Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1998, Blaðsíða 7
Morgunblaðiö/Þorkell
AÐALSTEINN Einarsson bassasöngvari á æfingu með Selkórnum í Langholtskirkju.
verk fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit, C-
dúr messa Mozarts (Spatzenmesse) og Sálu-
messa (Requiem) eftir Gabríel Fauré. Sálu-
messa Fauré er nokkuð þekkt, en hefur sjald-
an verið flutt með heilli hljómsveit á íslandi.
Messa Mozarts er meðal stystu kirkjuverka
Mozarts og er oft nefnd Spörvamessan, vegna
tístandi fiðluhljóma í Sanctus-kaflanum. Yfir-
bragð messunnar er glaðlegt og eins og í öðr-
um messum Mozarts eru endurtekningar
stefja notaðar til að gefa verkinu heildarsvip.
Að sögn aðstandenda tónleikanna hefur C-dúr
messa Mozarts ekki verið flutt með svo stórri
hljómsveit fyrr á Islandi.Stjórnandi á tónleik-
unum er Bernharður Wilkinson og organisti
er Friðrik Vignir Stefánsson.
NY BASSARODD A
AFMÆLISTÓNLEIKUM
SELKÓRSINS
SELKÓRINN á Seltjarnamesi,
ásamt Sinfóníuhljómsveit ís-
lands heldur tónleika í Lang-
holtskirkju í dag klukkan 17 í
tilefni 30 ára afmælis kórsins.
Tónleikamir em tileinkaðir
minningu frú Guðrúnar Katrín-
ar Þorbergsdóttur fyrrverandi
forsetafrúar og áður bæjarfulltrúa á Seltjam-
arnesi.
Einsöngvaramir em Þuríður G. Sigurðar-
dóttir sópran, Alina Dubik alt, Snorri Wium
tenór og Aðalsteinn Einarsson bassi. Aðal-
steinn hefur verið búsettur í Bandaríkjunum
við nám og störf í söng frá 1989 og hefur ekki
komið fram á tónleikum hér á íslandi síðan
1990.
Aðalsteinn lauk 6. stigsprófi frá Söngskól-
anum í Reykjavík 1989 og lauk síðan BA prófi
í söng frá Tónlistarháskólanum í Bloomington
Indiana í Bandaríkjunum 1992. Aðalkennari
hans var Roy Samuelsen. Hann lauk masters-
prófi í ópemsöng frá tónlistardeild háskólans
í Maryland 1995. „Eftir það fór ég á flæking í
1-2 ár og fór um Þýskaland og söng mikið fyr-
ir í óperuhúsum," segir Aðalsteinn. „Þegar ég
kom til baka til Bandaríkjanna hélt ég tón-
leika í Washington og söng í litlum óperuhús-
um þar í kring. Eftir það fór ég og hóf dokt-
orsnám í söng við Bloomington tónlistarskól-
ann. Þetta er mjög langt og strembið nám, ein
6-7 ár, og mjög kostnaðarsamt. Ég fékk fullan
námstyrk frá skólanum til eins árs og nýtti
mér hann en hef nú tekið hlé á frekara námi.
Aðstæður í Bloomington em á heimsmæli-
kvarða, óperaleikhúsið er gríðarlega gott og
ég tók þátt í einum sex ópemuppfærslum á
síðasta ári. Það var mjög góð reynsla."
Aðalsteinn segist vera kominn út á markað-
inn aftur og byrjaður að þreifa fyrir sér. „Ég
hef verið að syngja í ópemhúsum og á tónleik-
um í kringum Washington en ég er búsettur í
Maryland sem er á þeim slóðum." Aðalsteinn
hefur fengið ágætar umsagnir um söng sinn
og segist bjartsýnn á framhaldið. „Það tekur
tíma að koma sér áfram en tækifærin eru
mjög mörg þó margir séu um hituna.“
Á efnisskrá tónleikanna í dag era tvö stór
GAMALT OG NYTT
í DÓMKIRKJUNNI
TVENNIR tímar mætast á
tónleikum í Dómkirkjunni á
sunnudag. Flutt verða verk
eftir meistara barokktímans,
Purcell, Telemann óg Hándel, og
frumflutt verk íslensku tónskáld-
anna Þorkels Sigurbjörnssonar og
Hildigupnar Rúnarsdóttur. Fram
koma Brynhildur Ásgeirsdóttir
semballeikari, Hallfríður Ólafsdótt-
ir þverflautuleikari, Sigurður Hall-
dórsson sellóleikari og Þórann
Guðmundsdóttir sópransöngkona.
Tónleikarnir hefjast kl. 17.
