Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Blaðsíða 14
Óvíða er náttúrufegurð meiri en í Transylvaníu né
*
land gjöfulla. A yfirboróinu viröast iitlu faliegu fjaHa-
þorpin gefa fyrirheit um þaó sem mætti hugsa sér
sem paradís á jöróu. Svo er þó ekki. Pólitísk mis-
tök, ógnarstjórn og kúgun hafa séó til þess aó líf
íbúanna í þessari fallegu umgjöró einkennist af
haróri baráttu vió eymd og fátækt.
EFTIR JÓHÖNNU ÞRÁINSDÓTTUR
SMÁBÆNUM Janosfalla þar sem stundum ber mest á kúm í umferðinni.
mmm,
KLUKKUTURN í Sighisoara,
AÐ TJALDABAKI
í TRANSYLVANÍU
TRANSYLVANÍA, landið handan
skóganna, hvílir í tignarlegri ró
í skauti Karpatafjalla, svo bless-
unarlega óspillt af rányrkju og
iðnaðarfári nútímans. Þetta
land þjóðsagna og ævintýra,
heimaland vampírunnar Drak-
úla greifa, státar af einhverjum
fegurstu og ósnortnustu fjallahéruðum heims.
Ekki vantar heldur að það eigi sér blóði drifna
sögu fremur en önnur smáríki Mið-Evrópu sem
voru löngum leiksoppar stórvelda sem risu og
féllu á ný. Þar er hver þumlungur jarðar auðg-
aður af blóði, ættjarðarvina jafnt sem innrás-
armanna, eins og Bram Stoker lætur Drakúla
greifa segja í samnefndri sögu sinni.
Frá byijun 12. aldar voru það aðallega
Ungveijar, Tyrkir og Austurríkismenn sem
bitust um beinið og Transylvanía varð því
suðupottur ólíkra þjóðarbrota. Þar má helsta
telja Ungveija, gyðinga, Rúmena, sem fluttir
voru inn sem ódýrt vinnuafl og szekela, eins
konar eðal-Ungveija sem röktu ættir sínar til
Atla Húnakonungs. Það eru einmitt þeir sem
f Stoker gerir svo góð skil í sögu sinni um
Drakúla. Á 12. öld hófu þar líka landnám
Þjóðveijar eða svonefndir Saxar, sem komu
aðallega frá Rínar- og Móselhéruðunum. Þeir
byggðu þar borgir samkvæmt þýskri fyrir-
mynd og kölluðu landið Siebenbiirgen. Há-
punktur þessarar dramatísku sögu er svo
skipting landsins eftir heimsstyijöldina fyrri
þegar Rúmenar fengu meiripartinn af Transyh
vaníu í sinn hlut.
Annað merkilegt við þetta landsvæði er líka
það að á hinum miklu umbrotatímum sem
fylgdu í kjölfar siðaskipta á 16. öld ríkti þar
um skeið algjört trúfrelsi. Þá var Transylvan-
ía sjálfstætt furstadæmi, a.m.k. að nafninu
til. Furstinn, Jón Sigmundur, stóð frammi
fyrir því að velja ríki sínu opinbera trú. Þar
var úr vöndu að ráða þar sem trúarbragðaflór-
an var vægast sagt fjölskrúðug. Ekki bætti
úr skák að þeir sem kenndu sig við kristni
skiptust nú í fjórar fylkingar sem allar áttu
í innbyrðiseijum. Þar stóð styrinn um tvær
kaþólskar stefnur, rómverska og gríska og
tvær mótmælendastefnur, lúterska og kal-
vínska. Við það bættust únítarar, hreyfing sem
rakti rætur sínar allt til frumkirkjunnar, en
óx mjög fískur um hrygg á tímum siðaskipta,
einkum í Póllandi, Ungveijalandi og Hollandi.
Það sem helst aðgreindi únítara frá hinum
fylkingunum fjórum var að þeir höfnuðu
þrenningarkenningunni og kenningunum um
guðdóm Krists og erfðasyndina.
1
Únítarastefnan hefur reyndar líka markað
spor í íslenska kirkjusögu. Margir íslensku
landnemanna í Kanada snerust á sínum tíma
til únítaratrúar.
Sagan segir að Jón Sigmundur hafí kallað
fulltrúa allra þessara kirkjudeilda á sinn fund
áður en ákvörðun var tekin um opinbera trú
og spurt þá hvað þeir myndu gera ef þeirra
trúarstefna yrði ofan á. Allir hétu þeir því að
gera sitt besta til að útrýma þeim sem á ein-
hvem hátt höfðu villst frá þeirra eigin játn-
ingakerfí nema únítarar, sem lögðu til að all-
ir hefðu sama rétt til að iðka sína trú. Jóni
Sigmundi, sem átti fullt í fangi með að veija
landamæri sín fyrir Tyrkjum, leist þetta fýsi-
legur kostur þar sem hann kærði sig ekki um
að innanlandsstríð sakir trúmála bættist við
vandræði hans með hundtyrkjann.
Þannig bar það til að á ríkisþingi í Turda
1568 var trúfrelsi lýst yfír í Transylvaníu.
