Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Blaðsíða 15
VEGUR um skarð í Fagarasfjöllum þar sem skógurinn nær upp á brúnir fjallanna. Transslylvania merkir landið handan skóganna. HJÓNIN séra Aniko og séra Harrington. I KIRKJUNNI í Fiatfalua sem únítarar og öldungakirkjumenn deila með sér. Borðin koma í stað altaris. HÖLL Drakúla greifa í grennd við Brason. aftur ásamt fáeinum kúm. Vélarnar sem not- aðar höfðu verið á samyrkjubúunum voru seld- ar hæstbjóðendum og bændur sem höfðu ekki einu sinni efni á því að kaupa sér hesta höfðu enn síður ráð á vélakaupum. Unga fólkið var flúið úr þorpunum. 70% íbúa í Janosfalva, sem nú telur 185 íbúa, voru komnir yfir sextugt. Þegar Harrington spurði meðhjálpara Aniko hvað þennan söfnuð, sem beðið hafði svo lengi eftir presti, vantaði mest var svarið: „í guð- anna bænum, útvegið okkur dráttarvél.“ Fyrsta skrefið til að sú ósk gæti ræst var vitaskuld að afla þorpsbúum tekna. Séra.Harr- ington samdi við leikfangaverksmiðju í Banda- ríkjunum um að konurnar í þorpinu saumuðu fyrir hana brúðuföt í ungverskum stíl. Það reyndist blómlegri iðaður en nokkurn grunaði og fyrsta dráttarvélin var keypt fyrir sauma- laun kvennanna og sparié séra Harringtons. Síðar bættist við önnur dráttarvél og þreski- vél sem voru keyptar fyrir fé sem séra Harr- ington tókst að safna í Bandaríkjunum. Nefnd var sett á laggirnar til að stofna félag utan um rekstur og samnýtingu vélanna. Nokkur styr stóð um að gefa félaginu nafn. Sam- vinnufélag kom ekki til greina þar sem það minnti menn óþyrmilega á þá tíma sem að baki voru. Loks gátu þó allir sæst á nafngift- ina Bændasamtökin. Hagurinn tók að vænk- ast því ekki skortir fijósamt land í Transylva- níu. Unga fólkið, sem leitað hafði til borg- anna, tók að tínast aftur heim í þorpið sitt. Harrington-hjónin hafa einnig hugleitt að koma upp ostagerð í Janosfalva í samvinnu við Hollendinga. Það eru þó áhöld um hvort það borgi sig þar sem ríkið kaupir enn mest af þeirri mjólk sem bændur framleiða og selur hana síðan niðurgreidda. Bændur fá því meira fyrir mjólkina hjá ríkinu en fengist fyrir hana á opnum markaði og því er hætt við að osturinn yrði svo dýr að fólk hefði ekki efni á að kaupa hann. Þau hafa einnig komið upp vísi að ferðamannaþjónustu í Jan- osfalva þar sem boðið er upp á gistingu og vikuskoðunarferð um héraðið, þar á meðal á meintar slóðir Drakúla. Samhugur ■ verki Það eru þó fleiri og jafnvel alvarlegri mál sem prestar í Transylvaníu standa frammi fyrir að leysa en efnahagsleg uppbygging þorpanna. Fall Ceausescus reyndist því miður ekki allra meina bót. Það sem við tók var öngþveiti og efnahagslegt hrun undir stjórn fyrri ráðamanna sem höfðu lítið annað gert en að skipta um ásjónu. Til að dreifa athygl- inni frá því gripu þeir til þess gamla góða bragðs að kynda undir þjóðernisofstæki og hatri þjóðarbrota á milli. Þótt Rúmenar og Ungverjar hefðu vissulega aldrei búið saman í sátt og samlyndi var ástandið þó ekki verra en gerist og gengur í slæmum hjónaböndum. Þjóðveijar hurfu á brott og í stað þeirra komu sígaunar sem allir gátu sameinast um að hata. Gyðingahatur skaut jafnvel upp kollin- um á ný, jafnvel þótt aðeins örfáir af því kyni væru nú eftir í Transylvaníu til að hata. