Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Page 7
var það umsnúningur sambandsins milli hljóða
og þagnar sem gerbreytti lífi hans.
Sá umsnúningur hefur haft margvíslegar
afleiðingar sem nefna mætti tilvistarlegar: ann-
ars konar afstaða til náttúrunnar, hvíldarinn-
ar, fegurðarinnar, tónlistarinnar, en það sem
mér sýnist einkar mikilvægt er að staða tai-
máls hefur breyst. Þessi alltumlykjandi hávaði
þýðir ekki bara að fólk myndar óþol gegn há-
vaða (sem er læknisfræðilega augljóst) heldur
einnig (sem er óvænt frá tilvistarlegu sjónar-
miði) myndast þörf fyrir hávaða. Sú þörf gerir
það að verkum að í útvarpi eru til dæmis ævin-
lega einhver hljóð á bak við talað mál, tónlist
eða raunveruleg hljóð (frá verksmiðju, götu
o.s. frv.). Hlustandinn verður þannig fyrir
tvenns konar truflun á talmáli í útvarpi: af
hljóðunum í herberginu þar sem útvarpið er
og þeim hljóðum sem framleidd eru í hljóðver-
inu. Þetta gerir það að verkum að ekki er
bara erfiðara að greina orðaskil, heldur missir
talmálið yfirleitt, sem slíkt, þá sérstöðu sem
það hafði áður í heimi hljóðanna. Menn hætta
að einbeita sér að talmálinu sem slíku, það
verður eins og hver annar hávaði.
Logandi tjald ffyrir-
framtúlkunarinnar
ÞEGAR JOHN skrifaði skáldsöguna var
ef til vill ein bifreið á hveija hundrað,
eða þúsund íbúa í Prag, ég veit það
ekki. Á þessu tímabili var umhverfishávaðinn
enn tiltölulega dempaður og því gátu menn
áttað sig á því hvað hann var furðulega nýr.
Ef til vill má draga af þessu almenna ályktun:
menn taka ekki eftir tilteknu fyrirbæri í samfé-
laginu þegar það rís sem hæst, heldur við upp-
haf þess, þegar það er enn saklaust, hógvært
og miklum mun veikara en það á eftir að verða.
Það var Kafka sem fyrstur höfunda í sög-
unni lét skáldsögu gerast eingöngu innan
veggja skrifstofa, undir alvaldi þeirra, rétt eins
og heimurinn allur væri eitt risavaxið stjórn-
kerfi. Það væri freistandi að álykta sem svo
að skrifræði Austurrísk-ungverska keisara-
dæmisins, þangað sem Kafka sótti efnivið sinn,
hafí verið sérdeilis ömurlegt, nokkurs konar
hápunktur vitfírringar skrifræðisins í mann-
kynssögunni. En því fer fjarri. Rétt eins og
hávaðinn í sprengivélunum á tíma Jaromirs
Johns var skrifræðið mun minna á tíma Kafka
en það er nú. Þeim sem gat komið auga á það
gat enn fundist það undarlegt. Og undrunin
er ekki aðeins uppspretta þekkingar, heldur
einnig uppspretta skáldskapar. Kafka skrifaði
Milenu Jesensku að það væri umfram allt hið
furðulega við skrifstofur sem heillaði hann, en
það þýðir: ákvörðunum er slegið á frest, þær
eru rangar, ruglingslegar, en stjóma samt ör-
lögum manna, skapa kringumstæður sem eru
svo óvenjuiegar, óraunverulegar, að þær líkjast
einna helst köflum úr draumi.
Engelbert furðaði sig á hávaðanum á sínum
tíma. Næsta kynslóð fæddist inn í háværan
heim: þetta var hennar heimur, hennar eðlilegi
heimur. Hinn alltumlykjandi hávaði hneykslaði
ekki lengur nokkum mann, en olli ekkert minni
skaða en áður. Verund mannsins hafði þegar
tekið aðra stefnu, hún hafði breyst, maðurinn
var þegar orðinn annar maður: maður umluk-
inn hávaða, maður hávaðans.
