Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Blaðsíða 10
1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. ÓKTÓBER 1997 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 4. ÓKTÓBER 1997 1 1 TÆKNILEGUR skyldleiki Gunn- laugs við ýmsa nútímamálara leynir sér ekki enda kom honum ekld til hugar að fara í grafgötur með aðföng sín. Honum var tíð- rætt um Léger, Picasso, Gris, Miró, tollþjóninn Rousseau og Chagall. Hann hreifst síður af abstraktmálurunum Kandinsky og Mondrian sem hann taldi mikla spekinga en leiðinlega sem listamenn. Aðspurður um áhrif svaraði Gunnlaugur því til að hann væri alæta í myndrænum efnum líkt og maðurinn væri alæta á fæðu. Hann nærðist á öllu þótt sér þætti fengurinn misgóður. Þannig taldi hann sig mála af þekkingu en hvorki af tiifinningu né innblæstri. Þá má finna í verkum Gunnlaugs ýmis áhrif jafnólíkra listmálara og Renoir, Seurat, Rouault, Malevitsj, Braque og Max Beck- manns, að ógleymdum Pierre Bonnard sem áður var getið. Það þyrfti mun lengra mál til að grannskoða sérkenni þeirra ólíku aðfanga sem leynast í dánargjöf listamannsins. Það er þó snöggtum þýðingarmeira að kanna alla þá flóru af gömlum miðaldameisturum sem Gunnlaugur sótti kraft sinn til. Hann hreifst ekki aðeins af Pisano og Castagno eins og áður var getið heldur sótti hann mikinn fróð- leik til Giottos, Masaccios og Pieros della Francesca. A því leikur lítill vafi að tilkomu- miklar stærðir verka Gunnlaugs má rekja til hinna miklu freskómálara endurreisnartím- ans. Hann taldi áðumefnda málara hafa varðveitt sitthvað af hinum frumstæða mikil- fengleik og skilyrðislausu harðneskju sem einkenndi enn eldri list, svo sem rómanska, asíska og forkólumbíska list Maya og Az- teka. Hrifning Gunnlaugs af epískum frásagna- verkum mótaði ekki aðeins afstöðu hans til málverka h'ðandi stundar heldur gerði hann að miklum aðdáanda listar liðinna alda. Þær aðferðir hans að hripa niður ógrynni ris- smynda og geyma til betri tíma; vinna fjölda undirbúningsmynda með blýanti, penna, vatnslitum eða litkrít, eða raða saman ólík- KONA, barn, kýr og maður. Hugmyndin um fólkið og kúna í þróun; vatnslitur og blýantur. Úr gjöf Gunnlaugs. KONA og maður f landslagi. Ein af mörg- um skyssum af þessu myndefni, hér með vatnslit og blýanti. Úr gjöf Gunnlaugs. um aðföngum í nýja mynd voru mun meir í ætt við fastmótaðar starfsaðferðir klassískra listamanna fyrir byltingu impressjónismans en sjálfsprottin og ólíkindaleg vinnubrögð nútímamálara. Eins og margir starfsbræður hans fyrr og síðar vænti Gunnlaugur að nú- tíminn mundi færa mannkyninu stórbrotna list viðlíka mesópótamískri eða egypskri fornlist en sú vor. brást honum þegar kúbisminn gat af sér stöðugt rökrænni sund- SUMARNÓTT, olfumálverk, 125x170 sm, 1959. Listasafn fslands keypti myndina 1959. urliðun og splundrun í stað heilsteyptrar, epískrar samþættingar. Nútímalistinni var greinilega ætlað annað hlutskipti en skapa stílfært samræmi undir voldugum frásagn- arháttum. Togstreitan milli rótgróinna aðferða og nútímalegrar afstöðu eru meðal þess sem lesa má úr dánargjöf Gunnlaugs. Þótt hann bæri virðingu fyrir list íyrri tíðar var það síst vegna raunsæis hennar. Vissulega var Gunnlaugur fígúratífur listmálari sem kunni vel að meta frásagnarlegt gildi hlut- bundinnar myndlistar en hún þui-fti ekki að vera raunsæ til að hrífa hann. Svo virðist sem áhugi hans á 19. aldar list hafi snemma SKAMMDEGISNÓTT, vatnslitir, um 1954. Eigandi: Listasafn íslands. SKAMMDEGISNÓTT, konan og kýrin f enn einni skyssu með túski og blýanti, um 1954. Úr gjöf Gunnlaugs. García Lorca Dauðinn að morgni. Fyrir Gunnlaugi var morgunninn einmitt tími dauðans meðan honum fannst kvöldið bera sjálft lífið í skauti sér. An þess að skilja sjálf- an sig til fulls vissi hann að slík hughrif áttu sér rætur í myndskynjun hans. En ef til vill er ekki svo erfitt að skilja þessa merkilegu tilfinningu málarans. Morgunbirtan ber gjaman með sér daggartær og svöl litbrigði meðan húminu fylgja sterkari og hlýrri gildi eftir varma dagsins. Þó jafnaðist bersýnilega ekkert á við þann dauða sem Gunnlaugur taldi fólginn í mannlausri mynd og bar hann Cézanne fyrir þeirri fullyrðingu að andlit mætti ekki vanta í verkið því þar með skorti það þungamiðjuna. Því var það að Gunnlaugur kunni best við landslagið á Suðurlandsundirlendinu þar sem fjöllin skyggðu ekki á mennina og meg- ináherslur fólust í löngum, láréttum línum og hárri sjónarrönd. Eini raunverulegi sam- nefnarinn í list Gunnlaugs er ef til vill hlut- föllin þar sem breidd verksins fer nærri hálfri annarri hæð þess. Þetta á ekki aðeins við