennslusýningu um baráttuna við dyslexíu sem stundum er kölluð orðblinda en orðið orð- blinda nær varla hugtakinu sem felst í útlenda orðinu dyslexía. Ég hafði fengið í hendur þenn- an dag minnstu leikskrá í heimi og nú fékk ég að skoða stærsta leikhús á hjólum í heimi eins og stendur í kynningarpésanum um bíl- inn. Leikhússbíllinn er rúmir 20 metrar á lengd > * 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21.JÚNÍ1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.