Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Blaðsíða 20
SÍÐUSTU vikur hafa sjálfsagt margir landsmenn fylgst með sjúkrasögu geð- þekkrar íþróttakonu, Rögnu Lóu Stef- ánsdóttur, einnar fremstu knattspymu- konu landsins nú um stundir. Hún fótbrotnaði illa í landsleik í knattspymu, sem vissulega var hörmulegt, en öllum á óvart reyndist brotið ein- ungis byijunin á ferli sem stofnaði á tímabili ' lífi hennar í hættu. Læknar skýrðu síðar lífs- hættuleg veikindi hennar þannig, að óhreinindi af völdum hins slæma beinbrots hefðu borist með blóði upp í lungu og orðið þar að meini sem gerðu Rögnu Lóu andardráttinn svo erfið- an, að trúlega hefði ekki þurft að spytja að leikslokum ef ekki hefði komið til tvennt. Ann- ars vegar máttur nútíma læknavísinda og hins vegar gott líkamlegt form íþróttakonunnar og sjálf þakkaði hún því í sjónvarpsviðtali líf sitt, einkum sínum stóru og góðu lungum. Þess vegna fagnaði Ragna Lóa sigri að lokum, líkt og hún hefur gert í nær öllum kappleikjum sumarsins. Allt fór þetta því vel og gladdi skelkaðan landslýð, sem hafði furðað sig á að 4 eitt beinbrot gæti dregið slíkan dilk á eftir sér að lífshætta fylgdi, jafnvel fyrir svo þrautþjálf- aða íþróttakonu sem nú stóð á hátindi ferils síns. Beinbrotssaga Rögnu Lóu Stefánsdóttur leiddi hins vegar huga minn að öðru og að sama skapi frægu beinbroti sem ekki endaði jafn vel. Aðfaranótt 21. maí árið 1845 var Jón- as Hallgrímsson skáld á ieið upp brattan stig- ann í húsatröppu heimilis síns í Pétursstræti 140 í Kaupmannahöfn, þegar honum skruppu fætur svo illa að ökklinn gekk í sundur á tveim- ur stöðum. Hann dregst upp í herbergi sitt, þrátt fyrir slæmt opið brotið, og liggur þar uns dagar og er honum þá komið á spítala. Þar lést hann fáeinum dögum síðar, 26. maí, aðeins 37 ára gamall. Ýmislegt hefur verið ritað og þó einkum skrafað um þetta atvik og fæst af því gáfu- •v legt. Dylgjað hefur verið um ölvun listaskálds- ins, klaufagang þess að kunna ekki fótum sínum forráð í venjulegum húsagangi, en ekki síst hefur verið dregið í efa að fótbrot geti leitt til Ragna Lóa og óstmögurinn EFTIR PÁL VALSSON Jónas Hallgrímsson Ragna Lóa Stefánsdóttir dauða, og skáldið því óvarið í gröf sinni (hvar sem hún nú er) gegn sögusögnum um alls kyns sjúkdóma og mein sem hina raunverulegu dán- arorsök. Reyndar er engin ástæða til þess að vera með neinar vífilengjur um þetta mál leng- ur. f heildarútgáfu á verkum Jónasar, Ritverk Jónasar Hallgrímssonar I-IV, sem út kom árið 1989, er birt sjúkraskýrslan frá Friðriksspítala, sjúrnallinn, og jafnframt grein eftir Þorgeir Þorgeirsson, lækni á Akureyri, „Banamein Jón- asar Hallgrímssonar", þar sem hann leggur mat á skýrsluna og túlkar hana fyrir okkur leikmenn. Þar kemur fram að fljótlega verður vart blóðeitrunar í fæti Jónasar og að drep er komið í hann. Það sem mesta athygli vekur er þó slæmt ástand lungnanna, nánar tiltekið hins vinstra. Það mátti rekja afturtil haustsins 1839, þegar Jónas ofkældist hastarlega á ferð yfír Nýjabæjaifyall yfír í Eyjafjörð, og var hér um bil dauður. Afleiðingin varð sú að hann varð að liggja rúmfastur mánuðum saman í Reykja- vík veturinn eftir og náði aldrei aftur fyrri heilsu. Sjúkraskýrslan sýnir langt gengna og samfellda lungnabólgu og gamla samgróninga í lungum. Niðurstaða Þorgeirs er skýr. Jónas Hallgríms- son dó úr lungnabólgu. Því er þetta rifjað upp hér að sjúkrasaga Rögnu Lóu Stefánsdóttur sýnir okkur dauða listaskáldsins góða í nýju ljósi. Við höfum séð skýrt dæmi þess hvemig beinbrot getur leitt til íferðar í jafnvel hraust- ustu lungum og ógnað þar með lífí. Myndin verður enn skýrari þegar tekið er með í reikning- inn að Jónas var í afar slæmu líkamlegu formi og með veik lungu, og líklega er óþarfí að tí- unda að á tíma Jónasar voru hvorki sýklalyf né ýmis önnur meðul læknavísindanna tiltæk. Vonandi halda menn áfram að velta fyrir sér lífi Jónasar og list. Við dánarorsökina er hins vegar ekki lengur þörf að dvelja. Þar blasir niðurstaðan við, skýrari en nokkru sinni: Jónas Hallgrímsson dó af völdum lungnameins eftir slæmt opið beinbrot. Höfundur