Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1998, Blaðsíða 16
ÞESSI mynd Wendy Sue Lamm frá Bandaríkjunum hlaut fyrstu verðlaun í flokknum fréttavið-
burðir, stakar myndir. Palestínumaður verður fyrir skoti frá ísraelskum hermönnum í
þann mund sem hann varpar grjóti að árásarmönnunum.
DRENGIR úr hafnaboltaliði Anderson Monarch, sem skipað er tíu og eilefu ára gömlum
svörtum krökkum frá suðurhluta Fíladelfíu, eru á mynd bandaríska Ijósmyndarans Eric
Menchers, sem varð hlutskörpust í flokki mynda úr heimi íþróttanna.
i
I
!
WORLD Press Photo-mynd
ársins er eftir alsírska Ijós-
myndarann Hocine. Kona
grætur fyrir utan Zmirli-
sjúkrahúsið, þar sem látn-
um og særðum var komið
fyrir eftir fjöldamorð í Bent-
hala í Alsír.
í FLOKKNUM náttúra og
umhverfi, stakar myndir, bar
franski Ijósmyndarinn Xavier
Desmier sigur úr býtum.
Tveir háhyrningar á eftirlits-
sundi meðfram ströndinni
bíða þess að tveir sex vikna
gamlir sæfílar stingi sér til
sunds í Suðuríshafið.
Á LÍÐANDI
Á LJÓSMYNDASÝNINGU World Press Photo
árið 1998, sem opnuð var í Kringlunni í gær, er að
finna myndir, sem óháð, alþjóðleg dómnefnd valdi
í 41. keppni World Press Photo. Keppnin er sú
stærsta í heimi og ber vitni mestum metnaði á
sviði fréttaljósmyndunar. Á sýningunni er fjallað
um forsíðufréttirnar og málefni líðandi stundar
sem og málefni á borð við náttúruna og listir.
Rúmlega milljón gestir koma á sýninguna, sem er
sett upp í meira en 35 löndum árlega. Verðlauna-
myndirnar eru birtar í bók, sem kemur árlega út
á sex tungumálum.
World Press Photo eru óháð samtök, sem ekki
eru rekin í hagnaðarskyni. Þau voru stofnuð í
Hollandi árið 1955. Helsta markmið þein-a er að
styðja og vekja athygli á störfum atvinnufrétta-
ljósmyndara um allan heim. Eftir því, sem árin
hafa liðið, hafa samtökin þróast í að vera sjálf-
stæður vettvangur fyrir blaðaljósmyndun og frjáls
upplýsingaskipti. Auk þess að setja upp þessar
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. OKTÓBER 1998