Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 12
VIRKISVEGGURINN um Kasbah. Fangelsið sem fyrrum hýsti fanga víkinganna er nú veitingastaðurinn La Caravelle. Jón, Helgi og Héðinn Jónssynir. Jón var þá nýorðinn stúdent frá Skálholtsskóla. Með Guðrúnu var að auki litla telpan sem fyrr var getið. Hinir fangamir voru flestir sjó- menn og nöfn nokkurra eru gleymd en Bjami Ólafsson hét einn, Jón Þórðarson annar og Sigurður Ófeigsson sá þriðji. Sigurður komst til Islands aftur tæpu ári síðar ásamt systkin- unum Halldóri og Guðrúnu. Ljóst er að flest af fólkinu hefur verið selt áfram frá Sale til Alsír innan hálfs árs því þar vom þessi þijú leyst úr ánauðinni af hollenskum skipstjóra eftir um 7 mánaða dvöl í Barbaríinu. Jón og Helgi vom þá einnig komnir til Algeirsborg- ar, en þótt skipstjórinn reyndi að fá Helga son Guðrúnar lausan líka „þá var hann ekki falur, þótt mikið fé væri í boði“, segir Jón Helgason. Og einnig: „Nokkm eftir að þau Grindavíkursystkin, Guðrún og Halldór, kom- ust úr landi, fór einn sona Guðrúnar, Helgi, með húsbónda sínum til Sale, þar sem annar sona hennar, Héðinn, var í ánauð. Þegar bræðumir hittust, spurði Héðinn fyrst orða, hvernig móður þeirra vegnaði. „Hún er brott héðan og Halldór minn með henni og fólkið það til var,“ svaraði Helgi. Og svo támðust þeir bræður og grétu eymd sína og umkomuleysi. Þeir sem ekki komust heim til íslands með þessari fyrstu ferð fengu flestir að bíða lengi og stærsti hlutinn ævi- langt. Nokkrir karlmannanna sáu þá eina leið færa að komast sjálfir í víking og annað hvort kaupa sig lausa eða strjúka. „Helgi Jónsson frá Jámgerðarstöðum hafði ráðlagt Héðni bróður sínum að bregða á þetta ráð, ef kostur væri, og sjálfur komst hann síðar á víkingaskip", segir Jón Helgason. Hvad varó wm Járngeróarstaóabrœóur? Helgi Jónsson frá Járngerðarstöðum var í hópi þeirra rúmlega 30 íslendinga sem keypt- ir vom út af Danakonungi 1636. Hann fékk síðan viðurnefnið Helgi hertekni og gekk að eiga unga prestsdóttur eftir heimkomuna. Jón stúdent bróðir hans átti aftur á móti ekki afturkvæmt. í bréfi sem hann ritaði í byijun árs 1630 í nafni þeirra Helga, segir svo m.a: „En þó margt og mikið hafi á okkar neyðar- stóra daga drifið í kulda og klæðleysi, hungri og þorsta, stómm erfiðismunum og illum aðbúnaði hjá illum mönnum, hvað nú er gleymt, með því okkar patrónar eða húsbænd- ur batna við okkur síðan við lærðum málið að skilja og forsvara (okkur) . . .“ Jón var ungur menntamaður sem lærði málið og hann hlýtur smátt og smátt bærilega vist. Hann gekk kaupum og sölum fyrstu árin, alltaf í háu verði og er þama hjá fímmta húsbóndan- um. Hann gerðist forystumaður meðal íslend- inganna og skrifaði brýningar- og kvörtunar- bréf til Kristjáns IV 1635 í þeim tilgangi að knýja fram lausnargjald fyrir fangaða þegna hans í Barbaríinu. Þegar til kom var gjaldið of hátt sem greiða þurfti fyrir Jón svo hann varð ekki f hópi hinna hólpnu. Kannski sætt- ist hann um síðir við örlög sín en um það vitum við ekki. Hann er úr sögunni. En bréf Jóns Jónssonar úr Grindavík eru með mikil- vægustu