Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 11
TYRKJARANIÐ OG LES CORSAIRS DE SALE EFTIR STEINUNNI JÓHANNESDÓTTUR Bókarfundur í fornbókabúó í Rabat leióir á staó, þar sem 15 Grindvíkingar voru látnir í land eftir Tyrkjaránin á Islandi, en í sumar eru 370 ár lióin frá því múslímskir sjóvíkingar hnepptu hátt í 400 íslendinga í bönd og fluttu nauóuga til N-Afríku. IMAGISTERSRITGERÐ sem Þorsteinn Helgason sagnfræðingur lagði fram um Tyrkjaránið við Háskóla íslands sl. haust bendir hann á villu sem oftlega fylgi frásögnum af þessum atburðum. Hann sýnir fram á að í mörgum sagn- fræðiritum sé ranglega talið að ráns- mannaflokkurinn hafi allur komið frá Algeirsborg. Hið rétta sé að ræningjarnir komu hingað til lands í tveim hópum. Fyrri leiðangur- inn lagði upp frá borginni Sale í Marokkó og rændi í Grindavík um 20. júní. Þeir sem síðar komu rændu á Austfjörðum frá 5.-13. júlí og í Vestmannaeyjum 16.-19. júlí. Alsír var þeirra heimahöfn. Ástæðan fyrir þessari sagnfræðilegu óná- kvæmni kann að vera sú að leiðangurinn frá Alsír hafði langtum meira upp úr krafsinu, þangað voru langflestir landa okkar fluttir, þaðan bárust helst upplýsingar um afdrif fólks- ins, fyrst og fremst með Reisubók síra Ólafs Egilssonar en einnig í bréfum fáeinna ritfærra einstaklinga sem náðu til ættlandsins nokkrum árum eftir herleiðinguna og varðveist hafa í afskriftum í bréfabók Gísla Odssonar Skál- holtsbiskups. Þorsteinn segir í formála ritgerðar sinnar að lengst af hafi sér þótt Tyrkjaránið „vand- ræðagripur" í íslandssögunni, það hafí hvergi átt heima í samhengi þjóðarsögunnar. Það var ekki fyrr en hann fór að kynna sér sögu Afr- íku sem hann áttaði sig á „að Tyrkjaránið var þrátt fyrir allt vitnisburður um helstu tengsl Islands við þessa suðrænu álfu á fyrri öldum.“ „Ekki vissi ég þá“, segir Þorsteinn, „hve marg- ir þræðir Tyrkjaránsins lágu til Evrópulanda. Þessi hernaðaraðgerð er einnig saga þeirra landa auk þess að vera einstæður kafli í sögu Norður-Afríku, Miðjarðarhafsins og Tyrkja- veldis." Fornbókabúóin i Rabat Það var einmitt uppgötvun af þessu tagi sem við gerðum, undirrituð Steinunn Jóhannesdótt- ir og Einar Karl Haraldsson, þegar við stóðum á gólfi lítillar fombókabúðar í Rabat með bók í höndunum sem átti eftir að opna fyrir okkur nýja leið til skilnings á þessum „vandræða- grip“ í íslandssögunni, Tyrkjaráninu. Leitin að bókinni tók dijúgan tíma. Ferðaskrifstofan sem við skiptum við hafði látið okkur í té einka- bílstjóra, svartan mann á bláum tuttugu ára gömlum Benz. Það var ýmislegt í lamasessi í bílnum. Og það vantaði tennur í manninn. En hann var þægilegur og góður bílstjóri og ók okkur á alla helstu merkisstaði borgarinnar sem túristum eru sýndir. Við vorum hæst- ánægð með þjónustu hans en samt alltaf að suða um að komast í bókabúð. Hann klóraði sér mikið í höfðinu yfir bóka- búð. Bókabúð? - Já, bókabúð. Það er svona búð þar sem eru seldar bækur, útskýrðum við og héldum að það væu gloppumar í frönskukunnáttu okk- ar sem yllu því að maðurinn skildi okkur ekki. Við vorum ekki enn búin að átta okkur á því að í landi þar sem meira en helmingur þjóðarinnar er ólæs eru bókabúðir ekki á hveiju götuhomi. Það var ekki fyrr en Einari hug- kvæmdist að spyija hvort hann gæti ekki a.m.k. fundið fyrir okkur antíkvaríat eða fom- bókabúð