Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1998, Blaðsíða 5
NÁTTFARAVÍKUR við Skjálfanda. -BJO FOLK VIÐ SKJALFANDA FYRIR LANDNÁMSÖLD? Náttfarasagan tengist sögunni af Garðari Svavarssyni. Garðarssagan virðist helst hafa orðið til út frá nafni Garðarshólms en Náttfarasagan gæti verið vísbending um Vestmannabyggð við Skjálfandaflóa. Það má þvi giskg á að Garðarshólmsnafnið sé upprunnið við Skjálf gndaflóa, e.t.v. meðal Vestmanna sem þar hafg búið er því í sjálfu sér ekkert ósennilegt að dálítið af fólki ha.fi þegar búið í landinu fyrir land- námsöld. Á öldunum áður en víkingaöld rann upp (um 800) urðu miklar framfarir í skipa- smíðum á Norðurlöndum. Smám saman urðu skipin betri og öruggari á úthafinu. Á vissum tíma hafa þau verið nógu góð til menn gátu stundum lifað af hrakninga yfir hafið til ís- lands en ekki nógu góð til að menn legðu vís- vitandi í slíkan leiðangur eða treystu sér til baka jafnvel þótt skipið héldist heilt. Á þeim tíma eru verulegar líkur á að fólk yrði strandaglópar á íslandi. Ef það er rétt sem sagt er hér að framan að Vestmannaheitið hafi verið landfræðilegt og getað átt við bæði um norrænt fólk og kelt- neskt er ekkert eðlilegra en að landnáms- menn sem komu hingað frá Noregi seint á 9. öld hafi kallað þá Vestmenn sem voru inn- fæddir í landinu rétt eins og allt innfætt fólk í löndunum fyrir vestan Noreg. Náttfari og Vestmaður Fáeinar sögur í Landnámu má túlka sem endurminningu um Vestmenn (hér á eftir er það hugtak notað um norrænt fólk búsett á Islandi fyrir landnámsöld). Sú augljósasta er sagan af Náttfara enda er hann beinlínis sagður hafa numið land og búið við Skjálf- andaflóa áður en landnámsmenn tóku að streyma til landsins. Þetta er athyglisvert þar sem Náttfarasagan tengist sögunni af Garðari Svavarssyni. Garðarssagan virðist helst hafa orðið til út frá nafni Garðarshólms en Nátt- farasagan gæti verið vísbending um Vest- mannabyggð við Skjálfandaflóa. Það má því giska á að Garðarshólmsnafnið sé upprunnið við Skjálfandaflóa, e.t.v. meðal Vestmanna sem þar hafa búið. Nafn Náttfara er reyndar með þeim sér- kennilegri og kannski er ástæða til að efast um að þetta hafi verið mannsnafn heldur hafi sagan af honum orðið til, öðrum þræði, til að skýra nafn Náttfaravíkur þar sem hann átti að hafa búið. Það skýrir þó ekki af hverju sagnir af Náttfara eða Náttfaravík tengjast Garðari Svavarssyni eða byggð fyrir land- námsöld. Allavega virðist nafn Náttfara með einhverjum hætti tengjast Vestmönnum við Skjálfanda og virðist mega líta á hann sem fulltrúa þeirra í frásögnum Landnámu. Þegar kemur að því í Landnámu að segja frá landnámsmönnum við Skjálfandaflóa er aftur minnst á Náttfara. Þar segir að hann hafi áður eignað sér Reykjadal (það nafn náði áður einnig yfir Aðaldal) og _merkt á viðum" en verið rekinn burt af landnámsmanninum Eyvindi Þorsteinssyni. En Eyvindur var ekki eini landnámsmaðurinn í Reykjadal. Fóst- bræður tveir voru sagðir hafa numið allan Reykjadal vestan Laxár og upp til Vest- mannsvatns. Þeir hétu Úlfur og Vestmaður og ber víst að skilja það svo að Vestmanns- vatn sé kennt við þann síðarnefnda þótt það sé ekki beinlínis tekið fram. Ekkert er minnst á árekstra þeirra fóstbræðra við Náttfara Ljósmynd: Björn Rúriksson. enda þótt þeir byggi land sem honum var eignað. Örnefni kennd við Vestmenn eru ekki mörg á f slandi. Mér er ekki kunnugt um nein nema Vestmannaeyjar og Vestmannsvatn. Nafn Vestmannsvatns gæti einmitt