Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Blaðsíða 9
' -.v.. • „VESTRÆNIR karl-glápar taka að sögn pm-ista, stöðugt traustataki handíðir og trúar- tákn úr öðrum heimshlutum, sem þeir hafa ekki minnsta skilning á, skilgreina sem list á vestræna vísu og þykjast um leið hafa uppgötvað einhverjar sammannlegar þarfir eða hvatir. Hvílík andstyggð, hvílík andleg kúgunl" Myndin: Pablo Picasso: Hluti úr Ungfrún- um í Avignon, 1905. konar samtíðarlist: pm-ísk list og gervilist. Eldri pm-ískir listamenn, ekki hvað síst hönnuðir og arkitektar sem þreyttir voru á hagnýtishyggju módernismans, gripu fegins- hendi hinar nýju hugmyndir um líf án sjálfs- kenndar og samfelldni. Það gaf þeim tækifæri til að sleppa fram af sér beislinu með bros á vör. Dagskipunin var samsuða og eftirapanir. Enginn munur var lengur á hámenningu og lágmenningu og engin synd að verpa í hreiður annarra. Táknrænt andlát módemískrar bygg- ingarlistar átti sér stað kl. 15:32, 15. júlí 1972 þegar Pruitt-Igoe húsasamsteypan í St. Louis var mölvuð til grunna. I stað hennar og álíka módemískra minnismerkja risu „klippimynda- hverfi“ og „hriflingabjargahús" þar sem ægði saman egypskum, klassískum og rómantískum stileinkennum og eina kvöðin var að bygging- amar féllu vel að staðbundnu landslagi eða um- hverfi sínu. Opinbera þjónustubyggingin í Portland, Oregon, sem Michael Graves hann- aði, er gott dæmi, sem og tvær aðrar er fleiri Islendingar kunna að hafa barið augrnn: AT&T-byggingin í New York og Westin Bona- venture hótelið í miðborg Los Angeles. Hvers konar verslunarmiðstöðvar, „Kringlur", sprattu einnig upp eins og gorkúlur með blöndu hinna ólíkustu búða, þjónustustofnana og veit- ingastaða undir sama þaki. í skáldsögum og kvikmyndum (til dæmis Himmel iiber Berlin eftir Wenders og Blue Velvet eftir Lynch) ráf- uðu veglausar persónur milli ólíkra heima; eða horfið var aftur til skrautbúinnar fortiðar án strangra krafna um sögulega nákvæmni, svo sem í myndum Merchants og Ivorys (Room with a View, Howards End og fleiri). Ljós- myndir Cindy Sherman, er sýndu hana sjálfa nær óþekkjanlega í alls kyns gervum, beindu sjónum að sveigjanleika og áhrifagimi einstak- lingsins: að eðlisleysi hans. íslensku skáldin létu ekki sitt eftir liggja. Eysteinn Þorvaldsson Iýsir því hvemig þau hafi tekið að „forðast bein- skeyttan boðskap ... í skiljanlegu samræmi við vonbrigðin með hin stóru félagslegu hugðarefni og vantrúna á farsæla lausn þeirra". Höfundar á borð við Gyrði Elíasson fóra í staðinn að hampa fjöldamenningunni, taka „allskonar hluti úr hversdagstilvera" okkar sér til handargagns og fá þeim stað í ljóðum sínum. Margir líta á gagnrýnislaust samsull sem eina samkenni pm-ískrar listar. Slíkt er þó að gegna gæsunum sem í gær flugu því að á síð- ustu áram hefur einlyndi og alvara frábrigða- fræðanna (sjá fjórðu grein) tekið við af hinni marglyndu upplapslist. Það var sjálfur for- sprakkinn Lyotard sem benti á að samsullið væri lágpunktur nútíma menningar: fólk hlusti á reggae-tónlist og horfi á Vestra, borði McDonald’s-borgara í hádeginu og kínamat á kvöldin. En slík „fjölbreytni" marki sigur fjár- magnsins, ekki menningarinnar. Nýja, gagn- rýna pm-íska listin gyllir hugmyndina um meðvitaðan útúrboruhátt. Hún stefnir að vit- undarvakningu eigin (minnihluta)hóps og af- byggingu ríkjandi orðræðuvalds eða tjáning- arhefða. Feministar