Tónleikamir em liður í tónlistar-
dögum Dómkirkjunnar og segir
Þórunn Guðmundsdóttir hópinn
hafa gengið út frá verkum fyrir
sembal við val á efnisskrá en Dóm-
kirkjunni var einmitt gefinn semb-
all á siðasta ári.
Hugur Þómnnar stóð strax til
þess að flytja íslenskt efni í bland
við erlent á tónleikunum. Fann hún
fljótt verk Hildigunnar Rúnars-
dóttur við Passíusálm nr. 45 sem
meðal annars er samið fyrir semb-
al. „Mér leist strax vel á verkið en
hafði á orði við Hildigunni að gam-
an væri að flytja annað verk líka.
Það átti hún ekki en kvaðst tilbúin
að semja nýtt verk fyrir okkur -
sem hún og gerði. Er það úr 11.
Passíusálmi og verður fmmflutt á
sunnudag."
Svipaða sögu má segja af þjóð-
lagaútsetningunum þremur eftir
Þorkel Sigurbjörnsson, fyrir sópr-
an, flautu og selló, sem fmmfluttar
verða í Dómkirkjunni. „Ég minntist
á þessa tónleika við Þorkel og
spurði hvort hann ætti eitthvað fýr-
ir þessa samsetningu. Það átti hann
ekki en kom með þetta fáum dög-
um seinna," segir Þórunn en lögin
em af trúarlegum toga, svo sem
nöfnin gefa til kynna, Guð gaf mér
eyra, Hvað flýgur mér í hjarta
blítt? og Einn Guð í hæðinni.
Enska tónskáldið Henry Purcell
rammar inn tónleikana en í upphafi
og við lok þeirra verða flutt lög eft-
ir hann. „Ég hef lengi haft áhuga
fyrir Purcell enda er hann alveg
stórkostlegt tónskáld og hefur í
raun verið fluttur alveg ótrúlega
lítið ef horft er til þess hve mörg
góð verk hann samdi um dagana,“
segir Þórann og bætir við að lögin
séu bæði í léttari kantinum, um ást-
ina og gleðina, og af alvarlegri
toga. Eitt er til dæmis eintal geð-
sjúkrar konu. Þá er trúarleg Ijóð að
finna á efnisskránni, meðal annars
lýkur tónleikunum á kvöldsálmi.
Ennfremur verða flutt á tónleik-
unum Fantasía fyrir einleiksflautu
eftir Georg Philipp Telemann og
kantatan Nell dolce dell’oblio eftir
Georg Friedrich Hándel.
Morgunblaöið/Þorkell
BRYNHILDUR Ásgeirsdóttir, Þór-
unn Guðmundsdóttir og Sigurður
Halldórsson koma fram á tónleik-
unum f Dómkirkjunni ásamt Hail-
fríði Ólafsdóttur.
SIGURJÓN ÓLAFSSON
í ÖLLUM SÖLUM
, HAFNARBORGAR
IHAFNARBORG hafa allir sýn-
ingarsalir verið teknir undir um-
fangsmikla yfirlitssýningu á
verkum Sigurjóns Ólafssonar
myndhöggvara. Sýningin verður
opnuð í dag kl. 16 og verða þar verk
allt frá æskuverkum og fram á síð-
ustu æviár Sigurjóns.
Sýningin er samstarfsverkefni
Listasafns Sigurjóns Ólafssonar í
Laugamesi og Hafnarborgar,
menningar- og listastofnun Hafnar-
fjarðar, og er í tilefni þess að í ár
era níutíu ár liðin frá fæðingu
myndhöggvarans, en hann lést árið
1982. í Laugamesi hafa verið sett
upp verk frá síðasta aldursári Sigur-
jóns.
Á sýningunni gefst tækifæri til að
skoða á einum stað allan feril þessa
frjóa og fjölhæfa myndhöggvara og
sjá hvernig list hans þróast af einu
skeiði á annað. Á sýningunni verða
bæði fullunnin verk og frammyndir
sem Sigurjón gerði að stærri verk-
um og útilistaverkum, teikningar og
skissur, auk ljósmynda, segir í
fréttatilkynningu.
Hafnarborg er opin alla daga
nema þriðjudaga frá kl. 14-18. Sýn-
ingin mun standa fram á Þorláks-
messu.
giæpur
„ 0G
refsing
heimsbókmeriíitir
Fjórar af perluih
heimsbókmenntanná
sem hafa veri^
ófáanlegar um skeið
i
fást nú aftur á mjög
hagstæðu verði!
aðeins
/1.980 kr..
/2 480 kr.
1
Mél og monnlng
aoelns
/1.980 kr..
aðelns
/1.980 kr..
FOR.LAGIÐ www.mm.is
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. OKTÓBER 1998 7