Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Side 7
„Þad er enginn hœgbarleikur aó syngja Moxart á hvolfi eóa á leiö í gegnum klofiö á næsta manni. “ huga, þar sem hann skrifaði óperuna sem nútímaverk. „Ef að líkum lætur á fólk eftir að þekkja söguhetjurnar úr hversdagslífinu." „Þetta er ákaflega „sönn“ uppfærsla. Hvert einasta atriði er lógískt," segir Ingveld- ur Ýr og Bergþór bætir við að þetta sé í fyrsta sinn sem hann viti til þess að Cosi fan tutte „gangi upp“. „Þessi uppfærsla er ekki svart/hvít — en í slíkum uppfærslum er boð- skapurinn sá að konur séu fjöllyndar, punkt- ur og basta. Þvert á móti hafa allir tapað. Vinirnir hafa sofið hjá kærustum hvors ann- ars, systumar hafa sofíð hjá kærustum hvorr- ar annarrar, vinkona þeirra hefur verið höfð að fífli og Don Alfonso hefur orðið valdur að harmleik sem hann var of þtjóskur til að stöðva áður en í óefni var komið. Enginn sigur!“ Að áliti Lofts Erlingssonar hefur það ótví- ræða kosti í för með sér að færa verk á borð við Cosi fan tutte í nútímabúning. „Fyr- ir vikið hefur það víðari skírskotun og því gefst fólki, sérstaklega yngra fólki, gott tækifæri til að koma í íslensku óperuna í fyrsta sinn. Það er alltaf gaman að sjá ný andlit.“ Spuni og likamsrœkt Söngvararnir ljúka lofsorði á David Free- man og segja að æfingatímabilið hafi í senn verið óvenjulegt og spennandi. Þóra vissi reyndar að hverju hún gekk, þar sem hún hafði starfað með leikstjóranum áður - við uppfærslu á Töfraflautunni eftir Mozart í Lundúnum á síðasta leikári. Fyrir hinum voru vinnubrögð leikstjórans ný af nálinni. Fyrsta vikan mun alfarið hafa verið helguð spuna - „við sungum ekki staf“. „Þetta var bæði almennur og sértækur spuni sem ýjaði að verkinu," segir Bergþór, „en heilt á litið hefur þetta æfingaferli verið skyldara leiklist- arnáminu sem ég lagði stund á í Lundúnum í fyrra en þeim æfingum fyrir óperusýningar sem ég hef tekið þátt í fram að þessu.“ Söngvararnir segja að Freeman sé mjög opinn fyrir öllum spuna og sjá fyrir sér að hann muni leyfa þeim að brydda upp á nýj- ungum af einhveiju tagi á hverri sýningu - „innan ákveðins ramma að sjálfsögðu". „Þótt TÁR og tregi. Dorabella kveður Ferrando sem f skyndi hefur verið kvaddur í herinn. DON Alfonso (Bergþór Pálsson) ögrar Ferrando (Björn Jónsson). Guglielmo (Loft- ur Erlingsson) fylgist með. Freeman sé kröfuharður vinnur hann hvorki eins og landslagsarkitekt né umferðarstjóri,“ segir Ingveldur Ýr. Annað sem Freeman hefur lagt mikið upp úr er líkamrækt sem stunduð hefur verið af kappi á æfíngatímanum. Og ekki hefur verið vanþörf á, af ummælum Björns að dæma: „Þetta er mjög líkamlega erfíð sýning enda segir það sig sjálft að það er enginn hægðar- leikur að syngja Mozart á hvolfi eða á leið í gegnum klofíð á næsta manni“ - .jafnvel með sand í munni og nefí,“ bætir Sólrún við. En hvað um tónlistina - stendur hún ekki alltaf fyrir sínu? „Svo sannarlega," segir Bergþór og er snöggur að afgreiða þessa spurningu. „Það er eins með Mozart í óper- unni og Shakespeare í leikhúsinu, ein sýning til eða frá, góð eða slæm, skiptir ekki máli!“ Cosi fan tutte verður sungin á ítölsku í íslensku óperunni en íslenskri þýðingu Ósk- ars Ingimarssonar verður varpað á skjá til hliðar við sviðið jafnóðum og sungið er. Hljómsveitarstjóri verður Howard Moody. DESPINA, vinkona Dons Alfonsos, vefur „aröbunum" um fingur sér. Morgunblaöið/Þorkell LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ fyLENNING/LISTIR 4. OKTÓBER 1997 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.