hafa verið þar í farar- broddi, eins og nánar verður rakið siðar. Ljós- myndir Barböru Kruger grafa þannig undan feðraveldinu, afhjúpa karlaglápið og hvetja stelpur til að standa saman. Verk rithöfundar- ins Toni Morrison brýna blökkukonur til virkrar baráttu - og svo mætti lengi telja. Við erum þvi að sumu leyti komin í hring: Baráttu- gleði módernísku framúrstefnunnar virðist vöknuð af dvala. Gæfumunurinn er samt sá að módernistar stefndu að frelsun allra undan firringu og að endanlegu bræðralagi mann- kyns í sæluranni framtíðar. Ræktun þjóðlegra eða staðbundinna lista var fráleitt fordæmd en hún var réttlætt með því að það að læra að skilja sjálfan sig hjálpaði manni einnig að skilja aðra. Pm-ista dreymir enga slíka drauma; hugsjón þeirra er að hver listamanna- hópur, hver menningarkimi, þjappi sér betur saman og harðstakki sig gegn drottnun ann- arra - innan þess þrönga hrings máls og skilnings sem er og verður heimur hans. Tilvísanir: 1 Sjá Damisch, H., The Origin ofPerspective (Cambridge, MassTLondon: MIT Press, 1995). 2 Sjá t.d. rökfærslu Crimps, D. þessa efnis í On the Muse- um’s Ruins (Cambridge, MassTLondon: MIT Press, 1993). 3 Einna reiðastur var Hal Foster: „The ‘Primitáve’ Unconscious of Modern Art, or White Skin Black Masks“, October, 34 (1985). 4 Root, D., Cannibal Culture: Art, Appropriation, and the Commodification of Difference (Boulder, CO: Westview Press, 1996). 5 Sjá Duncan, C. og Wallach, A., „The Museum of Modem Art as Late Capitalist Ritual: An Iconographic Analysis", Mandst Perspectives, 4 (1978). Hin marxíska og pm-íska gagnrýni haldast þar, aldrei þessu vant, í hendur. 6 Duncan, C., „The MoMA’s Hot Mamas“, Art Joumal (sumar 1989). 7 Owens, C., „The Allegorical Impulse: Toward a Theory of Postmodemism“, í Art After Modemism: Rethinking Representation, ritstj. Wallis, B. (New York/Boston: The New Museum of Contemporary Art/David R. Godine, 1984). 8 Sjá formála Fosters, „Postmodemism: A Preface“, að ritsaftiinu sem hann ritstýrði, Postmodem Culture (London/Sidney: Pluto Press, 1985). 9 Eysteinn Þorvaldsson, „Eftir 68: Um póstmódemisma í íslenskri ljóðagerð“, í Ný skáldskaparmál: Ljóðaárbók 1989, ritstj. Berglind Gunnarsdóttir, Jóhann Hjálmarsson og Kjart- an Araason (Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1989), bls. 89 og 94-5. Ástráður Eysteinsson tekur ýmis önnur dæmi um pm-isma í innlendum og erlendum skáldskap í „Hvað er póst- módemÍ8mi?“, Tímarit Máls ogmenningar, 49 (1988). 10 Lyotard, J.-F., „Answering the Question: What Is Postmodemism?“, í The Postmodern Condition: A Report on Knowledge (Minneapolis: University of Minnesota Press, 1984). Höfundur er doktor í heimspeki og dósent við Hóskólann ó Akureyri. ÍJÓÐRÝWI IX SIGVALDI HJÁLMARSSON INNSÝN Ég taZa - því heimurinn er smár. Ég tala - því geimurinn stjörnum stráður er smá-ögn í tómi sem hvorki liíir né deyr, en varir og veit og brosir. Ég tála - einsog golan... einsog þögnin... VÍÐÁTTUR nefnist Ijóðabók eftir Sigvalda Hjálmarsson sem kom út ár- ið 1984 en áður hafði hann gefið út Ijóðabókina Vatnaskil árið 1976. Sigvaldi, sem fæddist 1921 var rithöfundur og blaðamaður en því starfi gegndi hann um áratuga skeið, lengst af hjá Alþýðublaðinu. Hann flutti fjölda fyrirlestra í útvarpi og víðar og sendi frá sér níu bækur sem flestar flytja greinar og ritgerðir af ýmsu tagi og sumar ritgerða