Nú á tímum blasir skrifræðið við öllum og
enginn furðar sig lengur á því. Það er hluti
af okkur, við erum fædd inn í það. Því meira
sem veldi þess hefur vaxið, því minna sjáum
við það. Við segjum „kafkaískur" og meinum
þá fráleitt, fáránlegt, óeðlilegt, en búum þó
öll, undrunarlaust og eins og ekkert sé sjálf-
sagðara, í heimi sem er kafkaískur. Maðurinn
er nefnilega einkar glámskyggn á sjálfan sig
og nánasta umhverfí sitt. Reynslan af því
hvemig fólk les skáldsögur Kafka hefur raunar
sýnt það og sannað: það er auðveldara fyrir
lesandann að skilja sögu K. sem dæmisögu,
eða sem dulbúnar játningar höfundar, en sem
raunveruleika (umskrifaðan á furðulegan hátt),
sama raunveruleikann og hver einasti lesandi
stendur frammi fyrir allt sitt líf. Maðurinn er
sleginn tilvistarblindu sem er örugglega einn
af grundvallarþáttum hans.
Cervantes notaði þessa blindu sem aðalefni-
við í mikið listaverk fyrstur manna. Riddarinn
Don Kíkóti er altekinn af fegurð fyrirframtúlk-
unarinnar, sem þá var ljóðræn, falleg, hug-
myndarík, sprottin af goðsögnum og þjóðsög-
um: töfratjald sem dregið hafði verið fyrir hinn
áþreifanlega heim. Cervantes kveikti manna
fyrstur í þessu tjaldi. Sem leiðir huga minn
að því að skáldsagan hafi orðið til þegar kveikt
var í tjaldi fyrirframtúlkunarinnar sem hylur
andlit hins áþreifanlega og að sú íkveikja sé
hornsteinn listar.
Friðrik Rafnsson þýddi.
Höfundur er skóldsagnahöfundur sem er fædd-
ur í Prag en býr í París. Nokkur verka hans
hafa verið þýdd á íslensku, nú síðast skáldsag-
an Oljós mörk sem kom út hjá Máli og menn-
ingu fyrir fáum dögum.
Krabbasvalirnar voru frumsýndar á Smíóaverkstæói Þjóóleikhússins í síóustu
viku. Af því tilefni kom höfundurinn, Marianne Goldman, hingaó til iands.
SÚSANNA SVAVARSDÓTIR ræddi vió hana um efnivió verksins, þróun persón-
anna og tilfinningarótió í fjölskyldum kvennanna þriggja sem verkió fjallar um.
DEYJANDI konur eru ekki
algengt yrkisefni í leikrit-
um. Deyjandi - en vilja
svo mikið fá að dvelja
lengur við allt það sem líf
þeirra hefur snúist um;
börnin, starfíð, leitina að
sjálfum sér. En í Krabba-
svölunum fjallar sænski leikritahöfundurinn
Marianne Goldman um þrjár konur sem eru
að deyja, hver fyrir sig og við fáum innsýn í
líf þeirra, minningar, væntingar og glataða
framtíðardrauma. En hvað er það sem fær
konu í blóma lífsins til að taka svona harð-
hent efni fyrir í leikverki?
„Ég hafði áður fjallað um krabbamein I
verkum mínum - en óbeint,“ segir Mar-
ianne. í kvikmyndahandriti sem ég skrifaði,
Freud fer að heiman, er maður sem deyr úr
krabbameini. Einnig í eintali sem ég skrifaði
fyrir leiksvið, en þar beindi ég sjónum að
öðrum hlutum, eins og samskiptum í fjöl-
skyldunni.
í þetta sinn langaði mig til að gera efninu
þau skil sem mér finnst það eiga skilið.
