Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Blaðsíða 3
IISIiOK M()li(,l\l5l\l)SI\S - Ml.\\l\(, llSllli 39.tölublað - 72.órgangur EFNI Prestaskólinn hefur menntað og útskrifað presta í 150 ár, en hann var fyrst settur 2. okt. 1847 og rann svo inn í Háskóla íslands sem ein deilda hans, guðfræðideild, árið 1911. ís- lenzk prestefni höfðu raunar haldið áfram að leggja stund á guðfræði við Kaup- mannahafnarháskóla, enda gert ráð fyrir því að kennarar Prestaskólans, biskup og prestar í betri brauðum hefðu háskóla- menntun. Höfundar greinarinnar eru kennarar í guðfræðideild, Pétur Péturs- son og Einar Sigurbjörnsson. EINAR BENEDIKTSSON ÖLDULÍF - brot Sá deyr ei, sem heimi gaf Ufvænt Ijóð. Sá lést, sem reis þögull frá dísanna horði, sem kraup við þess öndveg með kalið blóð og kom ekki fyrir sitt hjarta orði. Andi mannsins er eins og sjór, og alda hans hver er mynd af hafi, - dauð undir logni, í storminum stór, með strauma, sem bera ei hljóð í kafi. Cosi fan tutte eftir Wolfgang Amadeus Mozart verður frumsýnd í Islensku óperunni næstkom- andi föstudag í leikstjórn Ástralans Davids Freemans. Sögusviðið í þessari nýstárlegu uppfærslu er baðströnd á ítal- íu og að mati söngvaranna sex sem fram koma á sýningin án efa eftir að vekja umtal. Gjöf Schevings Listaverkagjöf Gunnlaugs Schevings til Listasafns Islands nam 1800 verkum og veitti safnið henni viðtöku eftir lát lista- mannsins í des. 1972. Gjöfin var kynnt með sýningu 1975. Þar eru auk stórra verka frumskyssur og teikningar sem sýna ferli verkanna og vinnubrögð Gunn- laugs. Nú er opnuð í öllum sölum Lista- safns Islands sýning sem byggð er á gjöf- inni og nánar er fjallað um hana og málar- ann í bók sem kemur út af þessu tilefni og er birtur kafli úr henni hér. Módernisminn rakkaður niður Hvað er postmódernismi í listum, spyr Kristján Kristjánsson heimspekingur í 5. hluta greinaflokks síns. Þar kemur fram að í augum pm-ista er aðeins til tvenns konar samtíðarlist: postmódernísk list og gervilist. Þeir hafa líka sérstakan ímigust á hugmyndafræði módernista; list þeirra var að dómi pm-ista útvatnaður fagur- keraháttur og sæt sjálfsblekking. World Press Photo árleg sýning alþjóðlegra blaða- og frétta- ljósmynda verður opnuð í Kringlunni í dag. Þar eru sýndar sigurmyndir sam- keppninnar en að þessu sinni sendu 3.668 ljósmyndarar frá 119 löndum rúmlega 35.000 ljósmyndir í tuttugu efnisflokka. Forsídumyndin; Gunnlaugur Scheving listmálari í vinnustofu sinni. - Mitt hjarta er djúp með dragandi þrá til dagsins, sem aldrei líður að kveldi, sem geymir minn söng, - eins og andi minn á óm þessa krafts, sem ströndin felldi. Nú þykir mérjörðin svo þröng um minn hug. Hún þrýtur við hafsbrún. Hvað erfyrir handan? Eigi ég væng, - hvað er Ijallaflug og fjarlægðir þessa heims fyrir andann? Það er einhver bylgja, sem brýst mér í sál. Hún beinist frá öllum jarðarálfum. Mín innsta hugsun, hún á ekki mál, en ósk og bæn, sem hverfur mér sjálfum, - að senda hátt yfir heimsins sól hljómkast af annarrar veraldar orðum, - að standa upp fyrir alveldis stól, þar eilífðar hirðin situr að borðum. Einar Benediktsson, 1864-1940, var skáid, fjármálamaður, sýslumaður og ritstjóri Dag- skrár, einn af aldamótaskáldunum og á tímabili mjög vinsælt skáld á fyrriparti aldarinn- ar og þjóðsagnapersóna fyrir afskipti af fossamálum. Eftir Einar liggja Sögur og kvæði, 1897, og þrjár stórar Ijóðabækur á árunum 1906-1930. Hann þýddi auk þess Pétur Gaut eftir Ibsen og Ijóð eftir erlend skáld. HVAÐ KALLAR FRAM TÁRIN? RABB ER ÞAÐ ekki að bera í bakka- fullan lækinn að