Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1998, Blaðsíða 11
b
BRÆÐRATUNGA Á FYRRI ÖLDUM
mTmÝitAíifiii-
* __ f 1
íiH 1
8« 1
ÉggiiL... I| 1 1
KJA að innan. Ekki telst hún rík af kirkjugripum, en stjakar tveir, stórir og merkilegir,
ni snemma á öldinni og settir á Þjóðminjasafnið. Sérstæðasti gripurinn er altaristafla
:eins Guðmundssonar frá Hlíð, sjá mynd í fyrri grein í síðustu Lesbók.
HEYSKAPUR i Bræðratungu um 1930 í búskapartíð Skúla Gunnlaugssonar sem byggði þar fyrsta steinhús
sveitarinnar 1924. Það ber yfir hluta gamla bæjarins sem þarna stendur enn. A þeim stað var hið
forna bæjarstæði í Tungu.
WMj & % ■ij
m j||f p|j
Bræðratungukirkju og
hefðbundnum skreyt-
■etu Björnsson.
NÚTÍMA vélakosti beitt við heyskapinn í Bræðratungu síðastliðið sumar.
RKJUGARÐINUM í Bræðratungu hvíla nokkrar sögu-
gar persónur, en ekki var alltaf friðvænlegt á staðn-
og lét Gissur Þorvaldsson til dæmis bera flest verð-
!ti í kirkjuna þegar vitneskja barst um að Órækja
Snorrason væri á leið til Tungu með liðssafnað.
lundaður, örlátur, vinsæll, djarfmæltur, fyrir-
mannlegur í framgöngu“, enda hélt hann sig
ríkmannlega og hélt fræga veizlu þegar hann
gifti Kristínu dóttur sína Þorláki Hólabiskupi.
Sérstakur og fáheyrður vandi hafði komið
upp í Bræðratungu. Þegar sendiboði kom að
norðan með bónorð biskupsins stóð svo afleit-
lega á að heimasætan í Tungu var heitbundin
Eggerti Bjömssyni á Skarði og þeir feðgar
lagðir af stað að vestan til að vitja meyjarmála.
Ráðahagurinn að norðan þótti þyngri á metum;
þar að auki afþakkaði maður ekki slíkt tilboð
frá sjálfum Hólabiskupi. Gísli lögmaður í
Tungu hefði þegið að hafa eitthvað af nútíma
fjarskiptatækni, en eins og á stóð tók hann
þann kost að ríða sjálfur á móti Skarðsmönn-
um. Eins gott að hann átti fleiri dætur og sætt-
ust menn á að Eggert fengi eina yngri, svona
þegar hún væri komin af barnsaldri. Við það
var staðið.
Brúðkaupsveizla þeirra Þorláks og Kristínar
í Bræðratungu var ein af þessum mikilfeng-
legu veizlum á staðnum. Hnýsilegt er að
glugga í lýsingu á henni í Sýslumannsævum
Boga á Staðarfelli. Þar segir svo:
Tjald Þorláks biskups stóð langt frá bænum,
norður í holtum. Þangað reið Oddur biskup
með fylgd sína. Síðan var skipað niður brúð-
gumareiðinni, sem þá var tíð í stórhófum, á
laugai'dagskvöld heim til Bræðratungu, svo að
jafnan riðu þrír og þrír samsíða með jöfnu
millibili, þar til helmingur mannfjöldans var af
stað kominn, en síðan tveir og tveir. Seinast
riðu biskuparnir báðir frá tjöldunum, og voru
þá hinir fremstu komnir heim á staðinn, en er
kom að túninu, var öllum mannfjöldanum skipt
í tvær langar raðir, og sátu allir á hestum, var
sín röð eða fylking á hverja hlið heim með tröð-
um öllum, þeir yztir, sem undan höfðu riðið, og
svo hverjir að öðrum, voru þeir því meirihátt-
ar, sem þew voru síðar í brúðgumareiðinni, en í
gegnum kví þessa riðu fyrirmennirnir heim að
staðnum og stigu af hestum. Sá þá ekki í völl-
inn fyrir hestum og mönnum, er þeir stigu af
baki. Var Gísli lögmaður hinn mesti höfðingi og
rausnarmaður heimu fyrir með vinafiokk sinn,
og bað alla gesti sína að vera velkomna, en
kvaðst afskilja alla norðlenska hæversku.