um sjávar- og sveitamyndirnar heldur einnig smiðju-, búðar- og þorpsmyndimar. Þessi hlutföll era einnig ríkjandi í þeim ara- grúa undirbúningsteikninga, krítar- og vatnslitamynda sem mynda dánargjöf lista- mannsins. Þau henta afbragðsvel epískum LISTAVERKAGJOF GUNNLAUGS SCHEVINGS abstrakt- og landslagslistar markaði Gunnlaugur sér algjöra sérstöðu meðal starfsbræðra sinna. Hann vandaði ekki klíkunum og stefnunum kveðj- urnar enda taldi hann þær nærast á þurrtruntulegri sjálfsafneitun, krossfaragríð og forræðishyggju. Með gagnrýnni afstöðu sinni í garð ríkjandi SJÓMENN að taka inn hákarl. Þróunar- ferlið heldur áfram, nú með vatnslitum og litkrít. iátið í minni pokann fyrir ýmsum stílfærðum liststefnum 20. aldarinnar svo sem kúbism- anum. Hrifning hans af breskri list frá sein- ustu öld sem hann sá í bókum meðan hann bjó á Seyðisfirði virðist fremur hafa stafað af áfergju unglings sem fékk ekki nógsamlega svalað myndþorsta sínum en sjálfstæðu mati á gæðum þess sem fyrir augu bar. Þegar hann fór sjálfur að fást við myndlist breyttist afstaða hans. Hann gekk þess ekki lengi dul- inn hve náskyld kúbísk formgerð var rómanskri kirkjulist frá Katalóníu og síð- gotneskri málaralist frá Toskana. Þótt stefn- ur á borð við impressjónismann og súrreal- ismann stæðu kúbismanum ef til vill nær í tíma og rúmi reyndist ýmis aðferðarfræði löngu liðinna alda mun skyldari honum form- rænt séð. Þannig var um freskur Giottos, Martinis og Lorenzetti-bræðranna frá 13. öld. Þrátt fyrir aldurinn virtust þær lúta svipuðum lög- málum og kúbismi nútímans. An þess að vita beinlínis af því átti Gunnlaugur sér fjöl- marga fyrirrennara sem einmitt tóku eftir þessum nánu tengslum kúbískrar aðferðar- fræði og málaralistar síð-miðalda. Þannig fagnaði málarinn Albert Gleizes kúbisman- um í riti sínu Tradition et Cubisme og taldi stefnuna nokkurs konar endurheimt þeirrar þjóðlegu tilfinningahyggju sem liðið hefði undir lok með málaralist miðalda. Líkt og Gunnlaugi þótti honum ekki saka hve nærri hreinræktaðri alþýðulist hin nýja list fór. Söknuður almennings frammi fyrir list fyrri tíðar lýsir sér gjaman í eftirsjá eftir því akademíska raunsæi sem ruddi sér sér aftur til rúms á Italíu við lok miðalda og náði há- marki með flæmskri, hollenskri og franskri list á 17. og 18. öld. Svo virðist sem Gunn- laugur hafi ekki alið neinar slíkar tilfinning- ar í brjósti gagnvart raunsæjum tjáningar- máta. Það sem hann saknaði mun frekar var hnignun mónumental frásagnarhátta; þeirr- ar tegundar listar sem sem stundum er nefnd grand art og hefur átt æ meir undir högg að sækja vegna almennrar og sívaxandi tortryggni Vesturlandabúa í garð miðstýrðr- ar tilfinninga- og forsjárhyggju eins og þeirrar sem tröllreið Evrópulöndum á önd- verðri 20. öld og leiddi til hörmunga heims- styrjaldarinnar síðari og kalda stríðsins. Það er ekki svo að skilja að Gunnlaug hafi dreymt um að gerast opinber listamaður eins og konunglegir hirðmálarar forðum daga heldur virðist hann hafa séð eftir því frásagnarlega inntaki sem hvarf með ■■ Delacroix og síðustu rómantísku atburða- máluranum á 19. öld. „Eg hef haft áhuga á því að ná einhverju mónúmental, einhverju stóra í myndirnar. Sumir álíta þetta kannski galla, en ég get einhvern veginn ekki án þess verið“. Það vill oft gleymast hve frábitinn Gunn- laugur var eintómri landslagslist innlendra starfsbræðra sinna. Hann líkti landslagsmál- un í kjölfar frumherjanna við viðvarandi berjamó á sama rúna lynginu. Fjöllin þóttu honum fogur en forðaðist þó að mála þau því honum fannst þau hafa tilhneigingu til að smækka mannfólkið um of, en eins og gilti um list liðinna alda var manneskjan - draum- ar hennar og veraleiki - ætíð þungamiðjan í list hans. Af öllum þeim fjölmörgu athuga- semdum um landslagsmálun sem hann lét hafa éftir sér virðist helst mega ætla að hún hafí virkað á hann sem fígúratífur tvíbura- bróðir abstraktlistarinnar; manneskjulaus og frásagnarsnauð list sem rómaði ekki ann- að en auðn og tóm. Hann gekk jafhvel svo langt að líkja ógleymanlegri sólarapprás yfír fölleitum Stykkishólmi og kaldljómuðum Breiðafjarðareyjum við dauðann eins og hann kom honum fyrir hugskotssjónir í kvæði spænska ljóðskáldsins Federicos KAFLAR ÚR FORMÁLA NÝRRAR BÓKAR UM LISTAVERKAGJÖF GUNNLAUGS SCHEVINGS EFTIR HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON SJÓMENN á báti. Úr þróunarferli há- SJÓMENN á báti. Hákarlsmyndin þróast karlsmyndarinnar; teikning með kúlu- áfram, hér með litkrít. Úr gjöf Gunnlaugs penna. Úr gjöf Gunnlaugs Schevings. Schevings. I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.