Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Page 10
ANDLITSLYFTING í Austurstræti með hliði og staurum sem hafa mælst misjafnlega fyrir, en tilsýndar lítur þetta ekki illa út. Röð lágra, úr sér geng- inna húsa þegar kemur lítið eitt inn í götuna, er hinsveg- ar með ólíkindum á þessum stað. EFTIR GISLA SIGURÐSSON í Reykjavík hefur miðbærinn alltaf verið í Kvosinni, en meðan markverðar byqqinqar rísa annarsstaðar í borqinni oq hún þenst stfellt út hafg aðeins örfó ath^F isverð hús risið í Kvosinni á nærri 70 árum. / IGREIN eftir Hjörleif Stefánsson arki- tekt, sem birtist í Lesbók 24. mai sl. og var byggð á framsöguerindi Hjörleifs á málþingi um íslenzka byggingarlist, seg- ir svo í lokin: „Við íslendingar erum lík- lega ennþá misþroska þjóð og með það í huga vil ég fallast á að gera megi undan- tekningu frá meginniðurstöðu minni. Bæirnir okkar segja ekki satt um menningar- stig okkar“. Ef ég skil Hjörleif rétt, þá segir hann með öðrum orðum: Víst erum við menn- ingarþjóð, en það sést ekki á íslenzkum bæj- um. Parna er kannski full mikið alhæft, því undantekningar era sem betur fer til frá þess- ari reglu. En þær era því miður of fáar. Við komum að því síðar í umfjöllun Lesbókar um miðbæi, en hér verður hugað að mikilvægasta miðbænum, nefnilega í Reykjavík, sem áður en langt um líður fær það hlutverk að vera miðja í einni af menningarborgum Evrópu árið 2000. Margir hafa ugglaust tekið eftir því, að jafn- vel í tiltölulega litlum bæjum í Evrógu má oft sjá meiri borgarbrag en í höfuðborg íslands. í þessum bæjum er byggt á gamalli Evrópuhefð og þar tekst að láta gamalt og nýtt standa sam- an svo allt fellur í Ijúfa Iöð. Evrópuhefðin stendur okkur nærri, en sumum hugnast betur að bandarísku fyrirmyndinni þar sem verzlun- um, stofunum og þjónustu er dreift á stór svæði og allt miðast við einkabílinn og bfla- stæði sem ná yfir miklar víðáttur. Þegar litið er á heildarþróun Reykjavíkur á síðustu ára- tugum, virðist bandaríska fyrirmyndin hafa orðið ofaná og fyrir það líður miðbærinn í Kvosinni. Fjallað wm kolrassabrag fyrir 1 5 árum Fyrir 15 árum var umfangsmikil umfjöllun hér í Lesbók um miðbæ Reykjavíkur og máls- metandi fólk var að því spurt, hversvegna miðbær höfuðstaðarins væri svo dapurlegur. Menn höfðu ýmis svör við því, en enginn mót- mælti því, að hann væri dapurlegur og með „kotrassabrag“ eins og stóð í greininni. Síðan er að vísu búið að byggja ráðhús, ágætlega teiknað og fallegt hús, sem mér og mörgum öðrum þykir svo illa í sveit sett að það geti ekki orðið sú skrautfjöður í hatti mið- bæjarins sem ráðhús eru gjarnan í borgum, til dæmis í Osló, Kaupmannahöfn og Stokk- hólmi. Allt ber að virða sem vel er gert. Hluti Kvosarinnar er fallegi-a og vistlegra umhverfí en var fyrir 15 áram. Hún er litríkari; það ber meira á trjágróðri og Kvosin er áhugaverðari en áður var, meðal annars vegna þess að bæði hún og næsta nágrenni eru mun auðugri af kaffihúsum og annarskonar veitingahúsum. Reyndar of auðug er nú sagt, og öðravísi mér áður brá. í fyrrnefndri umræðu fyrir 15 árum var gjaman vikið að því, að umfram allt vanti í miðbæinn bari og veitingahús; eitthvað sem dragi að fólk, eitthvað fleira en verzlanir og banka. Nújæja, þessu fólki sem svaraði spurningu Lesbókar fyrir 15 árum hefur heldur betur orðið að ósk sinni. Nú heyrast þær raddir að þar þurfí að koma í veg fyrir frekari fjölgun öldurhúsa og þeir fáu sem búa í Kvosinni hafa kvartað sárlega yfír hávaða frá börum og skemmtistöðum að næturlagi. Það er jafnvel farið að tala um miðbæinn sem „búlluhverfi" og þá jafnframt að allnokkur hætta fylgi því að vera þar síðla á ferli. Engum getur þótt það góð þróun. Vanda- málið er þó varla of margt fólk, heldur of mik- ið fyllirí. Ekki er við slíkt unandi og eitthvað hlýtur að verða gert áður en borgin tekst á hendur það mikilláta hlutverk að vera ein af menningarborgum Evrópu árið 2000. Vanda- mál næturlífsins eru þó óviðkomandi því sem hér er til umræðu, nefnilega útliti miðbæjar- ins. Eins og venjulega er skammt öfganna á milli hjá okkur. Aður en ölkrár, kaffí- og veit- ingahús sprattu upp í þeim mæli sem nú er orðið, var gjarnan talað um þennan dapurlega og dauða miðbæ, þar sem ekki sæist hræða eftir lokunartíma þeirra fáu verzlana sem eft- ir voru í Kvosinni. En jafnframt því sem börum og veitinga- — FEGURRA umhverfi en áður: Víst hefur sumstaðar verið tekið til hendi,« húsum hefur fjölgað, hefur verzlunin yfirgefið miðbæinn. Og það er eitthvað bogið við hvem þann miðbæ höfuðborgar sem verzlunin flýr. Veitingarekstur og skemmtihús geta ekki ein og sér gert miðbæ áhugaverðan nema ef til vill að næturlagi. I miðbæjum allra alvöru borga eru glæsilegar verzlanir það sem mest- an svip setur á umhverfið. Með góðum vilja má svo sem halda því fram að neðri hluti Laugavegarins sé partur af miðbænum og að þar blómstri verzlunin. Reyndar eru breyt- ingarnar á Laugaveginum það sem bezt hefur heppnast í Reykjavík til þess að gera bæinn manneskjulegan og fallegan. Lækjartorg eg Ingólfstorg En það er Kvosin sem er til umræðu hér, sjálfur kjarni miðbæjarins. Löngum var Lækjartorg miðjan í miðjunni, en þar er frem- ur fátt sem gleður augað þó reynt hafí verið að lappa uppá torgið. Fyrr á árum, þegar þar var endastöð strætisvagna, var Lækjartorg raun- veralegur miðpunktur og stefnumótastaður. Þeirri stöðu gat Lækjartorg að sjálfsögðu ekki haldið eftir að strætisvögnum fjölgaði til muna. Mannh'f eins og flestir þekkja frá torg- um erlendra borga sést þar ekki oft að degi til, enda er Lækjartorg eins og hver önnur tregt fyrir vindinn: auðnarleg portin og vindbarið Lækjartorg, segir ungskáldið Kristján Þórður Hrafnsson í nýrri bók. Vísir að líflegu Lækjartorgi varð þó til fyrir nokkram árum, þegar fólk fékk að setja þar upp einskonar basar á góðviðrisdögum. Autt og mannlaust er Lækjartorg afskaplega grátt, en gamla húsið á horni Austurstrætis og Lækjargötu, þar sem Haraldarbúð var lengi, setur þó svolítinn lit á þetta umhverfl RÁI Vi HÆFIR MIÐBÆRINN M 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.