Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Qupperneq 7
Öll sönglög
Jórunnar
Viðar á
geislaplötu
ÚTGÁFUTÓNLEIKAR í tilefni af út-
koniu geislaplötu með sönglögum
Jórunnar Viðar verða haldnir í Is-
lensku óperunni á morgun, sunnu-
daginn 6. desember, kl. 17:00.
Geislaplatan, sem ber titilinn
tJnglíngurinn í skóginum, hefur að
geyma öll sönglög tónskáldsins, tutt-
ugu talsins, í flutningi söngvaranna
Elínar Óskar Óskarsdóttur, Jóns
Þorsteinssonar, Lofts Erlingssonar
og Þóru Einarsdóttur en á pianóið
leikur Gerrit Schuil. Mörg laganna
eru vel þekkt en önnur heyrast nú í
frumútgáfu.
I fréttatilkynningu frá Japis, sem
sér um dreifingu á geislaplötunni fyr-
ir útgefandann, Smekkleysu, segir
m.a.: „Ljóð samtiðarskáldanna urðu
henni yrkisefni - svo sem Unglíngur-
inn í skóginum eftir Halldór Laxness.
Einnig samdi hún lög við ljóð Tómas-
ar Guðmundssonar og Jakobínu Sig-
urðardóttur svo einhverjir séu nefnd-
ir. Gömul þjóðkvæði kveiktu líka
músík með Jórunni, til dæmis þulu-
brotið Það á að gefa börnum brauð,
sem hún samdi smellið lag við - sem
þulir Ríkisútvarpsins kynntu löngum
sem þjóðlag, svo vel small það.“
Um hljóðritun sá tæknideild
Ríkisútvarpsins og fór hún fram í
safnaðarheimili Vídalínskirkju í júní
og júlí 1998. Tónmeistari var Bjarni
Rúnar Bjarnason og tæknimaður
Hreinn Valdimarsson.
Á tónleikunum í íslensku óperunni
á morgun koma fram Þóra Einars-
dóttir sópran, Loftur Erlingsson
barítón, Gerrit Schuil píanóleikari,
Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari
og Steinunn Birna Ragnarsdóttir
píanóleikari. Ennfremur syngur
Gradualekór Langholtskirkju undir
stjórn Jóns Stefánssonar og Dómkór-
inn undir stjórn Marteins H. Friðriks-
sonar. Dr. Bjarki Sveinbjörnsson flyt-
ur ávarp og kynnir á tónleikunum
verður Þuríður Pálsdóttir söngkona.
Forsala aðgöngumiða er í íslensku
óperunni.
Þjóðlag úr Álfhamri. Hið síðara er hún raun-
ar nýbúin að setja út fyrir Háskólakórinn.
Hún segist njóta þess að starfa hjá
Söngskólanum og fylgjast með upprennandi
kynslóðum söngvara. „Það er voðalega gam-
an þegar maður tekur svona þátt í þessu, því
þá þekkir maður alla og allt eru þetta góðir
vinir manns,“ segir Jórunn. „Við eigum líka
alveg afskaplega fína spilara og mjög góða
hljómsveit. Og svo allar þessar grúppur, því
það geta auðvitað ekki allir komist að í
hljómsveitinni. Nú verða tónskáldin að fara
að skrifa fyrir þetta fólk, það þýðir ekki að
vera alltaf að skrifa bara hljómsveitarverk."
En hvernig skyldi tónskáldið Jórunn Viðar
taka gagnrýni á eigin verk? Hún hugsar sig
um og segir svo: „Eg bara veit ekki hvort ég
hef nokkurn tíma fengið alvörugagnrýni.
Margir þeirra sem skrifa gagnrýni núna eru
tónskáld sjálfír og þeir vilja aldrei segja neitt
um kollegana, það má ekki. Það er helst að
maður fái góða gagnrýni þegar einhver kór-
inn syngur vel eitthvað sem maður hefur
gert. Auðvitað er vaninn að framflytja verk
og þá er dómari en ég hef ekkert verið að
blása í lúðra þegar verkin mín eru frumflutt
og segja að nú sé ég búin að gera eitthvað
voða merkilegt. Það sem ég er ánægðust
með af því sem ég hef gert eru Tilbrigði fyrir
selló og píanó en ég man bara ekki eftir því
að ég hafí nokkurn tíma fengið um þau dóm.“
Jórunni fínnst það galli hversu fá tónskáld
era sjálf músíkantar. „Eg hugsa að ég sé
með dálítið alhliða menntun, því það era
mörg tónskáld sem fara bara einhliða út í
þetta og taka lítið af aukafögum og músísera
ekki svona mikið sjálf, en mér finnst það al-
veg nauðsynlegt að vera með píanóspil líka.
