Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Blaðsíða 13
MJALTIR, temperalitir, 76x97 sm. Gjöf frá Guðrúnu Hvannberg og sonum 1976. húmanísku alúð. Atlotin minna helst á faðm- lag Jóakims og Önnu við Gullna hliðið í fresku Giottos enda er örstutt í helgileikinn í þessu myndefni. Eftir að hafa velt fyrir sér myndefninu af kúnni á stöðlinum, meðal ann- ars með því að láta sitjandi karlmann með six- pensara halda um höfuð kýrinnar, en þannig mundi listamaðurinn eftir atburðinum í Stein- grímsfirðinum, sneri Gunnlaugur allt í einu við myndefninu og hóf kúna á loft hátt yfir landslagið. Umhverfið skáldaði hann upp úr næturstemningu í Hreppunum, en fjallakransinn umhverfis Suðurlandsundir- lendið var honum afar kær því þar yfirgnæfðu fjöllin ekki lárétt myndsviðið. I tveimiu- krít- arlituðum blekteikningum sést hvemig ver- aldlegt myndefni öðlast allt í einu helga merk- ingu þegar ein vinnukonan fær vængi og hin- ar breytast í dýrlinga með tilkomumikla geislabauga. Þannig era myndir Gunnlaugs ávallt sam- setningur atriða sem raðað er eftir minnisp- unktum sem listamaðurinn safnaði saman á langri leið og hélt til haga í teiknibókum. Ef hann átti að vera ánægður með útkomuna varð hann að byggja undirstöðuna á sjón- rænni reynslu sinni. Hann gat með engu móti sniðgengið raunveruleikann og skáldað eitt- hvað óséð eða óupplifað beint á strigann. Að hans mati var abstraktlist einungis annað mynd sem hafði tilfinningalegt gildi fyrir hann sjálfan og hann gat sannreynt á eigin vitund og viðbrögðum. Hér er ef til vill lyldllinn að þeirri ríku frá- sagnarþörf sem Gunnlaugur vildi ekki fyrir nokkura mun fóma á altari nútímalistar sem hirti ekki um skáldlegt inntak. Einber lita- og formfræði nægði honum engan veginn. Kýrin góða var ekki eintómt form þótt listamaður- inn væri óþreytandi í leit sinni að sífellt betri stöðu og afstöðu fyrir hana. Eins og jafiian þurfti Gunnlaugur að byrja skáldskap sinn á striganum með hversdagslegri og allraun- særri Iýsingu á stöðu manna, dýra og hluta, svo hann gæti gert sér viðhlítandi grein fyrir möguleikum myndefhisins. Það var ekki ein- asta nýtnin - eins og fram kemur í frásögn hans af teikningunni af manninum í stólnum sem seinna gat nýst honum í sitjandi fólki undir heysátu - sem batt Gunnlaug við fyrir- myndina heldur einnig sú þverstæða að hann gat ekld án hennar verið enda þótt hann gæti ekki farið alls kostar eftir henni. Gunnlaugur fór ekki eftir fyrirmyndinni eins og hann sá hana heldur eins og hún birtist honum þegar hann lokaði augunum. Þetta skýrir allar vangaveltumar um stöðu kýrinnar á fletinum. I teikningu sem ætla má að tilheyri frum- drögunum er um tvær kýr að ræða og snúa þær hausnum til hægri á blaðinu. Gæslu- mennimir eru einnig tveir og standa bakvið skepnumar á meðan kona mjólkar fremri kúna. I áþekkri vatnslitamynd snúa kýmar fram og nú heldur annar gæslumaðurinn í múlinn á þeirri sem er mjólkuð. Þar sem sjón- arhomið er víðara er pláss fyrir hund sem fylgist með mjöltunum. í bakgmnni em svip- uð bæjar- og útihús með bláleit fjöll í fjarska en þau er hvergi að sjá í blýantsteikningunni. Énn önnur blýantsteikning sýnir kýmar tvær, en nú snúa þær í hina áttina. Öllum aukaatriðum hefur verið sleppt nema mjalta- konunni og stöllu hennar sem gætir hinnar kýrinnar. Én svo virðist sem Gunnlaugur