Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1998, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSEVS ~ MENNEVG LISTIR 42. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI SIGURÐUR EINARSSON Vestmenn og GarSarshólmi er heiti greinar eftir Axel Kristinsson og segir hann í upphafi að Garðarshólmi sé undarlegt nafn á stóru landi og leiðir lfkur að því að nafngiftin eigi við afmarkað svæði og þá sérstaklega það sem ár í Aðaldal mynda. Vestmenn - svo var nefnt allt fólk vestan Noregs og það fólk var sennilega á íslandi í allnokkrum mæli fyrir aðalland- námsbylgjuna. Náttfarasagan gæti verið ein vísbendingin um Vestmannabyggð við Skjálfanda. BræSratunga á fyrri öldum í síðari greininni um Bræðratungu er fjaliað um kunna ábúendur, allt frá Asgrími Elliða- Grímssyni sem sagt er frá í Njálu. Þar er sagt frá flótta Guðrúnar Gott- skálksdóttur frá Skálholti að Tungu, brúð- kaupsveizlunni miklu þegar Gísli lögmaður Hákon- arson í Tungu gifti dóttur sína Hólabiskupi og vandræðagangin- um sem upp kom við bónorðið. Þar er sagt frá matrónu Helgu Magnúsdóttur sem varð ein aðal- persónan í harmleik jómfrú Ragnheiðar í Skálholti og ógæfumanninum Magnúsi Sig- urðssyni, júngkæranum í Bræðratungu. StærðfræSafélag í hálfa öld. Greinin er eftir Jón Ragnar Stef- ánsson dósent og þar er minnzt stofnunar íslenzka stærðfræðafélagsins 1947 og nokk- urra þekktra stærðfræðinga svo sem Olafs Daníelssonar, Leifs Ásgeirssonar og Vil- hjálms Ögmundssonar, sem var bóndi vestur á Skógarströnd. Isinn I greinaröð í tilefni af ári hafsins skrifar Ari Trausti Guðmundsson um ísinn sem er ekki bara kaldur klaki, heldur óaðskiljanlegur hluti norðurslóða. Þar eru 3 milljónir rúm- kflometra af ís og allur sá ís er ótrúlega fjöl- breyttur og varðar alla jarðarbúa miklu. Fréttal |osmyn dii hvaðanæva úr heiminum eru á sýningu World Press Photo sem opnuð hefur verið í Kringlunni. Getur þar að líta myndir sem óháð alþjóðleg dómnefnd valdi í 41. keppni World Press Photo. Keppnin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. FORSfÐUMYNDIN: RAUTT DRA/v\A, málverk eftir danska mólarann Egil Jacobsen, 1910-1998, en hann var einn af Cobra-málurunum. Þess er minnst nú að 50 ór eru síðan Cobra-listhópurinn kvaddi sér hljóðs en í honum voru einkum danskir og hollenskir málarar. GESTUR I HEIMAHÖFN - BROT- Ég er allsstaðar gestur í heímahöfn, því heimurhm er minn gangnakofi, mitt gönguskarð mitt gjábakkaskjól. Gestur og heima - sem glaður kemur ogglaðurfer, á hér fáein spor - og stundarlangt strit undir stjörnum og sól. Ég er allstaðar gestur - undir ásýnd hvers dags frá árdegisstund er ég samferða öllum tíl sólarlags inn í sökkviblund, geng heimamaður um tún og torg og tala hvert mál, því mín er hver gleðí, mín er hver sorg ímannlegri sál. Ég er allstaðar heima - í ásýnd hvers lands • birtist ættarjörð mín, sem heilsar mér gestí í máli hvers manns, sem mælir og er, Og hvar sem er, undir himni hvers lands er vor heimur og sól vor gangnákofi, vort gonguskarð vort gjábakkaskjól. Séra Sigurður Einorsson í Hoiti, 1898-1967, varð landskunnur sem útvarpsþuiur, síðar dósent við Háskóla fslonds og síðast sem prestur í Holti undir Eyjafjöllum. Aldarafmaelis hans var minnst i sfðustu viku, en Sigurður kvaddi sér hljóðs sem skáld 1930 með rót- taekum tjóðum en snerist síðar gegn skoðanabræðrum sinum. RABB ÞEGAR allar hvalstassjónir, sfld- arstassjónir