skrifa um Díönu prinsessu, andlát hennar og útför? Sjálfsagt er nóg komið af slíkri um- fjöllun, enda hafa þar stung- ið niður penna sálfræðingar og þekktir rithöfundar auk blaðamanna og almennings. En til að varpa ljósi á hinn gífurlega áhuga á prins- essunni og örlögum hennar er ekki úr vegi að skýra frá því að börn í grunn- skóla einum á höfuðborgarsvæðinu hafa sjaldan lagt sig eins fram við stafsetninga- ræfingu og þegar þeim gafst kostur á að skrifa eftir upplestri nokkrar línur um slys- ið í París og afleiðingar þess. Þau sátu spennt, drukku í sig hvert orð og á sumum hvörmum glitruðu tár. Þegar þau fengu verkefni sín leiðrétt til baka höfðu mörg orð á að svona vel hefði þeim aldrei geng- ið áður. Nei, það er ekki ætlunin að skrifa um Díönu heitna, enda mál að linni. Hins veg- ar hafa hin gífurlegu viðbrögð fólks við örlögum hennar vakið upp ótal áleitnar spurningar. Öll sú sorg og öll þau tár sem við urðum vitni að við fréttaflutning af andláti hennar og jarðarför sýnir svo að ekki verður um villst að nútímamaðurinn er síður en svo tilfínningalaus. Hitt er svo annað mál hvort tilfinningar hans fá útrás í eðlilegum farvegi, hvort við séum ekki dálítið rugluð í ríminu og tengjumst tryggðarböndum fólki sem þekkir hvorki haus né sporð á okkur sjálfum og lætur sig tilflnningar okkar einu gilda. - Mér finnst ég hafa misst kæra vinkonu, - sagði grátandi stúlka við útför prinsessunnar. Þá er eðlilegt að spurt sé á hvetju sú vin- átta hafi byggst. Saga mannkyns geymir mörg dæmi um persónudýrkun. Konungar og keisarar voru jafnvel svo bíræfnir að taka sjálfa sig í guða tölu í lifanda lífi og við þurfum ekki að seilast lengra aftur en til Stalíns og Hitlers til að sjá þetta fyrirbæri í sinni ógeðfelldustu mynd. Þegar Stalín lést hágrét múgurinn og syrgði hinn ástsæla landsföður. En hér er að sjálfsögðu ólíku saman að jafna. Persónudýrkun þessara pótentáta var fyrirskipuð og kerfisbundin en almenningur auðsveipur og fáfróður. Því fer fjarri að slíkar aðstæður hafi lagt grundvöll að ástsæld ensku prinsessunar og kallað fram þær flóðöldur tára sem runnu þegar hún var kvödd hinstu kveðju. í norrænni goðafræði segir frá áhrifa- mikilli kveðjustund sem ég hygg að sé einsdæmi. Það var dauði Baldurs hins góða. Þegar æsirnir sáu að hann var fall- inn í valinn setti að þeim svo mikinn grát að enginn mátti mæla. Allir hlutir, kvikir sem dauðir, vildu freista þess að gráta hann úr helju nema tröllkerling ein, sem kvaðst gráta þurrum tárum og dæmdi hann þar með til áframhaldandi vistar í neðra. En þessi fallega saga gerir litla grein fyrir því hvað olli ástsæld Baldurs. Sumir segja að í honum birtist eins konar Kristsímynd. Af Nýja testamentinu má hins vegar ráða að fáir hafí grátið Krist þegar hann var krossfestur á Golgata nema móðir hans og örfáar konur aðrar. En svo að aftur sé vikið að dauðlegum mönnum er ljóst að sumir þeirra búa yfir svo miklum persónutöfrum að þeir draga að sér athygli og aðdáun hvar sem þeir koma. - Það er þessi sjarmi sem enginn sósíalismi ræður við, - sagði maður nokk- ur þegar hann hafði viðurkennt að eitt barnabarna sinna væri sér hugfólgnara en önnur og þótti það greinilega súrt í broti. Hvort sem okkur líkar betur eða verr er það einmitt sjarmi eða útgeislun sem veldur því að sumir komast nær manni en aðrir og vinsældir þjóðarleiðtoga o g annarra áhrifamanna byggjast fremur á útgeislun þeirra en afrekum. Við sem furðum okkur á allri sorginni sem braust út við fráfall Díönu prinsessu verðum að játa að hún hafði til að bera dijúgan skammt af þeim persónutöfrum