hafi átt langt í land því nú koma nokkrar teikning- ar og smáskissur - vinéttur - þar sem kýmar snúa hver í sína áttina. Sviðið er þrengra, en þau fáu atriði sem fá að halda sér á fletinum em nú mun greinilegri en áður. Við hausinn á fremri kúnni - þeirri sem er mjólkuð - stendur karl með hattkúf en kona stendur fyrir miðju bakvið hina kúna. I enn annarri teikningu hafa karlinn og gæslukonan skipt um stöðu og nú birtist at- riði sem eykur til muna gildi myndefnisins. Gæslukonan heldur nefnilega um höfuð kýr- innar sem er mjólkuð og þar með hefur lista- maðurinn lætt inn sáraeinfóldu smáatriði sem virkar langt út fyrir sig því fátt er sterkara í einni mynd en slíkt atferli hlaðið tilfinninga- legri merkingu. Hvergi er skyldleikinn við gotneska list auðsærri en einmitt í þessari GUNNLAUGUR teiknaði fjölda dýramynda, kindur, kýr og hesta. Myndirnar eru allar úr gjöf listamannsins. INNIMYND frá Múlakoti. Olfulítir, 90x60 sm, um 1972. Úr gjöf listamannsin PORTRET: Efst: Andlits- mynd af gömlum manni, vatns- litir og blý- antur. f miðju: Andlit af dreng, blek og blýantur. Neðst: Sjó- maður. Blý- antur og túsk. Allar myndirnar eru úr gjöf Gunnlaugs. heiti á nauðsynlegri hagræðingu raunvem- leikans svo allt færi sómasamlega á myndflet- inum. Þar sem ekki var hægt að sníða raun- veruleikanum nákvæman stakk hlaut mynd- list eins og öll önnur samning - kompósisjón - að vera abstraksjón eða frávik frá reyndinni. Það var því út í hött að tala um einhverja ákveðna list sem abstrakt og aðra ekki. Slíkt lýsti einungis vanþekkingu manna á lögmál- rnn allrar listsköpunar. Listin fólst öðm frem- ur í samþættingu myndbrota sem listamaður- inn kallaði fram úr hugskoti sínu eða fann í fómm sínum frá liðinni tíð. Þannig var raunsæið grandvöllur allra verka Gunnlaugs. Það var einungis eftir að hann var búinn að ná þokkalegu valdi á brot- unum sem mddust fram úr endurminning- unni með því að koma á þau sæmilega sann- færandi mynd að hann lagði út á þá braut abstraksjónar að einfalda heildina og um- breyta svo úr yrði allegorísk safnmynd tíl dýrðar alþýðu manna, störfum hennar og draumum. Þessi úrvinnsla gat tekið óratíma eins og oft má lesa úr máli Gunnlaugs sjálfs. Upphaf hennar rakti hann gjaman tíl tilfinn- ingar bams sem blandar saman endurminn- ingu og ævintýri þegar það upplifir töfra raunvemleikans á réttu augnabliki og streng- ir þess heit að miðla einn góðan veðurdag þeirri reynslu með allri sinni angan, yndi og dýrð. Á þeim stundum fer dánargjöfin ótrú- lega nærri kvikmyndagerð eins og hún þróað- ist með Sergei Eisenstein og arftökum hans. Hún er eins og samansafn myndbúta og myndbrota sem bíða þess að vera fundinn staður í stóra gangverki. Það fer ekki eftir stærð hvaða þýðingu tannhjólin hafa heldur staðsetningu þeirra, afstöðu og snertiflötum. Sergei Eisenstein (1898-1948) var þekktasti brautryðjandi rússneskrar kvikmyndalistar. Gunnlaugur hafði óvenjudjúpan skilning á virkni slíkra áherslupunkta, eða puncta eins og Roland Barthes nefhdi fyrirbærið. Það em atriði sem láta svo lítið yfir sér að þau verða ekki orðuð með góðu mótí. Þau sjást þó fullvel - eða öllu heldur - án þeirra væri gangverk myndarinnar snöggtum fátæklegra. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 4. ÓKTÓBER 1997 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.