Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1998, Blaðsíða 9
AUÐVELDARA er að vinna við upphækkuð beð. Blandaður gróður tryggir fjöibreytta uppskeru. bækur um hönnun nytjagarða. (Á bókasafni Sólheima t.d.: Bill Mollison: Permaculture, Kourik: Designing and Maintaining your Edi- ble.) Húsið - jarðvegur f jölskyidunnar Vistmenning gerir ráð fyrir að mannabú- staðir séu úr náttúrulegu hráefni og endurnýt- ing eldra húsnæðis miðast við orkusparnað, ræktun og heilsusamlegt efnisval úr stað- bundnu auðfengnu hráefni en einnig virðingu gangvart byggingarhefðum hvers svæðis. Þannig hafa verið gerðar tilraunir með að byg£Ja úr heyböggum í Bandaríkjunum (The Farm) og staðfengnum leir. í Skotlandi er hlaðið úr grjóti en timburhús að skandinav- ískri fyrirmynd eru þó áberandi í sjálfbærum samfélögum (Findhorn, Skotlandi). Þess er gætt að fella húsið að garðinum og byggðina að landslaginu. Húsin eiga að vera hönnuð til ræktunar, jafnt og söfnun regnvatns, einangr- uð með náttúrulegum efnum og veita jafnt mönnum og villtum dýrum skjól - t.d. eru sett fuglahús ofan við ræktunarbletti til að dritið lendi þar sem það nýtist til að halda jarðvegn- um frjósömum! Kræklóttur viður úr nærliggj- andi skógum verður að frumlegum húsgögn- um. Þetta gefur ákveðinn heildarsvip sem hægt er að útfæra bæði smekklega og aðlað- andi og á ekkert skylt við búhokur fátæklinga til forna. Efnið er notað með reisn og hug- kvæmni. Það sem endanlega sker úr um hvort hönnunin heppnast er auðvitað hvernig það hentar íbúunum. Víða í Evrópu eru nú gerðar tilraunir með vistvæn hús þar sem orkunýtni og náttúrulegt byggingarefni setur svip sinn á hönnunina. Garðtré mynda skjól og veggja- gróður einangrar gegn kulda og hita. Garð- skálar fanga sólarhitann neðanvert á suður- hluta húsa og hlýja loftið stígur síðan upp á efri hæðir. Reiknað er með staðfenginni orku til húshaldsins (sólarrafhlöður, sólarpanell á þaki og vindmyllur) en kæligeymslur fyrir matvæli minna á jarðhýsi við íslenska bæi. Að leka kríngrásunum heimafyrir Staðbundnar lausnir þurfa einnig að taka til úrgangsmála. Lífrænn úrgangur úr eldhúsinu fer auðvitað í safnhaug garðsins eða ræktun- arbeð næsta árs. Lífrænar leifar eru yfirleitt um þriðjungur heinúlissorps og því minnkar talsvert sorp frá heimilum sem nýta þær heimafyrir. Víðast hvar erlendis hefur verið mikið lagt upp úr þvf að draga úr sorpmyndun með því að flokka það og senda í endurvinnslu. Sums staðar er þetta gert einfaldlega með því að hækka sorphirðugjald verulega en útfærsl- urnar látnar einstaklingunum eftir. í vist- menningu er gert ráð fyrir að fullnýta sem mest heimafyrir og versla sem mest umbúða- laust við heimamenn. Talsvert meira þarf að hafa fyrir því að hreinsa skólp (seyru) en að endurnýta þurr úr- gangsefni sem fá að rotna og verða að jarð- vegi. Þurrkamrar hafa haldið velli víða i Skandinavíu og þeir standa fyrir sínu þar sem spara þarf vatn. Þar sem menn halda sig við hörðustu umhverfisvernd á heimavelli (nær- vernd!) er mannlegur úrgangur skildur að í þurrefni og þvag og hvort meðhöndlað í sínu lagi án þess að blanda vatni saman við (dæmi um þetta má sjá í vistvænum byggingum í Sví- þjóð t.d. á Thingvalla og Ekotopia í Aneby (frumkvæði styrkt af EB). Gert er ráð fyrir staðbundinni hreinsun á