Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Side 4
BAULAÐU NU búkoliamín INÚÍTAR frá Serbíu á Söguhátíðinni. EFTIR SIGRÚNU MARÍU KRISTINSDÓTTUR Hér er sagt frá Alþjóðlegu söguhátíðinni sem haldin er helgina fyrir Jónsmessu á bökkum Yukon-árinnar í borginni Hrím- faxa í Norðvestur-Kanada. Hátíðin var í upphafi tileinkuð norðurbúum Jarðar- innar, en er nú al þjóðleg. Sögumenn segja sögurnar á sínu eigin tungumáli °g Dýða síðan á enskú. Greinar- höfunc urinn sagði sögumar af Búkollu, Gilitrutt og Sæmundi fróða. YUKON er nyrst og vestast í Kanada, næst Alaska. Landslagið þar minnir talsvert á ísland. Y'UKONFYLKI Kanada er í norðvesturhorni Kanada, næst Alaska og nefnt eftir Yu- konánni, sem er þriðja stærsta á Norður-Ameríku. Þar er rík sagnahefð, en tíðkast hafði að sagnamenn kæmu saman í Toronto til þess að að segja sögur þjóðflokka sinna, Kanada er eitt stærsta land í heimi og austur til Torinto er langt ferðalag sem sagnamenn þurfa ekki lengur að ráðast í því nú er árlega efnt til söguhátíðar í Yukon. Alþjóðlega Söguhátíðin í Yukon var fyrst haldin í Hrímfaxa árið 1988. Hrímfaxi liggur á breiddarbaugi 60,5, svo þessi borg er þó nokkuð mikið sunnar en Reykjavík. Hátíð þessi var í upphafí tileinkuð norðurbúum Jarð- arinnar. Á fyrstu hátíðinni voru 23 tungumál töluð; 16 indíánamál auk hollensku, frönsku, dönsku, ensku, norsku og íslensku. Tveimur árum síðar var Söguhátíðin gerð alþjóðleg, með norðurlönd Jarðarinnar í aðalhlutverki. Sögumenn eru hvattir til þess að segja sögur sínar á eigin tungumáli, og þýða söguna svo yf- ir á ensku. Það er athyglisvert hversu margir sögumenn nota trommu til þess að segja sögur sínar. Dans og söngvar eru mikilvæg tjáning- arform sagna, einkum og sér í lagi hjá indíán- um Kanada og Alaska. Tilgangur Alþjóðlegu söguhátíðarinnar er meðal annars að auðvelda fólki að skilja siði og venjur annarra. Kanadaþjóð samanstendur af tugum indíána- og inúítaþjóðflokka, og aðrir íbúar eru annað hvort innflytjendur eða af- komendur innflytjenda. Að mestu leyti gengur þessi menningarblanda vel, en fordómar og kynþáttahatur eru óumflýjanleg - amk. eins og er. Annar tilgangur hátíðarinnar er að gefa sögumannahefðinni nýtt líf. Ungt fólk í dag er vanara því að sjá teikni- eða bíómyndir, lesa bækur eða spila tölvuleiki. Eftir að barn lærir að lesa á Islandi sem og annars staðar í vestrænum heimi, er sjaldgæft að foreldrar segi því sögur. Sú foma hefð að segja sögu og hlusta á hana er fyrirbæri sem þekkist varla lengur. Angela Sidney gerði sér grein fyrir þessu, og fékk fólk sitt til þess að spyma fótum við þessari þróun. Ungt fólk í Yukon - einkum indíánar - er þess vegna hvatt til þess að taka þátt í sögumannahefð fólks síns, og árangurinn er mikið úrval af einstaklega góðum sög- umönnum. Norðurbúar Gamall indíáni frá Inuvik 1 Norðvesturhéraði Kanada (þó nokkuð miklu norðar en Egilsstað- ir) horfði lengi á greinarhöfund eitt kalt nóvemberkvöld í fyrravetur. „íslendingur“, sagði hann alvarlegur. Svo brosti hann: „Þá ertu eins og við, þú ert alvöru norðurbúi. Þú þekkir myrkrið, þú þekkir nátt,úruöflin.