Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 16
HANDAN skýjanna; Antonioni, Malkovich og Marceau við tökur á nýjustu mynd leikstjórans. FLEIRIÆVINTÝRI ANTONIONIS ítalski leikstjórinn Michelangelo Antonioni er 85 ára og lauk nýlega vió geró kvikmyndarinnar Handan skýjanna meó John Malkovich í aóalhlutverki. ARNALDURINDRIÐASON skoóaói um hvaó myndin fjallar en Antonioni hefur ekki tekist aó fá dreifingu á henni í Bandaríkjunum og hefur ekki verió áberandi í kvikmyndalífinu frá því hann gerói Farþegann um miðjan áttunda áratuginn STEINAR VILHJÁLMUR JÓHANNSSON EINN UNDIR BLÁUM MÁNA Það var kvöldið sem ég var sofnaður frá þeim veruleika sem ég lifi fyrir, að ég gekk upp á Skólavörðu- hoitið, settist við styttuna af Leifi heppna og rauf bindindi. Elskendur gengu hjá og ég fiautaði Blue Moon (lagið sem var leikið þegar þú brostir tii mín í fyrsta skipti). Og máninn sveif einsog sigð yfir húsþökunum á dimmum og grimmum himni suður yfir Einarssafni Jónssonar þarsem draumurinn er meitlaður í stein líktog tákn um von eða glæsileika sem nú virtist horfmn. Mitt Ijóð var brunnur sem kynni að þorna. Minn dómur varðþröngur gang- ur og harðlæstur hleri. Mín hinsta von var snerting svo nákominnar handar. Andartak sem varír. Höfundur er skáld í Reykjavík og hefur gefið út fjórar Ijóðabækur og skáld- sögu. Nýjasta Ijóðabók hans Uranus er nýkomin út. SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR FAÐIRINN (eftir August Strindberg) Hjálparvana horfðum við á þig færðan í spennitreyju og leiddan brott. En áfram göngum við framhjá heimili þínu í Drottninggatan. ORÐIN Leyfðu þeim að dvelja í djúpinu og hvílast þar og hvílast þar Leyfðu þeim að dvelja í djúpinu. Ljóðin eru úr væntanlegri Ijóðabók. Höfundur er píanókennari. MICHELANGELO An- tonioni er enn að gera kvikmyndir orðinn hálfníræður. Hann sendi nýlega frá sér myndina Handan skýjanna eða „Beyond the Clouds" og segir í nýjasta hefti ameríska kvikmyndatímaritsins Film Comment að hún sé ein af mikilvægustu myndum tíunda ára- tugarins. Ennfremur að hún hafi ekki fram að þeim skrifum fengið dreifingu í Bandaríkj- unum, enginn hafi viljað taka að sér dreifingu á henni í landi kvikmyndanna. Antonioni er maðurinn sem gerði Ævintýrið („L’Awent- ura“), Rauðu eyðimörkina („The Red Desert"), „Blow-Up“ og Farþegann („The Passanger") svo nokkrar séu nefndar og er sannarlega einn af merkustu kvikmyndaleikstjórum á seinni hluta aldarinnar. Hann er iðulega spyrt- ur saman við nýbylgjuleikstjóra eins og God- ard, Truffaut og Pasolini þótt hann sé mun eldri en þeir og hefði við kvikmyndagerð í tvo áratugi áður en þeir urðu áhrifaafl fyrir og eftir 1960. En það ár var eitt höfuðverk An- tonionis, Ævintýrið, frumsýnt, myndin sem vakti loks á honum heimsathygli og hún setti hann í hóp með arkítektum nýbylgjunnar. Núlimafirring Að honum gangi illa að fínna dreifíngarað- ila í Bandaríkjunum fyrir Handan skýjanna kemur kannski ekki svo mikið á óvart því verk hans hafa undanfarin mörg ár ekki náð í bíóin vestra eða ekki orðið að veruleika yfír- leitt. Erfiðleikar hans nú minna á að það virð- ist hafa kostað átak að fá myndir hans sýnd- ar hér á landi í upphafí. Pétur Ólafsson kvik- myndagagnrýnandi Morgunblaðsins skrifaði um hann í blaðið árið 1962 í tilefni Ævintýris- ins og þá hafði engin mynda hans verið sýnd í kvikmyndahúsunum hér. Tveimur árum seinna, þegar myndin var orðin fjögurra ára gömul, kom hún í Bæjarbíó í Hafnarfírði. Síðar var Nóttin („La Notte“) sýnd í aðeins örfáa daga í Tónabíói. Hún og Sólmyrkvi („L’Eclipse") fylgdu í kjölfar Ævintýrisins og mynda einskonar trílógíu utan um það sem kallað var lýsing á „nútímafirringu“ í myndum leikstjórans; tregða í samskiptum persóna hans er rauði þráðurinn í næstum öllum kar- akterstúdíum Antonionis. Hann er fæddur árið 1912 í bænum Ferr- ara á Ítalíu og duflaði við 16 mm myndir og skrifaði um kvikmyndir í bæjarblaðið áður en hann flutti til Rómar árið 1939 að velta fyrir sér kvikmyndum fyrir alvöru. Þrítugur komst hann í tæri við Rossellini og Marcel Carné og tók