frárennsli. Ætlast er til að lífrænu efnin nái að brotna niður áður en frárennslið blandast ám, vötnum eða rennur í sjó. Komið er upp kerfi sem skapar kjöraðstæður fyrir bakteríur sem brjóta niður lífrænar leifar í opnum loftunar- kerfum - bæði með sérstökum gróðri en einnig einföldum búnaði sem eykur loft- streymi um skólpið (margir kannast við þetta í tengslum við Waldorf-setrið í Sviss). Allur tæknibúnaður sem sparar orku (t.d. tölvupóstur og tölvustýribúnaður fyrir hita- og loftunarkerfi) er sjálfsagður í húsi vistmenn- ingarinnar á meðan allt sem fellur undir óþarfa sóun sést ekki. Þannig er alls ekki úti- lokað að sjá háþróaða nútímahönnun í bland við eldri tæknilausnir sem byggja á vogar- stangarafli. Og hinn framsækni vist-maður ferðast um á hjóli sem kemst hraðar og fer betur með bakið en hefðbundin fjallahjól! Ríó-sáttmáiinn gerir ráð fyrir þátt- töku allra þegna i náttúruvernd í Ríó-reglunum er gert ráð fyrir að taka þurfi mið af vilja fólks við nýtingu og skipulag á nánasta umhverfi. I vistmenningu er gengið lengra og fólk hvatt til að miða hverfi og byggðakjarna við samhjálp og samnýtingu sem stuðlar að orkusparnaði og félagslegri raktun, - á skólalóðum og á vinnustöðum. f leikskólum er gert ráð fyrr að nemendur hafi matjurtagarða og jafnvel nokkur dýr. Þar geta þeir séð t.d. hvernig kartöflur verða til og nýtast í eldamennsku. Kálið af þeim fer í safh- hauginn sem er ræktað í næsta ár. Auðvitað er ekki hægt að breyta öllum skólum í sjálfs- þurftarbú, en nýting skólalóðarinnar til að kanna og auka skilning á ferlum náttúrunnar er ákaflega nærtækt, þroskandi verkefni. Um leið og nýr skóli er tekinn í notkun væri því vistmenningarlegt að mæla staðbundnar vind- áttir um veturinn og láta fyrstu árganga nem- enda gróðursetja tré til skjóls að vori. Ber af runnum væri hægt að nýta í skólaeldhúsinu, og sums staðar er auðvelt að auka á fjöl- breytni harðgerðra tegunda sem krakkar nýta til leikja og skapandi starfa. Þannig er árstíða- bundin framvinda á skólalóðinni hluti af dag- legu lífi starfsliðs skólans. Nemendur og kenn- arar eru „íbúar" skólans og ættu þvf að koma jafnmikið að hönnuninni og arkitektar. Á sama hátt er hvatt til orkusparnaðar á vinnustöðum, endurnýtingar, flokkunar sorps og virðingar gangvart náttúrulegum auðlind- um. Einnota umbúðir sjást ekki, pappír er full- nýttur og sendur til endurvinnslu, enda auð- velt, aðgengilegt og gert að ábyrgð hvers starfsmanns. Þetta verður hluti daglegra starfa og metnaður fyrirtækisins að ná fram- förum í umhverfisvernd. í skipulagi vistvænna byggðakjarna er gert ráð fyrir að almenningssamgöngur, hjólreiðar og göngur hafi forgang framyfir bílamannvirki og bílvegir verða að falla að ræktunarlands- laginu fremur en að garðar séu sMpulagðir kringum bílastæði. í Þýskalandi hafa almenn- ingssamgöngur víða verið efldar í stað þess að leggja meiri kostnað í umferðarmannvirki sem auka enn á umferð og mengun. Þannig er for- senda skipulagsins byggð á sátt við náttúruna fremur en stefnt sé að því að beygja náttúruna undir mannvirki. Reiknað er með náttúruleg- um ferlum í stað þess að halda þeim í skefjum. Með staðbundnum lausnum er unnið að því að taka á stóru umhverfisvandamálunum og ábyrgð á umhverfinu færð inn í heimilishaldið og viðskiptasjónarmið. Þegar