Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.12.1997, Qupperneq 7
SKAMMDEGISSVEIFLA „MEÐ þér...,“ syngur sjóarinn (Kjartan Guðjónsson) til stúlkunnar sinnar (Jóhanna Jónas) og laganna vörður tekur undir (Bergþór Pálsson). SÖNGDAGSKRÁ með lögum og textum Jóns Múla og Jónasar Ámasonar verður frumflutt á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld, laugardaginn 6. desem- ber, kl. 20.30. Dagskráin neíiiist Augun þín blá og byggist á fjór- um söngleikjum þeirra bræðra; Deleríum búbónis, Allra meina bót, Járn- hausnum og Rjúkandi ráði, en auk þess verða frumflutt nokkur lög og textar úr nýju leik- verki bræðranna sem enn er í smíðum. Samantekt og stjóm dagskrárinnar er í höndum Jóns H. Hjartarsonar leikara og rit- höfundar og hann segir að gestum verði boðið upp á rólega og hlýja skemmtun með smá sveiflu í jólastressinu. „Pemað í verkum þeirra Jónasar og Jóns Múla er í grófum dráttum ástin og athafnaþráin og út frá þess- um tveim meginstefum er dagskráin valin,“ segir Jón. Söngvarnir em tengdir með dans- atriðum og stuttum brotum úr leikverkum bræðranna. „Við viljum ylja fólki í skamm- deginu og segja þá litlu sögu sem í atriðunum felst. Auðvitað er þetta nostalgía og við leyf- um okkur hispurslaust að vera væmin og rómantísk, meira að segja talsvert væmin þar sem okkur finnst það hæfa,“ segir Jón. Listamennimir sem fram koma em söngv- ararnir Andrea Gylfadóttir, Bergþór Pálsson og Selma Björnsdóttir, dansarinn Víðir Stef- ánsson og leikararnir Jóhanna Jónas, Kjartan Guðjónsson og Theodór Júlíusson. Hljóm- sveitin er skipuð Kjartani Valdemarssyni á pi- anó og harmonikku, Gunnlaugi Briem á trommur, Sigurði Flosasyni á blásturshljóð- færi og Þórði Högnasyni á kontrabassa. Hjómsveitarstjórn og útsetning var í hönd- um Kjartans Valdemarssonar og danshöf- undur er Ástrós Gunnarsdóttir. Búningar eru eftir Stefaníu Adolfsdóttur, leikmynd gerði Steinþór Sigurðsson og lýsingu Ög- mundur Þór Jóhannesson. Hljóðstjórnandi er Baldur Már Arngrímsson og Ingibjörg Bjarnadóttir er sýningarstjóri. Söng- og gamanleikimir sem dagskráin byggist á era allir frá árunum um og eftir 1950 og útlit sýningarinnar vísar til þess tíma. Jón segir ekki mikið hafa verið samið af lögum sem henti í skemmtidagskrá sem þessa og af þeirri tónlist beri verk Jóns Múla og Jónasar vafalítið af. „Tónlist þeirra er ein sú besta sem samið hefur verið af íslenskri alþýðutónlist og ég held að þeir bræður hefðu getað náð á topp- inn úti í hinum stóra heimi hefðu þeir kært sig um það. Og þá væra þeir ekki að þessu puði hér,“ segir Jón og hlær. Þar sem dagskrá- in byggist allt í senn á djasssveiflu, dansi, söng og leik var leitað til breiðs hóps listamanna til að koma fram í dagskránni. Söngvaramir Andrea Gylfadóttir og Bergþór Pálsson eiga mjög ólíkan söngferil að baki, þó bakgrunnur beggja sé klassískur söngur. Andrea er þekkt djass- og dægurlagasöngkona en Bergþór er óperusöngvari sem hefur auk þess verið við leiklistamám í Lundúnum. „Dagskráin gerir kröfur til þess að söngvaramir geti leikið, að leikaranir geti sungið og að dansaramir geti Morgunblaðið/Ásdis „MORG verkanna era þjóðinni álíka kær og jólalögin," segir f aðfararorðum að skemmtidagskrá Borgarleikhússins byggðri á lögum og text- um Jóns Múla og Jónasar Ámasonar. F.v. Andrea Gytfadóttir, Víðir Stefánsson, Selma Bjömsdóttir, Bergþór Pálsson, Kjartan Guðjónsson, Theodór Júlfusson og Jóhanna Jónas. helst gert svolítið af hvora tveggja þó megin- þungi hvers og eins liggi á sérsviði viðkom- andi,“ segir Jón. Jón Múli segist ekki hafa heyrt af fyrirhug- aðri skemmtidagskrá Borgarleikhússins fyrr en nýverið. Hann sat æfingu á dagskránni í vikunni og er mjög sáttur við vinnu listamann- anna. Nýju sönglögin eru viðbót við leikritdð Dandalaveður sem Jónas samdi og sýnt var hjá leikfélagi Húsavíkur árið 1991. „Við bræð- umir gerðum svokallað demó með þessum lög- um ásamt Eyþóri Gunnarssyni og KK og þau komust svo í hendumar á Jóni Hjartarsyni sem umsvifalaust vildi hafa þau með í dagskrá sem hann var þá farinn að vinna að fyrir Borg- arleikhúsið,“ segir Jón Múli. „Eg lá á sjúkrahúsi og hafði ekki hugmynd um að þetta stæði til fyrr en nýverið. Eg fór hins vegar á æfingu hjá þeim í vikunni og sé ekki eftir neinu því þetta er svo fallega gert hjá þessu fólki að ég tel mig hafa náð albata!“ Ðrahms & Schubert Kammertónleikar ó Aðventu Franz Schubert (1797 -1828) Jóhannes Brahms (1833 -1897) EFNISSKRA Franz Schubert: Sónata I D-dúr fyrir fiðlu og píanó D 384 - ópus posth. 137 nr. 1 (1816) lóhannes Brahms: Sónata í A-dúr fyrir flðlu og píanó ópus 100 (1886) Franz Schubert: Sónata í a-moll fyrir klarinett og píanó "Arpegglone” (1824) Jóhannes Brahms: THó í Es-dúr fyrir horn, fiðlu og píanó, ópus 40 (1865) Flytjendur: Nicholas Milton (fiðla), Einar Jóhannesson (klarinetta), Jósef Ognibene (horn), Nína-Margrét Grímsdóttir (píanó). Hóskólabíó 7. desember kl. 20:30. Salur 2. Miðaverð 1.100 kr. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. DESEMBER 1997 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.