Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1997, Blaðsíða 6
BJORNSON-HATIÐ EFTIR THOR VILHJALMSSON Nafngjgfi hátíóarinnar Björnstjerne Björnson. Einu sinni var hann í hávegum haföur víóa í sveitum Islands hjá lesþyrstu fólki. Ekki sízt hjá frændum mínum Þingeyingum. Þessi fyrirferðarmikli karl sem skrafaói nokkuó reigóur á hátíóum, en skrifaói hjartnæmar sögur eins og Sigrúnu á Sunnuhvoli og Kátur piltur. FYRRI HLUTI ÞAÐ VAR sumar 1996, ég var gestur á árlegri skáldastefnu sem Knut 0degárd gekkst fyrir í Molde við Sunnmæri, stofnaði og hefur stýrt í Molde; og ber nafn Bjorn- stjerne Bjomson. Þar voru tveir gestir frá Afríku, annar frá Ghana, Okai; og annar rithöfundur frá Nígeríu sem var ekki vært heima hjá sér og býr nú í Suður-Afríku. Okai var á flugi þann tíma sem hann var lentur í Molde í Noregi og töfraði flesta með geðfjöri sínu. Hann var nú ekki léttur í máli né skáldbróðir hans frá Nígeriu þegar þeir sátu blaðamannafund hátíðarinnar með stjórnanda hennar og öðr- um gestum; þessum og sögðu frá framferði stjórnvalda þar í landi gagnvart skáldum, og hvern stuðning þau hefðu af erlendum öflum sem greiddu þannig aðgang sinn að því að nýta olíuna fyrir ströndum þess lands og sáu sér hag í því að böðlar þeir og skáldaspillar héldu stjórnartaumunum, og drógu sínar prúðu fjaðrir yfir kúgun almúgans í því landi og létu sem ekkert væri til að hafa í há- mæli. Þar var norska félagið Statoil ekki talið alveg saklaust og boðið til málfundar með Afríkuskáldunum til að hrinda ámæli því. Enginn kom frá þeim á fundinn. Af hveiju komu þeir ekki? sagði Knut Odegárd á blaða- mannafundi sem hann stýrði. Hann rétti fram hendurnar í átt að sjónvarpsvélum og til blaðamannanna sem skráðu eða höfðu hljóð- nema á lofti: Þeir hefðu getað rétt fram hend- urnar, sagði Knut og hélt sínum á lofti: Sjáið þið þessar hendur, hefðu þeir getað sagt. Eru þær ekki hvítar? Og hreinar, bætti hann við. Ekki komu þeir frá Statoil hvort sem þeir voru of smáir til þess eða þóttust of stórir til þess að fara upp í sveit í Noregi til að hrinda af sér ámæli um blóðug sniðugheit á olíumið- um úti fyrir ströndum þeirra fanta sem ráða Nígeríu með pukurslegum stuðningi þeirra. En þetta var skáldaþing, og skáldin geta ver- ið skæð. Sumum þykir og borgandi fyrir að fyrirkoma þeim. Enda var sagt að þegar ég kom til Dubrovnik á króatísku svæði á friðar- þing PEN-samtakanna og nefndar tölur um það hve mikið fengist fyrir að skjóta úr víg- hreiðrum Serba á felustöðum sem mér var bent á í hæðunum fyrir ofan þessa menningar- perlu aldanna, þarna lágu þeir og skutu á allt kvikt, og mér var líka sagt hvað þeir hefðu fengið í þýzkum mörkum fyrir að skjóta ljósmyndara, og hærri upphæð fyrir að skjóta blaðamann sem væri talin ennþá hættulegri illum málstað og því ekki vert að ala hann né feija, hvað myndi þá vera borgað fyrir að skjóta skáld, eru þau ekki skæðust? Úr því víghreiðri höfðu þeir verið að skjóta á þessa sömu borg þrem vikum áður en skáldaslan- grið fór þar um á vegum PEN-klúbbsins til Á FÆÐINGARSTAÐ Björnstjerne Björnsson í Nesi. Knut Odegárd, Paiestínuskáldið Sgirat, Þorgerður Ingólfsdóttir, Margrét Indriða- dóttir, ísraelsskáldið Yehuda Amichai og Thor Vilhjálmsson. að minna á þann málstað sem víga- mennimir vildu feigan: Mannúðar frið- ar frelsis, sambúðar allra í griðum og sátt. (Um aldir hafa íslendingar fram að þessu kunnað á alþýðumáli: Enginn skyldi skáldin styggja, skæð er þeirra hefnd. Helzt fyrrum. En þá var nú öldin önnur, þá var líka ætlast til að það væri hægt að galdra í skáldskap, breyta veðri til hins betra eða til hins verra eftir því hver var á ferð, þurfti að komast eða mátti það ekki. Líka til að vekja drauga eftir þörfum og hafa þá í útréttingum, taka við send- ingum af því tagi úr helheimum, hemja þá og snúa þeim til baka; eða kveða þá beint niður í moldina aftur í kyrr- sæti hjá þeim ormum sem þar búa og smjúga allt.) Og í Molde hafði Knut Odegárd og hans prúða lið safnað skáldum víða að sem höfðu sitt atkvæði, drjúgt sumir. Nágrannar frá Jerúsalemsborg voru komnir meðal gesta, næstum úr sama hverfí, og sögð vera víglína á milli, annar höfuðskáld ísraels, Yehuda Amichai, og Palestínuskáld úr þeirra stjóm Sgirat, og