og önnur stórvirki voru horfin af Seyðisfirði í gamla daga þá héldu íbúarnir samt áfram að vera fínir menn og ráða yfir verslunum og ganga með stífan flibba í burst> uðum skóm. En undirstöðuat- vinnuvegur var enginn að bera þetta og gár- ungarnir sögðu að þeir lifðu af því að selja hver öðrum skósvertu og stívelsi. Sagt er að bráðlega verði um sjötíu pró- sent af framleiðslu hinna tæknivæddu vest- rænu þjóða framleiðsla á ýmiss konar upplýs- ingum sem fólk muni safna, búa til og senda hvert öðru eftir ótölulegum margmiðlunar- leiðum fram og aftur um víðan völl. Spáð hef- ur verið að drjúgur hluti þessarar framleiðslu verði upplýsingar um upplýsingaframleiðsl- una sjálfa og um aðferðirnar við að dreifa þessum upplýsingum og finna þær. Þetta er strax byrjað. Annar hver strákur á nettengda tölvu, hlaðna óteljandi forritum, möguleikum sem þeir komast raunar aldrei til að nota. Mörgum manninum brá hér um árið þegar virtur, hámenntaður ráðherra ísraela lýsti því yfir, sallarólegur og yfirvegaður, að allt að tuttugu prósent ungra manna og kvenna yrðu, á íhöndfarandi tímum, að sætta sig við að fá enga vinnu og lifa lífinu án vonar um að fá hana nokkurn tíma. Hvortveggju þessara tíðinda hefðu feðrum okkar þótt óhugsandi þegar þeir voru á svip- uðum aldri og við erum nú. „Skárri er það nú andskotans vitleysan," hefðu þeir sagt og hn- ussað í olnbogabótina. Sumir hlegið að bull- inu. I þeirra augum var það eitt framleiðsla sem uppfyllti einfaldar þarfir fólks, að fram- leiða hluti sem gögnuðust fólki til að komast af. Þessir hlutir voru fyrst og fremst matur til næringar, hús og föt til skjóls, skip, vélar og verkfæri til að auka framleiðsluna. Allt annað kölluðu þeir vitleysu, skiptu gjarnan „FRAMLEIÐSLAN OG VITLEYSAN" athöfnum mannanna þannig með hreinni og skýrri línu í tvennt; framleiðslan annarsvegar og vitleysan hinsvegar. Og líf án atvinnu, án stöðu, án hlutverks í framleiðslunni hefðu þeir ekki getað hugsað sér skelfingarlaust. En við getum ekki hlegið. Okkur dugir ekki að hnussa. Staðreyndin blasir við. Við verð- um að venja okkur við tilhugsunina. Fimmt- ungur manna verður að finna sér tilgang, hlutverk og mikilvægi í einhverju öðru en að hafa atvinnu og framleiðslan að hætti feðra okkar fyrir aðeins þrjátíu til fjörutlu árum er orðin að miklu leyti óþörf og að öðru leyti til bölvunar. Það er of mikið byggt, of mikill matur framleiddur, of mörg skip, of margir traktorar. Allt er um of. Ruslahaugar hrann- ast upp. Samt er efhahagslífið og viðskiptaheimur- inn þannig samansett galdravél sem getur ekki haldist við nema stækka. Framleiðslan verður að vaxa, eins þótt enginn þurfi að kaupa hana þá verður að selja hana og það verður að verða um tíu prósenta verðmæta- aukning í henni á ári hennar sjálfrar vegna hvað sem líður þörfum fólks fyi'ir hana. Ann- ars kemur ekki arður, engir vextir. Enginn hvati til áframhalds, sem að sínu leyti knýr fram meiri þenslu, stækkar haugana. Margur hefur af þessu þá tilfinning að hann sé staddur í óstöðvandi hringiðu og fari sífellt með auknum hraða eftir því sem hringjunum fjölgar og nær dregur núllpunkt- inum í miðjunni; svelgnum. Hann leggur árar í bát og tekur báðum lófum fyrir augun. Aðr- ir róa af kappi - í sömu átt. Það er eklii iaust við að maður verði lasleg- ur af að hugsa um þetta. Sem betur fer er sterkur meirihluti fyrir því að hugsa ekki