Það var eiginlega mitt aðalfag og þess vegna
fór ég út í framhaldsnám. Ég fór ekki út til
þess að læra tónsmíðar en píanónáminu
fylgja bara alltaf svo mörg aukafög að áður
en maður veit af þá er maður kominn á kaf,“
segir hún og bætir við: „Maður er aldrei
búinn að læra á píanó, því maður tekur alltaf
ný og ný verkefni. En þetta er náttúrulega
það sem gefur lífínu gildi, sérstaklega ef
maður getur haldið áfram. Því þeirri mann-
eskju leiðist aldrei sem getur haldið áfram.“
Þegar Jórunn er spurð hvað knýi hana
áfram við tónsmíðarnar og hvort hún þurfí
að vera í einhverju ákveðnu hugarástandi
segir hún að hún þurfi að vera í góðu skapi.
„Og það verður að vera eitthvað það ástand á
höfðinu að það syngi ekki í mér lag eftir ein-
hvern annan. Það er eins og maður verði
aðeins að tæma hugann. Ég má alls ekki
hlusta á allt of mikið eftir aðra og alls ekki þá
sem ég er mjög hrifín af. Janácek er til dæm-
is svolítið hættulegur fyrir mig, ég má eigin-
lega ekki hlusta á hann. Hann er of smitandi.
Ég er alveg klár á því að Jón Leifs var svona,
hann vildi ekki hlusta of mikið á músík, því að
hættan er sú að það sitji eftir í höfðinu þó að
mann langi ekkert til þess og ætli sér ekki að
herma eftir neinurn," segir hún.
Jórann kynntist Jóni Leifs þegar hún var
við nám í Berlín. „Hann átti mjög erfitt á
þessum tíma en ég vissi ekki hversu erfitt
það var. Ég vissi ekki þá að konan hans
komst varla út úr húsi og var í hálfgerðu
stofufangelsi. Hann fékk oft senda miða á
tónleika og alltaf fyrir tvo. Þegar ég var í
Berlín bauð hann mér oft með sér, því hann
vissi að ég var fátækur stúdent. En svo þeg-
ar við voram búin að hlusta á svona tvo þrjá
takta, þá sagði hann oft: „Æ, þetta er leiðin-
legt, eigum við ekki bara að fara út?“ Þá fór-
um við á kaffíhús og fengum okkur kaffi. Ég
náttúrulega samþykkti það,“ segir Jórunn.
Fjólublá gen < tónlislarfólki
Það er freistandi að spyrja tónskáldið
hvaða áhrif tónlistin hafi, hverju hún breyti
í lífí fólks. „Tónlistin breytir efnaskiptunum
í manni. Hún breytir í fólki skapinu, það
léttist, andlitið glaðnar, hrukkurnar hverfa
og maður kemst í sæluástand - ef vel
heppnast. Ég held að það eigi eftir að kryfja
okkur tónlistarfólkið og athuga hvort genin
í okkur séu ekki allt öðruvísi en í öðru fólki.
Ætli þau séu ekki bara röndótt, rauð og blá?
Nei, þau hljóta að vera fjólublá. Ég vil láta
rannsaka hvar músíkin situr í genúnum,"
segir hún hugsi og hlær svo dátt. Eitt er víst
og það er að tónlistin er Jórunni Viðar í blóð
borin. Móðir hennar, Katrín Viðar, lék á
píanó og faðir hennar, Einar Viðar, var
söngvari. „Hann var reyndar ekki atvinnu-
söngmaður, hann vann í banka, en hann
söng úti á götu. Ég var stundum svo feimin
þegar ég var með honum úti og hann söng
hástöfum. Mér fannst þetta svo skammar-
legt og ég sagði að hann ætti ekki að syngja
svona á almannafæri, fólk gæti haldið að
hann væri að monta sig yfir því að hann gæti
sungið en þetta var bara lífsgleði."