þessir tveir fylgdust allan tímann að, og ég fékk ekki betur séð en þeir byndust vin- áttu, og hreifst í þeirri trú. Ég vissi fyrir að Amichai væri höfuðskáld á veraldar- visu, hafði líka heyrt frá Ted Hughes enska skáldmæringnum um ágæti hans enda eru þeir vinir. En Palestínuskáldið flutti örsögur sem okkur Margréti virtust báðum lengi gætu enzt. Þær voru svo stuttar en eftirómur- inn dtjúgur ... Nafngjafi hátíðarinnar Bjomstjerne Bjornson. Einu sinni var hann í hávegum hafður víða í sveitum íslands hjá les- þyrstu fólki. Ekki sízt hjá frændum mínum Þingeyingum. Þessi fyr- irferðarmikli karl sem skrafaði nokkuð reigð- ur á hátíðum, en skrifaði hjartnæmar sögur einsog Sigrúnu á Sunnuhvoli og Kátur piltur átti leið með þcim að íslenzkum hjörtum, enda báðar þær bóksögur þýddar af Jóni Ólafssyni skáldi bróður Páls, og náðu aust- firskum hljómi á íslenzkri tungu með dverg- máli úr klungri og klöppum í fellum og drög- um að austan; og endurómaði með öðrum BJÖRNSTJERNE Björnson. erindum að utan sem íslenzkuðust í ómeng- aðri áheyrn þingeysku bændamenningarinnar á vakningsárum fram á þessa öld; og karlinn var gustmikill og þandi sig um Noreg allan endilangan og komst yfir fjöllin háu með spuna sinn, - skrifaðist á við Brandes einsog Matthías Jochumsson og Hannes Hafstein. Bjornson hafði svo mikinn svip í stórgerðu andlitinu undir ljónsmakka að þegar Norð- menn þurftu að miklast af því skáldi á árleg- um hátíðisdegi sínum í Minneapolis þar í Skandínavabyggðunum með öflugum íslenzk- um viðauka landnema og þeirra sem af þeim spruttu þá fannst enginn nema íslendingurinn Gunnar Björnsson ritstjóri sem hafði það mikinn svip að þjóðsagan um Bjornson yrði vart tekin trúleg nema þessi íslendingur tæki að sér aðalhlutverkið þetta í hátíð Norð- manna þarna vestra. Þetta eru gleymdir tímar einsog kannski Bjornson sjálfur víðast nema helzt í Molde þar sem Knut 0degárd hefur stofnað hátíðina nefnda eftir skáldinu og haldið árlega af sæmd og fágætri ræktarsemi og fengið þangað merk skáld hvaðanæva að. Þar eru firnahá ijöll nærri og snarbrött með mjóum landræmum undir, og á einu nesinu sem gengur út af grundar- spildu í ijallsskugga kom Bjorn- stjerne Bjornson í heiminn og ólst upp á prestsetrinu þar sem heitir í Nesi, Nesset. Þar eru mikil vötn líka ofar við jaðar Sunnmæri, og má sigla undir fjöllunum háu og horfa af vatnsfeijunni og skilja hvað hann er að fara þegar hann yrkir svona: A hvor jeg lenges efter at se over de hoje fylle... Og það snerpti kærleikann frænda minna Þingeyinga og fleiri íslendinga og jók fylgispekt lesenda við skáld þetta að hann var óspar að senda Jóni Sigurðssyni árnaðar- og baráttu- kveðjur í sjálfstæðisbaráttu okkar íslendinga. Iþinglok fóru Knut og Þorgerð- ur með okkur Margréti og skáldin frá ísrael og Palest- ínu í kirkju þarna í Nesi þar sem biskup einn þjónustaði, reffilegur maður, og hafði nokkrum dögum áður flutt erindi um Soren Kierkegaard. Sá var læröur vel að sögn en kannski ekki að sama skapi víðsýnn þó hann væri að glugga í rit hinna stóru anda; nokkr- um árum áður hafði hann sagt af sér biskups- dómi á þessum sömu slóðum því hann vildi ekki þjóna undir ríkisstjórn svo svívirðilegri sem leyfði fósturdráp. Og snaraðist af stóli snúðugt. Hann komst að sem háskólakennari í Hamborg eða Hannover, en fór brátt að sakna sætleika og myndugleiks síns biskups- dæmis, og þegar það losnaði að nýju flaug hann eða smaug í þann háa sess hinn sama og fyrr. Þó talaði hann snöfurlega í kirkjunni en messan varð einsog hún væri miðuð við að tyfta þá sem kæmu ekki nema einu sinni á ári í guðshús og varla það. Það voru enda- lausir sálmar sungnir með ótal versum, og kirkjan var hvítkölkuð og skrautlaus með öllu, engin bílæti til að glepja auga þess sem vildi komast undan boðskapnum og meðlæt- inu sem var heldur þurrt og bragðlítið. En biskupinn var nógu státinn sosum, og bjó mál sitt í myndugan búning þó það hafi varla enzt mér út á mitt vatn þar sem við sigldum síðar; en á vatninu átti ég að fara með Ijóð eða texta á íslenzku eftir sjálfan mig ásamt þeim Amichai sem stóð til að þyldi sitt Ijóð 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. JÚNÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.