sem glaðnaði yfir manninum. Hann vissi um eina slíka. Fornbókabúðin var lítil hola í Háskólahverf- inu með bækur í hillum frá gólfi til lofts. Bækur í stöflum á gólfinu. Bækur á borðinu. Gunnar og Sneer Marokkómanna Og þarna stóðu þeir á bak við búðardiskinn, tveir menn af sömu gerð og Gunnar og Snær í Bókinni (eða Bjöm og Rögnvaldur), alvitring- ar á sínu sviði. Við sögðumst hafa áhuga á sagnfræði. Helst ef þeir ættu eitthvað um 17. öldina. Og allra helst um sjórán. Þannig væri mál með vexti að árið 1627 hefðu skip látið úr höfn frá Alsír og Sale og haldið til íslands. Þar hefðu sjóræningjar tekið um 400 manns herfangi og haft með sér aftur suður, flesta til Alsír en nokkra til Sale. Jú þeir könnuðust við þessa sögu. 1627 var merkisár í sögu Marokkó. Og þeir höfðu ein- mitt bókina sem við þyrftum að lesa. Les Corsa- irs de Salé (Sjóvíkingamir frá Sale) eftir Ro- ger Coindreau. Höfundur hefði verið franskur flotaforingi og sérfræðingur í sjóránasögu mið- alda. Svo réttu þeir okkur nýlega, hvíta bók með teikningum af skipum sjóvíkinganna, sigl- ingabúnaði, varnarvirkjum og öðru sem snerti sjórán og þrælaverslun miðalda á þessum slóð- um. Teikningarnar lýsa sjóðandi mannlífi við innsiglinguna í mynni Bou-Regreg fljótsins, sem skilur að borgimar tvær Rabat og Sale. Og þeir bentu okkur á frásögn af þessum sér- staka leiðangri 1627 með nafni leiðangursstjór- ans og æviágripi hans, á nöfn íslands og Reykjavíkur. - Er það ekki þetta sem þið emð að biðja um? Hin hliðin á Tyrkjaráninu, gjörið þið svo vel. Við misstum hökuna niður á bringu. Forn- bókasöluna áttu menn sem þekktu sama at- burð og við, bara hinum megin frá. Les Corsairs de Salé, sem er ein aðalheim- ild mín í þessari frásögn, kom fyrst út í París 1948, en það eintak sem við keyptum, er endur- útgefið í Rabat 1993 með stuðningi sendiráðs Frakklands í Marokkó. Jihad - Heilagt striö Herleiðangurinn til íslands frá þessum forna víkingabæ vorið 1627 var mesta afrek í sigl- ingasögu Marokkó til þess tíma. Frá 1610 höfðu skipulögð sjórán verið stunduð frá Sale sem liður í meira eða minna heilögu stríði (ji- had) múslíma á hendur kristnum mönnum, langdreginni hefnd hinna sigruðu fyrir hreins- anir ísabellu og Ferdinands, konungshjónanna sem sameinuðu Spán og hröktu alla Araba, múslíma og Gyðinga af löndum sínum suður yfir Gibraltarsund til Marokkó. Hreinsanir þessar hófust 1492 en stóðu í meira en hundr- að ár. Upphaflega beindist hefndin aðallega gegn höfuðfjandanum Spáni og kaþólikkum en breiddist svo út til annarra landa kristninn- ar. Með ferðinni til íslands 1627 er seilst lengst til hefnda. Árið 1627 er að auki tímamótaár í sögu Saleborgar (nú Rabat) vegna þess að þá var stofnsett sjálfstætt ríki sjóvíkinganna innan múra Kasbah, borgarvirkisins sem stend- ur á höfðanum við minni Bou-Regreg fljótsins. Sjóránin sem höfðu verið stunduð í skjóli yfir- valda urðu þar með nær sjálfstæð atvinnu- grein. Þetta borgríki leið síðan undir lok en upp úr víkingaflotanum í Sale þróaðist smám saman sá floti sem síðar varð að sjóher Mar- okkó. Aómírállinn af Sale Einhver frægasti víkingaforinginn frá blómaskeiði sjóránanna á 17. öld gekk undir mörgum nöfnum en í Norður-Afríku og á Mið- jarðarhafinu var hann þekktastur sem Morat Raís. Morat Ra'is var Hollendingur að upp- runa, fæddur í Haarlem og hét þar Jean Jans- sen eða Jan Jansz. Hann hóf feril sinn í sjórán- um á vegum hollensku ríkisstjórnarinnar, en fór síðan að stunda þau sjálfstætt. Þá sigldi hann undir ýmsum fölskum flöggum eða henti- fánum. Þegar hann réðst á skip spænsku krún- unnar dró hann upp fána prinsins af Oraníu í öðrum tilfellum flaug tyrkneski hálfmáninn að húni, hvítur á rauðum grunni. 