Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Blaðsíða 19
„Glerlistin lifir svo lengi sem Ijósið skín“ SÝNING á glerskúlptúrum sænska gler- listamannsins og hönnuðarins Jans Jo- hanssons verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag, laugardag. Jan hefur ver- ið leiðandi í hönnun fyrir hið virta Orrefors glerverk sl. 30 ár og samhliða sýningunni í Ráðhúsinu verður listhönnun hans kynnt í versluninni Kosta Boda ásamt því að sýndir verða munir úr Orrefors-safninu. Sýningin er haldin í tilefni af 600 ára afmæli Kalmar- sambandsins og þar gefur m.a. að líta verkið Valla sem forseta íslands var fært að gjöf þegar hann var viðstaddur afmælishátíð Kalmarbæjar í sumar. Listaverkið Valla táknar meginlandsflek- ana tvo og miðpunkt þeirra, valla, þar sem þeir mætast á Þingvöllum. Súlurnar úr kalk- steini eru tákn flekanna og glerið á milli þeirra er tákn Þingvalla sem brúar bilið á milli þeirra. Listamaðurinn blandargjarnan saman steini og gleri í verkum sínum, tvö náskyld náttúruleg efni en einnig sterkar andstæður. Jan Johansson sótti Island fyrst heim fyrir 4 árum og þegar honum var falið að vinna verk fyrir forseta íslands segir hann hugmyndinaað verkinu hafa komið til sín undir eins. „Ég er bæði undir áhrifum frá náttúrunni og umhverfi stórborga eins og New York, en skýjakljúfarnir þar heilla mig mjög,“ segir Jan. Ekki er erfitt að sjá áhrif stórborgarinnar í verkinu Valla en það gæti allt eins táknað foss því glært glerið minnir á tært vatnið. Verkið er 1 metri á hæð og vegur 200 kg. Jan segist vera mjög spenntur að sjá hvernig verkið tekur sig út í Ráðhús- salnum, eðli glersins sé slíkt að birtan umleik- is verkis skiptir höfuðmáli. „Ég lærði iðnhönnun og silfursmíði í lista- skóla og þegar ég hóf störf hjá Orrefors vissi ég í raun ekkert um gler,“ segir Jan. „Það sem hefur síðan heillað mig við efnið er ein- faldleikinn og tær leikur ljóssins í glerinu." Hann segir vinnu í gler vera á þann hátt ólíka annarri efnisnotkun að þar gildi einfald- leikinn. „Vinna í leir gengur út á það að bæta stöðugt við og byggja verkið upp frá grunni en þessu er öfugt farið með vinnu í gler því efnið nýtur sín best þegar það eitt sem skiptir raunverulegu máli, sem er endur- speglun ljóssins, stendur eftir.“ Jan segist vinna í anda naumhyggjunnar hvort sem um listmuni eða skúlptúra er að ræða. „Einn stærsti kosturinn við það að vinna hjá Orre- fors er sá að þar fæ ég að gera allt sem mig lystir. Listhönnunin er til að lifa af en listsköpunin til að lifa fyrir.“ I fjórum línum og jólasaga VESTFIRSKA forlagið á Hrafnseyri, sem er, eftir því sem best er vitað, eina starfandi bókaforlagið á Vest- fjörðum, mun gefa út tvær bækur í haust, ljóðabók og barnabók. Ljóða- bókin nefnist í fjórum línum og er vísna- og ljóðasafn sem Auðunn Bragi Sveinsson hefur tekið saman. Þar eru birt 830 erindi eftir 212 höfunda. í formála segir Auðunn Bragi að til- gangurinn með útgáfunni sé að auka áhuga fólks á bundnu máli. Barnabók Vestfirska forlagsins er jólasaga og fjallar hún um lands- þekkta fjölskyldu, sem býr á Glámu- hálendinu upp af Dýrafirði, og er fyrir börn á öllum aldri. Höfundur er ung húsmóðir á Þingeyri, Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir og er þetta frumraun hennar. Bókin verður prýdd teikningum eftir Sigurð G. Daníels- son. Þá er væntanlégt í haust hjá forlaginu 4. heftið í ritröðinni Mann- líf og saga, en það