Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Síða 16
FYRSTU verðlaun fyrir staka mynd af daglegu lífi fólks féllu í skaut Frakkans Gilles Coulon. í þrjár vikur bjó Ijósmyndarinn með Peul-fólkinu í Mali, en það er eitt fátækasta land Vestur-Afríku. Peul-fólkið er hirðingjar, sem færa sig til með nautgripi sína eftir því hversu mikið vatn er í fljótinu Níger. Þessi kona er mynduð í stormi sem skall á þegar verið var að færa búðirnar. FYRSTU verð- laun í flokki stakra frétta- mynda vann Frakkinn Karim Daher fyrir þessa mynd er sýnir hvar Líbananum Ibrahim Alayan er bjargað úr rústum heimilis síns, eftir að ísraelar höfðu varpað srengju á það í apríl 1996. - . ...... ÍiHteí SÍGAUNAR í Rúmeníu eru efni myndraðarinnar sem Svisslendingurinn Yves Leresche fékk þriðju verðiaun fyrir í fiokknum Daglegt líf. Eins og annars staðar í Austur-Evrópu eru sígaunar í jaðri samfélagsins í Rúmeníu og hafa orðið fyrir ýmiskonar ofsóknum í gegnum tíðina. Ljósmyndarinn vann traust sígauna sem búa nærri Búkarest, Craiova og Baia Bare, og myndaði daglegt líf þeirra. r RLEG sýning alþjóðlegra blaða- og fréttaljósmynda, World Press Photo, verður opnuð í Kringlunni í dag. Þar eru sýndar sigurmyndir samkeppninnar en að þessu sinni sendu 3.663 ljósmyndarar frá 119 löndum rúmlega 35.000 ljósmyndir í tuttugu efnisflokka. Þetta úrval ljósmynda víðsvegar að úr heiminum er eins konar spegilmynd sam- tímans. Brugðið er upp svipmyndum úr átak- anlegum róstum víða um heim, af örvænting- arfullu fólki á flótta, andspænis illsku, en einniggefur að líta myndir af gleðistundum og persónulegum sigrum. Við sjáum líka myndir ^ heimum lista, vísinda og íþrótta; en umfram allt eru þetta myndir af fólki. Óðurtil mannlífsins árið 1996, með kostum þess og göllum. Óhætt er að fullyrða að sýningin í ár sé, hvað gæði myndanna varðar, einhver sú áhrifamesta í langan tíma. Og ánægjulegt er að sjá að á sama tíma og fjölmiðlar heims- ins leggja sífellt meiri áherslu á myndirtengd- ar lífsstíl og viðskiptum, á kostnað alvarlegr- ar frétta- og heimildaljósmyndunar, eru ljós- myndarar engu að síður að leggja á sig að vinna erfíðar ljósmyndagreinar af hugsjón, þótt sífellt erfíðara verði að fá þær birtar. Nálgun ljósmyndaranna er orðin persónulegri og þeir túlka upplifanir sínar af einlægni. Eins og Neil Burgess, formaður dóm- nefndarinnar í ár, bendir á, mun fréttaljós- myndun halda áfram að lifa góðu lífí, vegna hinnar einstöku upplifunar sem hún býður upp á: „Öll önnur túlkun í fréttamennsku byggist á endurspeglun og upprifjun frétta- mannsins: fréttamannsins sem vinnur með hið skrifaða eða talaða orð, og einnig kvik- myndatökumanna, sem sýna fljótandi mynd- ir sem við - áhorfendurnir - getum einung- ist séð þjóta hjá, því okkur er ekki gefinn neinn tími til að velta fyrir okkur því sem við sjáum. Ljósmyndarar, á hinn bóginn, leyfa okkur að horfa á verk sín á annan hátt en aðrir fréttamenn því þeir gefa áhorf- andanum tíma til að hugsa um merkingu og mikilvægi myndarinnar.“ A síðustu árum hefur sífellt borið meira á 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. OKTÓBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.