Fyrir því eru margar ástæður. Það hefur
mjög lítið verið skrifað um krabbamein í
bókmenntaverkum yfirleitt og einkum þegar
kemur að leikhúsinu. Berklar hafa verið efni-
viður fjölmargra verka; kvikmynda, leikrita
og ljóða en það hefur nánast ríkt þögn um
krabbameinið.
Önnur ástæða er sú að báðir foreldrar
mínir dóu úr krabbameini - þótt þetta sé
sannarlega ekki leikrit um þau. Á þeim tíma
fékk ég hins vegar sjálf að reyna spennuna
sem myndast í sambandi krabbameinssjúkl-
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Marianne Goldman
eskjur. Og það hefði verið
falskt að skapa sterkt sam-
band á milli þeirra í þessu
samhengi. Við notum hvert
annað til að þroskast en það
getur um leið valdið fjarlægð
á milli okkar. Þessar konur
nota hver aðra á góðan hátt,
þótt það skili sér ekki í sam-
bandinu sem myndast á milli
þeirra. Sú elsta, Heiðveig,
notar tímann til að vera ekki
ein heima í íbúðinni sinni og
þótt sú yngsta, Ólafía, hati
það sem Gunnela segir,
hlustar hún nú samt. Ég
er ekki að segja að einsemd
sé einhver forsenda fyrir
krabbameini - síður en svo.
Ég held að það sé miklu
hættulegra að verða beiskur.
Um leið og ég fínn sjálf fyrir
þeirri tijfínningu verð ég
hrædd. Ég hef séð sterkar,
greindar konur í fjölskyld-
unni minni þróa með sér
beiskju af ýmsum ástæðum
og það er óhugnanlegt. En
beiskja verður ekkert endi-
lega til vegna einsemdar. Og
maður er ekkert endilega ein-
mana þótt maður sé einn.“
Ikki að rökrnöa
sólarþroska
„Annars er ég ekki að rök-
ræða sálarþroska frá vöggu
EG HELD VIÐ SEUM
EINMANA
SEM MANNESKJUR
ings og aðstandanda hans. Þetta er ákaflega
„dýnamískur“ tími, bæði fyrir sjúklinginn og
aðstandandann.
Ég ætla ekki að reyna að baða þennan
tíma neinum ævintýraljóma og geri það ekki
í leikritinu, heldur felst „dýnamíkin" í því
að sveiflurnar eru svo öflugar og langar
milli vonar og vonbrigða og það sama má
segja um aðrar tilfinningar."
Hvers vegna fannst þér nauðsynlegt að
fjalla um krabbamein, þótt það hafi legið í
meira þagnargildi en til dæmis berklar?
„Það hefur alltaf farið í taugarnar á mér
að það skuli litið á þróun lífsins, eins og
barnsfæðingu og dauða, sem eitthvert félags-
legt fyrirbæri sem má tala um í fjölmiðlum
og opinberlega en látið liggja á milli hluta
þegar kemur að þeirri sköpun sem á sér stað
innan leikhússins. Það er mjög öflug reynsla
að fæða af sér barn og veikjast alvarlega
og kannski fáum við að sjá tekið á þessum
þáttum þegar leiklist kvenna fer að bragg-
ast; kannski eru konur betur til þess fallnar
að koma hinum gráu svæðum lífsins og hvers-
dagslegum atburðum í dramatískt form.
I því sambandi er nauðsynlegt að hafa í
huga að Krabbasvalirnar ijallar í raun og
veru um líf kvenna og samskipti þeirra við
umhverfi og ástvini.
Ástæðan fyrir því að ég kaus að stilla upp
þremur konum og láta karlana heimsækja
þær, er sú að ég vildi sýna samskipti kvenn-
anna innbyrðis í stað þess að sýna samskipti
þeirra við karlmenn. Þetta eru þijár ólíkar
konur, á ólíkum aldri, úr ólíkum stigum þjóð-
félagsins.
Það má segja að þetta sé leikrit um konur
sem gera upp líf sitt á afmörkuðum tíma.