“ Þetta var eitt það besta hrósyrði sem indíánar hér geta gefið hvítri konu. Louise Profeit-LeBlanc er ein af stofnendum Söguhátíðarinnar. Hún er Norður-Tutchone indíáni frá Yukon. Hún sagði sögu af atburðum sem hentu forfeður hennar hér fyrir nokkur hundruð árum. Óvinir réðust inn í indíánaþorp og drápu allt fólkið. Þetta voru grimmir her- menn, og þeir drápu börnin með því að binda þau og stinga iljum þeirra í eld. Systkini, fimm ára telpa og sex ára drengur, voru tekin og misþyrmt eins og öllum börnunum. Gömul kona úr óvinaættbálknum sá þau og tókst að bjarga þessum tveimur börnum. Hún faldi þau í tjaldi sínu. Daginn eftir blóðbaðið bað gamla konan fólk sitt um að halda áfram ferðinni án sín, því hún var gömul og fann að dauðinn nálgaðist. Höfðinginn samþykkti bón hennar, og engum datt í hug að leita að börnum í tjaldi hennar. Svo leið og beið og gamla konan hjúkraði börnunum allt haustið. Snemma vetr- ar, þegar fætur barnanna voru orðnir ferðafærir, þá gaf hún þeim böggul með þurrkuðu kjöti og annan með þurrkuðum fiski í, og sagði þeim að eftirlifandi fólk þeirra væri staðsett niður með Yukon ánni. Þau þyrftu bara að fylgja frosinni ánni og þau myndu finna fólkið sitt. Börnin kvöddu deyjandi kon- una (því í þetta sinn var hún deyjandi) og þökkuðu henni vel lífgjöfina. Svo lögðu þau af stað. Yukon veturnir eru kaldir en á hverri nóttu kom hvít snæugla til barnanna, huldi þau undir vængjum sínum Og verndaði þau gegn frostkaldri nóttinni. Sagan segir að uglan hafi haft brjóst, sem börnin drukku úr. Þannig komust þau heil á höldnu til fólks síns og af- komendur þessara barna eru margir. Menningarblanda Þema hátíðarinnar er „beyond words“, eða „meira en orð fá lýst,“ sem segir margt um Alþjóðlegu söguhátíðina í Yukon. Um sólstöðu- helgina í ár - 19. til 21. júní - voru mörg menn- ingarbrot samankomin á bökkum Yukon árinn- ar. Inúítar frá Alaska, Kanada og Síberíu, Af- ríkumenn fi-á Nígeríu, margmenni frá hinum ýmsu indíánaþjóðflokkum Kanada (m.a. frá hinum 14 þjóðflokkum Yukon) og Bandaríkj- anna, afrískir Ameríkanar, kúreki frá Okla- hóma, Grikki og einn íslendingur, Sigrún María Kristinsdóttir. Sigrún María var ekki í slæmum íelagsskap, því þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslendingur segir Kanadamönnum sögur. Fyrsti íslending- urinn sem tók þátt í þessari hátíð var Sjón Sig- urðsson, árið 1988. Sjón sagði sögur sem amma hans hafði sagt honum og söng Krummavísur. Tveimur árum seinna kom Þórunn Valdimars- dóttir og sagði sögur um íslenska sögu, þjóðsögur og galdra. Eins hafa nokkrir Kanadamenn komið og sagt íslenskar sögur, án þess að hafa nein blóðtengsl við ísland. Baulaðu nú búkolla mín Það er list að kunna að segja sögu vel. Þetta listform er eitt það elsta í heiminum, og þorsti mannkyns fyrir góðri sögu virðist ekkert dvína, þrátt fyrir nútíma bækur, sjónvörp og tölvur. Sumt fólk er fætt með þessa gáfu, en flestir þurfa að læra listina að segja sögu. Háskólar í Kanada bjóða upp á fög sem kenna hina fomu list að segja sögu. Nokkrir sögu- menn á Alþjóðlegu Söguhátíðinni voru háskólamenntaðir, aðrir voru