1619 er hann farinn að stunda sjórán frá Sale við góðan orðstír og til þess að tryggja sig í sessi gerist hann trúskiptingur og giftist Márakonu. Átti þó konu og böm fyrir heima hjá sér í Haar- lem, sem hann heimsótti við og við. Árið 1624 - GRINDVÍKINGASAGA UÓSMYND sem greinarhöfundur tók á sama stað og teikningin sýnir af innsiglingunni til Saleborgar. HLUTI virkismúrsins um Kasbah. Gamla þrælakistan, sem hugsanlega var fyrsta vistar- vera nokkurra Grindvíkinga sumarið 1627, skagar út í innsiglinguna. r?-*'.: ’irjía, * Hl I i k • ’j jmj ffl :: w ;• ‘2« I ti fj :;{IT!P Ipjl; 11 T1 j Í II> i- ’fj P ] n * i: ii 4.5 f er hann útnefndur sem aðmíráll af Sale. En þá átti hann eftir að vinna sitt stærsta afrek sem var að stýra litlum flota snemmsumars 1627 norður Atlantshafíð til íslands. Skipin voru þijú saman. „Lautinantar hans voru þrír enskir trúskiptingar en leiðsögumaður danskur þræll“, segir í Les Corsairs de Salé. Síðan segir í sögu hans: „Þeir höfðu þó ekki erindi sem erfíði. Vafalaust rændu þeir Reykjavík, en afrakstur leiðangursins var ekki meiri en dálítið af skinnum, reyktur fískur og fjögur hundruð íslendingar sem þeir tóku til fanga, karlar, konur, böm!“ Þarna er Tyrkjaránið komið, samanþjappað og ranglega staðsett í Reykjavík. Roger Co- indreau byggir frásögn þessa á Sjóránasögu Philips Gosse, sem hefur hana frá Hollendingi að nafni Vrijman, sem breytir nafni Grindavík- ur í Reykjavík, segir Þorsteinn Helgason í rit- gerð sinni. Þeir gera það sama og sumir íslenskir sagn- fræðingar og steypa Tyrkjaránsleiðangrinum saman í einn, þótt hérlendar samtímaheimildir greini frá því að þeir séu tveir. Vitað er að umtalsverð samskipti voru á milli víkingaborg- anna tveggja, Alsír og Sale, og því er ekkert óeðlilegt að gera ráð fyrir að lagt hafi verið af stað í einn leiðangur en skipin orðið viðskila á hinni löngu siglingu norður Atlantshaf. í æviágripi Morats Rai's í Corsairs de Salé kemur fram að hann átti sögufrægar ránsferð- ir ófamar enn eftir íslandsferðina m.a. til ír- lands 1631, þar sem hann rændi á þriðja hundr- að manns sem hann seldi í Alsír. Þangað flutti hann svo sjálfur með sína márísku fjölskyldu um tíma. Hann var tekinn til fanga í einum af leiðöngram sínum um Miðjarðarhafið og sat um hríð í fangelsi á eynni Möltu. Hollendingur- inn átti þó eftir að ganga í þjónustu Marokkó- soldáns á ný og var gerður að gúvernör árið 1640 í borginni Safi sunnar á Atlantshafs- strönd landsins. Þangað fékk hann óvænta heimsókn, þegar dóttir hans Elísabet Janssen kom frá Hollandi til þess að hitta pabba sinn. Með þeim feðginum varð tárvotur endurfundur en stúlkunni leist þó ekki á sig í Marokkó og fór aftur heim til Hollands. Um ævilok Jans Morats Ra'is er ekki vitað annað en það „að hann fékk að lokum makleg málagjöld," segir sagan. Kasbah Oudaya Við fórum með feng okkar heim á hótel og reyndum að átta okkur á innihaldinu með hjálp frönsku