varðveittu heimildum um vist íslend- inga í Barbaríinu eftir að síra Ólafur Egils- son var farinn heim. Héðinn Jónsson náði að kaupa sig frían, líklega ekki síðar en 1633. En hann kom aldrei heim. Hann gerðist smið- ur í Sale, enda smiðssonur og smiðir voru eftirsóttir og gátu bjargað sér. Hvort þeir bræður sáust nokkum tíma eftir að Jón fór frá Sale fyrsta veturinn í Barbaríinu er óvíst. Það var langt á milli víkingaborganna tveggja, þótt siglingar væru tíðar. Kannski slitnaði sambandið á milli þeirra. Kannski dó Héðinn. Kannski tumaði hann. Það var sama og dauði í augum kristinna yfirvalda. Hvaó varó um GwArúnu litlw Rafnsdóttur? Það er lengi hægt að velta vöngum yfir afdrifum þess fólks sem lenti í herleiðingunni suður. Þeir sem ekki dóu á fyrstu vikunum og mánuðunum af harðræðinu eða hitasótt (malaríu) sem felldi marga, gátu hjarað með- al mannsævi. Meðal þrælsævi. Aðeins lítið brot hinna herteknu var leyst úr ánauðinni fyrir konungsfé 1636. Þeir voru allir keyptir lausir í Algeirsborg. Nokkrir komust heim eftir öðrum leiðum. Flestir urðu eftir. Þeir hafa haldið íslendingseinkennum sínum framan af en fljótlega horfið í fjöldann. Eng- inn veit hvað varð að lokum um þá Járngerð- arstaðabræður. Enginn veit hvað varð um Guðrúnu litlu Rafnsdóttur í Sale. Aðeins það að ekkert íslenskt barn eða unglingur átti afturkvæmt til íslands. Lifði hún eða dó eft- ir heimferð fóstru sinnar? Var hún lamin áfram við teppahnýtingar eða gerðist hún eldabuska og íslömsk bamamaskína þegar fram liðu stundir? Einhveijir hafa eignast fjölskyldu og afkomendur. Við komumst ekki nær örlögum hinna týndu en þetta í bili. Það er aðeins hægt að hafa uppi getgátur um afdrif þeirra. í magist- ersritgerð sinni telur Þorsteinn Helgason helst von til þess að nýjar heimildir fínnist í einhveijum þeim hundruðum milljóna skjala frá tímum ósmanska veldisins sem varðveitt eru í Tyrklandi, en aðeins 10-12% þeirra hafa verið flokkuð og gerð aðgengileg. Brot af þeim fjallar um Norður-Afríku. Fyrir um 10 árum var talið af ábyrgum aðilum að það tæki 150-200 sérhæfða skjalfræðinga 5-10 ár að flokka öll ósmönsku skjölin. Þá átti líka eftir að byggja yfír starfsemina. Það kemur ekki fram í ritgerð Þorsteins hvað orðið hef- ur úr framkvæmdum. Á sagnfræðiþingi í Háskóla íslands 28; - 31. maí sl. sagði Þorsteinn Helgason frá síð- ari tilraun danska ríkisins til þess að kaupa heim þegna sína frá Alsír 1645. Um þá níu íslendinga, sem þá voru leystir úr ánauð, voru engar þekktar heimildir hér á landi. Þorsteinn skýrði sömuleiðis frá merkum fundi, sem er elsta bænaskjal Íslendinga í Alsír til Danakonungs frá 1629. Bænaskjal þetta er jafnframt eina frumrit sem varðveist hefur af skrifum íslendinganna úr Barbarí- inu. Fyrir mistök sendu Danir Norðmönnum þetta skjal fyrir einu ári og það er nú varð- veitt í Osló. íslendingafólgaió í Alsir íslendingamir sem seldir voru á þrælatorg- um Alsír og Sale dreifðust nokkuð til ann- VARÐ ævikvöld einhvers íslendingsins þessu líkt? arra landa Norður-Afríku og sumir héldu áfram að ganga kaupum og sölum. Flestir urðu þó