Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 7
I MOLDE á hebresku, og Palestínuskáldinu sem ætlaði að flytja eftir sig á arabísku; en Knut hafði skipað staðgengil sinn til að stýra dag- skránni svo að hann mætti vera með okkur gestum sínum og slaka á eftir langvinnt erf- iði að skipuleggja hátíðina, og svo hitt að stýra henni alla vikuna fram að þessu. Skip- ið var fullt af héraðsmönnum og biskupinn með og ýmsir forystumenn aðrir, og stað- gengillinn gaf mér orðið en dró úr því að hinir tveir væru með sem hefði kannski með því orðið nokkur viðburður á heimsvísu frem- ur en héraðsins. En hann var bundinn sinni sókn svo mjög að hann sá ekki mikilvægi þess að eitthvað væri þulið þar á miðju vatni í miðjum háfjallahringnum með langdrægum skuggunum í flákum á yfirborðinu og öðrum af vindreknum skýjum hvarflandi um stijálu byggðina undir á sléttum grundum allt út í vatnið. Honum þótti brýnna að segja frá því að nú blasti við einn hæsti foss Evrópu held- ur en láta þylja ljóð á hebresku og eitthvað á arabísku. Við skulum halda okkur að bibl- íunni þegar tekur til hebreskunnar (án þess að hugsa út í það að hve miklu leyti hún væri úr grísku komin). Né heldur hitt að þó fossinn væri hár var hann mjór orðinn og rindilslegur, því hann hafði verið lagður í bönd og virkjaður, og ekkert að sjá hjá því sem áður mundi verið hafa. Stundum svo sem ekki neitt en þó aðeins meiri þegar mest var von um útlenda ferðamenn því þá var skrúf- að frá honum svo hann gildnaði ögn við það. Og ekki varð hann nú neitt miðað við það sem okkur býðst heima á Fróni þó bunan þessi byijaði rétt við fjallstindinn, og sleikti bergstálið niður undir vatn, eða úðinn næði mjótt slegið að dekkja gijótið. Og Knut vildi ekki svipta staðgengilinn stjórninni þótt hann með tómleika sínum hefði það af okkur að vera vitni að því að þarna kæmu þessi tvö skáld og flyttu bróður- lega saman texta í norskum fjallasal hvor á sínu máli með einum frá íslandi á okkar tungu, og það hefði nú getað komizt upp yfir fjöllin háu og fregnast víða og hefði mátt vera hugvekja og fyrirmynd þeim sem nú þarf allt að því að draga á hárinu til að tala saman og semja með sér sátt undir aug- um heimsins. að er ekki til ónýtis að stefna saman skáldum, hugsaði ég; þegar ég horfði á það gerast þessa dagana að spynnist vin- átta með þessum tveim skáld- um. Ég notaði tækifærið á ijallavatnsfeijunni að víkja að því og benda fingri að foss- inum sem hvarf við mótmæli byggðarmanna og ýmissa fremstu manna andans sem voru leiddir í böndum þaðan þegar þeir höfðu hlekkjað sig við hamrana með járnfestum svo að framfaramennirnir svokölluðu kæmust ekki að með spjöll sín, og meðal þeirra einn í hárri elli, prófessor og menningarfrömuður sagður spakur og vitur var leiddur handjárn- aður með hærurnar flaksandi í golunni hjá fossi þessum sem þá kvað sinn hinzta söng óskertur og færði úðann í hina áttina og gerði gullinn í skini sólar; hinir leiddir niður um klif í skugga þar sem blærinn var napur. Og ég sagði fólkinu í sveitinni frá á því hvað þeir væru ríkir, Noregur ætti ærinn olíuauð, og hann á að berast til ykkar svo þið getið öll orðið stöndug og lifað góðu lífi og ræktað það sem ykkur langar til í kringum ykkur, og ekki sízt inni í ykkur, og látið þá ekki gleyma ykkur að þið eigið að fá þetta til ykkar og allt fólkið í Noregi, þennan ómælda olíuauð, svo enginn þurfi að vera í basli og eymd, af því að ef einhver í Noregi á að fá þessa peninga og þennan auð frekar en aðrir, þá eru það þið allt þetta fólk í Noregi sem ættuð að lifa góðu lífi á þessu. Ekki fannst mér biskupinn verða mjög hýr við þennan fagnaðarboðskap sem skáld frá íslandi flutti sveitafólkinu á Sunnmæri og nálægum sveitum milli fjallanna háu og kringum vötnin öll og í brekkunum og á grundunum sem voru með blíðum svip í sól- fögru veðri og lygnu. Og annan dag nokkru á undan var ein- mitt prestur að tala á þinginu á hádegis- fundi. Um hvað? Æ var það kannski hann sem talaði um Kierkegaard? Eða var það Nietzsche? Nema væru báðir. Sá