orðabókarinnar góðu frá Emi og Ör- lygi. Okkur var Ijóst að við höfðum verið í útjaðri þessara nýfundnu íslendingaslóða deg- inum áður og nú skyldi haldið þangað á ný. Þegar bílstjórinn mætti höfðum við ekki áhuga á að skoða neitt annað en Kasbah Oudaya. Við inngönguhlið virkisins sat fyrir okkur ung- ur harkari og bauðst til þess að vera leiðsögu- maður okkar. Við sögðumst ekki þurfa á því að halda, við hefðum bílstjórann. En hann lét höfnun okkar sem vind um eyru þjóta og byrj- aði að segja frá. Það var svipaður fróðleikur og leiðsögumaður ferðaskrifstofunnar hafði rakið fyrir okkur deginum áður. Næst inngang- inum hefur gamalli höll soldána eða víkingafor- ingja í stíl við Morat Ra'is verið breytt í list- munasafn og þar vék sér að okkur enn einn leiðsögumaðurinn. Hann sýndi okkur vefnað- arlist Berba, vopnabúr hirðingjanna, bjúgsverð og byssur, kvenskart, koppa og kimur, teppi og tjöld. Allt fallegt og afar skrautlegt. Aldin- garðurinn fyrir utan var þó yndislegri, appels- ínutrén með svignandi greinar sínar af þroskuðum ávexti, blómin, grösin. Það rigndi látlaust og við vorum fljótt orðin rennandi blaut. Þetta var í lok janúar og Allah að bæta borginni þriggja vetra þurrkatíð. Ég setti upp hettuna á kuflinum (jellabah) mínum sem ég var í innan undir kápunni til þess að veijast rigningunni og halda á mér hita. Þessi prýði- lega yfirhöfn innfæddra bjargaði mér fá bráðu kvefí. Við ákváðum að ylja okkur á dísætu myntu- tei á Márakaffinu, sem við höðfum kynnst deginum áður og borða smáköku með að landssið, en bílstjórinn blessaður mátti ekkert þiggja. Það var annar dagur í Ramadan, mán- aðarlangri föstu múslíma, og hann sótti um að fá að bíða eftir okkur í bílnum sínum. Svo héldum við inn í hverfið með harkarann á hælunum. Á vil islensk-alríslcrar f ertióar FUNDINN fjársjóSur. Einar Karl Haraldsson í fornbókabúð í Rabat með bók Roger Coindre- au, Les Corsairs de Salé, (Sjóvfkingarnir frá Sale). TEIKNING eftir Jean-Gaston Mantel úr Les Corsairs de Salé af innsigiingunni til Saléborgar í mynni Bou-Regreg-fljótsins.Víkingar komnir úr ránsferð. Þegar ég rifja upp gönguna í gegnum Kasbah og skoða myndir þá sé ég skellótta útveggi með örlitlum gluggaboram og flúruð- um járngrindum fyrir. Á bak við þessar grind- ur halda konurnar til. Ég sé glæsta og skraut- lega dyraumbúnaði sem stinga undarlega í stúf við lúna veggina. Á bak við svona dyr búa ríkir útlendingar. Göturnar eru þröngar og lagðar höggnum steini, þær era í þrepum þar sem hallinn er mestur. Leiðin lá upp höfð- ann og ég sá með innri augum koma á móti mér sára, hlekkjaða íslenska fætur sem dróg- ust eftir þessum sömu steinum fyrir 370 árum. Við mættum lítilli telpu sem rogaðist með stór- an súpupott og ég velti því fyrir mér, hvort Guðrún litla Rafnsdóttir, sem fylgdi Guðrúnu Jónsdóttur frá Járngerðarstöðum við Grinda- vík, hefði verið send með pott til grannkonunn- ar svo hún gæti soðið harírasúpu á föstunni. Og Guðrún Jónsdóttir sjálf, var hún kannski látin hnýta teppi eins og konurnar í teppagerð- inni? Þær kepptust við að hnýta, fingrahraðar með afbrigðum, svo drógu þær mig til sín og létu mig setjast við hlið sér til þess að sýna mér handbragðið, en þó aðallega til þess að að rétta fram betlihöndina og hvísla. Un di- hram madame. Un dihram. Ég skammaðist