Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1998, Side 6
NUTIÐ FLYTJANDANS A AÐ AUÐGA, EKKI AFMYNDA JORDI Savall og Montserrat Figueras. Ljósmynd/Albert Aymamí Cantorum í Basel, og hót' að leika á viola da gamba. Þessi tegund tónlistar sem þið hjónin legg- ið stund á var samin á tilteknu augnabliki sögunnar og við tilteknar kringumstæður sem eru mjög frábrugðnar því sem er í dag. Hvernig tekst ykkur að koma þessarri tón- list til nútímaáheyranda og vera trú upphaf- legum tilgangi tónlistarinnar? Jordi: Eitt skilyrðið er þekking á þeirri tækni og stíl sem beitt var á þessum tíma, og hvað við getum tjáð áheyrendum. Tónskáldið s Itónlistarheiminum er töluð einskonar alheimstunga, eins- konar esperantó tónlistarinn- ar. Þetta er tungumál sem ekki hefur neinn persónuleika og tónlistarmaður frá Fíladelfíu leikur alveg eins og tónlistar- maður frá Bremen eða Berlín og tónlistarmaður frá Vínarborg eins og annar frá París. Allir tala sömu tungu. Við viljum fara út fyrir þetta alheimstungumál og leita okkar eigin skilnings á sér- hverjum tíma og sérhverjum stíl. Og það sem meira er, við verðum að læra að túlka tónlist- ina frá elstu nótnaritununum, frá gregorískum söng, frá miðaldatónlist, endurreisnartón- list, frá sérhverju landi og sér- hverjum tíma til þess að nálgast höfundinn og boðskap hans á viðeigandi hátt, frá réttu sjónar- horni. Grunnvillan er sú að okk- ur hættir alltaf til að bæta við þessi tónverk hlutum sem við höfum vanist á að heyra í verk- um síðari tíma. Ef þú ferð frá námi í gregórískum söng yfir í miðaldatónlist og frá henni yfír í endurreisnartónlist hefurðu möguleika á að skilja til hlítar gildi sérhvers skrefs fram á við. Við verðum að gaumgæfa nótna- blöðin án þess að blanda Brahms eða Beethoven inn í málið. Við viljum reyna að láta fólk skilja tónlist liðinna tíma eins og hún sé tónlist dagsins í dag. Tejið þið að nútímafólk skiiji og kunni að meta þessa tegund tóníisþu-? Jordi: Ég get ekkert staðhæft um það, en ef svo væri ekki hefðu ekki selst 700.000 eintök af geisladiskinum með tónlistinni úr Tous le Matins du Monde, né heldur tugir þúsunda eintaka annarra diska sem við höfum gefið út. Það kæmu ekki heldur þúsundir ungra sem aldna á tónleika okk- ar hér í Barcelona og víðs vegar um heiminn. Þetta er ekki bara persónuleg skoðun mín, heldur er þetta eitthvað sem hægt er að færa sönnur á. Við það að endurheimta forna tónlist ríkir mikil sköpunargleði vegna þess að fólk þarf að uppgötva það sem tilheyrir sögu okkar. Þjóðfélag sem ann ekki fortíð sinni, rótum sínum, er deyjandi þjóðfélag. Sonur sem hefur ekki áhuga á fjölskyldu sinni, á for- eldrum sínum, er ónáttúrulegur. Ég tel það eðlilegt að þjóðfélag- ið hafi áhuga á fortíð sinni og sögu og þessi áhugi getur verið fagurkeralegs eða vits- munalegs eðlis, eða einfaldlega til skemmt- unar, hann getur komið til af mörgum or- sökum, en ég tel hann nauðsynlegan. Telur þú að vinsældir tónlistar fyrri tíma, Katalónski tónlistarmaðurinn Jordi Savall hefur nóð heimsfrægð fyrir að kynna verk gleymdra tónskólda fyrri tíma. Nú kemur hann ó Listahótíð ósamt konu sinni, sópransöngkonunni Montserrat Figueras, og Rolf Lislevand. HÓLMFRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR heimsótti þau hjón í Barcelóna. UTBREIÐSLA fornrar tón- listar tók kipp með óvænt- um vinsældum kvikmynd- arinnar Allir heimsins morgn ( Tous les Matins du Monde ), en geislaplatan með tónlistinni úr myndinni