verið önnur vís- bending um Vestmannabyggð á þessum slóð- um. I Landnámu er gefið í skyn að vatnið sé kennt við mann sem hét Vestmaður en ekki er ástæða til að taka það mjög hátíðlega. Það virðist hafa verið alsiða hjá Landnámuhöf- undum eða heimildarmönnum þeirra að búa til landnámsmenn út frá örnefnnum. Vest- maður sem Vestmannsvatn er kennt við getur hæglega verið eitt dæmið um það. Vestmaður er sérkennilegt og sjaldgæft mannsnafh. Að- eins einn annar Vestmaður er nefndur í Land- námu (ef undan er skilinn lesháttur sumra handrita á nafninu Vestmarr). Frá honum er sagt þegar kemur að landnámi Einars Þor- geirssonar. Einar er sagður hafa keypt í skipi með bræðrum tveimur sem hétu Vémundur og Vestmaður og svo sigldu þeir til íslands og námu Öxarfjörð. Bræðurnir hverfa svo alveg úr sögunni en ætt er rakinn frá Einari. Furðumargt er sameiginlegt með þessum tveimur Vestmönnum. Báðir nema þeir land í Þingeyjarþingi og báðir eru þar í félagi við aðra menn; annar með bróður sínum og hinn með fóstbróður. Frá hvorugum þeirra eru raktar ættir. í íslendingasögum er aðeins nefndur einn maður sem sagður er heita Vest- maður. Það er í Reykdæla sögu og sá Vest- maður er einnig Þingeyingur en útgefandi sögunnar er þeirrar skoðunar að nafnið sé bú- ið til út frá nafni Vestmannsvatns. Kannski má ímynda sér að þeir nafnar úr Landnámu hafi heldur aldrei verið til en sagnir hafi myndast um þá í tenglum við Vestmanna- byggð við Skjálfanda. Jafhvel mætti hugsa sér að nöfn þeirra hafi upphaflega yerið viður- nefni bróðurins og fóstbróðurins Úlfs og Vé- mundar sem hafi þá verið afkomendur strandaglópa sem landnámsmenn landnáms- aldar hafi kallað Vestmenn. Hólmorinn Ef Vestmenn hafa búið við Skjálfanda áður en landnámsöld hófst hafa þeir auðvitað gefið nöfn landslagi á því svæði sem þeir byggðu. Þeir hafa haft heiti á ám og fjöllum og að lík- indum einnig á byggðinni hvort sem hún var stór eða lítil, einn bær eða fleiri. Það er hins- vegar alveg óvíst að þeir hafi haft eitthvert nafn á íslandi öllu. Hafi þeir verið stranda- glópar er líklegast að þeir hafi ekki verið bún- ir undir landnám í nýju landi. Kannski hafa þeir haft lítið eða jafnvel ekkert búfé með- ferðis. Olíklegt er að hestar hafi verið með í fór. An hesta var landkönnun öll erfið og tímafrek og sennilega hafa menn ekki treyst sér til að sigla langar leiðir úti fyrir norðu- strönd íslands, jafnvel þótt þeir hafi haft skip eða bát, þar sem ekki nýtur verndar skerja- garðs eins og víða í Skandinavíu. Þannig er al- veg óvíst að menn hafi haft nokkra hugmynd um að landið var eyland. í raun hafa menn þá ekki gert sér grein fyrir tilvist íslands og þvi ekki gefið því neitt nafn. Fyrir þeim hefur ís- land ekki verið til _ aðeins byggðin þar sem þeir höfðu komið sér fyrir. Sú byggð hefur auðvitað heitið eitthvað í munni Vestmanna. Þegar síðari landnámsmenn komu hafa þeir eðlilega spurt Vestmenninina hvað þeir köll- uðu landið en Vestmenn hafa ekki getað svar- að með neinu öðru en nafninu á byggðinni sinni. Þeir höfðu ekkert nafn á íslandi en svarið sem þeir gáfu hafa hinir nýkomnu landnámsmenn eða a.m.k. afkomendur þeirra túlkað sem nafn þeirra á íslandi þótt það ætti í raun aðeins við um byggð Vestmanna við Skjálfandaflóa. Hvaða nafn skyldi þetta svo hafa verið? Hvað annað en Garðarshólmur? Það er nafnið á íslandi sem í sögnum tengist landnámi Náttfara í Reykjadal. En hvernig er þá hægt að koma hólmsnafninu saman við Reykjadal? Hólmur