prestur var flóðmælzkur með áhrifamiklum leikbrögðum, og hafði verið sviptur kjól og kalli fyrir of- fors sitt, að hann hafði farið að fæðingar- stofnunum með plastpoka ef ekki þanda smokka með svínablóði í og þeytt þeim inn á fæðingarstofnanirnar með hrópyrðum um morð og manneskjudráp. Kirkjuvöldum þótti að vísu nóg um þann ofstopa eða slíka sýndar- mennsku, og ráku þennan klerk frá brauði sínu inn á merkur þar sem hann fór vafinn dýrshömum og næfrum með óðslegu tali að rista í þysinn í hálimi tijánna, og garga mót vargi og freka, og arga frá sér eigrandi skóg- arbirni i hunangsleit. Og kom svo aftur til byggða með röddina stælta af þeim ólátum mót stormgný og fossdrunum snjallmæltur í öfgum sínum, næstum einsog afturgenginn Brandur frá Ibsen, eða væri frekar ymurinn þaðan til þeirra sem gjörþekktu ekki skáld- verk hins stóra anda, sem lifir sinn glæsta og skrautfúsa keppinaut gleymdan, Bjornson. En ekki urðu borgararnir góðir með sig í Molde fyrst og fremst fyrrum af því að þar væri Bjornson og þá væri talið að hann væri að semja mikilsverðan skáldskap einsog sum- ir héldu þá og af því að hann léki svo vel stórskáld að margir héldu þá að hann væri það. Nei það kom annað til. Til þess að lyfta hégóma borgaranna í Molde. Keisarinn af Þýzkalandi hafði einhvern veginn fengið það með öðrum grillum í sig að hafa sumarsetur árlega í Molde. Og nú má líka miklast af því ef maður er góður og grandvar borgari í Molde að þar eru fyrirtæki sem teygja anga sína víða um veröldina, og eitt öflugast á heimsvísu og einna fremst í sinni iðngrein sem mér er ómögulegt að muna hver er. En þetta er snotur lítill bær sem stækkar aftur af framtaki Knuts Odegárd og starfsmanna hans. Og svo er þarna líka jasshátíð árleg sem er látið af; en af því kann ég fátt að segja. Ahveiju kvöldi lásu skáld nokkur saman í leikhúsi bæjarins, þar sem leikhús- fólkið var .annars að bjástra við að vekja upp úr gröf sinni Agnar Mykle sem um sinn gerðist fræg- ur um Norðurlönd fyrir berorð afmorsmál og umdeild, með einhveij- um leikspuna úr verki hans. Nígeriuskáldið margfræga Wole Soyinka átti að vera í Molde, kom ekki. Nóbelsverð- launin duga honum ekki til að stjórnvöldin í Nígeríu með olíufélagavild virði grið við hann. Hann sagði mér í hitteðfyrra í Sintra í Portúg- al hversu hann hefði orðið að laumast úr landi vegabréfslaus og yfirvöldin vissu ekki af hvarfi hans úr landi fyrr en hálfum mán- uði síðar. Þau hafa nýverið styggt upp heims- byggðina með morði á einu helzta skáldi landsins. Ég var að segja Greg Gatenby frá Toronto sem stýrir bókmenntahátíðunum frægu The Harbor front, og fór hér um til að litast um því það gaf þá raun mönnum í Kanada þegar þeir höfðu í tvígang fyrir nokkrum árum höfunda frá íslandi í vöruhús- unum gömlu við höfnina að lesa með heims- skáldum að þá langaði ekkert í meira af slíku eftir því sem mátti skilja á honum, raunar auðskilið, þegar sá var nefndur sem fyrstur fór að það hefði ekki mikið fjör fengist með því eftir því sem ég hafði eftir Greg;en ég vissi þó af því og lét vita af því heima um þær mundir. Já, segir Greg og tekur undir þegar þetta bar í tal með okkur um Soyinka: ég vissi, segir hann, að Wole hafði dulbúizt sem kona og hírzt í bíl ar sem sem minnst bæri á hon- um og slapp þannig úr landi. En þeir eru farnir að nota núna þetta sem þeir kalla accid- ental treatment (slysameðferðina). Þeir not- uðu hana líka við hitt höfuðskáldið, það var Chinua Achebe. Já þú gleymir ekki Ben Okri sem er líka frá Nígeríu, segi ég: en hann býr í London og er að skrifa enskar bókmenntir þar af leiftrandi hæfileikum. Nei, segir Greg og heldur áfram: Hann er hluti af enskum bók- menntum og búsettur á Englandi. En Chinua Achebe, þú manst eftir því að það var talað um að gera hann að forseta alþjóða PEN- hreyfingarinnar. Já ég studdi hann, segi ég: þarna um árið á móti Frakkanum. Á móti René Tavernier, sem hafði sigur og lifði skammt sem forseti, aðlaðandi maður og andríkur að tala í veizl- um, leika af fingrum fram í veizlugleði. Já