slíkar óhollar hugsanir. Hann bregst við að- stæðum ósjálfrátt, lætur sér nægja að taka þátt í leiknum á meðan hann endist, heila- brotalaust og heldur því góðri heilbrigði þrátt fyrir allt, - hittir ef til vill alltaf að endingu á skástu útgönguleiðina, a.m.k. einhverja. Ein- hverjir. Mönnum sem fyrrum unnu hörðum hönd- um við framleiðsluna, gjarnan við nokkurt harðræði, í illviðrum við harðan kost, keyptu sér skó á tveggja ára fresti og gengu þá niður úr sólanum, - þeim getur ofhasað að horfa upp á öll þau kaup sem fólk gerir á okkar dögum og segist þó ekki hafa „mannsæmandi laun". Unga stúlku kannast ég við. Hún er í skóla og hefur engar tekjur, mamma hennar litlar. Samt á hún tuttugu pör af íþróttaskóm. Hún stundar engar íþróttir og hefur auðvitað engan tíma til að ganga á öllum þessum skóm, hvað þá slíta þeim. En hún getur ekki að sér gert greyið, segir mamman og brosir vorkunnsamlega; alltaf þegar kemur eitthvað nýtt, eitthvað ferskt, eitthvað meira „cool" þá bara verður hún að kaupa! Sjálfsagt á hún einhversstaðar pabba sem lítið ber á, sjálf- sagt ömmu, jafnvel tvær. Einhver hlýtur að þurfa að beygja bakið til að halda þessu blómlega viðskiptalífi hennar gangandi. Kannski er hún á námslánum. Hún er ekki ein í þessum leik. Jafnaldrar hennar taka flestir virkan þátt. Einnig þeir sem eldri eru. Heimska, segir þú. Það er ekki víst. Hver veit nema þetta sé hin ósjálfráða viska, æðri rökréttri hugsun, sem ævinlega ræður ferð, rétt eins og hjá spörfuglunum sem fljúga í flokkúm, sveiflast lfkt og fáni í vindi í loftinu; þá til hægri þá til vinstri, þá upp og síðan niður og enginn virðist hugsa fyrir flokknum eða nein skynsemi sjáanleg sem stjórni þessum sviptingum. Án efa fjúka heilu flokkarnir á haf út. En einhverjir kom- ast af. Fyrir einhverjum árum var allt að fara í rúst vegna fáránlegra fjárfestinga, dýrra gæluverkefna, kjánalegrar trúar á hressileik og bjartsýni og opinbers hráskinnaleiks með peninga. Þá var allt í einu brugðist við hart: „Þetta gengur ekki, það þarf aðhald! Spara spara." Allir fóru í það. En það gekk ekki heldur. Allt ætlaði að standa fast. Kreppa, kreppa. Uns einhver sagði: „Þetta krepputal þýðir ekki neitt! Það er góðæri!" Og allir fóru í það. Nú er byrjuð þensla á ný. Hættumerki á lofti. Ný offramleiðslubylgja. Stækkandi haugar. Vaxandi eitraður útblástur. Minnk- andi auðlindir. En er þá ekki bara talsvert vit í vitleysun- um tveim sem hér í upphafi voru nefndar? Að stór hluti fólks verði að finna sér annan til- gang í lífinu en vinnu og framleiðslu og að framleiðslan þurfi að snúast um eitthvað ann- að en vöru eins og skó, hús og framleiðslu- tæki, eins og til dæmis hugmyndasmíð, hug- vitsframleiðslu, það að búa til upplýsingar og selja þær hver öðrum? Margmiðlun, tölvudót. Kannski einmitt best að þessi söluvara leiði ekkert af sér, að hún snúist einvörðungu um sjálfa sig qg geri ekkert gagn. Sé einungis söluvara. Osjálfrátt finnur hver maður, full- orðnir ekki síður en unglingar, að allt heila móverkið snýst um það að eitthvað seljist, sama hvað. Og upplýsingar eru góðar að því leyti að þær taka lítið pláss í húsum manna, á lagerum og ruslahaugum. Umbúðir utan um þær geta verið sama sem engar. Útblástur hverfandi. ,Auðlindin" óþrjótandi. EYVINDUR ERLENDSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. OKTÓBER 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.