Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Side 5
FYRSTI forstöðumaður Presta- skólans var dr. Pétur Péturs- son (1808-1891). Faðir hans var séra Pétur Pétursson, prestur og prófastur að Víði- völlum f Skagafirði þar sem Pétur ólst upp. Móðir hans var Þóra, dóttir Brynjólfs Halldór- sonar Brynjólfssonar biskups á Hólum. Pétur var settur til náms hjá séra Einari Thorlas- íus að Saurbæ í Eyjafirði. Þar hiaut hann undirbúning undir nám í Bessastaðaskóla og þaðan lauk hann prófi árið 1827. Pétur sigldi til Kaup- mannahafnar árið 1829 og hóf nám við háskólann í Kaup- mannahöfn og lauk þaðan prófi með ágætum vitnisburði árið 1834. Sneri hann þá heim og var prestur í nokkur ár en tók sig þá aftur upp og hélt til frekara náms og fræðistarfa f Kaupmannahöfn. Þar gekk hann í félag Fjölnismanna og var kosinn forseti þess félags enda tók hann virkan þátt í fé- lagslífi íslendinga f Höfn. Hann fékk doktorsnafnbót árið 1844 fyrir ritgerð sfna um íslenskan kirkjurétt. Hún var skrifuð á latínu og fór doktorsvörnin einnig fram á því máli. Dr. Pét- ur var fyrsti íslendingurinn sem varið doktorsritgerð f guðfræði. Hann var einn mesti áhrifamað- ur í málum kirkju og kristni á íslandi á 19. öld, sem kennari prestsefna og höfundur prédik- ana og hugvekja sem náðu mik- illi útbreiðslu meðal lands- manna. Hann var biskup 1866- 1889. Hann var óvenju afkasta- mikill en um leið nákvæmur og samviskusamur embættismað- ur. Pétur var konungskjörinn þingmaður í mörg ár. Hann gaf út postillu, hugvekjur og önnur rit sem náðu mikilli útbreiðslu meðal landsmanna. Sigurður Melsted (1819-1895) starfaði sem annar kennari Prestaskólans við hlið dr. Pét- urs Péturssonar. Hann var guðfræðingur frá Kaupmanna- höfn og varð forstöðumaður Prestaskólans árið 1866 þegar Pétur varð biskup. Hann hafði einnig verið í hópi Fjölnis- manna á háskólaárum sínum og var m.a. í útgáfustjórn Nýrra félagsrita. Hann lét af embætti vegna heilsubrests árið 1885. Sigurður var farsæll kennari og forstöðumaður. Hann þýddi og gaf út Ágsborgarjátningu og skrifaði bók um mun róm- versk kaþólskra og lútherskra kenninga. Hann var konung- kjörinn alþingismaður um skeið. SÉRA Helgi Hálfdánarsson (1826-1894) varð næsti for- stöðumaður Prestaskólans. Hann lauk guðfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1854. Hann gegndi prestsemb- ætti þar til hann varð annar kennari Prestaskólans eftir að dr. Pétur hvarf frá skólanum. Séra Helgi var skáld gott og var formaður sálmabókar- nefndarinnar sem skipuð var árið 1878 og undirbjó sálma- bókina 1886. Segja má að sú bók sé einn af gimsteinum kristilegra bókmennta ís- lenskra. Hann átti flesta sál- mana í þeirri bók. Hann var áhrifamikill kennimaður og dáður af lærisveinum sfnum fyrir lærdóm og mannkosti. Við hann er fermingarkver er hann samdi kennt, en það kom fyrst út árið 1878 og heitir Kristileg- ur barnalærdómur eftir lút- erskri kenningu. Var það aðal lærdómsbók í kristnum fræð- um í meira en hálfa öld (síð- asta útgáfa 1924). Auk þess gaf Helgi út ágrip af prédikun- arfræði og siðfræði og eftir hans dag kom út bók hans um sögu fornkirkjunnar svo og postilla. Helgi sat á Alþingi um skeið m.a. sem þingmaður Vestmanneyinga. SÉRA Þórhallur Bjarnarson (1855-1916) tók við forstöðu- mannsembættinu af séra Helga Hálfdánarsyni. Hann var sonur séra Bjarnar Halldórs- sonar prests og sálmaskálds f Laufási við Eyjafjörð. Þórhallur lauk guðfræðiprófi frá Kaup- mannahöfn 1883 og eftir stutt- an prestsskap gerðist hann kennari við Prestaskólann 1886 og forstöðumaður 1894 að Helga Hálfdánarsyni látn- um. Þórhallur hafði mörg járn í eldinum í einu. Hann sat á þingi um margra ára skeið og lagði grunninn að löggjöf og hagsmunasamtökum til efling- ar landbúnaði. Hann kom einn- ig við sögu skólamála og bæj- arstjórnar Reykjavíkur. Hann gaf út tímarit um kirkjumál og aflaði sér einstakrar