en hvað um Chinua Achebe, hvað ætlarðu að segja mér um hann Greg? Já þetta með accidental treatment. Þeir létu hertrukk sveigja hnitmiðað að bifreið skáldsins og þvinga hann út af veginum þar sem var nógu bratt til þess að hann gæti hringvelzt nógu margar velturnar niður til að hann ætti að vera dauður þegar hann stanzaði. En þessar einbeittu aðgerðir fórust þeim ekki betur en svo að skáldið var með einhveiju marki lífs þegar að var komið fyrir neðan. Þá kölluðu þeir sjúkrabifreið að vegna þess að einhveijir gætu verið til vitnis hefðu þeir drepið hann nógu skilmerkilega á staðn- um, en tóku hann hins vegar ekkert blíðlega upp og létu hann hafa það mikið hnjask að hefði átt að duga flestum yfir í dauðaríkið þegar þeir voru að henda honum óþyrmilega inn í sjúkrabílinn, sem brunaði með hann án þess að forðast holur á veginum og ójöfnur. egar kom á spítalann hafði borizt pati af þessu, og komn- ir á vettvang þeir sem ekki máttu vita hvað vekti fyrir þeim svo þeir gátu ekki geng- ið hreinlega til verks þar held- ur og var þá of seint úr því þeim hafði láðst að slökkva líf hans í sjúkrabílnum á leiðinni, og kannski ekki treyst ökumanni til að þegja hefði svo snyrtilega verið að verki, og ekkert svigrúm kannski til að drepa báða á áfangastað. Þetta var accidental treatment, slysameðferðin, sem þeir nota núna. Kannski þeir hafi fengið hugmyndina af frásögunum af því þegar flugumenn grískra fasista voru að drepa Panagulis þegar hann var orðinn þingmaður í friðhelgi sem því fylgdi og og herforingjar fúlir fallnir, og hyski þeirra, og hugsaði með heift til hefnda á hetjunni fyrir þátt hans í falli þeirra með djörfum athöfnum og síðan óbugandi þreki að standast pyntingar í hönd- um handbenda þeirra, og sem tákn. Bjornstjerne Bjornson stendur okkur öllu fjær núna heldur en þótti hér á landi einkum nyrðra, þegar hann var að skrifa þessar bækur sínar sem bárust svo til jafnharðan til frænda minna í þingeyskum sveitum. Benedikt á Auðnum sá til þess og taldi þær hollar bækur. Hver skyldi lesa hann núna? Það er Ibsen sem lifir, snillingurinn sem Norðmenn þoldu illa og dvaldi langdvölum ýmist í Þýzkalandi eða á Ítalíu. Ég man ekki betur en það séu skilti utan á húsi eða húsum við Napolíflóann þar sem þess er minnst að þar hafi Ibsen dvalið. Það þykir frásagnar- vert í þeim sólgullnu lundum þar sem sítróna og appelsínur og mandarínur glóa á grein og grænleitar límónur með, indíafíkjur á kakt- usum með dísætu mauki varið af því sem sýnist ló en eru hárfínir gaddar svo fingurn- ir loga af. Ég man eftir því frá Sorrentó að lesa utan á húshlið að þar hafí Ibsen dvalið, í þann tíð létu Norðmenn sér fátt um Ibsen finnast, og voru bara fegnir að hann væri langdvölum að heiman og ætti sem lengst að seilast til þess að koma við kaunin í löndum sínum og fremja þá goðgá að bera í skáldskap veik- leika þeirra. Þeir urðu ekki glaðir við það að flimtunarmenn teldu að í Pétri Gauti væri norsarinn lifandi kominn með belging sinn og draumaflangs einsog þeir sögðu sem svo létu. Jeg er en Nordmand og jeg skryter som faan, sagði borgarstjórinn í Alexandríu í Skandinavabyggðum í USA þegar hann steig á land af fjölum Gullfoss á meginlandinu, og hafði ekkert mælt á tungu feðra sinna fyrr en þetta, og slóst í för með íslenzkum sólar- landaförum. En þegar norskur auðkýfingur ætlaði að seilast baugglampandi fingrum til að klappa á öxlina á Einari Benediktssyni og þakka honum fyrir að hafa þýtt Pétur Gaut á íslenzku þá svaraði Einar snúðugt: Já ég þýddi hann á frummálið. En sú var tíðin að þeir gengu vel í frænd- ur mína sem höfðu lestrarfélagið Ófeig í Skörðum fyrir andlega aflstöð, lestrarfélagið sem Benedikt stýrði og sendi af eldlegu of- ríki sínu bændunum þær bækur sem hann taldi þeim drýgstar, þar á meðal voru þessir norsku, ekki bara Bjornson heldur Jonas Lie og Alexander Kielland; svo og risinn þung- búni, Ibsen. Höfundur er rithöfundur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. JÚNÍ1997 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.