um kyrrt í Alsír og í Islendingasamfé- laginu þar áttu þessir útlagar athvarf hver hjá öðrum. Gott dæmi um samhjálpina er sagan af ævilokum Jóns Jónssonar móður- bróður þeirra Jámgerðarstaðabræðra. „Hann hafði verið þræll vínekrueiganda í Sale og átt góða daga framan af, en borist síðan til Algeirsborgar. Versnaði stómm atlæti, þegar hann þreyttist og hrömaði. Gengu þá ekki af honum höggin, og þar á ofan fékk hann hvorki í sig né á, svo að nálega mátti segja, að Helgi systursonur hans, héldi honum við lífíð. Svo var það dag einn, er Jón stúdent var á gangi á strætinu, að hann sá þar sitja karl, sem honum fannst hann kannast við, en áttaði sig þó ekki undir eins á, hver var. En þegar hann gætti betur að, sá hann, að þetta var Jón, frændi hans, nær í dauðann kominn. Hafði hann dregist með erfiðismun- um að heiman að húsi því, sem þeir Járngerð- arstaðabræður vom í. Tók nú Jón nafna sinn til sín og hafði hann hjá sér á laun í þijá daga, svo að enginn vissi, nema kona sú, sem færði honum mat sinn. Síðan dó gamli maður- inn, en þeir bræður saumuðu utan um líkið, kvöddu til fleiri menn íslenska og bám það á næturþeli á fjöl til greftmnar í kikjugarði. Þar jörðuðu þeir Jón í dögun" Sióaata f rétt frá Sale Sagan af ævilokum Jóns Jónssonar eidri er um leið síðasta fréttin frá Sale. Síðasta frásögnin sem tiltæk er af því fólki sem þang- að var flutt nauðugt fyrir 370 árum. Hann átti sem sagt þolanlega daga hjá vínekmeig- anda framan af, sjómaðurinn og prestssonur- inn úr Grindavík. Hann hefur komist upp á lag með að rækta vínber og bmgga eðalt vín. Vonandi hefur honum einnig verið boðið að smakka. Hann hefur fengið að njóta ein- hvers af þeim unaði sem frjómagn jarðarinn- ar eg gróðurfarið á þessum slóðum veitir, áður en þrældómurinn gerði hann að gamal- menni um aldur fram. Það er a.m.k. von landa hans í pílagrímsferð nær fjórum öldum síðar. Það var erfítt að slíta sig frá innsigling- unni í Kasbah. Eyðileikinn ýtti undir ímynd- unaraflið, ein máð en skrautleg mósaíkhella í hrörlegum tröppum varð að glæstu gólfí frá velmegunartíma víkinganna. Við gengum gegnum skarð í virkisveggnum niður á stórt. bryggjuplan sem liggur nokkrum metrum ofan við fljótsbakkann. Þar voru fjórir karl- menn fyrir, tvö vinapör, annað parið klætt samkvæmt siðvenju trúaðra í síðum hettukuflum, hinir tveir í gallabuxum og skyrtum að vestrænum sið. Bæði pörin voru í mjög innilegum innbyrðis samræðum, þar sem þeir virtu fyrir sér útsýnið til Sale okkar daga, handan fljótsins. í þessu landi mega karlmenn leiðast og láta vel hver að öðrum opinberlega, en ekki að konum. Konur hafa þeir helst í pokum. Konur má ekki snerta nema bak við lukta múra heimilisins. Karlar eru saman í karlaveröld, konur og böm eru í veröld út af fyrir sig. Þetta var stórt plan og fjarlægðin milli heima kynjanna í löndum Islams er að minnsta kosti jafn mikil og fjar- lægðin milli þessara tveggja karlapara á gamla þrælatorginu. í einu útskoti plansins var gömul fallbyssa af svipaðri stærð og fallstykkið á skansinum í Vestmannaeyjum. Byssur frá sama tíma, hvor sínum megin