þekkingar á högum kirkjunnar og prest- anna og notaði hana til hags- bóta fyrir kirkju sína. Hann var biskup 1908-1916. JÓN Helgason (1866-1942) var sonur Helga Hálfdánarsonar og varð kennari við Prestaskólann að föður sínum látnum. Hann var einnig Kaupmannahafnarkandi- dat og lauk prófi 1892. Að föður sínum látnum tók hann við kennslustarfi við Prestaskólann og varð forstöðumaður hans eft- ir að Þórhallur varð biskup. Auk kennslustarfa gegndi Jón Helga- son aukaþjónustu við Dómkirkj- una frá 1894-1908 að annar prestur var ráðinn að Dómkirkj- unni. Hann var biskup 1917- 1938. Jón Helgason var at- kvæðamikill á sviði guðfræðinn- ar. Hann var í fararbroddi þeirrar fylkingar innan kirkjunnar sem innleiddi frjálslyndu guðfræðina svonefndu en hún var byggð á sögulegum rannsóknum á ritum Biblíunnar og endurmati á kenn- ingaarfi kirkjunnar. Jón Helga- son skrifaði mikið um trúfræði og gaf út tímaritið Verði Ijós. Seinni ár sín sneri hann sér að kirkjusögu og liggja eftir hann merk rit á því sviði. Þá skrifaði hann mikið um sögu Reykjavíkur og eftir hann liggur mikið safn málverka. í REYKJAVÍK an að mestu lagðar til grundvallar konungs- bréfi um stofnun prestaskóla á íslandi. Há- skólaráð Kaupmannahafnarháskóla lagðist hins vegar gegn því að veitt yrði kennsla í læknisfræði samhliða guðfræðinni og úr því varð ekki. Prestaskólinn í Reykjavík var stofnsettur með konungsbréfi 21. maí 1847. Hann var eins og áður sagði settur í fyrsta skipti við hátíðlega athöfn á sal Lærða skólans 2. októ- ber 1847 og telst það stofndagur skólans. Hann var í fyrstu tveggja ára skóli og skyldu þar vera tveir fastráðnir kennarar. Fyrsti forstöumaður Prestaskólans var dr. Pétur Pétursson sem hafði verið prestur á Staðarstað á Snæfellsnesi. Dr. Pétur var lærður vel svo hann var nánast sjálfkjörinn til þess að taka að sér þann vanda að stýra fyrsta embættismannaskólanum á íslandi. Fékk biskup landsins, sem þá var Helgi Thordersen, fljótt augastað á honum i þetta embætti. Annar kennari var Sigurður Mel- steð. Þá bættist fljótlega við kennsla í heim- spekilegum forspjallsvísindum og kirkjurétti og auk þess söng. Séra Benjamín Kristjánsson segir svo frá markmiðum Prestaskólans í bók sinni um sögu Prestaskólans og guðfræðideildar Há- skóla íslands sem út kom á vegum Prestafé- lags íslands á hundrað ára minningarafmæli skólans: „... það skyldi vera aðalviðfangsefni skólans, að mennta íslenska klerka svo, að þeir gætu orðið góðir sálusorgarar og dugleg- ir embættismenn. Með því að gera þá að góðum sálusorgurum, væri ekki endilega átt við það, að skólinn legði höfuðkapp á að útskrifa lærða presta heldur menn, sem í stærri eða minni verkahring legðu alúð við að efla upplýsing og siðfágun meðal alþýðu ... presturinn eigi fyrst og fremst að vera söfnuðinum andlegur faðir, kennari, vinur og ráðgjafi.“ (bls. 27-28). íslenskir stúdentar héldu áfram að leggja stund á guðfræði við Kaupmannahafnarhá- skóla þótt Prestaskólinn kæmi til sögunnar, enda var gert ráð fyrir því að kennarar Prestaskólans, biskup og prestar í betri brauðum hefðu háskólamenntun. Á seinni helmingi 19. aldar skráðú 23 íslendingar sig til náms í guðfræði við Hafnarháskóla. Af þeim luku 15 prófi en aðeins 11 skiluðu sér til heimalandsins sem prestar (Pétur Péturs- son 1990 bls 37). Hins vegar voru ekki svo fá dæmi um það að stúdentar sem lagt höfðu stund á önnur fræði en guðfræði við Kaup- mannahafnarháskóla hæfu nám við Presta- kólann og lykju prófi þaðan og væru vígðir sem prestar. Urðu þeir nýtir þjónar kirkjunn- ar um leið og þeir beittu sér fyrir framförum á veraldlegum sem andlegum sviðum. Má þar t.d. nefna séra Arnljót Olafsson prest í Sauðanesi, en hann lagði stund á hagfræði við Hafnarhaskóla þótt ekki lyki hann prófi í þeirri grein. Prestaskólinn var fyrst til húsa í Lærða skólanum í Reykjavík þar sem honum var ætluð ein