Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Blaðsíða 2
Tónleikar norraenna ein- leikara í Listasafni íslands EINLEIKSTÓNLEIKAR norrænna ein- leikara verða haldnir í Listasafni ís- lands í kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af fundi Norræna einleikara- ráðsins sem haldinn er í Reykjavík. Fram koma Jukka Savijoki, gítarleikari frá Finn- landi, Stefan Bojsten, píanóleikari frá Sví- þjóð, og Tom Ottar Andreassen, flautuleikari frá Noregi, Annika Hoydal, söngkona frá Danmörku, og Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleikari fyrir hönd íslands. Tónleikarnir hefjast á leik Stefans Bojstens á tveimur verkum eftir Hans Eklund, Tokk- ata og Adagio. Stefan hefur hlotið verðlaun í alþjóðlegum tónlistarkeppnum og ber þar hæst „premio Vittorio Gui“ í Flórens, 1. verð- laun keppninnar árið 1985 ásamt fíðluleikar- anum Dan Almgren. Sá sigur leiddi til þess að þeim var boðið að leika víða í Evrópu. Stefan er meðlimur í Stockholm Arts Trio. Hann hefur leikið inn á fjölda hljómdiska og frá 1997 hefur hann verið prófessor í píanó- leik við Konunglegu tónlistarakademíuna. Bryndís Halla Gylfadóttir tekur við og leik- ur verkið Dal regno del silenzio, Frá hinum hljóða heimi, eftir Atla Heimi Sveinsson. Bryndís Halla starfar sem fyrsti sellóleikari Sinfóníuhljómsveitar íslands. Hún sigraði í fyrstu keppni flytjenda um Tónvakann, Tón- listarverðlaun Ríkisútvarpsins árið 1992. Hún hefur leikið inn á ýmsa hljóm- diska og er einn af stofnendum Trio Nordica og meðlimur í Kammerhópnum Caput. Jukka Savijoki leikur á gítar, verk eftir P. Heinien og Einoju- hani Rautavaara. Jukka er með- al þeirra norrænu gítarleikara sem hvað þekktastir eru á al- þjóðavettvangi. Hann hefur gef- ið út fimm hljómdiska og ýmis tónskáld hafa samið fyrir hann verk. Jukka er prófessor í gítar- leik við Sibeliusarakademíuna. Annika Hoydal syngur ljóða- flokkinn Hafíð eftir Gunnar Hoydal. Annika er leiklistar- menntuð en fyrir utan leikhús- störf hefur hún starfað við söng og vísnalist. Hún er fædd í Færeyjum og kemur oft fram með efnisskrár þar sem hún hefur sjálf samið tónlistina við færeysk ljóð. Á tónleikunum í Listasafninu syngur hún án undirleiks tónsmíð sem hún samdi við kvæða- bálk eftir bróður sinn. Tom Ottar Andreassen leikur á flautu verk eftir Finn Mortensen. Tom Ottar byrj- aði feril sinn sem 2. flautuleikari við Fíl- harmoníuna í Bergen árið 1984 og sama ár réðst hann til Norsku Óperunnar. Hann kom fyrst fram með hljómsveit i Ósló árið 1993 og hlaut frábærar við- tökur gagnrýnanda. Tom Ottar hefur leikið einleik með flestum norskum hljómsveitum en einnig í Finnlandi og Þýskalandi, þá er hann í ýmsum kammerhópum. Frá árinu 1994 hefur Tom Óttar verið 1. flautuleikari við Norsku útvarpshljómsveitina. Efnisskránni lýkur með píanó- leik Mats Widlund á verkum eft- ir Wilhelm Eugen Stenhammar og Mikael Edlund. Mats Widlund er reglulegur einleikari með sænskum sinfóníuhljómsveitum og hefur komið víða fram á al- þjóðavettvangi og unnið með ýmsum þekktum hljómsveitar- stjórum. Hann