Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 17
HÖNNUN ARIAN Brekveld, „mjúk ljós“, 1995. RODY Graumans, „85 perur“, 1992-93, DICK van Hoff, krani „Stop“, 1995. TEJO Remy, „mjólkurflöskuljós", 1991-93. MEINLÆTALEG AND-HÖNNUN EÐA MERK NÝJUNG EFTIR ÁSDÍSI ÓLAFSDÓTTUR Droog Desiqn er nafn sem oft sést nefnt í erlendum tímaritum oq vekur athygli á al|: Djóð- lequm sýninqum. Hlutir tenqdir bessu nafni oq framleiddir árið 1993 eru strax taldir sígildir. En fyrir hvað stendur Droog Design? GERRIT T. Rietveld, „rauður og blár“, 1918-23. ROOG Design er hollenskt fyrirtæki og vörumerki stofnsett 1998 af listgagn- rýnandanum Renny Re- makers og hönnuðinum Gijs Bakker. „Droog“ á hollensku þýðir „þurrt“, en fyrir frumkvöðlunum er það orð sem hljómar vel (borið fram „droch“) en er annars ekki ætlað að hafa neina ákveðna meiningu. (Þeir sem tengja orðið við eiturlyf byggja það á helberum misskilningi.) Droog Design er fremur safn hluta en ákveðinn hópur manna, Remakers og Bakker velja hluti eða hugmyndir sem þeim bjóðast eftir unga hönnuði og þykja athyglisverð til framleiðslu á hveijum tíma. Droog Design vakti strax óskipta athygli á þeirra fyrstu sýningu, hinni árlegu Hús- gagnasýningu í Mílanó 1993. Það varð til þess að ári síðar var komið á laggirnar stofn- un (Stichting Droog Design) sem ætlað var að koma á framfæri nýjum straumum í hol- lenskri hönnun á alþjóðlegum vettvangi. Stofnunin starfar í samvinnu við DMD (Deve- lopment, manufacturing, distribution) sem er ungt, hollenskt framleiðslu- og dreifingar- fyrirtæki. Framleiðslan fer fram á ýmsa vegu, allt frá handunnum, einstökum hlutum til fjöldaframleiðslu. Það má segja að Droog Design hafi náð markmiði sínu á örfáum árum, því athygli manna beinist sífellt meir að hollenskri hönnun. Sem dæmi má nefna að á síðasta ári var haldin stór sýning í MOMA í New York á nýrri hollenskri hönnun og nýuppgerð kaffistofa safnsins búin hol- lenskum húsgögnum. Hönnunarsafnið í Hels- inki helgar einnig Droog Design stóra sýn- ingu nú á þessu vori. Hugsunarháttur fremur en stíll Menn eru ekki á einu máli um hvernig beri að skilgreina Droog Design. Ein af stofn- endunum, Renny Remakers, telur að Droog Design einkennist ekki af einhveijum sérstök- um stíl heldur fremur af ákveðnum hugsunar- hætti. Það sem virðist þó augljóst er að hér er um að ræða frumlega og nútímalega sköp- un færða í einfalt og skýrt form. Annað einkenni eru tilraunir með efni. 1 upphafi lögðu hönnuðir Droog Design áherslu á endurunnin efni og endurnýtingu, eins og sést t.d. í skáp gerðum úr appelsínukössum, hinni frægu mjólkurflöskuljósakrónu, stól úr afgangstuskum eða þá ruslakörfum úr göml- um plakötum. Síðan hafa þeir notað tré, gler, fílt o.fl., en upp á síðkastið hafa þeir verið að gera tilraunir með möguleika plasts og annarra gerviefna. Á húsgagnasýningunni í Mílanó vorið 1996 komu aðstandendur Droog Design fram með stefnu sem nefndist „Plastics new treat“ og „Dry Tech“. Þar sýndu þeir fram á vissa hugarfarsbreytingu til plasts; það er litið mildari augum en áður, er orðið umhverfis- vænna og býður upp á fjölmarga möguleika í formsköpun. „Dry Tech“ er liður í samvinnu við Geimvísindastofnun Tækniháskólans