við sama úthaf. Minnis- merki um foman fjandskap. Hann kraumar undir enn. í virkisveggnum sjálfum em tugir skotraufa. Hornrétt út frá meginmúmum skagar löng en lág bygging fram á ysta tanga sem teygir sig út í fljótsmynnið. Það er gamla fangelsið, þrælakistan, segir harkarinn sem enn eltir okkur hvert fótmál. Núna er búið að breyta fangelsinu í veitingastað. La Cara- velle heitir staðurinn til þess að minna á forna frægð sæfaranna miklu sem sigldu um höfín á karavellum. En staðurinn er því miður lok- aður vegna föstunnar. Ramadan er skýringin á mörgu því sem ferðalöngum frá hinum kristna heimi kemur á óvart. Við urðum því frá að hverfa án þess við að hafa séð gömlu þrælakistuna innan frá. Rýtingsawgw Það var enn farið að rigna og bæta í vind- inn og brimið færðist í aukana. Við hlupum við fót undan veðrinu langleiðina út úr Kasbah. Það var orðið áliðið dags og ilm af nýbökuðu brauði lagði fyrir vit okkar. Við runnum á lyktina sem barst frá bakaríi, sem varla hefur breyst nokkuð frá miðöldum. Fólk kemur með brauð sem það hefur hnoðað og látið lyftast heima hjá sér en lætur bakar- ana stinga þeim inn í ofninn og baka fyrir sig við opinn eld. Það var kominn matar- glampi í augun á fastandi viðskiptavinunum. Bráðum yrði sólsetur og þá mætti ijúfa föst- una og kasta sér yfír harírasúpuna og nýbak- að heitt brauðið beint úr eldsmiðju bakarans. Við vorum líka orðin svöng. Bílstjórinn örugg- lega aðframkominn. Augnarráð harkarans, sem augljóslega leit á okkur sem hveija aðra veiðibráð, var hatursfullt þegar við réttum honum 10 dihrama að skilnaði fyrir að hengja sig á okkur. Hann hataði okkur. Helvítis túr- istana. Hataði okkur fyrir niskuna. Hataði okkur eins og atvinnuleysið og fátæktina í landinu sem gerir unga, hrausta karlmenn að betlurum. Það var óþægilegt að finna fyr- ir augnaráði hans á eftir sér eins og rýting í bakinu. Mér líkaði ekki við þennan unga mann frekar en honum við mig. En mér líkaði alltaf betur og betur við blessaðan bílstjórann, sem ók okkur hratt beint heim á hótel, svo vatnsflaumurinn af götunum gekk yfír bílinn. Hann var feginn þegar við gáfum honum frí það sem eftir var kvöldsins. Hann átti konu og sjö börn heima og þar beið súpa dagsins. Við ætluðum að reyna að þurrka af okkur fötin og skóna og lesa okkur betur til um þessar afrísku Islend- ingaslóðir sem við höfðum reikað um tvær dagsstundir. Við ætluðum að reyna að melta það sem við höfðum séð, lifa okkur inn í fortíðina og örlög nokkurra landa sem áttu hér lengri eða skemmri viðdvöl á 17. öld. Hversu margir urðu hér eftir? Kannski bara Héðinn og Guðrún litla. Kannski einn eða tveir ónafngreindir grindvískir sjómenn. Kannski enginn. Svarið kann að vera geymt í ósorteruðu skjalasafni í Istanbúl. En hvað sem fortíðinni líður er Kasbah Oudaya heillandi staður í augum þess sem kemur þangað fijáls og fer þaðan fijáls. Það er gaman að geta gengið inn í miðaldir en betra þó að eiga þaðan afturkvæmt. Höfundurinn er rithöfundur. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21.JÚNÍ1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.