kennslustofa og ein svefnstofa fyr- ir tíu manns. Þetta húsnæði reyndist fljótlega allt of lítið og einnig gekk sambúð hinna tveggja lærdómsstofnana brösuglega. Árið 1851 var Prestaskólinn fluttur þar sem nú er Hafnarstræti 22 og hafði þar á leigu tvær stofur allt til ársins 1873 að skólinn var flutt- ur í húsnæði við Austurstræti 22 þar sem Landsyfirrétturinn hafði verið til húsa og áður hýsti Jörund hundadagakonung. Þar var Prestaskólinn til ársins 1911. Þegar Háskóli íslands tók til starfa fékk hann fyrstu árin húsnæði í Alþingishúsinu og mun guðfræði- deildin lengst af hafa verið í þeirri stofu þar sem nú er flokksherbergi Alþýðuflokksins. Prestaskólinn starfaði til ársins 1911 en þá tók Háskóli íslands til starfa um haustið og rann prestaskólinn inn í hann sem ein deild hans, guðfræðideild. Segja má að Prestaskólinn hafi lifað áfram í guðfræði- deildinni svo að stofnun Prestaskólans hafí verið fyrsti vísir að Háskóla íslands. Þau 64 ár sem Prestaskólinn starfaði sem slíkur skráðu sig 300 nemendur til náms og 269 luku prófí. Árið 1911 voru 120 af 124 starfandi prestum landsins útskrifaðir úr Prestaskólanum (Benjamín Kristjánsson 1947a bls. 253-255). Helstu heimildir: Benjamín Kristjánsson 1947a: Saga Prestaskólans og guðfræðideildar Háskólans. Reylqavík. Benjantín Kristjánsson 1947b: Menntun presta á fs- landi. Kirkjuritið, 13. 1, 2 og 3 s. 1-36,140-173 og 233-258. Björn Magnússon 1976: Guðfræðingatal. Reykjavík. Jón Helgason 1926: Helgi lektor Háifdánarson. Æfi- minning (tilefni af aldarafmæti hans. Prestafélagsritið 8. s. 1-77. Pétur Pétursson 1990: Church and Social Change: A Study of the Secularization Process in lceland. Háskóla- útgáfan, Reykjavík. Dr. Einar Sigurbjörnsson erprófessor í trúlræói við guðfræóideild Hóskóla Islands og formaður stjórnar Guðfræðistofnunar. Dr. Pétur Pétursson er prófessor í kennimannlegri guðfræði og for- seti guðfræðideildar. HELGA KOLBEINSDÓTTIR HÖFNUN Ég finn að ég er að hrapa. Hrapa af háum kletti, en ég er ekki ein. Þau hefðu getað bjargað mér, fólkið sem stóð og horfði á. En þau gerðu það ekki. Það var eins og þeim væri alveg sama, þeim var sama. Sama um mig. Ég er ein. Ég á engan vin. Þau hæðast bara að mér og meiða mig. Eg finn til í hjartanu því þeim er alveg sama. Sama um mig. Þau segja að ég sé ómöguleg, án þess svo mikið sem hreyfa varirnar. Því þeim er alveg sama. Sama um mig. Allt í kringum mig er fólk sem á vini. Þau gætu verið vinir mínir. En þau taka ekki einu sinni eftir því að ég er ein. Því þeim er alveg sama. Sama um mig. Ég óska þess oft að ég ætti vin. En það er mér að kenna. Mér er farið að verða alveg sama. Sama um þau. Höfundurinn er 12 ára nemandi í skóia og lýsir hér líÓan sinni í sambúðinni við skólasystkinin. ÓLÖF STEFANÍA EYJÓLFSDÓTTIR VÆNGSLÁTT- UR ÞJÓÐAR í landi norðurljósa mun safaríkum hreindýramosa og hvannalindum sökkt í miðlunarlón ef metta skal neysluhít um sævírastrengi. Gallsúrt regn vætir hnjúka þá gneistar í Élivágum. Heimdallur blæs í herlúður sinn helgispjöll eru unnin ef sökkva skal heydölum. Forsmáð er jörð ef hljóðnar á Eyjabökkum vængjatak grágæsamóður sem hneppt í drómaham er vængstýfð þjóð. Mun vorþytur að baki gjörningum gára gervivötn og heiðar hýsa víggirta járnskóga? Svo að hreindýr hími í mógulu ginnungagaps og gráni Snæfell hnipið við sólarlag? Undir blátindum Garðarshólma saga áanna í árþúsund rist var rúnum grágása fjöðurstafa. Nem ég frá fossgnípum ramakvein landvætta. Þeir kveinstafir endurhljóma úr víðáttu öræfa goðgá!!! Verður land elds og ísa blóðfórn vörðuð svörtum víramöstrum eins og borpallar iðnríkja. Fjallkonan færð hrímþursum Múspells úti í hafsauga? Ræðst auðna eyþjóðar án vængjaþyts vorboðans? Höfundurinn er húsmóðir og skáld í Reykjavík. L LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. OKTÓBER 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.