sem al- mættið úthlutar ekki samkvæmt kvóta- kerfi. Er þetta samt nægileg skýring? Tæp- lega. Margar aðrar hafa líka komið fram en engin ástæða er til að tína þær upp enda átti þessi Rabbgrein eiginlega alls ekki að fjalla um Díönu, sögu hennar og ástir. Hún á í rauninni að fjalla um okkur hin, þessi óbreyttu, sem lifum venjubundnu lífi og höfum misjafnlega mikinn sjarma. Við eigum það flest sameiginlegt að vera í kapphlaupi við tímann og reyna að stand- ast náunganum snúning. Það streyma að okkur skilaboð úr öllum áttum, tilboð frá stórverslunum, líkamsræktarstöðvum, menningarmiðstöðvum ogjafnvel andleg- um spekingum sem bjóðasttil að koma reiðu á sálarlífíð með afsláttarkjörum. Það gengur svo mikið á að við höfum sáralít- inn tíma til að sinna börnunum, unglingun- um, gömlum vinum og öldruðum ættingj- um. - Nútíminn er bara svona, - segjum við eins og við höfum sjálf engan ráðstöf- unarrétt yfir honum og vonum bara að dagheimilin, skólarnir og elliheimilin geri sitt besta. Skattarnir eru alla vega nógu háir. Svo sest maður fyrir framan sjón- varpið og er umsvifalaust kominn í slagtog við glæpagengi í Los Angeles eða blóma- stúlku í sunnanverðu Frakklandi eða far- inn að skyggnast bak við tjöldin hjá ensku konungsfjölskyldunni sem virðist barasta eiga við enn meiri vandamál að glíma en við sjálf. Þetta fyrirbæri nefnist á fínu máli firr- ing. I stað þess að rækta okkar eigin garð erum við komin í einhliða samband við bláókunnugt fólk, jafnvel tilbúnar per- sónur úr sjónvarpsþáttum eða kvikmynd- um. Slíkt samband hefur þann ágæta kost að persónurnar gera engar kröfur til manns og við getum bara slökkt á þeim ef þær fara í taugarnar á okkur en þegar best lætur upplifum við með þeim ýmis ævintýri sem rúmast ekki innan okkar eigin hversdagsleika. Hins vegar er gallinn sá að þær gefa lítið af sér og við öðlumst enga hlutdeild í lífí þeirra. Þær verða eins konar vinir okkar en sú vinátta verður aldrei gagnkvæm. Bros þeirra og tár eru okkur ekki ætluð. En hvaðan koma þá tárin þegar stjörn- urnar hverfa á eilífðarbraut? Þau hljóta að koma frá hjartanu en spurningin er hvort við erum að gráta goðsagnapersón- ur, stjörnur og prinsessur eða eitthvað annað, hvort við erum ekki að syrgja eitt- hvað úr eigin lífi sem aldrei hefur fengið útrás í tárum. Og nú verð ég að víkja aftur að bresku prinsessunni sem orðin er býsna fyrirferðarmikil í þessari grein þrátt fyrir annan ásetning. íslendingur nokkur, sem fylgdist með útför hennar, tók svo til orða að þarna hefðu Bretar komið út úr skápnum. Yfírleitt bæru þeir ekki tilfínningar sínar á torg og gengju svipbrigðalaust framhjá betlurum og geð- sjúklingum sem ættu hvergi höfði sínu að halla og reyndu yfirleitt að bera eigin harm í hljóði. Það væri eins og andlát Díönu hefði snortið svo viðkvæman streng í brjósti bresku þjóðarinnar að innibyrgðar tilfinningar hefðu streymt fram eðlilega og áreynslulaust. Sé þessi túlkun rétt hefur nútímamaður- inn þörf fyrir stjörnur á sama hátt og fátæk alþýðan gat fyrr á tímum samsam- að sig ævintýrapersónum austan við mána og vestan við sól og yljað sér við fagrar goðsagnir. Er samt ekki eðlilegra að við lítum okkur nær og látum okkar betri mann snúa að ættingjum, vinum og þeim sem eiga um sárt að binda á næsta leiti? Þeir gera að vísu meiri kröfur en stjörnurn- ar en þeir geta endurgoldið með þakklæti og brosi og jafnvel fellt tár yfir glappaskot- um okkar og vanmætti. GUÐRÚN EGILSON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. OKTÓBER 1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.