Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 4
í TILEFNI af tuttugu ára afmælinu hefur verið hönnuð ný lýsing að utanverðu, stórar Ijósplötur sem lýsa upp hliðina með sterkri hvítri birtu og aðeins mildari birta sem um- kringir glerrúllustigana og teiknar útlínur þeirra á myndrænan hátt, á nóttinni minnir stiginn helst á logandi orm í stjörnustríðsmynd. ÞAR NÝTUR FÓLK BORGAR, MENNINGAR OG LISTA ARIÐ 1969 ákvað forseti franska lýðveldisins, Ge- orge Pompidou, að reisa í París menningar- og lista- miðstöð fyrir nútímalist þar sem allar listgreinar fengju að njóta sín. Til- gangurinn með byggingu menningarmiðstöðvarinnar var að efla franska listsköpun og mennningu og varð- veita menningararfleið þjóðarinnar. Styrkja og kynna listræna sköpun, upplýsa og mennta almenning í þeim efnum, halda uppi lifandi starfsemi, fyrirlestrum, kvikmyndasýningum, tónleikum, gjömingum og sýningum á list- rænu efni. Listamiðstöðin, „le Centre Georges Pompidou" var vígð þann 31. janúar 1977 og því er haldið upp á tuttugu ára afmæli hennar um þessar mundir. Arkitektar byggingarinnar vom Bretinn Richard Rogers og Italinn Renzo Piano. Bygg- ingarframkvæmdir hófust 1972 og var valið tveggja hektara stórt bílastæði í miðri París fyrir miðstöðina. Þannig reis upp í hjarta borgarinnar 42 metra hár stál- og glerrisi en stáluppistöður hússins eru 15.000 tonn að þyngd. Utan á byggingunni liggja gríðarstór stálrör í mörgum litum, blái Iiturinn er fyrir loftræstingu, græni fyrir vatnslagnir, guli fyrir raflagnir og rauði fyrir stiga og lyftur. Þannig em rafmagnsrúllustigar inni í gríðar- stómm rauðlitum rörum umluktum gleri. Hugmynd arkitektanna var meðal annars að hanna opinn stað þar sem fólk „andaði" að sér borginni um leið og það upplifði menningu og listir. Þannig er staðurinn byggður á opn- um og breytanlegum sölum, án milliveggja en með skilrúm sem hægt er að færa til eftir hentugleikum. Utlit Pompidou-miðstöðvarinnar hefur ver- ið mjög umdeilt alla tíð, þó sérstaklega í upp- hafi, mörgum hefur fundist byggingin kulda- Tuttugu ár eru nú lióin síóan Pompidou-menningar- mióstöóin í París var vígó. Af því tilefni heimsótti ÞÓRDÍS AGÚSTSDÓTTIR menningarmióstöóina, en til þess fer hver aó veróa síóastur á þessari öld.. UTAIVI á byggingunni liggja grfðarstór stálrör í mörgum litum, blái liturinn er fyrir loft- ræstingu, græni fyrir vatnslagnir, guli fyrir raflagnir og rauði fyrir stiga og lyftur. Þann- ig eru rafmagnsrúllustigar inni í gríðarstórum rauðlitum rörum umluktum gleri. leg og ljót, minna helst á rafstöð eða verk- smiðju. Með árunum hafa þessar neikvæðu raddir haft hægar um sig, almenningur er orðin vanur útliti safnsins og einnig hefur starfsemi þess hrifið flesta. Um 25.000 manns heimsækja safnið á hveijum degi en gert var ráð fyrir 5.000 manns á dag í upphafi. Þessi mikli íjöldi gesta hefur verið álag fyrir stað- inn, hann hefur látið á sjá fyrr en áætlað var og oft hafa framkvæmdastjórar hans verið í vandræðum vegna plássleysis. Nú stendur til að loka Pompidou í 18 mánuði, frá september næstkomandi til 31. desember 1999 til að gera endurbætur á staðnum og stækka bygg- inguna um 5.000 fermetra. Það er því síðasta tækifæri í sumar í nokkuð langan tíma sem fólki gefst kostur á að heimsækja safnið. I tilefni af tuttugu ára afmælinu hefur ver- ið hönnuð ný Iýsing að utanverðu, stórar ljós- plötur sem lýsa upp hliðina með sterkri hvítri birtu og aðeins mildari birta sem umkringir glerrúllustigana og teiknar útlínur þeirra á myndrænan hátt, á nóttinni minnir stiginn helsU á logandi orm í stjömustríðsmynd. Itilefni afmælisins, var opnuð nýgerð vinnustofa myndhöggvarans Const- antins Brancusis. Brancusui fædist 1876 í Rúmeníu en bjó og starfaði í París frá 1904 til dauðadags 1957. Listamaðurinn sem er talinn vera einn af lærifeðrum höggmyndalistarinnar, arfleiddi ríkið að öllum verkum sínum og jarðneskum eigum. Nútímalistasafni Frakklands var fengið það hlutverk að endur- reisa vinnustofu listamannsins í upphaflegri mynd og koma þar fyrir höggmyndum, teikn- ingum, málverkum og ljósmyndum. Þetta er þriðja vinnustofan sem byggð er fyrir verk Brancusi, fyrsta vinnustofan var byggð í Palais de Tokyo (núverandi nútíma- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. JÚNÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.