seldist í hundruðum þúsunda eintaka. Jordi Savall sá um tónlist- arval myndarinnar og hlaut fyrir það verðskuldaða viðurkenningu. Honum hefur tekist að auðga tónlistarheiminn með því að endurheimta tónverk og höfunda þeirra, sem löngu voru fallnir í gleymskunar dá. Ásamt konu sinni, sópransöngkonunni Montserrat Figueras stofnaði hann Hesper- ion XX hópinn, sem fylgir þeirri stefnu að kynna verk óþekktra höfunda og heldur ótal tónleika ár hvert. Auk þess hefur Savall stofnað hljómsveitimar La Capella Reial de Catalunya, sem flytur tónverk katalónskra höfunda frá 15. - 19. öld og Les Concert des Nations, sem flytur hljómsveitarverk frá þessu sama tímabili. Síðasta áformið sem Jordi Savall hefur hrundið í framkvæmd er stofnun eigin hljómplötuútgáfu, Alia Vox, nú fyrir skömmu, til þess að gefa út verk þessarra þriggja hljómsveita. Jordi Savall og kona hans Montserrat Figueras búa ásamt syni sínum í útjaðri Barcelona. Hvenær fenguð þið fyrst áhuga á þessari tegund tónlist- ar? Montserrat: Ég fékk hann mjög snemma. Ung að árum nam ég klassískan söng, aðal- lega ljóðrænan og kórsöng. Það eru fjölmargir tónlistamenn í fjölskyldu minni en ég hafði samt ekki sérstakan áhuga á söng fyrr en ég var 17 ára. Þá fór ég að syngja með föður mín- um, sem var viola da gamba- leikari í hljómsveit sem lék eink- um miðaldatónlist. Eftir það fór ég að hafa áhuga á þessari tón- list. 19 ára heyrði ég svo enskan kontratenór, Alfred Heller, syngja og þá upplaukst fyrir mér nýr heimur. notar sitt eigin tungumál og þar sem við skiljum það getum við yfirfært stíl hans og áform til nútímans án þess að svíkja hann, en einnig án þess að fram fari eins konar forn- leifauppgröftur. Við erum ekki að endur- heimta brot úr verkum heldur erum við að endurheimta list. Tónlist er sérstök að því leyti að sem list er hún einungis til þegar hún er flutt. I því er hún ólík myndlist, högg- myndalist og arkitektúr, vegna þess að hún er einungis til í nútíðinni þegar hún er flutt, sama á hvaða tíma hún var samin. En sú nútíð sem flytjandinn gefur frá sér á ekki að afmynda, heldur að auðga. Ef ekki er fyrir hendi þekking, virðing fyrir stílbrögðum, fyrir hugmyndum, þá er meiningin á bak við hugmyndina afmynduð. s Eg fann að þessi tegund tónlistar var eitthvað sem ég gat skilið. Það að geta blandað saman tilfínn- inganæmi og tækni. Fram að þeim tíma hafði ég ekki haft áhuga á óperum, en það breytt- ist eftir að hafa hlýtt á miðaldatónlist. Meðan ég var við nám í Schola Cantorum í Basel lagði ég einnig stund á nútímatónlist og mér fannst hún líka stórfengleg. Það er um að ræða samskonar tungumál, hægt er að flytja þessi verk á persónulegan hátt og koma með eitthvað frá eigin brjósti, en um leið virða fyrirætlun tónskálds- ins. Þessa sömu heimspeki er að finna í miðaldatónlist; þú verður að virða þekkingu þess tíma, en um leið er nóg rúm fyrir per- sónuleika söngvarans. Og þetta er það sem höfðaði mest til mín. Jordi: Frá sex til fjórtán ára aldurs var ég í skóla Escolapios munkanna í Igualada, þar sem tónlistarferill minn hófst með söng í drengjakómum eða Escolania. Þar hlaut ég kennslu í undirstöðuatriðum og var þjálfaður í notkun innra eyrans. Eftir það hóf ég nám í sellóleik í tónlistarskóla í Barcelona og ákvað að helga mig tónlistinni. Síðar fékk ég svo styrk til náms í hinum virta Schola 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. MAÍ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.