mín í hvert sinn sem ég lét smáaura falla í þessar fátæku hendur og fékk merci madame að launum. Ég skammaðist mín ekki minna þegar ég síðar keypti nokkur listofin teppi fyrir skít á priki í Marrakech. Teppin era hnýtt af þrælum nútímans. Við vorum komin upp á háhöfðann og klifr- uðum upp á þykkan virkismúrinn. Við okkur blasti hin forna innsigling hafnarborgarinnar fyrrverandl, þar sem fljótið Bou-Regreg fellur út í Atlantshafið. Fljótið var orðið leirbrúnt í vatnavöxtunum og litaskilin skýr þar sem það mætti úthafínu. Það var haugabrim á grynn- ingunum fyrir utan gijótgarðana sem voru hlaðnir utan við ármynnið. Á teikningunum í bókinni okkar góðu flutu hér fley fyrir landi, aragrúi skipa og sjóðandi athafnalíf á staðnum þar sem við stóðum nú aðeins tvö og harkar- inn. Hér gerðust engin stórtíðindi Iengur, nema þau sem eiga sér stað í náttúranni, þar sem framburður fljótsins heldur áfram að fylla upp árósinn sem einu sinni var stórskipahöfn. Úr Tyrkjaráni Jáns Helgasonar í bók Jón Helgasonar, Tyrkjaráninu, er lýs- ing á því sem gerðist hér sumarið 1627: „Skip- ið náði landi við heimahöfn við borgina Sale hinn 30. dag júlímánaðar, er nálega sex vikur voru liðnar frá ráninu í Grindavík. Og nú sáu bandingjarnir íslensku nokkuð, sem kom þeim kunnuglega fyrir sjónir: Brimgarð furðumikinn við ströndina, líkt og í hafátt við suðurströnd íslands. Skipið komst ekki inn á leguna næstu tvo daga, og engir bátar komu úr landi. En svo féll brimið. Menn komu út á skipið, bandin- gjamir vora reknir niður í afturlest skipsins og settir í fjötra. Þar skildu þeir vera á meðan skipið sigldi inn, og voru tveir menn hafðir hjá þeim til gæslu. Mórat reis hafði sjálfur forsögn um innsiglinguna. Þegar skipið hafði hafnað sig, var skotið tólf fallbyssuskotum og þar næst blásið í lúðra og belgpípur. Að lítilli stundu liðinni komu fyrirmenn úr borginni fram á skipið til þess að fagna heimkomu víkinganna og líta á her- fangið. Frændur og vinir streymdu á skipsfjöl með miklum gleðilátum. - Fyrsta víkingskipið, sem komið hafði alla leið til hinnar fjarlægu eyjar, Islandía, var komið aftur heilu og höldnu. Fangarnir vora færðir á land 2. dag ágúst- mánaðar og allir reknir upp í kastala borgar- innar nema Guðrún frá Járngerðarstöðum, yngsti sonur hennar og telpan, sem fylgdi henni, Guðrún Rafnsdóttir. Voru þeir í kastal- anum næstu þijá daga og hjá þeim vopnaður gæslumaður. Þangað var þeim fært brauð til matar, en vatn til drykkjar sóttu þeir sér sjálf- ir með leyfí varðmannsins er jafnan kvaddi til menn að fylgja þeim, er vatnið sóttu. Þessu næst voru þeir leiddir út á strætin til sölu. Gekk þá kallari hrópandi á undan, en fangarn- ir lötruðu berhöfðaðir á eftir í umsjá gæzlu- manna. Fór þessu fram, þar til allir höfðu verið seldir.“ Afdrif Grindvikinga i Sale Þetta voru fímmtán manns, áðurnefnd Guð- rún Jónsdóttir húsfreyja á Járngerðarstöðum og bræður hennar tveir Jón og Halldór. (Tvo aðra bræður Guðrúnar höfðu víkingarnir sært svöðusárum og skilið eftir óvíga í Grindavíkur- fjörum ásamt manni hennar, sem var nokkuð við aldur.) Þarna voru þrír synir Guðrúnar, 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 21. JÚNÍ 1997 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. JÚNÍ 1997 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.