Veitti lögmaður hið stórmannlegasta svo að ei
hefw brúkaup á þeim tímum verið ríkmann-
legi'u hér.“
Auðsætt er að í Tungu hafa verið mikil húsa-
kynni á þessum tíma, enda húsaði Gísli lög-
maður bæ sinn svo vel, að ekki þótti betur gert
annarsstaðar. Það var ekki verið að staulast
hálfboginn inn um myrk og löng göng svo sem
síðar varð algengast, heldur var til þess tekið,
að dyraloftið var reist á stólpum, vandað mjög,
og með eirslegnu þaki. Allt fór það forgörðum
og brann skömmu eftir andlát Gísla lögmanns
þegar eldingu sló niður í bæinn.
VII
Vigfús sonur Gísla tók næstur við búi í
Tungu í 11 ár, en varð síðan sýslumaður Rang-
æinga og fluttist að Stórólfshvoli. Á Tunguár-
um sínum kynntist hann í Skálholti ungum
guðfræðingi, Brynjólfi Sveinssyni og bauð hon-
um til dvalar í Tungu. Vinátta Brynjólfs við
Tungufólkið hélst upp frá því, en átti eftir að
draga dilk á eftir sér.
Hákon, yngri bróðir Vigfúsar, tók næst við
búi í Bræðratungu; vel látinn maður og í ýmsu
mikilhæfur. Verðandi bændur á höfðingjasetr-
inu hafa skimað um land allt eftir göfugu konu-
efni og þá var ekki fengizt um, þó að vel ættað-
ur og álitlegur kvenkostur væri rétt milli tekt-
ar og tvítugs. Gísli lögmaður í Bræðratungu
hefm- vitað um heimilisaðstæðm- hjá kollega
sínum, Magnúsi lögmanni á Möðruvöllum »
nyrðra og að þar var upprennandi heimasæta.
Það var Helga Magnúsdótth', sem þá var að- -
eins 16 ára þegar hún var föstnuð Hákoni í
Bræðratungu. Og það er sú sama matróna
Helga sem bezt reyndist Ragnheiði biskups-
dóttur í hennar raunum og stofnaði jafnvel í
voða vináttu sinni við biskupinn.
Hákon í Bræðratungu, eiginmaður Helgu,
varð bráðkvaddur 1652 og jarðaður á óðali sínu
„með yfirsöng Brynjólfs biskups". Þá var
Helga í Bræðratungu aðeins 29 ára og gekk þó
með sjöunda barn þeirra hjóna. Hún var mikil-
hæf kona og mat Brynjólfur biskup hana mik-
ils og lét á gamals aldri svo um mælt, „að fyrir
ofan moldu væri enginn sá er hann ynni betur
eða hefði meira gott við að virða en hana“.
Helga Magnúsdótth- bjó í Tungu til æviloka
1677, en raunar varð hún aðeins 53 ára. Veg-
legur legsteinn var settur á gröf þeirra hjóna
og er hann einn þeirra þrigga sem nú eru á
stalli við kirkjuna.
VIII
Þá kemur til sögu Magnús Sigurðsson,
.júngkærinn í Bræðratungu", sem Halldór
Kiljan Laxness hefur gert ódauðlegan í ís-
landsklukkunni. Hann er í bókinni vonlaús
fyllibytta sem fer að heiman, liggur fyrir
hunda og manna fótum í kaupstað og kemur
heim í aumkunarverðu ástandi. En var Magn-
ús Sigurðsson þannig?
Það rétta er að hann fékk góðan vitnisburð
framan af, en hneigðist til drykkju með aldrin-
um. Magnús var sýslumannssonur að norðan,
SÖGULEGAR PERSÓNUR
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. OKTÓBER 1998 1 1
f