er mikils metinn kammertón- listarmaður, leikur með eigin píanótríói og er með stöðu við Sænsku kammersveitina í Örebro og meðlimur í Sonanza, hópi sem sérhæfir sig í nútímatónlist. Þá er hann list- rænn stjórnandi Kammertónlistarhátíðarinn- ar í Sandvik ásamt flautuleikaranum Tobias Carron. Mats Widlund hefur gert upptökur fyrir ýmis útgáfufyrirtæki og er aðalkennari píanódeildarinnar við Tónlistarháskólann i Gautaborg. Bryndís Halla Gylfadóttir. Morgunblaðid/Aldís Hafsteinsdóttir HAUKUR Dór og Gunnar Örn sýna ífyrsta skipti saman í Hveragerði. Haukur Dór og Gunnar Orn sýna í Listaskálanum Hveragerði. Morgunblaðið. Björn Stein- ar Sólbergs- son leikur í Þýskalandi Hannover. Morgunblaðið. BJÖRN Steinar Sólbergsson organisti hélt í lok september í tónleikaferð um Þýskaland. Björn Steinar hélt að þessu sinni þrenna tónleika í Oberwesel, Neustadt am Aisch og í Frankenthal, en hann hefur undanfarin ár leikið reglulega í hinum ýmsu bæjum og borgum í Þýskalandi. A efnisskrá tónleikanna í Þýskalandi voru verk eftir erlenda og innlenda höfunda. Björn Steinar lék m.a. eigin umritanir á Þremur píanóstykkjum eftir Pál ísólfsson, Tveimur íslenskum dönsum op. 11 og nr. 2 og 3 eftir Jón Leifs og á Norrænum þjóðlögum eftir Gunnar Idenstam. Björn Steinar sagði mikil- vægt að bjóða upp á fjöl- breytta efnisskrá þar sem „fólk er spenntast fyrir norrænu tónlistinni," sagði Björn Steinar. „Það er nýj- ung hjá mér að vera með þjóðlagatónlist sem er ekki dæmigerð orgeltónlist. Hún kemur mjög skemmtilega út á orgelið þar sem hægt er að nota óvenju mörg blæ- brigði," sagði Björn Steinar. Björn Steinar sagðist oftast þurfa að vera með allt að þijár mismunandi efnisskrár á takteinum á ferðum sínum þar sem „orgelin eru mjög mismun- andi og það sem hægt væri að leika á eitt væri ógerlegt á því næsta. Orgel hafa mjög mismunandi eiginleika eftir því hvað þau eru gömul og eins sérsmíðuðu orgelsmiðir oft hljóðfæri fyrir hinar ýmsu stíltegundir tón- listarinnar". Á ferð sinni um Þýskaland að þessu sinni komst hann þó af með eina efnis- skrá. Gagnrýnendur voru allir mjög jákvæðir í umfjöllun sinni um orgelleik Björns Steinars og töluðu um að áhugavert hefði verið að heyra tónlist lítið þekktra íslenskra tón- skálda. Fránkische Landeszeitung fjallaði ítarlega um tónleikana og sagði Björn Stein- ar „hafa leikið frábærlega vel og nýtt mögu- leika orgelsins til hins ýtrasta“. Það þarf ekki að koma á óvart því orgelið í Neustadt am Aisch var smíðað 1890 af Steinmeyer en hann smíðaði einnig orgel Akureyrar- kirkju en Bjöm Steinar starfar sem organ- isti á Akureyri. HAUKUR Dór og Gunnar Örn opna myndlist- arsýningu í Listaskálanum i Hveragerði, í dag, laugardag. Á sýningunni em eingöngu málverk sem unnin em á síðustu árum. Haukur Dór sýnir í Listaskálanum 18 myndir sem allar eru málaðar á síðasta ári o g bera þær samheitið „Förunautar". Að- spurður hvers vegna hann hefði þessa yfir- skrift á myndum sínum sagðist hann leitast við að sýna hvernig ýmiskonar fólk ætti sam- Ieið í lífinu og hve mikilvægt