Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1997, Page 10
[ - ■ SUZANNE Lafont vinnur með Ijósmyndir og prentar plaköt sem hún límdi upp í göngu- leið undir akbraut í Kassel. í verki, sem plakötin mynda, fjallar hún um fólksflutninga frá Tyrklandi til Þýskalands; setur upp senur með fólki sem er að flytja og blandar við myndir af íbúðarblokkum í nokkrum borgum. GERNINGUR hins smgapúrska Mathew Ngui vakti töluverða athygli. í litlum bás í sýningar- skálanum kom Ngui sér fyrir með tölvu og ræddi þaðan við þann sem pantaði mat frá honum annars staðar í húsinu. Ngui hlustaði á pöntun berast úr rörinu, spurði út i hana frekar og ræddi við pantarann á tölvuskjá sem sá sem pantaði gat lesið á. Að því loknu gekk hann inn í annan sal, matreiddi réttinn og afhenti þeim sem bað um. MARIA Lassnig, 78 ára gömul, sýnir röð teikninga. Eins og í Sjálfsmynd sem garð- klippur, frá 1969, gengur hún ávallt út frá Kkamlegum upplifunum. RÉTTARA væri að kalla verk Stephens Craig arkitektúr en skúlptúr. í nokkrum stórum trémódelum gerir hann tillögur að skálum til að byggja í. fTp*TíI: ‘f* W- % <f * W' «• LOCATED MÁLVERK eftir bandaríska blökkumanninn Kerry James Marshall. í stórum myndum, sei heim svartra í úthverfum Chicagoborgar. Þeir fáu málarar sem sýndir eru á Documenta fj verkum sínum og Marshall er engin undantekning DRAUMAR OG I MARIELLE Moser þekur gólf með þurrum sandi og teiknar í hann. Documenta í Kassel er iðu- lega lýst sem mikilvæg- ustu yfirlitssýningu á sam- tímalist í heiminum. Þar sem sýningin er yfirleitt haldin á fimm ára fresti myndast veruleg spenna innan listaheimsins þegar líður að opnun; menn vilja vita hvað verði sýnt og hvaða stefna ríki í valinu. Fyrsta Documenta var haldin árið 1955 og náði óvænt heimsathygli. Sýningunni var ætlað að kynna Þjóðveijum þá módernísku myndlist síðustu 50 ára sem hafði verið útskúfað af nas- istum. Með tímanum hefur staða Documenta innan samtímalistarinnar styrkst, litið hefur verið til sýninganna sem viðmiða um hvað er á seyði á hveijum tíma — og vitaskuld hafa ailtaf spunn- ist deilur um áherslur og útkomu. Sú hefð hefur skapast að einn sýningarstjóri er ráðinn til að marka stefnu og velja listamenn og nú er hin franska Catherine David ábyrg fyrir þessari tíundu Documenta. Allt frá því hún hóf undirbúninginn fyrir nokkrum misserum hefur fjölmiðlum þótt konan erfið í umgengni. Hún vildi fátt segja og alls ekki hveijir yrðu sýndir. Svo tók steininn úr á blaðamannafundi þremur dögum fyrir formlega opnun, þegar David neitaði að svara beinum spurningum held- ur svaraði alltaf með því að lesa upp úr textan- um sem hún hafði ritað í sýningarskrána. Þá var baulað á frúna. En sýningarskráin gat sagt mönnum ýmis- legt. Hún er þung, fimm kíló, og stútfull af myndum af verkum og arkitektúr, en textinn er líka verulegur og pólitískar áherslur sýningar- innar dregnar með honum; umhverfismál, borg- armenning í raun og draumsýn, hagfræði, minnihlutahópar og svo framvegis. Þegar dyrum sýningarhallanna var lokið upp — sýnt er í nokkrum byggingum og göngugöt- unni á milli þeirra — fóru þessar pólitísku áherslur sýningarstjórans ekki á milli mála. En það var líka margt að skoða. Því fyrir utan fyrirlesarana 100, myndir kvikmyndagerðar- mannanna sex, sem David bauð að gera myndir í fullri lengd, og umræðustofnunina, sem starf- rækt er á sýningunni og veltir stöðu samtíma- mannsins fyrir sér, þá gefur að líta verk eftir á annað hundrað listamenn; skúlptúrista, „inn- -setjara", ljósmyndara, myndbandagerðarfólk, málara, arkitekta, hönnuði. Listinn er býsna langur og David sýnir ekki bara listamenn sam- tímans, heldur leitar hún aftur til forvera þeirra; listamanna sem voru að við stríðslok og ann- arra sem voru áberandi á sjöunda áratugnum. Málarar eru fáir á Documenta. ísraelinn David Reeb málar svarthvítar ádeilu- myndir um stríðs- átökin heimafyrir og hinn bandaríski Mars- hall litríkar myndir úr blökkumanna- hverfum Chicago. Eftir Nancy Spero eru sýnd risskennd mál- verk frá sjöunda ára- tugnum, mun betri verk en hafa komið frá henni uppá síð- kastið, og tæplega áttræð Austurríkis- kona, Maria Lassnig, á athyglisverðar teikning- ar sem byggjast á líkama hennar. Ljósmyndin skipar ólíkt stærri sess. David leitaði þar aftur í tímann og sýnir gamla eftir- lætismenn sína; myndröð Walkers Evans úr neðanjarðarlestum og aðra úr kirkjugörðum og hin aldna Helen Levitt er rausnarlega kynnt með fjölda götulífsmynda og kvikmynd. Ljós- myndir eftir Garry Winogrand eru einnig sýnd- ar, sumar óþekktar og lakari en þær þekktari; myndir eftir Robert Adams er að finna á nokkr- um stöðum, bæði formhreinar og heillandi myndir af byggðum í vesturríkjum Bandaríkj- »... * SUMAR □ Miinster , □ Kassel ÞYSKA- LAND Feneyiaro ' y í EVROPU 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.