er venjulega umflotinn vatni á alla vegu. Það er þó ekki einhlítt. Stundum er hólmsheiti haft um svæði sem er nær umflotið vatni þótt eitthvað vanti á. Það á t.d. við um Vallhóim í Skagafirði. Það er því alls ekki fráleitt að svæðið á milli Laxár og Skjálfandafljóts og upp að Vestmannsvatni eða svo megi kallast hólmur. Þetta er einmitt nokkurn vegin sama svæðið og sagt er land- nám Úlfs og Vestmanns í Landnámu. En af hverju er hólmurinn kenndur við Garðar? Eða var mannsnafnið Garðar búið til út frá nafni Garðarshólms? Garðar er vel þekkt nafn á íslandi í dag og má líklega rekja það til áhuga nútímamanna á Garðari Svavarssyni þyí að áður fyrr var það nær al- veg óþekkt. I fornritum eru, auk Garðars Svavarssonar, nefndir örfáir menn með þessu nafni en allir eru þeir heldur ótrúverðugir og enginn þeirra er íslendingur. Helst kemur það fyrir í fornaldarsögum og má vel vera að höfundar þeirra hafi sótt nafnið í Landnámu. Árið 1703 hét enginn íslendingur Garðar. Á Norðurlöndum virðist nafnið koma fyrir af og til á miðöidum en erfitt er að henda reiður á því þar sem það ruglast auðveldlega saman við önnur lík nöfn eins og Gerðar eða Garður. Allavega hefur það verið örsjaldgæft. Það er því ekki ósennlegt að nafn Garðars hafi verið búið til eftir nafni Garðarshólms en þá hlýtur nafn hólmsins að hafa afbakast eitt- hvað. Líklegast er að hann hafi heitað Garðs- hólmur eða öllu heldur Garðahólmur. Síðari tíma mönnum, sem héldu að nafnið ætti við allt ísland, hefur þótt það óskiljanlegt og því gert mannsnafn úr fyrri liðnum og það hefur orðið kveikjan að sögunni um Garðar Svavarsson. í „hólminum" á milli Laxár og Skjálfands- fljóts, nálægt honum miðjum, stendur bær sem heitir Garður. Þetta er ekki mjög algengt bæjarnafn á íslandi. Til eru átta forn lögbýli sem heita þessu nafni en af þeim eru fimm í Þingeyjarþingi. Þessir fimm þingeysku Garð- ar eru: Garður í Fnjóksadal, Garður í Aðaldal (í hólmanum), Garður við Mývatn, Garður í Kelduhverfi (sem reyndar var oftast kallaður Mikligarður til forna) og Garður í Þistilfirði. Ætli það sé helber tilviljun að þetta nafn er svo algengt í Þingeyjarþingi en sjaldgæft annars staðar? Ef það er ekki tilviljun ætli það tengist þá Garðarshólma þannig að hóm- urinn sé beinlínis kenndur við Garða Vest- mannanna? Samkvæmt því mætti helst ætla að þessir Vestmenn hafi nefht bústaði sína garða en það er reyndar austnorrænn siður. A íslandi og í Noregi er stakt býli kallað bær en í Danmörku og Svíþjóð garður. Þessi mis- munur á orðanotkun austnorrnænna og vest- norrnænna manna er ævagamall, mun eldri en landnám íslands ef að líkum lætur. Getur hugsast að strandaglóparnir sem fyrst byggðu Garðarshólm (eða _Garðahólm") hafi verið af austnorrænum uppruna? Garðar Svavarsson var jú sagður sænskur að ætt og uppruna. Ætli þar sé á ferðinni fornt minni um uppruna Vestmanna við Skjálfanda? Garðar var sagður sonur Svavars en það er gott og gilt sænskt nafn en lítt eða ekki notað meðal vestnorrnænna manna. Vel má hugsa sér að það nafn tengist Garðarshólmsbyggð- inni með einhverjum hætti. Ef þessir Vest- menn hafa verið af sænskum uppruna verður skiljanlegt af hverju þeir kölluðu bústaði sína garða og þá verður nafn Garða(rs)hólms auð- skilið. En hvað ætli sænskir menn hafi verið að flækjast til íslands? Er ekki fráleitt að á 7. ? LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 31. OKTÓBER 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.