er einn ritstjóra Ritverka Jónasar Hallgrímssonar l-IV, sem út komu 1989. MEÐ KJAFTINN FYRIR NEÐAN NEFIÐ AÐ stóð á forsíðu Time og Spiegel og Marie Claire og Elle sögðu það líka: London er svalasti staður hins vest- ræna heims um þessar mundir. Það eru ekki aðeins fatahönnuðir, popparar og klúbbeigendur sem bera uppi þennan hróður, rithöfundarnir gera það líka. Höfundar eins og Irvine Welsh og Will Self skipa þann sess sem McQueen og McCartney gera í fatabrans- anum; þeir eru það sem Goldie og Gallagher- bræður eru í tónlistinni. Enda líkjast rithöfund- arnir öðru senufólki borgarinnar í því að þeir kunna að láta á sér bera. í stað þess að skála , feimnislega í freyðivíni þegar nýjasta bók Will Self, „Great Apes“ (Flottir apar), kom út snemma í sumar var efnt til kynningar í dýra- garðinum í London sem bar hugmyndaauðgi bresks auglýsingafólks glöggt vitni. En það voru þó ekki auglýsingastofur sem komu and- Iitinu á Will Self á hveija einustu forsíðu bre- skra blaða. Það var frásögn hans í dagblaðinu „The Observer" af því þegar hann skvetti í sig heróíni inni á klósettinu í framboðsþotu Johns Majors, skömmu fyrir þingkosningarnar í Bretlandi nú í vor. Self hefur um árabil ver- ið blaðamaður hjá Observer og átti þar fasta pistla en var umsvifalaust rekinn eftir þessa uppákomu, var úthrópaður af mörgum en fagn- að af sumum. Sagan segir að kollegar hans í Groucho-klúbbnum, helsta bókmenntaklúbbi Lundúnaborgar, hafi klappað fyrir honum þeg- ar hann mætti á staðinn til að styrkja sig eft- ■* ir brottreksturinn. Þótt margir hafi túlkað það sem svo að Self legðist ansi lágt við að kynna nýjustu skáldsögu sína með því að greina frá þessu uppátæki má ekki gleyma því að öllum hans verkum er á einn eða annan hátt ætlað að snúa útúr, hæðast að og umbreyta því út- hverfahugarfari sem líður heróínneyslu hjá fólki á framfærslu félagsmálastofnunar en bregst ókvæða við ef áþekk efni eru höfð við hönd í miðstöðvum stjóm- og fjármála. Self er stöðugt að tengja saman heima sem flestir vilja að séu aðskildir. Þessi uppþurrkaði heró- ínneytandi og fjölskyldufaðir skrifar ekki um bijálæði og hugaróra til þess að sýna framá að til séu aðrir heimar til hliðar við þá viður- kenndu, heldur til að undirstrika hve tengslin á milli markaðssetningar og eiturlyfjaneyslu á milli borgaralegs lífs og hryllilegra glæpa eru náin. Ian, söguhetjan í fyrstu skáldsögu Selfs, Ungir, breskir höfundar hafg vakió heimsathygli á undanförnum árum fyrir kjaftfor, spennandi og frum- leg skáldverk. KRISTJÁN B. JÓNASSON las bækur þriggja þeirra og velti fyrir sér þessum harÖ- soönu sögum. „My Idea of Fun“ (Það sem mér finnst skemmtilegast) (1993), erþví í raun samvisku- laus morðingi en lengst af veit hann ekki af því vegna þess hve upptekinn hann er við vinnu sína á auglýsingastofu í London. í raun „upp- götvar" hann heldur ekki hið „sanna" um sig sjálfan jafnvel þótt hann sé til meðferðar hjá geðlækni heldur gengur hann inn í hugarheim sem virðist hafa verið „komið fyrir" í honum af hinum dularfulla The Fat Controller, sem er í senn virtur íjármálamaður, morðingi og galdramaður; ef til vill djöfullinn sjálfur. I nýju sögunni, „Great Apes“, er það munur- inn á manni og dýri sem verður sífellt óljósari sem og munurinn á London og frumskógi. Líkt og í fyrri bókum Selfs, eins og sagnasöfn- unum, „The Quantity Theory of Insanity" (1991) og „The Sweet Smell of Psychosis" (1996) er hann að hæðast að öllu sem teljast stoðir vestræns hagkerfis og stjórnskipulags, að menningarheimi Lundúna, að listamönnum, klúbbliði og fjölmiðlafólki um leið og hann hrífur lesandann upp úr skónum með fádæma orðgnótt og skörpum athugunum. Lýsingar á morðum og vægast sagt afbrigðilegu kynlífi héldu lengi nafni hans á lofti en hið raunveru- lega sprengiefni bóka hans er þó ekki þessar lýsingar í sjálfu sér heldur hugmyndaauðgin í textanum, klókar tengingar á milli sviða sem virðast við fyrstu sýn fjarskyld sem og róttækn- in sem býr í sýn hans á vestrænt samfélag samtímans. Hann lítur á sig sem nútíma Jo- hnathan Swift, samfélagsgagnrýnanda inn- blásinn af William