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, því þetta hefur leitt til þeirrar sameiningar kristinna manna sem svo mjög er rætt um á ráðstefnum en lítið hefur sést af í verki. Allar kirkjudeildir ákváðu að gleyma kreddum sínum í bili og taka höndum saman til að berjast gegn þessari óheillaþróun. Þeir tala hver í annars kirkjum og séra Harring- ton nefnir sem táknrænt dæmi um þessa sameiningu útfarir biskups og vígslubiskups únítara sem báðir létust fyrir skömmu með stuttu millibili. Þar héldu biskupar rómversk- kaþólskra, grísk-kaþólskra, lúterskra og kal- vínista allir tölu og fylgdu síðan á eftir kistun- um í fullum skrúða. Athafnirnar fóru báðar fram í Cluj, stærstu borginni í Transylvaníu, þar sem allar kirkjudeildir eiga sína kirkju og eftir því sem líkfylgdin nálgaðist hinar kirkjurnar tóku klukkur þeirra undir við únít- araklukkurnar uns þær glumdu allar saman. Þótt þetta sé áhrifamesta dæmið um að sameining kristinna manna er ekki bara fjar- lægur draumur urðu fleiri dæmi um það á vegi mínum í Transylvaníu eins og t.d. kirkj- an í Fiatfalva sem únítarar og öldungakirkju- menn hafa verið saman um allt frá árinu 1905. Að vísu bætir séra Harrington því við að slík samvinna við aðra trúflokka sé algeng á meðal únítara. Sjálfur deildi hann og söfn- uður hans kirkju sinni í New York með gyð- ingum, sem biðu eftir því að fá keypt land undir eigið samkunduhús. Samvinnan gekk svo vel að gyðingarnir snarhættu við að eyða fé sínu í kaup á landi og nýja byggingu og ákváðu frekar að eyða því til annarra og brýnni þarfa safnaðar síns. Lifiöi Janosfalvo Við ferðafélagi minn kusum fremur að gista heimili í Janosfalva en eina hótelið í Homorod-dalnum, sem er í nálægu fjalla- þorpi. Og ferðalangar sem kjósa að gista Janosfalva geta svo sannarlega gert ráð fyr- ir „öðruvísi fríi“ eins og ferðasalar myndu nefna það. Ekkert rennandi vatn í húsum, enginn sími nema á prestssetrinu og ferðirn- ar á útikamarinn fá mann til að hugsa hlý- lega til Rousseaus gamla sem boðaði aftur- hvarf til náttúrunnar. Það sem undraði okkur þó mest var að heimamönnum þótti þvílíkur akkur í að hýsa okkur að margir voru um boðið. Harrington-hjónin gripu því til þess ráðs að láta okkur gista tvö heimili, þijár nætur á hvoru, og mátti ekki á milli sjá hvor fjölskyldan dekraði meira við okkur. Eftir skemmtilegar skoðunarferðir um Homorod-dalinn á daginn og fróðlegar heim- sóknir til presta sem tóku yfirleitt á móti okkur glaðbeittir í gúmmístígvélum og fjósa- galla beið okkar kvöldverður hjá gestgjöfum okkar þar sem ekkert veitingahús er í þorp- inu. Þar nutum við kræsinga að ungverskum hætti, allt úr heimafengnu hráefni. 1 raun má segja að okkur hafi fremur ver- ið tekið sem týndum ættingjum í Janosfalva en ferðalöngum. Hvar sem sást til okkar á förnum vegi vorum við drifin inn í hús þar sem boðið var upp á hunang og staup af plómubrennivíni, hvort tveggja heimagert. Enginn lét málaörðugleikana á sig fá og þótt samræður yrðu oft vægast sagt einhliða tókst þó alltaf á endanum að fá okkur til að skilja um hvað málið snerist. Víst skildum við erfiðleika Andrésar, hins áttræða bónda, sem þurfti auk bústarfanna að sinna konu sinni sem lá lömuð í rúminu því engin eru hjúkrunarheimilin, ekki einu sinni til pening- ar fyrir hjólastól. Og víst skildum við áhyggj- ur ömmu og afa Leonards litla sem höfðu engin tök á að styrkja hann til framhalds- náms þótt hann hefði staðið sig svo ljómandi vel í grunnskólanum. Og foreldrarnir löngu horfnir á braut til borgarinnar og höfðu það víst ekkert of gott sjálfir. Menntunarhorfur barna var einmitt sá vandi sem virtist hvíla þyngst á þeim þorpsbú- um sem við ræddum við. Enda engin furða. Enginn skóli er í Janosfalva. Börnin verða að sækja grunnskóla í næsta þorp sem er í þriggja kílómetra fjarlægð. Þá leið fara þau gangandi þar sem enginn er skólabíllinn. Fæst þeirra eiga kost á framhaldsmenntun að grunnskóla loknum því hana þarf að borga. Harrington-hjónin giskuðu á að það kostaði foreldra u.