Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Blaðsíða 12
frásagnarháttum enda mynda þau rými þar sem auðvelt er að sviðsetja atburði. Þetta eru hlutföll sem voru jafnkær Giotto, Uccello, Piero della Francesca, Rubens, Vel- ázquez, Goya og tollþjóninum Rousseau en fáir listamenn voru Gunnlaugi hugstæðari en sá undraverði faðir naivískrar málaralistar. Paolo Uccello (1397-1475) var flórenskur endurreisnarmálari. Peter Paul Rubens (1577-1640) og Diego Velazquez (1599-1660) voru meðal helstu fulltrúa barokkmálverks- ins og Francisco de Goya (1746-1828) var spænskur málari og grafíklistamaður sem var einn mikilvægasti fnimherji rómantískr- ar málaralistar. Með gagnrýnni afstöðu sinni í garð ríkj- andi abstrakt- og landslagslistar markaði Gunnlaugur sér algjöra sérstöðu meðal starfsbræðra sinna. Hann vandaði ekki klík- unum og stefnunum kveðjumar enda taldi hann þær nærast á þurrtruntulegri sjálfsaf- neitun, krossfaragríð og forræðishyggju. Þá leyfði hann sér að deila hart á það sem hann kallaði „fínan smekk“ og taldi sig í allri sinni tilfinningasemi dyggan málsvara stefnuleys- is og hvers kyns listræns neðanmálslauslæt- SMIÐJAN, ein af blýantsskyssum Gunn- iaugs af þessu myndefni. FÓLK ( smiðju, kona með geislabaug. Vatnslitir og krít. Eigandi: Listasafn íslands. HAUSTNÆTURHIMINN, olíulitir, 255x405 sm, 1968. Eín af þeim myndum Gunnlaugs þar sem fantasían er alls ráðandi. I LIST GUNNLAUGS ER MAÐURINN ÁVALLT í ÖNDVEGI EGAR Gunniagur Scheving lést í des- ember 1972 hafði hann arfleitt Lista- safn í slands að öllum verkum sínum, alls um 1800 verk. Gjöfina má flokka á eftirfarandi hátt eftir efni og ástandi: 12 olíumálverk, 306 vatnslitamyndir, 256 túsk- og vatnslitaskissur, 329 túsk-blek- og blý- antsteikningar, 841 blek- og blýantsskyss- ur,36 litkrítarmyndir, 33 litkrítarskyssur, 3 grafíkmyndir, 2 collagemyndir, 50 teikni- bækur og dagbækur listamannsins. Arið 1975 var gjöfín kynnt í safninu með sýningu á úrvali verka. Eins og þessi flokkun gefur til kynna þá er gjöf Gunnlaugs gífurlega mildl að vöxtum og er ásamt gjöf Asgríms Jónssonar stærsta gjöf sem safninu hefur borist. Gjöfin er mjög margbreytileg, allt frá fyrstu frumdráttum að myndum til full- Úr formála nýrrar bókar um listaverkagjöf Gunnlaugs Scheving gerðra verka og spannar yfír allan listferil hans allt frá skútuteikningm á Seyðisfirði til hinna stóru og voldugu sjávarverka hans sem hann vann að skömmu fyrir andlát sitt. Gunnlaugur Scheving tilheyrir þeirri kyn- slóð listamanna sem fram kemur í íslenskri myndhst á fjórða áratugnum. Efnahagskreppa og þjóðfélagsátök sviptu burt hugmynda- grundvelli landslagsmálverksins sem hafði verið ráðandi viðfangsefni myndlistarmanna allt frá aldamótum. Ný myndefni verða kynslóðinni, sem þá kemur fram, áleitnari: maðurinn við vinnu sína, götu- myndir og nánasta umhverfi verður megin- viðfangsefnið. Formgerð í verkum þessara listamanna má lýsa sem expressjónískri í al- mennri merkingu, hvað varðar viðleitni til huglægrar túlkunar, og felst m.a. í einföld- un og samþjöppun myndefnisins. í list Gunnlaugs er maðurinn ávallt í öndvegi, hvort sem um er að ræða stórsniðnar sjáv- armyndir, draumkenndar sveitalífsmyndir eða samsett þjóðsagnaminni. í stórbrotinni formgerð þessara verka er maðurinn upp- hafinn og í jafnvægi við náttúruöflin; sjó- maðurinn í báti sínum sem rís yfir sjón- deildarhringinn, samsamast landslaginu eða tekur á sig svipmót þjóðsögunnar. ÓLAFUR KVARAN is. „Ég legg ofar öllu öðru áherzlu á vondan smekk,“ hélt Gunnlaugur eitt sinn fram. „Án hans væri ég ekki til, eða réttara sagt: ég mundi fá hægt andlát af tómum leiðindum.