hefðbundnir sögumenn ættbálka sinna, og enn öðrum þótti bara gaman að segja sögur. Eins og Sjón, þá ákvað Sigrún María - ómenntaður sögumaður - að segja sögur sem amma hennar hafði sagt henni. Búkolla, Gilitrutt og Sæmundur fróði í Svartaskóla eru nokkrar af þeim íslensku sögum sem hún sagði. Nokkrum vikum fyrir hátíðina fékk Sigrún María skilaboð um að koma við á skrif- stofu Söguhátíðarinnar. Þar var hún vinsam- legast beðin um gæta þess að íslensku sögurn- ar væru ekki allt of litríkar, því það var nokkuð víst að börn myndu verða í áheyrendahópnum. Á fyrri árum hátíðarinnar hefur fólk sagt litríkar íslenskar drauga- og tröllasögur, og foreldrar svo hringt og kvartað yfir svefnleysi og martröðum barna sinna vikum saman eftir að hátíðinni lauk. Til þess að halda uppi þessu orði sem íslenskar þjóðsögur hafa fengið á sig í Kanada, þá fékk ein meinlaus draugasaga að vera með. Yukon Sögur Yukonindíána segja að þeir hafi búið í Yukon síðan Krákan - skapari landsins - skapaði heiminn. Fornleifafræðingar segja hins vegar að fyrstu mennirnir sem bjuggu í Kanada hafi gengið frá Asíu yfir Bering land- brúna, fyrir meira en 24.000 árum. Þeir bjuggu hér ásamt risavöxnum letidýrum, bjórum á stærð við kálfa, þriggja tonna loðnum mammútum, norðuramerískum kameldýrum og sverðköttum. Sögur indíánanna um sköpun heimsins virðast koma frá enda ísaldar, því Kráka skapaði landið með því að þurrka upp vatnið sem sennilega kom frá bráðnandi jökl- um. Þessar sögur, sem og margar aðrar, hafa lifað góðu lífi í indíánaþorpum Yukon. En það eru fleiri athyglisverðar sögur frá Yukon. í ár, 1998, eru 100 ár liðin síðan Klondi- ke gullæðið gekk yfir heiminn og fólk allsstað- ar að úr heiminum flykktist til Yukon. Hrím- faxi og Dawson borg voru mikilvægir áningar- staðir á þeim tíma. I hópi gullgrafaranna voru nokkrir Islendingai- og afkomendur þeirra eru enn hér, þótt nöfn þeirra séu nú orðið lítið skyld íslenskum nöfnum. Gull fannst í Bonanza Creek í Yukon árið 1896, og tveimur árum seinna var aragi'úi af vongóðum gullgröfurum í Yukonfylki, vopnaðir skóflum og sigtum. Chil- koot stígurinn sem liggur í gegn um landamæri Kanada og Alaska, var forðum eina leið gull- grafaranna til mannabyggða. Þessi stígur er 53 km langur og illur yfirferðar. Á þessum tíma var staðurinn þar sem Hrím- faxi byggðist einungis tjaldstæði indíána. Borgin Hrímfaxi byggðist á gullæðistímanum, þegar gullgrafarar þurftu á svefnstað að halda og fólk sá framtíð í því að veita gullgröfurum þá þjónustu sem þeir voru vanir. Þvottahús, matsölustaðir, kirkjur, vændishús og barir spruttu upp við Yukon ána. I þefrri á eru all- margar flúðir, og fannst gullgröfurunum flúð- irnar við borgina minna á fax hvítra hesta og kölluðu borgina þess vegna Whitehorse. ís- lenskir innflytjendur þýddu nafnið Whitehorse yfir í Hrímfaxa. Á þessum árum fóru tugir þúsunda gullgrafara um Hrímfaxa. Nú búa um 24 þúsund manns í Hrímfaxa. Enn má mefra að segja finna gullgrafa að verki í björtu sólskini 4 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. DESEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.