er þjóðlegur fróð- leikur, gamall og nýr, úr vestfirsku Ölpunum. Morgunblaðið/Golli SÆNSKI glerlistamaðurinn Jan Johansson hefur hannað muni fyrir Orrefors gler- verkið sl. 30 ár. Á sýningu hans í Ráðhúsinu er m.a. verkið Valla sem forseta ís- lands var fært að gjöf í tilefni af 600 ára afmæli Kalmarsambandsins. VARANLEGT FJÖREFNI TONLIST Sígildir diskar TELEMANN G.P. Telemann: Konsertar f. óbó, strengja- sveit og fylgibassa (e-moll, d-moll, c-moll, f- moll & D-dúr). Heinz Holliger, óbó; Academy of St. Martin-in-the-Fields u. stj. Ionu Brown. Philips 412 879-2. Upptaka: DDD, London, 11/1981. Útgáfuár: 1982. Lengd: 46:11. Verð (Skífan): 1.999 kr. ÞAÐ sem kannski kemur mest á óvart við ítrekuð kynni af Georg Philipp Telemann (1681-1767) er óþijótandi hugmyndaauðgi hans - og þá sérstaklega miðað við einhver mestu afköst sem þekkjast í vestrænni tón- listarsögu hjá einu og sama tón- skáldi. Er oft vitnað í ummæli Hánd- els um skilvirk vinnubrögð starfsbróð- ur síns, að sá væri fljótari að semja 8 radda messu en Hándel að skrifa sendibréfl En eitt er að geta samið ógrynni tónverka, annað að geta gert það af jafn mikilli fjölbreytni og hér um ræðir. Það var lengi vel til siðs fyrr á öldinni að afgreiða Telemann sem „smámeistara," og átti postrómantísk stallsetning 20. aldar manna á Bach og Hándel eflaust sinn þátt í því. En þröng- sýn hetjudýrkun öndverðrar breiðskífualdar hefur víkkað nokkuð á seinni árum. Línur hafa skýrzt, og sést nú betur en nokkru sinni fyrr, að hinar miklu mætur, sem samtíma- menn höfðu á Telemann, og sem þóttu síðar allt að því hlálegar, einkum með hliðsjón af vanmati klassíska skeiðsins á Bach, áttu sér góðar og gildar forsendur. Því þó að Tele- mann hafi sjaldnast róið á jafndjúp mið og Bach, þá hefur hvort tveggja fagmennska hans og lagræn fijósemi vissulega verðskuld- að athygli bæði samtíðar og seinni kynslóða. Tímasetningar á verkum úr hinu tröll- vaxna tónsmfðabúri Telemanns, svo og til- efni, eru því miður enn mörg á huldu. Eru óbókonsertarnir á þessum diski engin undan- tekning frá því; a.m.k. er fátt þar að lútandi gefið upp í plötubæklingi, en eft.ir stílrænu yfirbragði að dæma gætu þeir verið frá seinni hluta ferilsins, þegar tónskáldið var orðinn tónlistarstjóri og höfuðkantor Hamborgar og jafnvígur á kirkjumúsík, óperur og hvers konar tækifærisskáldskap. Vitað er, að Telemann var slarkfær á mörg hljóðfæri, þ.á m. á óbóið, virtasta blásturshljóðfæri barokks- ins, en jafnframt fylgdist hann vel með nýjustu straumum og stefnum og var löngu fyrir elliárin farinn að taka mið af þeim franskættaða „gal- anta“ rókokóstíl sem átti eftir að verða undanfari Vínarklassíkur Mozarts og Haydns, eins og heyra má ávæning af hér og þar í þessum konsertum. Skemmst er frá að segja, að flutningur er víðast hvar ferskur og bráðskemmtilegur. Tónsögumeðvituðum stílkerum kann að vísu að mislíka sumt. Tónn Holligers, hins mikla snillings og brautryðjanda í framsæknum óbóleik, er t.a.m. fjarska ólíkur því sem núorð- ið þykir í fyllsta samræmi við „upphaflegan" barokkleik, a.m.k. hvað víbrató áhrærir - en óbóspilamennskan er að flestu öðru leyti afar sannfærandi; gjörsamlega áreynslulaus og ornamenteruð af smekkvísi. Strengjadeild Marteinsakademíunnar leikur e.t.v. ekki held- ur skv. ströngustu formúlum þeirra er bezt þykjast vita um forna hætti, en engu að síð- ur renna konsertarnir fimm ljúflega niður sem fyrsta flokks musique sur la table eða m.