að vinna heimildarmyndir og árið 1950 leikstýrði hann sinni fyrstu kvikmynd, Sögu. um ástarsamband, „Cronaca di un Arnore" þar sem sjá má mörg af viðfangsefnum hans í seinni myndum birtast í fyrsta sinn. Á næstu tíu árum gerði hann fjórar kvikmyndir en engin þeirra hafði nein viðlíka áhrif og Ævin- týrið árið 1960. Á eftir fylgdu Nóttin, Sól- myrkvinn og Rauða eyðimörkin sem allar voru um bága stöðu mannsins í tæknivæddu nútímasamfélagi. Leikkonan Monica Vitti lék fyrst fyrir hann í Ævintýrinu og var í sam- starfí við hann síðan. Árið 1966 gerði hann „Blow-Up“, fyrstu mynd sína á ensku. Hún var tekin í Englandi og hafði karlmann í aðal- hlutverki, sem var nýtt fyrir Antonioni. Eftir það fór hann til Ameríku og gerði tvær mynd- ir, „Zabriskie Point“, árið 1970, sem tekin var í ameríska vestrinu og loks Farþegann og hafði þá snúið sér aftur að viðfangsefnum sínum frá því snemma á sjöunda áratugnum. Fjórar sögur um óstína Antonioni hefur ekki verið áberandi frá því hann gerði þá mynd með Jack Nicholson í aðalhlutverki á miðjum áttunda áratugnum. Hann hefur lítið starfað frá því hann sendi frá sér „Identification of a Woman“ árið 1982. Hann gerði margar tilraunir til þess að fílma Þjáningu eða dauða („Suffer or Die“) án árangurs en rætt var m.a. við Debru Winger og Mick Jagger um hlutverk í þeirri mynd. Hann flutti aftur til Ítalíu eftir að hafa búið í Bandaríkjunum um skeið. Talað var um að hann gerði mynd fyrir Martin Scorsese sem skyldi heita „The Crew“ eða Tökuliðið en henni hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Árið 1995 hlaut Antonioni heiðursóskar fyrir framlag sitt til kvikmyndanna. Þýski leikstjórinn Wim Wenders er með- framleiðandi Handan skýjanna sem saman- stendur af íjórum köflum er byggja á sögum í bók Antonionis, „That Bowling Alley on the Tiber; Tales of a Director" eða Keiluhöllin á Tíberfljótinu: Sögur af leikstjóra. Antonioni stýrir köflunum sjálfur en Wenders tekur atr- iðin sem tengja þá auk formála og eftirmála, er fylgja sögunum. Paul nokkur Hogue skrif- ar ítarlega um myndina í Film Comment og segir hana samsetta úr fjórum óvenjulegum ástarsögum tengdum með íhugunum kvik- myndaleikstjóra í leit að efni i næstu mynd sína. Sá er leikinn af John Malkovich en aðr- ir leikarar í myndinni eru m.a. Sophie Marce- au, Peter Weller, Ines Sastre, Fanny Ardant, Irene Jacob, Vincent Pérez og Kim Rossi-Stu- art. Marcello Mastroianni og Jeanne Moreau ber einnig stuttlega fyrir augu. Fyrsti hlutinn gerist í fæðingarbæ Antoni- onis á Ítalíu, Ferrara, og segir af ástarsam- bandi sem enn er eftir að innsigla. Næsti gerist í Portofino og segir af daðri milli leik- stjórans og ungrar búðarstúlku, sem kveðst hafa myrt föður sinn. Sá þriðji segir af ónýtu hjónabandi í París og sá fjórði er um ungan mann sem gerir hosur sínar grænar fyrir ungri, guðhræddri konu í Aix-en-Provence. í köflunum öllum koma fram velþekkt höf- undareinkenni Antonionis frá því hann var upp á sitt besta eins og fírring og einangrun persónanna, tilfínningastífla, tilvistarkreppa innan um tæknihyggju og velmegun nútím- ans, óöryggi og misheppnuð ástarsambönd svo nokkuð sé nefnt. Handan vió skýin Titill myndarinnar er fenginn úr áður- nefndri bók Antonionis en ekki úr þeim sögum hennar sem hann hefur kvikmyndað heldur annarri er heitir Sjóndeildarhringurinn. Þar segir frá flugslysi. Einn af rannsóknarmönn- unum á slysstað talar til fjölmiðla og lýsir slysinu á nákvæman og tilfinningalausan hátt en hann horfír framhjá áheyrendum sínum og að fjarlægum sjóndeildarhringnum á skýin þar og loks „handan skýjanna". „Að horfa handan við skýin er einskonar írónísk vamar- aðferð er lýsir því að vera í erfiðri stöðu en standa samt utan hennar,“ skrifar Houge. „Það getur sem best verið lykillinn að kjaman- um í aðferð Antonionis í kvikmyndagerð. Bestu verk hans, og þar með talið Handan skýjanna, byggjast á einstæðu samspili nútíð- ar og tímalausrar veraldar." 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. JÚNÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.