Burroughs og J.G. Ballard. Annar höfundur sem borist hefur áfram á fjölmiðlaöldunni er hinn þeldökki Q. Hann klæðist fötum frá Ozwald Boateng, vinnur stundum sem módel og sækir hugmyndir sínar í klúbblífið og listaheiminn. Fyrsta skáldsaga hans, „Deadmeat", sem heitir eftir samnefnd- um tölvuleik, kom út fyrr á árinu og vakti gríðarlega athygli, ekki hvað síst vegna þess hve höfundurinn er mikil týpa, en roðið í bók- inni sjálfri er fremur þunnt og hún stendur alls ekki undir þeirri frægð sem höfundinum hefur hlotnast. Q skrifaði bókina upphaflega í bútum, lét prenta þá sjálfur og seldi á klúbb- um og komst þannig á blað hjá bókmenntaelít- unni. Honum er enda mikið í mun að færa dýnamískt andrúmsloft klúbbsenunnar í Lond- on á blað, gera það sem London stendur fyrir að því flottasta af öllu flottu en rembist svo mikið að á endanum verður það flotta bara hallærislegt. Það er helst að hafa megi gaman af lýsingunum á samfélagi innflytjenda frá Vestur-Indíum, þangað sem Q á sjálfur ættir að rekja, sem og tilraunum hans til að hljóð- rita talmál en annars er bókin lítið meira en langur „Hveijir voru hvar“-pistill. Þar við bætist að hún á að fjalla um tölvuglæpi og sýndarheima, um internetkaffihús og tölvulist en í þeim efnum hefur Q nákvæmlega ekkert nýtt fram að færa. Hann er tæknispámaður sem kann alla frasana um upplýsingabylting- una og nýja sýndartíma og er sífellt að segja okkur að þetta sé allt að breyta heiminum og gera hann minni og að gera okkur öll að einni stórri fjölskyldu. Þetta eru hins vegar lúnir frasar og það er algerlega óþarfí að lesa heila skáldsögu til að rifja þá upp. Öllu gæfulegra er byijendaverk Alex Gar- land, „Ströndin" (The Beach), sem kom út í fyrra. Garland, sem fæddur er 1970, segist hafa byijað á sögunni í örvæntingarkasti yfír því að allir í vinahópi hans voru að gera það gott nema hann og það er sjálfsagt ekki verri hvati til stórra verka en hver annar. Að minnsta kosti er bókin sérdeilis vel lukkuð. Löng, spenn- andi frásögn sem hefur að viðfangsefni spurn- ingar um innri gerð siðmenningar okkar, hæfi- leika okkar til að breyta henni og óskina um að komast á brott frá henni, drauminn um ævintýrið handan við allt þetta lúna og máða sem sýnist loða við umhverfi okkar. Aðalsögu- hetjan, Richard, er á ferðalagi í Tælandi þegar hann fyrir tilviljun kemst yfir kort af eyju í RITHÖFUNDURINN Q vinnur stundum sem módel. Suður-Kínahafí þar sem sagt er að séu full- komnar strendur og ósnert náttúra, eyju þar sem enginn býr nema fáeinir útvaldir ferða- langar. Hann leggur af stað ásamt frönsku pari, rekinn áfram af óskinni um að finna stað sem ferðamannaiðnaður og draslmenning hafa enn ekki eyðilagt, aðeins til þess að eyðileggja sjálfur paradísina sem hann heldur sig hafa fundið. Garland lítur á sig sem móralista. Hann vill taka siðferðileg vandamál samtímans til umfjöllunar og aðalsöguhetja hans, Richard, er um margt holdtekja þeirra. Líkt og svo margt ungt fólk samtímans leggst hann í ferða- lög en er vonsvikinn yfír því að fínna hvergi þá skemmtun og þau ævintýri sem eitt sinn biðu ferðalangsins. Þegar til kemur er hann hins vegar óhæfur til að túlka hið nýja og fram- andi öðruvísi en út frá takmörkuðum sjóndeild- arhring sínum og það fyrirmyndarsamfélag sem hann finnur er jafnklofið og önnur samfé- lög í stéttir og hópa, jafnblint og önnur þegar kemur að því að veija sig sjálft fyrir ímynduð- um jafnt sem raunverulegum óvinum bæði utan samfélags og innan. Því þrátt fyrir allan uppganginn í London eru það ekki jákvæðir jábræður líkt og Q sem virðast raunverulega soga kraftinn úr grósk- unni heldur þeir sem koma auga á þverbrest- ina og þær innri mótsagnir sem hugarfar og samfélag búa við. Það er ekki fagurt mannlíf sem Will Self syngur um í bókum sínum eða sem dópkonungurinn Irvine Welsh, höfundur hinnar víðfrægu sögu „Trainspotting", greinir frá í skáldsögum sínum en það er vissulega margbrotið, flókið og þversagnakennt. Þess vegna er það líka svalt. ^20 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. OKTÓBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.