Eftir lát Jóns Sigmundar hallaði þó mjög und-
an fæti hjá únítörum. Kalvínistar fengu því
til leiðar komið að forsprakka þeirra, Ferenc
David, var varpað í fangelsi og þar dó hann
1579. 1658 var þessu merkilega frelsisskeiði
í trúarbragðasögu síðmiðalda lokið og við tók
það hatur, umburðarleysi og ofsóknir sem þá
voru Evrópumönnum daglegt brauð. Þetta
gekk þó ekki af únítarastefnunni dauðri, hún
lifír enn góðu íífi á meðal Ungveija í Transyl-
vaníu.
Rómantiskt tilbrigói aó
transylvaniskum hœtti
Það var þó hvorki rómuð landsfegurð né
ævintýrablær liðinna tíma sem réðu úrslitum
um það að ég fór til Transylvaníu heldur við-
tal sem ég las í bandarísku blaði við þarlend-
an únítaraprest sem hélt þangað til hjálp-
arstarfa þegar hann komst á eftirlaun. Prest-
urinn, séra Harrington, var greinilega maður
sem átti sér hugsjón, og þar sem hugsjónir
eru ekki síður í bráðri útrýmingarhættu en
ósnortið land, fannst mér að ekki væri seinna
vænna að kynna sér slíkt og ekki sakaði að
fá hitt í kaupbæti.
Ég varð mér því úti um heimilisfang séra
Harringtons, skrifaði honum og bað um að
fá að heimsækja hann og fylgjast með starfi
hans. Það stóð ekki á hlýlegu svari. Hann
bauðst meira að segja til að sækja mig og
ferðafélaga minn til Sighisoara, næstu borgar
við heimaþorp hans Janosfalva, eða Ionesti
eins og það heitir á rúmensku. Janosfalva er
eitt af 16 ungverskum únítaraþorpum í Ho-
morod-dalnum, sem er strjálbýll og því erfitt
um samgöngur.
Harrington kom fyrst til Transylvaníu 1938,
þá nýútskrifaður guðfræðikandídat. Erindið
var að ganga að eiga ungverska konu, Vilmu
Szantho. Vilma var fyrsta konan sem lauk
guðfræðinámi í Transylvaníu. Hún hélt til
framhaldsnáms við Divinity School í Chicago,
þar sem þau Harrington kynntust. Það gekk
ekki þrautalaust fyrir Harrington að fá henn-
ar. Framundan voru tvísýnir tímar og Vilma
óttaðist að hún ætti ekki afturkvæmt heim
ef hún giftist Bandaríkjamanni. En Harrington
er maður þrautseigur og eftir að Vilma hafði
þrisvar hafnað bónorði hans gafst hún upp.
Brúðkaupið var að vísu haldið í Transylvaníu,
en Vilma reyndist sannspá um það að hún
varð að fórna heimalandinu fyrir brúðgu-
mann. Hún hvarf aftur til Bandaríkjanna með
manni sínum og þar störfuðu þau bæði sem
prestar þar til Vilma lést, 1982. Rúm 20 ár
liðu þar til þau gátu heimsótt Transylvaníu á
ný. Stríðið skall á og það var ekki fyrr en
1959 að þeim tókst loks að fá heimild til að
bregða sér þangað í heimsókn.
En örlögin höfðu greinilega ætlað Harring-
ton hlutverk í Transylvaníu. Fimm árum eftir
lát Vilmu kvæntist hann bróðurdóttur hennar,
Aniko, sem líka kom til framhaldsnáms í guð-
fræði í Bandaríkjunum. Aniko var alltaf stað-
ráðin í að snúa heim og eftir fall Ceausescus
1989 fluttu þau til Transylvaníu. Harrington-
hjónanna beið þar svo sannarlega ærið verk
að vinna við uppbyggingu ungversku þorpanna
sem voru vægast sagt illa á vegi stödd eftir
margra áratuga ógnarstjórn.
Hin myrku úr og þaó sem vió tók
Ceausescu hafði þjarmað mjög að kirkj-
unni, einkum únítarakirkjunnni. Það var þó
fremur af þjóðernisástæðum en trúarlegum.
Helst hefði hann viljað sjá Ungveijana sem
henni tilheyrðu hverfa af sinni grund. Fólk
af þýskum uppruna var þegar að mestu horf-
ið á brott úr Transylvaníu. Þegar Þjóðveija
skorti vinnuafl á uppgangsárunum sá Ceau-
sescu sér leik á borði og þáði greiðslu fyrir
að hleypa því úr landi. Þorpin sem stóðu auð
eftir fyllti hann af sígaunum sem hann svipti
jafnframt leyfi til að flakka.
í Transylvaníu fengu aðeins tveir nemar
leyfi til að hefja nám í guðfræði á ári. Þegar
Harrington-hjónin komu þangað vantaði
presta við 30 kirkjur. Ekki þættu þetta heldur
kræsileg brauð á íslenskan mælikvarða. Laun
presta eru tæpar 3.000 kr. á mánuði og þeir
stunda því allir búskap sér til framfærslu,
jafnhliða prestsstörfunum.
Kirkjan í Janosfalva, sem Aniko hóf þjón-
ustu við, hafði verið prestlaus í tíu ár. Ekki
var ástandið á veraldlega sviðinu betra. Bænd-
ur höfðu að vísu fengið jarðir sínar afhentar
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. OKTÓBER 1997