ö.o. „dinnermúsík"; tónlist sem líkleg er til að gagnast heyrn og huga sem varanlegt fjör- efni. MAHLER Gustav Mahler: 13 sönglög við ljóð úr Des Knaben Wunderhorn. Lucia Popp sópran; Andreas Schmidt, barýton; Concertgebouw- hljómsveitin í Amsterdam u. stj. Leonards Bernstein. Deutsche Grammophon 427 302-2. Upptaka: DDD á tónleikum i Amster- dam, 10/1987. Útgáfuár: 1989. Lengd: 57:41. Verð (Skífan): 1.999 kr. GUSTAV Mahler (1860-1911) rakst á þjóðvísnasafn Arnims og Brentanos frá 1808, Des Knaben Wunderhom, í bókaskáp vinar síns Carls von Weber í Leipzig (barnabarns Carls Maríu). Eftir það létu alþýðuljóðin lát- lausu ekki Mahler í friði - og hann ekki þau. Ekki svo að skilja að kveðskapurinn væri honum með öllu ókunnur fyrir; þvert á móti þekkti þáorðið hvert mannsbarn i þýzku- mælandi löndum Miðevrópu í það minnsta eitthvert hrafl úr honum, en frá þeirri stundu urðu ljóðin að hálfgerðu leiðistefi í lífi Mahl- ers. Hann samdi í fyrstu atrennu 12 sönglög við píanóundirleik sem síðar voru orkestruð, og ræddu þeir Weber möguleika á að gera óperu úr „Undrahornslögunum", sem varð þó aldrei úr. En þessi lög áttu eftir að fylgja Mahler eins og skuggi, m.a. sem stef í 2., 3. og 4. sinfóníu hans. Ástarkvæðin sem Mahler valdi sér úr DKW eru furðufá. Hins vegar eru viðfangsefni tengd hermennsku áberandi algeng, og hafa menn skýrt það með því, að Mahler ólst upp rétt hjá setuliðsherbúðum, og voru honum lúðraköll og bumbuþyrl töm þegar í bernsku. Hann kvað að vísu ekki hafa þekkt Woyzeck, leikrit Buchners, en e.t.v. hafa endurminning- ar Mahlers og innblástur frá herbúðalífinu borizt áfram með ekkju hans Ölmu (síðar gift Gropius) til Albans Berg og skilað sér í óperu Bergs, Wozzeck (1921), sem þrátt fyr- ir atónalt tónamál og ágengt expressíft raun- sæi er skyldari hinum síðrómantíska harm- ræna ævintýraheimi Mahlers og Undrahorns- ins í anda en halda mætti. Gustav Mahler var einn af stórmálurum sinfóníska litaspjaldsins, enda þekkti hann amboðið innan frá sem einn merkasti hljóm- sveitarstjóri síns tíma, eins og raunar má segja um stjórnandann á þessum diski, Leon- ard Bernstein, sem jafnframt þótti frábær Mahlertúlkandi. Það kemur vissulega vel fram hér í skínandi spilamennsku Concertgebouw-sveitarinnar. Þó að lifandi konsertupptöku bregði oftar til beggja vona en stúdíóhljóðritun, heyrist mér þessar hafa heppnazt dável, þökk sé einkum snilldar hljómsveitarbeitingu Bernsteins, sem að ósekju hefði mátt fá að njóta sín enn betur- með því að hafa einsöngvarana ögn aftar í mixi. Hin tékkneska Lucia Popp er ungleg eftir aldri (48), með yndislega rödd og túlkun, en stöku sinni ofurlítið siggjörn í inntónun. Barýtonshlutverkið er í höndum Andreasar Schmidts, sem hingað kom í fyrri viku sem kunnugt er. Hefði þetta tækifæri getað orðið honum ómetanleg lyftistöng á sínum tíma, því Bernstein kvað hafa ætlað sér mikið með hinum efnilega barýton frá Dusseldorf, en entist ekki aldur til. Samt mun Schmidt hafa spjarað sig allbærilega síðan, eins og menn vita, og þó að röddin virðist enn í mótun á þessum diski frá 1987 og vanti stundumr aðeins meiri þyngd og drama, fer söngvarinn ávallt músíkalskt með viðfangsefnið og skilar textanum aðdáunarlega vel. Ríkarður Ö. Pálsson Georg Philipp Telemann LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. OKTÓBER 1997 1*

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.