fólki er gerð Ijós ábyrgð sín i verndun umhverfis til framtíðar og því gert auðveldara að fylgja henni eftir eru flestir jákvæðir gagn- vart breytingunum. Lausnir í anda vistmenn- ingar er bæði hægt að flétta inn í lifnaðarhætti manna eins og þeir eru í dag en einnig er hægt að stuðla að breytingum með því að taka þær inn í skipulag og hönnun nýrra staða. Víst er að tímarnir kalla ekki eingöngu á umræður heldur aðgerðir sem auka umhverfisvernd og stuðning við frumkvæði þar að lútandi. Höfundurinn er líffræðingur. BJÖRN GUÐMUNDSSON LANGT INN I AUÐNINNI Langt inn í auðninni lyng og mosi grær ojg lágvaxið kjair hjá vatninu bláa. I lág bak við hól er lind ein silfurtær, ílundinum fagra, hjá steininum gráa. En steinninn sá grái, er stórmerkur steinn. Hann stendur í lundi hjá vatninu bláa. Líkur er hann kirkju og liggur þarna einn í láginni grænu hjá fjallinu háa. Moldin frjóa angarímildum fjallablæ og morgunsólin kyssir vatnið bláa, lækir glaðir hoppa léttir út að sæ, en lindin hjalar ein við steininn gráa. Sumarið líður, sígur í tímans djúp, söngurinn hljóðnar hjá vatninu bláa. Lindin er hulin með ijósum vetrarhjúp, ijósið sést skína hjá steininum gráa. Mánaljósið þegar mildum geislum slær, á mjöllina hvítu hjá vatninu bláa. Þá ijóðar íþögninni lindin silfurtær, en lækurinn raular við steininn gráa. NÓHIN VAR ÞÖGUL Nóttin varþögul, himinn djúpur oghreinn, íhúmskyggðu rökkri, svalur andaði blærinn. Dauðinn sat hjá mér dularfullur og einn er dagurinn mikli reis handa við landamærin. Svo ljómar allt sviðið í lýsandi morgundýrð, allt lífsstríð er burt þegar kraftarnir þverra. Eilífðin verður aldrei með orðum skýrð, einn muntu ganga fram fyrir lífsins herra. Dauðinn á rbk, sem dauðlegir menn ei skUja, hin dýpsta speki verður ei orðum tjáð. Hver dagur er háður valdi guðs og vtíja þó vitnað sé oftar í mannleg ráð. MED SUÐRÆNUM VINDUM Með suðrænum vindum berst sumarsins draumaskip á sólgullnum bárum. Vorsólin glóir og veröldin breytir um svip, vökvuð í tárum. Skógurinn ilmar, nú angarjörðin ötí í árdagsblænum. Tignarleg rísa hin töfrabláu fjöll, með tindana speglandi í sænum. Lindir niða, tífna blómin smá, lækir bjöllu klingja. Fannhvítír svanir fljúga um loftin blá og fegurstu ljóðin syngja. YFIR SEIDBLÁUM ÖLDUM YSr seiðbláum öJdum bárust sumarsins vindar til að syngja ílaufguðum skóg. í fegurð og tign risu fannhvítir tindar ífjaUanna eilífu ró og veröldin skartaði viðkvæm og fðgur og vorið í kvistunum hló. En sumarið leið eins og sumurin tíða, með söngva í laufguðum skóg. Sólgeislar léku við blómskrúðið btíða og blærinn íseSnu hló. Meðan foldin skartaði í fegurð og gleði ífjallanna eitífu ró. En sdlin hún Iækkar og sumarið ííður og söngurinn hljóðnar í skóg. Himinninn hvelfist fagur og fríður í fjallanna eitífu ró og foldin grætur við fjallsins rætur þegar fellir á tindana snjó. Haustið það nálgast með hélu á stráum og húmið er rakt og kalt. Nú syngja ekki fuglar á sundum bláum, hér sigrar dauðinn allt. Faltíð er laufíð og fölnuð jörðin, hið fagra tífer valt. Höfundurinn er aldraður maður á Akranesi, en hann var áður verkamaður, bæði hjá Haraldi Böðvarssyni og Sementsverksmiðjunni. ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. OKTÓBER 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.