Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Qupperneq 16
Myndlist eyþjóóa er í brennidepli á sýningunni Islas/islands í samtímaiistasafninu í Las Palmas á Kanarí-
eyjum. HULDA STEFANSDOTTIR fjallar um sýninguna og ræóir vió sýningarstjórann, Orlando Britto Jinorio.
SAMSÝNING á myndlist ey-
þjóða, Islas/Islands, var opn-
uð í Las Palmas á Kanaríeyj-
um 16. september sl. Fulltrú-
ar íslands eru myndlistar-
mennirnir Anna Eyjólfsdóttir
og Sigurður Örlygsson. Sýn-
ingin er haldin fyrir tilstuðl-
an menningarráðuneytis og nútímalista-
safns Kanaríeyja og samtímalistasafns
Andalúsíu. Sýningin ferðast til menning-
armiðstöðvarinnar La Granja í Santa Cruz
á Tenerife og samtímalistasafns Andalúsíu,
La Cartuja, í Sevilla á Spáni, þar sem heims-
sýningin var haldin árið 1992. Þátttakendur
eru 28 frá 20 löndum, allt frá Japan til
Manhattan-eyju í New York.
Vegleg_ sýningarskrá fýlgir verkefninu
úr hlaði. í aðfararorðum sýningarstjórans,
Orlando Britto Jinorio frá Kanaríeyjum, er
greint frá tildrögum sýningarinnar sem
verið hefur í undirbúningi sl. 6 ár. Sýning-
unni er ætlað að varpa ljósi á sameiginleg
einkenni listamanna frá eyríkjum en jafn-
framt sýna fram á ólík höfundareinkenni,
verkin skyldu vera einkennandi fyrir hveija
þjóð. Orlando rekur í grein sinni þróun
myndlistar á Kanaríeyjum allt frá því að
eyjarnar heilluðu til sín hóp framúrstefnu-
listamanna upp úr 1930. Ólíkt íslandi varð
súrrealisminn mjög ríkjandi í menningu
eyja á suðurslóðum og Breton lýsti því yfir
að Tenerife eyja væri paradís súrrealis-
mans. Einkenni samtímalista er umhverfís-
listin; höggmyndir og innsetningar, Ijós-
myndir og jafnvel málverk þar sem málað
er með mold og sandi. Um Sigurð Örlygs-
son segir Orlando að verk hans gætu kom-
ið úr einni vísindaskáldsögu Jules Vemes.
Verk hans spretti sem af töfrum fram úr
ögrandi og kraftmikilli náttúru landsins í
kyngimagnaðri framsetningu þar sem mað-
urinn og vélin eru í forgrunn. Um Önnu
Eyjólfsdóttur segir Orlando að hún draga
áhorfandann inn í táknheim þar sem fram
fari samræður íslendings við hefðir og
sjálfsmynd sína sem varpi ljósi á öra þróun
menningar.
öll ntenniitg er sprottin frá
einangruóum stödum
Orlando segir að sýningunni Islas/Islands
sé ætlað að varpa fram þeirri spumingu í
hveiju munurinn á menningu eylanda
samanborið við meginlönd sé fólgin. „Eg
fullyrði ekkert í því sambandi og legg jafna
áherslu á það sem greinir að menningu
ólíkra eylanda. Sýningunni er fyrst og
fremst ætlað að vekja athygli á og skapa
umræður um eyjamenningu í víðu sam-
hengi.“ Hann segir að líta megi á öll eylönd
sem eitt svæði, menning landanna sé að
sjálfsögðu mjög ólík en sameiginleg tilfinn-
ing fyrir landsvæði einangruðu af hafí tengi
íbúa þessara landa. „íbúar eyja hvort sem
er í suðri eða norðri skynja umhverfíð á
svipaðan hátt. Það vefst ekki fyrir íslend-
ingi og Kanaríbúa að ræða um sérkenni
eyjamenningar en íbúar á meginlandi gætu
aldrei sett sig inn í þennan hugarheim,"
segir Orlando. Eyjan er algengt tákn í skáld-
skap sem óræður heimur þar sem náttúran
ríkir öllu ofar. „í gegnum söguna hefur
fólk sest að á þessum dularfullu og einangr-
uðu stöðum og byggt upp sína eigin menn-
ingu sem síðan hefur smitað út frá sér til
annarra samfélaga. Öll samfélög má rekja
með einum eða öðrum hætti til þróunar sem
hófst á einangruðum stað og breiddist svo
út.“ Manhattan lítur Orlando á sem tákn-
ræna eyju. Þar sameinist ólíkir menningar-
heimar í ólgandi suðupotti og margir lista-
mannanna sem taki þátt í sýningunni fyrir
hönd sinnar eyju búi og starfi í New York.
„Manhattan er í senn eyja og meginland,
eyja og heill heimur, upphaf og endir. En
þó að Manhattan sé alger miðpunktur þá
á öll menning sér rætur á einangruðum
stöðum og á hveijum degi verður til nýr
menningarheimur sem getur af sér ný und-
ANNA Eyjólfsdottir synir Rosir a Islas/lslands. Verkin eru fra syningu hennar i Geroarsafni i Kopavogi.
Hafió lykill eyþjéóar
aó heiminum
Aðalsteinn Ingólfsson skrifar um ísland
í grein sem hann nefnir Opin eyja, eirðar-
leysi eyjarskeggja. Hann segir útþrána
eitt megineinkenni íslendinga. Þeim hafi
aldrei staðið ógn af hafinu heldur hafi
þeir miklu fremur litið á hafið sem lykil
að heiminum, framlengingu landsvæðis til
þess næsta. Eirðarleysi okkar leiði af sér
löngun til að drekka í sig allt það sem
heimurinn hefur upp á að bjóða, bæði er-
lendan varning sem strauma og stefnur.
Útþráin hefur komið menningu þjóðarinnar
til góða, því eins og Aðalsteinn bendir á,
er skilningur á öðrum heimum nauðsynleg
undirstaða listsköpunar. Hann tengir þetta
vissu óöryggi þjóðarsálarinnar, löngun til
að vera öðruvísi og annars staðar. Aðal-
steinn rekur landkönnunarferðir þeirra
Eiríks og Leifs og segir að enn í dag fari
meira en helmingur þjóðarinnar utan ár
hvert í leit að Vínlöndum og grænum lend-
um, - og til að sitja á sólríkum ströndum
eins og á Kanaríeyjum. Stofn íslenska orðs-
ins heimskur sé enda að finna í orðinu
heima. Þrátt fyrir öll ferðalögin og búsetu
í öðrum löndum snúa íslendingar alltaf
aftur heim. „Þeim hugnast fremur að vera
stórir fiskar í lítilli tjörn en öfugt.“
Leslur á náttúrunni
ur!
Fulltrúa íslands á sýningu eyþjóðanna
segir Aðalsteinn á margan hátt dæmigerða
fyrir íslenska samtímamyndlist. í verkum
Sigurðar Örlygssonar megi merkja erlend
áhrif frá listamönnum eins og Robert
Rauschenberg og Anselm Kiefer en einnig
ÞETTA risavaxna 340x700 cm málverk Sigurðar Örlygssonar, Vitund þjóðarinnar
EIRÐARLEYSI OG UT
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 1997