þ.b. 250.000 kr. á ári að senda barn sitt í menntaskóla. Og þótt það sé ekki há upphæð á okkar mælikvarða er það þorra manna á þessum slóðum ofviða, hvað þá heldur ef börnin eru fleiri en eitt. Prestarnir hafa brugðist við þessu með því að reyna að leggja sitt af mörkum til eflingar menntunar með aukakennslu, þótt ekki leiði það til neinn- ar prófgráðu. Það þorp sem hreppir prest sem er giftur kennara þykir sérlega lánsamt. Raunar er undravert að sjá hvað prestar og makar þeirra leggja á sig í þágu safnaða sinna, svo langt út fyrir það sem venjulega er talið í þeirra verkahring. „Hér sækir enginn prestur um brauð nema af hugsjón," segir séra Harrington. „Og það krefst þess líka að makinn deili hugsjónunum með honum, annars fengist hann ekki til að fara með.“ Harrington-hjónin eru sammála um að ef ekki takist að bæta aðstöðu til menntunar í þorpunum geti það orðið þeirra banabiti, þrátt fyrir bjartari horfur í búrekstri. Þau festu í fyrra kaup á gamalli hlöðu sem þau dreymir um að breyta í bókasafn þar sem jafnframt fengist aðstaða til kennslu. Þau láta ekki á sig fá þótt enn vanti allt sem við á að éta, innréttingar, bækur og kennara. Draumur um s|álfsstiörn í Rúmeníu búa tæplega þijár milljónir Ung- veija. Þeir eru fjölmennastir minnihlutahópa í landinu og þar af búa flestir í Transylvaníu, þar sem fjöldi þorpa er enn eingöngu byggður Ungveijum. Og þeir fara ekki leynt með and- úð sína á rúmenskum stjórnvöldum. „Það vantar ekki að þeir hirða af okkur skatta," segir séra Aniko Harrington þar sem við hossumst um holótta vegina í Homorod- dalnum. „Við njótum bara einskis af þeim. Við fáum ekki einu sinni kirkjurnar okkar aftur. Ríkið á þær enn með öllu innanstokks, meira að segja sálmabækurnar. Og þeir eru alltaf tilbúnir til að nota okkur Ungveija sem blóraböggla, minnugir þess að það var ein- mitt hér í Timisoara sem uppreisnin hófst 1989.“ Hún nefnir sem dæmi uppþotin í Búkarest 1993, sem Ungveijum var kennt um. Margir voru handteknir saklausir, þar á meðal 20 piltar úr Homorod-dalnum. Mæðurnar leituðu hjálpar hjá Aniko sem leitaði svo til Amnesty International. En ekkert dugði uns Aniko brá á það ráð að krúnuraka sig í mótmælaskyni. Þannig náði hún athygli heimspressunnar og piltunum var loks sleppt. Þá voru þeir svo bugaðir af harðræði og pyntingum að tveir þeirra hafa síðan svipt sig lífi. Þótt Ungveijar eigi nú fulltrúa á þingi finnst Ungveijunum í Transylvaníu þó lítið hafa áunnist. „Það er ekki laust við að okkur finnist þeir hafa svikið okkur,“ segir Aniko. „Það sem við viljum er sjálfsstjóm, sem ætti raunar að koma báðum til góða. Undir eigin stjóm vegnaði okkur betur og þeir gætu þá hækkað á okkur skattana." En hvaða leið sér Aniko til að svo verði? „Eina vonarglætan sem við eygjum núna er sú að Rúmenum er mjög í mun að fá aðild að Nató og jafnvel ESB. Við vonum að eitt af skilyrðunum fyrir aðild verði það að við fáum sjálfsstjórn. Ef ekki er hætta á blóðugri upp- reisn hér í Transylvaníu. Ungveijar hafa aldrei látið ofurefli aftra sér frá því að grípa til vopna, eygi þeir ekki aðra möguleika til frelsis." Þar sem við sitjum við messu síðasta daginn okkar í Janosfalva og hlustum á bömin fara með ljóð sem séra Aniko hefur æft með þeim fer ekki hjá því að hugurinn hvarfli til jieirrar ótryggu framtíðar sem bíður þeirra. I besta falli verður það þó ekki blóðug uppreisn. En heim höldum við þakklát fyrir það að hafa fengið að kynnast þessu fólki sem tekst af svo miklum kjarki við óblíð örlög sín. Höfundurinn stundar nám í guófræói og vinnur vió þýóingar. h LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. OKTÓBER 1997 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.