Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1998, Blaðsíða 10
+ m miD HVERFUM aftur til mið- ^m ^f alda. Um afkomendur ^^ K Eyfröðar landnámsmanns í ^^ B Tungu er ekki getið en eitt- ^^ K hvað fyrir árið 1000 býr þar ^k^F höfðinginn Ásgrímur Elliða- yK grímsson. Sá var Mosfelling- ? ur að ætterni, afkomandi Ketilbjarnar hins gamla og systursonur Giss- urar hvíta. Svo mikils var Asgrímur metinn að til hans leitaði Njáll á Bergþórshvoli eftir kvonfangi handa Helga syni sínum og var Þór- halla dóttir Ásgríms fóstnuð honum. Má vera að brúðkaupsveizlan sú hafi verið fyrsta stór- veizlan í Tungu, en ekki sú síðasta. Góð vinátta var með þeim Njáli og Ásgrími í Tungu og var að vonum að Ásgrímur tæki nærri sér lát Njáls og Berþóru, Helga tengda- sonar síns og bræðra hans. Það var sérkenni- leg uppákoma sem lýst er í Njálu, þegar Flqsa á Svínafelli datt í hug að „troða illsakir" við Ás- grím með því að koma við í Tungu með fjöl- mennt fylgdarlið á leið sinni til þings. Það sýn- ir ófrávíkjanlega kröfu um gestrisni, að þótt Ásgrímur ætti harma að hefna lét hann setja upp borð og bera fram mat. Annað hefur ekki þótt sæmandi. En honum var ekki skemmt og dreyrrauður sat hann meðan þeir átu og gerði svo heldur tilþrifalitla tilraun, er færi gafst, til þess að höggva í höfuð Flosa með bolöxi. Nú hljóðnar sagan, ár og aldir líða. Á síðari hluta 12. aldar er Tunga enn í eigu og ábúð manna af kyni Haukdæla. Þeir höfðu þá gefið Haukadal uppá bátinn sem höfðingjasetur og metið meira að búa miðsvæðis í héraðinu þar sem auðveldara var að fylgjast með manna- BRÆÐRATUNGA, útsýni til bæjarins frá kirkjunni. Fjær sést Vörðufell. GÍSLI SIGURDSSON TÓK SAMAN Vegna tengsla við Skálholt varo Bræðratungg þrívegis vettvangur harmsögulegra atburoa og þgr sat hver stór- Ljósmyndir:Lesbók/GS. SKIRNARFONTUR í Bra predikunarstóll með het ingum eftir Greti höfðinginn frá Ásgrími Elliðagrímssyni og Gissuri Þor- valdssyni til Magnúsar lögmanns sem var svo gjafmild- ur ao hann hélt uppi mörgum fátækum heimilum. ferðum og liðssafnaði. Bræðratunga og Hruni urðu fyrir valinu í þessu augnamiði; bjó Magn- ús sonur Gissurar Hallssonar í Haukadal í Tungu, „átti þar bú gott og gagnauðigt", en Þorvaldur bróðir hans settist að í Hruna skömmu fyrir 1200. Um líkt leyti er getið mik- ilfenglegrar veizlu í Tungu, þegar Sighvatur Sturluson gekk að eiga Halldóru Tumadóttur frá Svínafelli. Sturlungum þótti langt að ríða austur í Öræfi, en Magnús Gissurarson bauðst til að halda veizluna og veizlugestir að austan og vestan mættust þar á miðri leið. Enn líður nærri hálf öld. Gissur Þorvaldsson situr þá í Tungu eftir víg Snorra Sturlusonar; þykir víst að hann hafi þá búið þar stóru búi, verið mannmargur og haft um sig vörð. Vegna víðsýnis gátu fáir bæir á landinu hentað eins vel manni sem átti sér ills von og varð að hafa auga með mannaferðum og liðssafnaði. Á hlið- stæðum stöðum í Evrópu reistu slíkir menn rammgera kastala, en ekkert bendir til þess að Gissur hafi látið byggja virki á bæjarhæðinni. Enn er veizla í Tungu; Gissur hefur boð inni á jólum, en ekki einu sinni í mannfagnaði á jólahátíð er friður og nú varð að bregðast skjótt við. Njósnarar báru boð um að Órækja Snorrason væri á leiðinni að vestan með lið og Gissur hefur talið sig vanbúinn til að mæta því. Viðbrögð hans voru þau að bera allt fémætt í kirkju, en sjálfur reið hann í Skálholt og bað biskup ásjár. Virðist Órækja hafa elt hann þangað, því bardagi varð í Skálholti, en biskup gat stöðvað vopnaglamur. Eftir að Gissur var orðinn jarl, sátu menn af kyni Haukdæla enn að búi í Tungu en stórvið- burðalaust var þar tvær næstu aldirnar og rúmlega það. Þá birtist á árinu 1495 fram úr rökkri sögunnar sú kona er Solveig hét og var dóttir Björns Þorleifssonar rfka. Þessi kona, sem gift var Páli Jónssyni á Skarði á Skarðs- strönd, er þá eigandi Tungu og gefur hana son- um sínum, Þorleifi og Jóni. Telja menn að til þeirra megi rekja upphaf þess að jörðin var nefnd Bræðratunga. Frændi þeirra bræðra, Guðni í Ögri, erfði jórðina og gaf hana Helgu dóttur sinni 1502. Hún var gift þekktum manni, Torfa sýslumanni í Klofa. Sonardóttir þeirra, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, átti Tungu síðar og bjó þar með manni sínum, Þormóði frá Sturlu-Reykjum. VI Sextánda öldin var róstusöm og náði sá ófriður hámarki með aftöku Jóns Arasonar og sona hans 1550. Áratugi áður gerist sá atburð- ur að Guðrún dóttir Gottskálks Hólabiskups flúði frá Skálholti að Bræðratungu. Harmsaga Guðrúnar var sú, að hún var heit- bundin Gissuri Einarssyni þegar hann sigldi utan til biskupsvígslu, en á meðan varð hún ástfangin af kirkjuprestinum í Skálholti og barnshafandi af hans völdum. Að vísu varð ekki annað eins drama og öld síðar hjá þeim Daða og Ragnheiði, en svo mik- ið var víst að Guðrún sá það ráð vænst að fara frá Skálholti um vorið þegar von var á Gissuri heim. Guðrúnu og prestinum var ekki skapað nema að skilja og þetta ástarævintýri varð ein- ungis honum til ógæfu því bræður Gissurar hálfdrápu hann þegar heitrofið varð ljóst. Guðrún átti aftur á móti athvarf í Tungu og þar eignaðist hún þríbura. Þeir dóu allir. í þá daga er vísast að það hafi verið túlkað sem réttlátt straff hins æðsta dómara. Gissur hefur án efa séð eftir biskupsdótturinni frá Hólum; að minnsta kosti vildi hann fyrirgefa henni. Hún hafnaði því góða boði; varð ein eftir með sorgir sínar. Konan sem átti að verða biskups- frú í Skálholti, en hrasaði, hafði hljótt um sig í Tungu og líklega varð enginn til að biðja henn- ar. Um ævi hennar eftir þetta er fátt vitað. Árið 1617 keypti Gísli lögmaður Hákonarson Bræðratungu og fluttist þangað frá Klofa. Þar var kominn höfðingi sem hæfði staðnum: „rík- í KIRK frægai um og mæti Si HOFÐINGJAR OG HARM 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. OKTÓBER 1998 +

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.