í Delft um tilraunir með gerviþræði, og er út- koman m.a. „pijónuð" Ijósakróna og sjálf- standandi „hnýttur“ stóll úr kolefnum. Droog Design samhæfir þannig sinn fyrri „lágtækn- i“stíl byggðan á einföldum efnum og formum og „hátækni“efnivið og tækni. Aðstandendur Droog Design fylgdu þessari stefnu eftir í Mílanó í apríl í ár með „Dry Tech II“, þar sem þeir kynntu ennfremur nýja baðherberg- islínu nefnda „Dry bathing". Það er athyglisvert að orðið „droog“/ „dry“/„þurrt“, sem í upphafi virtist fremur merkingarlaust, hefur síðan þróast í einskon- ar samnefni yfir nýstárlega hönnun og að nýjungar hópsins kenna sig meir og meir við þetta orð. And-hönnun eóa afturhvarf til 1920? Framleiðsla Droóg Design hefur einnig verið skilgreind sem andstæða hönnunar- bylgju 9. áratugarins. Franski arkitektinn Jean Nouvel hefur kallað hlutina „meinlæta- lega and-hönnun“ (ascetic non-design) og aðrir tengja hana við kalvínska hugsun Norð- ur-Evrópu, sem hefur haldist sterk í Hollandi. Þegar ég sem listfræðingur barði fyrst augum hluti Droog Design datt mér ósjálf- rátt í hug sköpun Rietvelds og það sem var að gerast í Hollandi um og upp úr 1920. Einföld form, hreinar línur, einfalt efnisval; allt einkenndi þetta líka framleiðslu De Stijí og neoplastíkera. Mjólkurflöskuljós Tejo Remy finnst mér vera náskyld neonljósakrónu Rietvelds. Það er að minnsta kosti ljóst að síðan á dögum Rietvelds hefur ekki komið fram jafn frumleg hönnun í Hollandi og nú. Á sama hátt og De Stijl var andsvar við öfgum symbólismans og art nouveau má segja að sköpun og hógværð Droog Design sé svar 10. áratugarins við ofurhönnun póst- módernismans og stjörnudómi einstakra hönnuða sem henni fylgdi. „Þurr" kintnigáfa Samlíking við fyrri tíma reynist þó hafa sín takmörk, ekki einungis í ljósi efnistilrauna heldur ekki síst hvað varðar viðhorf til hlut- anna sjálfra. Meðan módernistarnir tóku al- varlega félagslegt hlutverk sitt og sköpun, má alltaf eiga von á að rekast á eitthvað óvænt eða skemmtilegt í sköpun Droog De- sign. Tvö vínglös hengd upp í loft reynast dyrabjalla, hangandi ljós og skálar eru úr linu plasti, vaskur úr vatnsheldu, saumuðu fílti, skápur úr málararömmum, stólseta hvílir á svampi o.s.frv. Það er sem sagt ekki allt sem sýnist, hvorki hvað varðar form né efni. Krani Dick van Hoff virðist til að mynda afar ein- ^ faldar, gamaldags pípur en er í raun úr flókn- um efnum sem hindra varmaflutning. Húmor Droog Design helst þó alltaf innan vissra siðferðilegra og fagurfræðilegra marka, hann er hvorki „listlíki" ( kitsch ) né forsenda hlutarins, heldur viðbótarskírskotun til annarra þátta, á þeirra sérkennilega, „þurra“ hátt. Þrátt fyrir tilvitnanir í eldri tíma eru hönn- uðir Droog Design ótvírætt börn síns samtíma sem leitast við að endurhugsa hluti hvunn- dagsins. Með því að gefa þeim nýtt, óvænt líf og gildi samfara einfaldleika beina þeir vissri hógværð og ferskleika inn í hið daglega líf og stuðla þannig að því að endurvekja meðvitund okkar um hvað er hlutur, snerting og fegurð. Höfundurinn er listfraeðingur og býr í París. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. JÚNÍ 1997 17 ■mm i'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.