hans birtust í er- lendum ritum. Hann stundaði ljóðagerð í tómstundum frá unga aldri en það var ekki fyrr en hann var kominn á miðjan sextugsaldur sem hann sendi frá sér ljóðabók. Bækur Sigvalda, fyrir utan ljóðabækumar tvær, fjalla flestar um hugrækt og sjálfur var hann einlægur áhugamaður um iðkun hugleiðslu og jóga. Fyrsta bók Sigvalda kom út árið 1968 og bar heitið Eins og opinn gluggi,“ erindi um mystiskt líf. Fimm áram síðar sendi hann frá sér bókina Einskon- ar þögn,“ ábendingar í hugrækt. Sama ár kom út eftir hann bókin Að horfa og hugsa,“ sem innihélt blaðagreinar og ári síðar Tunglskin í trjánum," ferðaþættir frá Indlandi. Árið 1976 sendi hann frá sér „Haf í dropa,“ þætti um jóga og austræna hugsun og það sama ár fyrri Ijóðabók hans. „Að sjá öðravísi," esseiar um mannlegt líf, kom út 1979 og síðan Stefnumót við al- heiminn,“ leiðbeiningar um esóteríska iðkun, árið 1982. Að lokum kom út ljóðabókin „Víðáttur,“ árið 1984. Auk þessara bóka og rita þýddi Sigvaldi fræðirit og bækur af sama toga. Víðáttur ber ævilöngu hugræktarstarfi Sigvalda glöggt merki. Hún skiptist í fimm kafla; Hengiflug, Tilbrigði við kvöldið, Úr djúpunum, Hver ert þú? og Utan alfaraleiða. Það er þögnin með öllum sínum litbrigðum, blæbrigðurH og hrynjandi sem er yrkisefni Sigvalda í þessari bók og það er eins og hann kallist á við H.P. Blavatsky í smáritinu „Rödd þagnarinnar," sem Sigvaldi þýddi og gaf út árið 1987. Úpphaf Ijóðsins: „Eg tala -/því heimurinn/er smár“ þurrkar út aðgreiningu sálarinnar eða sjálfsins frá hinu alheimslega eða óendanlega sjálfi. Allt er hluti af stórri heild og sá heimur sem hvert okkar skynjar aðeins agnarsmár og sá geimur, stjömum stráður sem við skynjum er smá-ögn í tómi. Hann er hvorki bundinn tíma né rúmi, hvorki lifir né deyr en varir og veit og brosir. Það er eitt alheimslegt sjálf og allt sem er okkur sýnilegt, snertanlegt er óendanlega smátt og það er aðeins með ástundun þagnarinnar sem við get- um rifjað upp og skilið tungumál hins alheimslega sjálfs, tungumál sem á sér engin takmörk, engin orð, engar hindranir, heldur ferðast um óravíddir óendanleikans eins og golan. Það er í þessum óendanleika sem þú finnur sal- ina þrjá. Sá fyrsti er salur fávísi, þar sem þú sérð ljósið og í þeim sal lifir maðurinn og deyr. Annar salur er salur lærdóms, þar sem sál þín les blómst- ur lífsins en undir hverju blómi leynist naðra. Þetta er astralsviðið, hin dulda tilvera viðsjálla fyrirbæna, heimur miðlanna. Hinn þriðji kallast salur visku. Handan hans liggur strandalaus útsær, ævarandi uppspretta alviskunnar. En til þess að ná þangað þarftu fyrst að ljúka göngu þinni í gegnum fyrstu tvo salina. Ef þú vilt komast heilu og höldnu gegnum fyrsta salinn skaltu var- ast að taka elda löngunarinnar fyrir sólbirtu lífsins. Ef þú hyggst eiga greiða leið gegnum annan salinn - skaltu ekki nema staðar til að anda að þér þeirri blóma-angan sem firrir þig viti. Ef þú vilt losna við karmískar flækjur þá leita eigi að gúrú þínum í dulheimum takmarkananna. En það er óendanleiki þriðja salarins sem Ijóðmælandinn fjallar um í öðra Ijóði í sömu bók, Ijóði sem nefnist Þögn: á brjóst mér og ég finn að hún hefur sál ogefégþegi alla leið inní tómið fær hún mál Þögnin drýpur Þögnin dýpur SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 4. ÓKTÓBER 1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.