Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Blaðsíða 4
1 Myndasafn Árbæjarsafns. JÓN HELGASON: Frá Hólavelli um 1870. Á myndinni sjást þrjár byggingar sem tengdar eru sögu Prestaskólans: Prestaskólahúsið (ber í enda Stjórnarráðsins), Dómkirkjan og hús Lærða skólans (Menntaskólahúsið). ■ PRESTASKÓLINN EFTIR PÉTUR PÉTURSSON OG EINAR SIGURBJÖRNSSON Um þessar mundir eru lióin 150 ár frá því Presta- skólinn í Reykjavík tók til starfa. Hann var settur vió hátíólega athöfn 2. október 1847. Presta- skólinn starfaói allt til ársins 1911 er hann rann inn í Háskóla Islands sem ein deilda hans, guófræói- deildin. Því má segja aó meó Prestaskólanum hafi fyrsti vísirinn aó Háskóla íslands oróió til svo aó fagna megi nú 150 ára samfelldri háskóla- kennslu á Islandi. SAGA prestsmenntunar á ís- landi er þó meiri og nánast jafngömul sögu íslenskrar menningar. Allt frá því kristni var lögtekin á íslandi var leit- ast við að mennta pilta til þess að þeir gætu sungið messu og helgar tíðir. Þetta hefur verið orðað svo að „eins lengi og lær- dómur hefir verið iðkaður á íslandi, lesin bók og haldið á penna, hefir prestaskóli verið í landinu". (Benjamín Kristjánsson, Menntun presta á íslandi, Kirkjuritið 1947b, bls. 2). Fyrst munu prestar og biskupar hafa kennt prestlingum í einkakennslu en þegar íslendingar eignuðust eigin biskupa og dóm- kirkjur var komið á skólahaldi sem staðið hefur nánast óslitið síðan. Mikil breyting var samfara því að skólahald og biskupssetur var flutt frá Hólum og Skálholti til Reykjavíkur um aldamótin 1800. Próf úr stólsskólunum og þeim skóla sem var starfræktur að Hóla- völlum í Reykjavík og Bessastöðum nægði til þess að menn fengju aðgang að prestem- bætti á íslandi. Þessir skólar menntuðu ís- Ienska embættismenn. Hluti þeirra fór utan til framhaldsnáms, eftir siðbreytinguna nán- ast eingöngu til háskólans í Kaupmannahöfn. Það er því ekki út í hött þegar fuilyrt er að menntun og fræðimennska hafi verið á kirkjulegum grunni á Islandi frá fornu fari og fram á 19. öld. Hún var að verulegu leyti miðuð við það að mennta þjóna kirkjunnar. Á fyrri hluta 19. aldar vígðist rúmlega helm- ingur þeirra sem höfðu lokið stúdentsprófi til prestsþjónustu. Á seinni helmingi aldarinn- ar voru það um 40 prósent. (Pétur Péturs- son, Church and Social Change, 1990, bls. 34). Prestastéttin var tiltölulega fjölmenn hér á landi bæði ef miðað er við önnur lönd á þesum tíma og við aðrar stéttir embættis- manna. Árið 1830 voru 183 prestaköll í land- inu og 205 starfandi prestar, þ.e.a.s. um það bil 250 sálir á hvern prest í landinu. Sama ár voru einungis þrír háskólamenntaðir lækn- ar í landinu. Árið 1917 voru hlutföllin breytt. Þá voru 118 prestar starfandi í 125 presta- köllum og 775 íbúar að meðaltali á hvern prest. Þá voru starfandi 65 læknar í landinu (Pétur Pétursson 1990, bls. 41). Þeir menn sem báru hag landsins og vel- megun þjóðarinnar fyrir bijósti sáu að efla varð menntun presta vegna lykilstöðu þeirra í samfélaginu og stjórnkerfinu. Margir gagn- rýndu Bessastaðaskóla fyrir að veita hvorki nógu góða prestsmenntun né veita nægilega góðan undirbúning undir háskólanám. Bald- vin Einarsson skrifaði ítarlega ritgerð um skólamál á íslandi þar sem hann andmælti þeim fullyrðingum að kennarar og nemendur Bessastaðaskóla stæðu sig ekki sem skyldi. Hann taldi slæman undirbúning kandídata frá Bessastaðaskóla til háskólanmáms hvorki stafa af hirðuleysi kennara né dugleysi nem- enda heldur lélegum aðbúnaði að skólanum almenn. Hann lagði til að á Islandi yrði stofn- aður framhaldsskóli sem tæki við af latínu- skólanum og vildi hann að þar væri kennd guðfræði, heimspeki, nátturufræði, læknis- fræði og verlsunarfræði. Þessar tillögur urðu til að hreyfa við yfirvöldum skólamála í danska ríkinu. Tómas Sæmundsson var ekki ánægður með skóla og fræðslumál á íslandi. Hann lagði til að lengja námið í latínuskólanum um eitt ár og miða það við pretsstarfið (Fjöln- ir, 5. árg.). Tillögur voru lagðar fram um stofnun nýs skóla og þar átti biskup landsins og landlæknir að vera meðal kennara. í þess- um tillögum var gert ráð fyrir að guðfræði og læknisfræði væru aðalgreinarnar. Mörg- um íslendingum sem um þetta mál fjölluðu þótti það þjóðráð að kenna prestsefnum frum- atriði í læknisfræði til þess að bæta lands- mönnum upp hið mikla læknisleysi sem hér var viðloðandi lengst af 19. öldinni. Ýmsir prestar lögðu stund á lækningar og höfðu sumir hlotið einhverja þjálfun á því sviði ýmist með sjálfsnámi eða hjá landlækni. Margar prestsfrúr voru líka liðtækar á þessu sviði. Sóknarfólk leitaði þannig til presta sinna með flest mál bæði bæði líkamleg og andleg. Fyrsta sinn sem endurreist alþingi kom saman í Reykjavík árið 1845 bar Jón Sigurðsson fram frumvarp sitt um þjóðskóla, þ.e.a.s. háskóla þar sem aðalkennslugreinar yrðu guðfræði, lögfræði og læknisfræði. Áður hafði hann kynnt skólastefnu sína og hug- myndina um þjóðskóla í riti sínu Nýjum fé- lagsrítum þar sem hann lagði til að Reykja- vík yrði miðstöð fræða og menntunar í land- inu. í meðferð þingsins var tillagan þannig að bæta skyldi latínuskólann og stofna um leið Prestaskóla. Helgi biskup Thordersen samdi ítarlegar tillögur um væntanlegan Prestaskóla. Þessar tillögur biskups voru síð- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. OKTÓBFR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.