það væri fyrir alla að eiga sér fömnaut hvort sem um lengri eða skemmri tíma væri að ræða. Gunnar Örn sýnir 10 málverk sem unnin era á síðustu þremur áram. Samheiti mynda Gunnars Arnar á sýningunni er „Seilst í þjóð- arsarpinn". Myndefni sitt sækir hann í eigin skynjun á okkar íslenskusögu. Eða eins og Gunnar orðaði það: „Einn af kostum þess að eldast er sá að þá sér maður sjálfan sig i öðru samhengi. Ætli það sé ekki kallað að fá rólegra yfirbragð, eða eins og unga fólkið segir, það slokkni á manni. Það er greinilega eitthvað sem veldur því að ég hef upp á síð- kastið haft æ meiri ánægju af því að heim- sækja öll þessu nýju byggðasöfn sem risið hafa upp út um allt land. Þar finn ég fyrir tengingu við forfeður mína og menningararf- leifð sem ég er stoltur af, arfleifð sem ég finn að er hluti af eðli mínu. Ut frá þessri skynjun minni eru málverkin á þessari sýn- ingu sprottin." Þeir Gunnar Örn og Haukur Dór hafa aldr- ei sýnt saman áður en báðir hafa þeir tekið þátt í fjölmörgum samsýningum bæði hér heima og erlendis ásamt því að hafa sýnt einir og sér. Um ástæður þess að þeir sýna saman núna sagði Gunnar Örn. „Við höfum á margan hátt átt samleið í myndlistinni. Tókum okkur fyrstu listamannaspor á svipuð- um tíma og urðum fyrir svipuðum áhrifum. Báðir höfum við fengist við hið fíguúratíva málverk þó að við höfum að mörgu leyti þróast í sitt hvora áttina." Haukur Dór býr á Stokkseyri en Gunnar Örn á Kambi í Rang- árvallasýslu. „Þar sem við búum báðir hér fyrir austan fjall þá þótti okkur tilvalið að sýna saman hér í Hveragerði. Það er skemmtilegt að sjá hve svipað yfirbragð er á myndum okkar þó hvorugur vissi hvað hinn væri að gera,“ sagði Haukur Dór að lokum. Sýningin í Listaskálanum stendur til 26. október og er opin á virkum dögum milli kl. 12-18 en um helgar kl. 10-22. MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Þjóðminjasafn Islands Sýningin Kirkja og kirkjuskrúð, miðaldakirkj- an í Noregi og á íslandi. I Bogasal eru sýndar ljósmyndir ýr fínnsku búsetulandslagi. Listasafn íslands í öllum sölum safnsins er sýning á verkum Gunnlaugs Schevings. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41 - Ásmundarsalur „Blár“, samsýning: Anna María Geirsdóttir, Björk Magnúsdóttir, Hrafnhildur Sigurðar- dóttir, Hrönn Vilhelmsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Þóra Björk Schram. Arinstofa: Jóhannes S. Kjarval. Verk úr eigu safnsins. Til 5. október. Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinsson- ar. Árbæjarsafn í sumar verða sýndar ljósmyndir frá Reykja- vík, ásamt ljóðum skálda. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Kristján Davíðsson í austursal, Sigurður Guð- mundsson í miðsal og Samtímalist frá Litháen í vestursal. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaðastræti 74 Kyrralífs- og blómamyndir ásamt myndum úr Reykjavík og nágrenni. Til febrúarloka. Norræna húsið - við Hringbraut Anddyri: Auglýsingaspjöld eftir Tryggva Magnússon og Jón Kristinsson - Jónda. Til 2. nóv. í ljósaskiptum til 23. nóv. Skartgripa- sýning til 31. des. Sýningarsalur: Vilhjálmur Bergsson, málverk og blönduð tækni. Til 5. okt. tarGet samsýning til 2. nóv. Tryggvi Ól- afsson málverk til 30. nóv. Hafnarborg Gunnar Kristinsson til 13. okt. Stofnun Arna Magnússonar, Árnagarði v/Suðurgötu Handritasýning opin þriðjud., miðv. og fimm. kl. 14-16 til 19. des. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Hjörtur Marteinsson, Ásrún Tryggvadóttir og Berit Lindeldt með einkasýn. til 12. okt. Gest- ur safnsins í setustofu er Eyjólfur Einarsson. Gallerí Fold Ingibjörg Hauksdóttir og Ása Kristín Odds- dóttir sýna til 19. okt. Gallerí Hornið Berglind Björnsdóttir og Fríða Jónsdóttir sýna ljósmyndir til 22. okt. Galleríkeðjan Sýnirými Sýnibox og Gallerí Hlust: William S. Burro- ughs. Gallerí Barmur: Tumi Magnússon. Gallerí 20m2Kristinn E. Hrafnsson til 12. okt. Listasafn Sigurjóns - Laugarnestanga 70 Sumarsýning á völdum verkum Sigurjóns. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Sýning á málverkum Lore Bert. Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn Eggert Pétursson, Helgi Þorgils Friðjónsson og Kristinn G. Harðarson sýna til 2. nóv. Gallerí Stöðlakot Sigríður Anna E. Nikulásdóttir til 19. okt. Gallerí Listakot Dröfn Guðmundsdóttir sýnir til 5. okt. Áslaug Saja Davíðsdóttir sýnir textílþrykk. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9 Fjóla Hilmarsdóttir sýnir listprjón til. 22. okt. Sjóminjasafn íslands við Vesturgötu i Hf. Almenn sýning og sýning á olíumyndum Bjarna Jónssonar. Listaskálinn í Hveragerði Haukur Dór og Gunnar Örn sýna til 26. okt. Byggðasafn Hafnarfjarðar Undir Hamrinum - Af lífi hafnfirskrar alþýðu til 30. sept. Gerðuberg Listsköpun barna frá Norðurlönd- um til 12. okt.___________________________ TÓNLIST Laugardagur 4. október Listasafn Islands: Jukka Savijoki, Mats Wid- lund, Stefan Bojsten, Annika Hoydal, Tom Ottar Andreassen og Bryndís Halla Gylfadótt- ir halda tónl. kl. 20. Mánudagur 6. október Listasafn Kópavogs: Gerður Gunnarsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir halda tónl. kl. 20.30. Miðvikudagur 8. októbcr Seltjarnar- neskirkja: Marta G. Halldórsdóttir, Peter Tompkins, Anna Magnúsdóttir og Sigurður Halldórsson halda tónl. kl. 20.30. Fimmtudag- ur 9. október Háskólabíó: SÍ. Einleikari Pál- ína Árnadóttir. Stiórnandi Ronald Zollman. LEIKLIST Þjóðleikhúsið J'rjár systur sun. 5. okt., laug. 11. okt. Fiðlarinn á þakinu laug. 4. okt., fös. 10. okt. Listaverkið laug. 4. okt. Borgarleikhúsið Hár og hitt lau. 4. okt., fös. 10. okt. Hið ljúfa líf laug. 4. okt., fim. 9. okt., laug. 11. okt. Ástarsaga laug. 4. okt., fim. 9. okt, laug. 11. okt. Loftkastalirin Bein útsending sun. 5. okt. Áfram Latibær sun. 5. okt. Á sama tíma að ári mið. 8. okt., laug. 11. okt. Veðmálið lau. 4. okt. Skemmtihúsið Ástarsaga, sun. 5. okt. Leikfélag Akureyrar Ilart í bak, fös. 10. okt. Islenska óperan Cosi fan tutte fös. 10. okt’., laug. 11. okt. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. OKTÓBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.