Þær hafa lítinn tíma til stefnu og hvert
augnablik í lífi þerra er mjög tilfinninga-
þrungið. Og í gegnum verkið er hver og ein
þeirra að breytast smám saman. En auðvitað
er þetta líka leikrit um raunverulegan sárs-
auka þess að vera aðstandandi manneskju
sem er svona hræðilega veik.“
Körlunum fannst sér storkaó
Hvemig hafa karlmenn brugðist við
Krabbasvölunum?
„Ég gerði mér enga grein fyrir því að við-
brögð karlmanna við verkinu í Danmörku og
Sviþjóð yrðu svona sterk. Þeir vom almennt
óánægðir með að karlmennirnir tveir í verk-
inu „þjónuðu" konunum. Þeir koma í heim-
sókn til þeirra og reyna að gera þeim lífið
bærilegra. Þetta er mjög óvenjulegt að
minnsta kosti í Svíþjóð og Danmörku og
sumum karlleikumnum hefur þótt sér storkað
með því að vera í minni hlutverkum en kon-
urnar.
Á blaðamannafundi sem ég fór á í Dan-
mörku, þegar Krabbasvalimar voru tilnefnd-
ar til Norrænu leikhúsverðlaunanna, var einn
blaðamaðurinn reiður yfir því hvað konumar
tóku mikið pláss. Ég held að karlmönnum
sé almennt ekki sama um að við tökum mik-
ið pláss.“
Én hvernig viðbrögð hefurðu fengið þar
fyrir utan?
„Ég hef hitt fólk sem hefur sagt mér að
það hafi haft efasemdir um leikritið áður en
það fór að sjá það en hafi síðan notið þess
mjög mikið. Sjálfri fannst mér mjög gott að
skrifa það. Mér leið mjög vel og sköpunin
gekk vel.“
Nú er ekki mikil samkennd á milli kvenn-
anna þriggja. Þær virðast enga samleið eiga
og vera mjög einmana. En þessi einsemd
virðist ekkert ný í lífi þeirra.
„Ég held að við séum einmana sem mann-
til grafar, né reyna að finna ástæðuna fyrir
krabbameini. Ég ákvað að færa þær inn á
sjúkrastofnun til að skoða þær, vegna þess
að ég held að það sé mun áhugaverðara að
skoða konumar utan veggja heimilisins, þar
sem þær hafa allt annað hlutverk."
Mig langaði ekki heldur til að draga upp
neina helgimynd af þeim. Það er venjulega
svo að þegar þú sérð verk um veikar konur,
þá eru þær gjarnan fallegar, ofur viðkvæm-
ar, blíðar og angurværar. Ég hef hins vegar
aldrei séð konu fara í þannig ástand þegar
hún stendur frammi fyrir dauða sínum. Það
sem mig langaði til að sýna, er hvemig kon-
unum hrakar og hvað þær geta verið and-
styggilegar í örvæntingu sinni - því mér
finnst konur virkilega geta verið andstyggi-
legar.“
Þú talar um að karlmönnum líki ekki að
við konur tökum of mikið pláss í tilverunni.
Hvaða áhrif hefur það á konur sem leikrita-
höfunda?
„Það er mjög erfitt fyrir konur að kom-
ast áfram í þessari listgrein. Það má svo
sem endalaust tala um að það sé vegna
þess að leikhússtjórar sem flestir eru karl-
menn skilji ekki verk okkar og hugsun. En
þetta er ekki svona einfalt.
Ef ég tek sjálfa mig sem dæmi; kona og
leikskáld sem hefur áhuga á að sýna konuna
eins og hún er, þá hefur það komið fyrir
að leikkonur hafa neitað að leika í verkunum
mínum. Þær hreinlega neita að leika svona
andstyggilegar konur. Það er því miður
mjög algengt að leikkonur vilji leika sætar
konur, sem líta vel út og hafa jákvæða eigin-
leika. Mín reynsla er sú að það sé erfiðara
að eiga við leikkonur og kvenleikstjóra en
nokkurn tímann leikhússtjóra sem eru karl-
kyns.“
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 1997 7