Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Blaðsíða 6
SYSTURNAR Dorabella (Ingveldur Ýr Jónsdóttir) og Fiordiligi (Sólrún Bragadóttir) sleikja sólina ásamt vinkonu sinni, Despinu (Þóra Einarsdóttir). SÉR einhver Wolfgang Amad- eus Mozart fyrir sér spígspor- andi á sólarströnd í sundskýlu einni fata? Líkast til ekki. Þetta er þó hlutskipti „af- kvæma“ hans, Dons Alfonsos og hinna herranna, í upp- færslu íslensku óperunnar á Cosi fan tutte sem tónjöfurinn skrifaði fyrir meira en tveimur öldum. Fiordiligi og hinar dömurnar spóka sig í ámóta haldlitlum klæð- um - þótt fyllsta velsæmis sé gætt! Hugmyndin að þessari nýstárlegu upp- færslu á þessu sígilda verki er runnin undan rifjum ástralska leikhúsmannsins Davids Freemans sem lætur sig ekki muna um að leikstýra sýningunni, hanna búninga, leik- mynd og ljós. Er Freeman, sem búsettur er í Lundúnum, kunnur í Ástralíu og víða um Evrópu fyrir djarfar, opinskáar og „ekta“ uppfærslur á sígildum leikverkum, óperum og nútímaverkum, eins og komist er að orði í kynningu frá íslensku óperunni. Cosi fan tutte færði hann fyrst upp í Lundúnum snemma á síðasta áratug og gekk sú sýning, sem var með áþekku sniði og sýningin hér á landi, svo árum skipti. Sögusvið sýningarinnar er baðströnd á ít- alíu í nútímanum. Miðjarðarhafíð er að vísu hvergi að sjá en sex tonn af gylltum sandi, myndarlegur tijágróður og skær birtan duga til að sannfæra mann um að maður sé ekki staddur við Ingólfsstræti í Reykjavík. Kvaddir i herinn Allt um það. Á ströndina koma tvö ítölsk pör, systurnar Fiordiligi (Sólrún Bragadóttir) og Dorabella (Ingveldur Ýr Jónsdóttir) og unnustar þeirra, Guglielmo (Loftur Erlings- son) og Ferrando (Björn Jónsson). Þar hitta þau fyrir vinkonu systranna, Despinu (Þóra Einarsdóttir) og eldri mann, Don Alfonso (Bergþór Pálsson), sem mennirnir kannast við. Sá gefur lítið fyrir tryggð og trúfesti kvenna og veðjar við ungu mennina, að áður íslenskq óperan frumsýnir Cosi fan tutte, ellegar Svona eru þær gllar, eftir Wolfggng Amadeus Mozart, föstudaginn 10. október. QRRi PALL ORMARSSON komst aó raun um aó uppfærslan er harlg nýstárleg og á, aó mati söngvaranna sex, án efa eftir að vekja umtal. en sól hnígur til viðar muni systurnar verða búnar að svíkja þá. Þessu trúa þeir vitaskuld ekki og taka veðmálinu. Verður að samkomulagi að Don Alfonso ráði ferðinni og hlýða ungu mennimir boðum hans. Þegar hann tilkynnir systrunum að þeir kumpánar hafí verið kvaddir samstundis í herinn hefst síðan mikið sjónarspil. Skömmu eftir að systurnar hafa kvatt unnusta sína með trega birtist Don Alfonso aftur á ströndinni í fylgd tveggja araba, sem hann segir vini sína, en eru í raun þeir Gugli- elmo og Ferrando. Hafa þeir skipt um hlut- verk í tvennum skilningi því sá sem er unn- usti Fiordiligi gerir nú hosur sínar grænar fyrir Dorabellu og öfugt. í fyrstu virða syst- urnar þá ekki viðlits en þegar þeir þykjast taka inn eitur af ástarsorg og Despina, sem tekur þátt í ráðabrugginu dulbúin sem lækn- ir, staðhæfír að aðeins ástin fái læknað aum- ingja mennina, renna á þær tvær grímur. Despina segir systrunum hvernig þær eigi að vefja karlmönnum um fingur sér, „arab- arnir“ syngja þeim ástaijátningar og loks tekst að koma hvoru pari um sig í göngu- ferð. Fyrst gefur Dorabella eftir - og hennar rétti unnusti engist um af angist - og síðan Fiordiligi - og þá er komið að heitmanni hennar að þjást. „Svona eru þær allar - Cosi fan tutte,“ gellur þá í Don Alfonso sem haft hefur betur í veðmálinu. Undir niðri líð- ÁSTARJÁTNING. Ferrando, dulbúinn sem arabi, biðlar til Fiordiligi. ur honum á hinn bóginn ekki vel enda er hann löngu búinn að missa tökin á atburða- rásinni. Fyrir vikið stendur enginn uppi sem sigurvegari — allir hafa tapað! Samkvæmt handritinu er sannleikurinn leiddur í ljós í leikslok og allir hljóta fyrirgefn- ingu. Svo sem fram hefur komið er þessi uppfærsla á hinn bóginn töluvert frábrugðin hefðbundnum uppfærslum á verkinu, þannig að boðið verður upp á tilbrigði við endinn í Islensku óperunni. Áð sögn söngvaranna sex, sem fram koma i uppfærslunni, mun senni- lega engum tveimur sýningum ljúka með sama hætti. Sum kvöld fær sagan góðan endi, önnur slæman ... „Þetta er óhefðbundin en skemmtileg upp- færsla," segir Sólrún Bragadóttir sem er enginn nýgræðingur í hlutverki Fiordiligi. „í það minnsta skemmtum við okkur vel.“ Félagar hennar ljúka upp um það einum munni að uppfærslan eigi án efa eftir að vekja umtal og örugglega eftir að koma við kaunin á einhveijum, svo sem Björn Jónsson bætir við. „Þetta er öðruvisi sýning en gestir íslensku óperunnar eiga að venjast.“ Engu að síður eru söngvararnir hvergi bangnir og Bergþór Pálsson, sem sungið hefur mörg hlutverk við húsið, ber lof á Islensku óperuna fyrir að taka slíka áhættu. „Óperufólk eltist alltof mikið við klisjur og stereótýpur," segir IngveldurÝr Jónsdótt- ir. „Þessi sýning sannar á hinn bóginn að það eru fleiri en ein leið til að setja upp óperu og við hlökkum svo sannarlega til að skemmta áhorfendum í íslensku óperunni.“ Söngvararnir segja að því fylgi vitaskuld alltaf áhætta að færa sígildar óperur til í tíma og rúmi en Bergþór tekur fram að Cosi fan tutte sé betur fallin til meðhöndlun- ar en mörg önnur verk þar sem efni hennar sé sígilt. „Framhjáhald er tímalaust!" Þóra Einarsdóttir gengur skrefinu lengra og lýsir því yfir að betra geti verið að láta Cosi fan tutte eiga sér stað í nútímanum til að ná fram áhrifunum sem Mozart hafði í 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. OKTÓBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.