Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/Arnaldur ÍSLANDSSKÁL eftir Olgu S. Olgeirsdóttur, selir eftir Árdísi Olgeirsdóttur og rúnir og bein í skeljum eftir Dröfn Guðmundsdóttur. FJÖLL eftir Sigríði Helgu Olgeirsdóttur, víkingur eftir Charlottu R. Magnúsdóttur, blaða- pressur úr gleri eftir Sveinbjörgu Hailgrímsdóttur og lágmyndir af þjóðbúningum eftir Hugrúnu Reynisdóttur. PAPPÍRSVERK eftir Maríu Valsdóttur, byggð á gömlum mynstrum sem höfundur nefn- ir minningar um liðna tíð. TEHETTUR og pottaleppar, þrykkt á bómull og púðar úr viscose og satíni eftir Hrönn Vilhelmsdóttur. Á myndinni eru einnig tvö textílverk eftir Þórdísi Sveinsdóttur. ÞÆR DRÖFN Guðmundsdóttir skúlptúristi, Hrönn Vilhelm- sdóttir og María Valsdóttir textíllistakonur, sögðu, að munir á sýningunni ættu að minna á íslenska náttúru enda væri heiti sýningarinn- ar, Menjar, náskylt minj- agripum. Efniviður listakvennanna er trjöl- breyttur, sem og viðfangsefni. Þarna breg- ður fyrir hvölum, selum, beinum, vættum, víkingum, þjóðbúningum, kindum, hestum, fiskum, fuglum og fjöllum. Dröfn dregur fram lyklakippur úr beini og segir frá vinns- lunni: „Ég hreinsa beinin og lita með nátt- úrulegum efnum og kalla þau lukkubein. Það er mikil fita á þeim sem þarf að hrein- sa og það er mikið ferli.“ Selirnir hennar Árdísar Olgeirsdóttur spretta fram og eru ekki allir þar sem þeir eru séðir því þeir eru líka flautur. Þaó sem er islenskt Listakonurnar eru öðrum þræði drifnar áfram við sköpun sína af spurningunni um hvað sé íslenskt. „Það kemur manni á óvart hvað útlendingum finnst vera íslenskt", seg- ir Hrönn. „Utlendingar skynja ekki þann greinarmun sem okkur er að tamt að gera til dæmis á laxi, ýsu og þorski“, segir hún og réttir fram trefil skreyttan sveigðum löx- um. „Þeim finnst þetta einfaldlega vera fisk- ur.“ Um aðdragandann segja þær að sam- starfið hafi byijað upp úr umræðum teng- dum markmiðum listsköpunarinnar. „Okk- ur fannst við ekki vera nógu markvissar og við sáum að við þurftum að einbeita okkur að vönduðum vörum, sem ekki væru fjöldaframleiddar, en hefðu jafnframt list- rænt gildi og fælu í sér minningu um ís- lenska náttúru", segir Dröfn. Hún bætir því við að þær hafi allar hvatt hver aðra til að vera trúar sínum efnivið og efla umræðuna sín á milli um úrvinnslu hans. „Maður fær oft góðar hugmyndir en það getur oft verið erfitt að hrinda þeim í fram- kvæmd þannig að þær birtist í líki list- muna“, segir hún. Náttúran aóalatvinnurekandinn Efniviðurinn er í öllum tilvikum náttúru- legur, jafnt bein, skeljar, gler og leir, sem tré, steinar, pappír og ull og er þá ekki allt upptalið. Þegar samræðurnar höfðu snúist um það hvers vegna aðdráttarafl náttúrunnar væri eins sterkt og raun ber vitni var niðurstaða innan seilingar og Dröfn fékk orðið. „Náttúran er aðallista- konan. Hún slípar, eltir, litar og mótar hluti. Hún er síbreytileg og menn fá aldrei leið á henni og ég leitast við að láta hana njóta sín í mínum verkum", segir hún og bætir því við að náttúran sé aðalatvinnurekandi sinn og María og Hrönn taka undir kímnar á svip. Innblástur Maríu Valsdóttur í verkum hennar kemur úr gömlum íslenskum útsau- msmynstrum. Þar ber að líta gömul vík- ingaskip en María fæst einkum við pappírs- gerð og býr til ýmsa nytjahluti eins og disk- amottur og bókakápur. „Ég plasthúða þær til að gera þær sterkari þannig að útkoman verði eins og leður.“ María hefur haft sér til fyrirmyndar mynstur úr munum frá Þjóðminjasafninu og úr ýmsum bókum og nefnir hún verk sín Minningar um liðna tíð. „Ég vinn yfirleitt með form, liti og áferð og er að þróa mig út í veski.“ Síðan listakonurnar tólf stofnuðu gallerí Listakot hafa þær selt muni víða um heim og þeim er annt um að fylgjast með því hvar munirnir hafna. „Við höfum haldið allnákvæma skrá yfir selda muni síðustu tvö árin“, segir Hrönn og minnist á hesta í Frakklandi, fiska í Ástralíu og víkinga í New York. Hún segir að lokum að eftir árið geti þær svarað því hvort þeim hafi tekist að setja ísland í listrænar neytend- aumbúðir. Auk þeirra Drafnar, Hrannar og Maríu eiga þessar listakonur verk á sýningunni: Árdís, Sigríður Helga og Olga S. Olgeirsdæt- ur og Charlotta R. Magnúsdóttir, sem vinna í leir, Gunnhildur Ólafsdóttir og Jóhanna Sveinsdóttir, grafík og Þórdís Sveinsdóttir og Hugrún Reynisdóttir textíllistakonur og Sveinbjörg Hallgrímsdóttir málari. Sýningin stendur til laugardagsins 5. júlí. UMBÚÐIR UM ÍSLAND Tólf listakonur sýna verk sín ó handverkssýningu, sem opnuó veróur í dag kl. 14 í galleríi Listakoti. Sýningin ber yfiskriftina Menjar. ÖRLYGURSTEINN SIGURJONSSON ræddi viö þrjór kvennanna. MARÍA Valsdóttir, Dröfn Guðmundsdóttir og Hrönn Vilhelmsdóttir. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. JÚNÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.