“ Svo klykkti hann út með: „...góður smekkur hefur smám saman orðið í mínum augum eins og einhvers konar rolukast þeirra sem vilja tolla í tízkunni“. Aðferðir og einkenni Dánargjöf Gunnlaugs staðfestir í hvívetna þau orð hans: „Blýanturinn var mitt uppáhald og mín ástríða - hann var fyrsta verkfærið, sem ég þekkti." Af öllum þeim aragrúa blý- antsteikninga sem listamaðurinn lét eftir sig má sjá hve létt honum reyndist að draga upp heildarmynd af því sem hann hugðist síðar festa á striga. Svo virðist sem Gunnlaugur hafi ekki litið á teikningar sínar sem sjálfstæð verk heldur sem rissmyndir fyrir olíumál- verk. Að minnsta kosti reyndi hann ekki að gera teikningar sínar þannig úr garði að þær stæðu eftir sem fullburða listaverk. Alltént dró hann með öruggum útlínum hveija mynd- ina af annarri, sennilega til að átta sig á því hvemig best væri að skipa atriðum á mynd- flötinn. Þannig urðu til raðir af teikningum sem lýsa sama atriðinu með örlitlum breyt- ingum frá einni mynd til annarrar. Það er ekki heiglum hent að rekja þróun þessara mynda frá upphafi til enda því erfitt getur reynst að flokka þær með óyggjandi ná- kvæmni í rétta tíma- og rissmyndaröð. Listamaðurinn gat orðið vitni að atviki sem vakti áhuga hans og hripað það niður. Svo mun vera um kúna á stöðlinum sem gengur eins og rauður þráður gegnum hverja myndröðina á fætur annarri og birtist með ýmsum hætti í málverkum hans. Það er ekki auðséð hvort hann fór eftir fyrirmyndinni eða skrásetti atburðinn eftir minni. Hvort tveggja gat verið reyndin en atvikið átti sér stað vest- ur í Steingrímsfirði. Þá þegar mun Gunnlaug- ur hafa verið búinn að einsetja sér að færa þetta minni í myndrænan búning. Hann hafði meir að segja slegið um það þulu sem hann heimfærði upp á heyskapinn um sumaraftan. Sagan bakvið þuluna er einhver ljósasti sálar- spegill sem málarinn brá upp af sjálfum sér og samhygð sinni með alþýðu manna. Hún sýnir að í Gunnlaugi bjó skáld - ekki ósvipað Jóhanni Siguijónssyni eða García Lorca - sem átti furðu létt með að bregða sindrandi hug- hrifum utan um epíska reynslu venjulegs fólks og lyfta raunum þess, harmi og gleði á hærra plan. Þannig var honum jafntamt að búa til umgjörð fyrir bragsmíð sína og þá hugarsmíð sem hann breytti síðar í myndlist. Dánargjöfin sýnir glögglega að vinnubrögð Gunnlaugs voru náskyld leikrænni sviðsetn- ingu. Dágóður partur af undirbúningi hans fyrir málverk virðist hafa farið í leit í hugskot- inu að myndrænni upplifun frá iyrri tíð sem hefði merkingu fyrir þá sviðsrænu táknmjmd sem hann glímdi nú við. I þeim efnum sætti listamaðurinn sig við ekkert minna en tákn- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 4. ÓKTÓBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.