Allt frá sumrum bernskunnar hefur
Jórunn dvalið löngum stundum í sumar-
bústað á Þingvöllum ásamt öðrum í fjöl-
skyldunni. Hún talar um tóninn á Þingvöll-
um, sem henni finnst koma úr jörðinni sjál-
fri. „Hann kemur ekkert ofan af himnum,
þar eru bara einhverjar bjöllur og dót, en á
Þingvöllum er þessi jarðneski tónn. Ég skal
nefna eitt dæmi og það er eiginlega það eina
sem ég get sagt þér í þessu viðtali sem ég
held að sé einhvers virði. Ég stóð einhvern
tíma á hlaðinu við húsið okkar á Þingvöllum,
það er ekkert mjög langt síðan þetta var.
Það var um haust, komið langt fram í sept-
ember og við vorum að fara að flytja í
bæinn. Það var hálfgert leiðindaveður,
þungskýjað og austanvindur og fauk í öllu.
Þá heyri ég söng neðan frá ánni. Þar eru
tveir svanir að synda upp á móti straumnum
og þeir syngjast á, það er eins og þeir tali
saman. Sá fyrri syngur svona: daaaaaa..."
segir Jórunn og syngur tóninn F, „og sá
seinni svona,“ og svo hækkar hún sig upp í
C. „Svona gengur þetta upp alla ána og ég
trúi ekki mínum eigin eyrum, því að ég hélt
að allir svanir syngju eins. Én þetta var
fimmundarsöngurinn þeirra, þeir voru bara
að tala um það að nú fengju þeir loksins að
vera í friði þarna á Þingvöllum og nú gætu
þeir sungið eins og þeir vildu. Ég hef
absolút heyrn, svo ég var alveg klár á því að
fyrri svanurinn söng F og sá seinni C og oft
og mörgum sinnum endurtóku þeir þetta
upp alla ána. Það var ekkert fólk á völlunum
og ekki gott veður, svo það var eiginlega
ennþá meira gaman þess vegna. Það var
skýjað og vindurinn á móti þar sem þeir
syntu upp ána og agalega var þá gaman hjá
þeim,“ segir Jórunn, „það þurfti ekki að gefa
þeim tóninn.“
ER ÞETTA
HANN?
EFTIR ÁMUNDA H. ÓLAFSSON
Dregnar eru litmjúkar
dauðarósir
á hrungjörn lauf
í haustskógi,
svo voru þínir dagar
sjúkir, eri fagrir,
þú óskabarn
ógæfunnar.
Svona orti Jóhann Sigur-
jónsson um frænda sinn.
Ljóðið nefnist einfaldiega
„Jónas Hallgrímsson“.
Brigðul varð Jóhanni
einnig gæfan, og aðeins
einu ári auðnaðist honum
lengur að lifa en Jónasi.
Hann hefur fengið að hvíla
í friði í Vestre Kirkegaard í
Kaupmannahöfn. En ógæf-
an fylgdi Jónasi í gervi
„vina“ hans, sem sviptu
hann grafró öld eftir andlát
hans og greftrun í Kaup-
mannahöfn, fluttu bein (?)
hans norður til greftrunar í
Kaupmannahöfn, fluttu
bein (?) hans norður til
greftranar á heimaslóðum
Jónasar. Þaðan voru þau
með valdi tekin og jarðsett
í svonefndum heiðursgraf-
reit á Þingvöllum. Aður
hafði Einar Benediktsson
verið jarðsettur þar. Síðan
ekki neinn. Þarna voru
„vinir“ skáldsins á ferð,
fyrst þeir, sem vildu koma
skáldinu heim til sín, en
síðan ríkisstjórn, sem
„rændi ræningjana", ef svo
má að orði komast. Ekki er
óyggjandi, hvers bein era
gi'afin á Þingvöllum.
Nóbelsskáldið notaði þenn-
an atburð í skáldsögu sinni,
Atómstöðinni, sem þver-
stæðuna: Selja land - Grafa
bein.
Er þetta hann - eða
ekki hann?
„Guð hjálpi mér fyrir
vinum mínum.“ Svo mælti
vitur maður og skáld. Vinir
Jónasar, Brynjólfur Pét-
ursson og Konráð Gíslason,
gáfu út ljóð Jónasar 1847.
Mörg handrit Jónasar
höfðu týnst og eyðilagst,
flest í prentsmiðju, m.a.
handrit Gunnarshólma. En
þama birtust í fyrsta sinn
tvö kvæði, kvæðin Alsnjóa,
og annað, sem nú er nefnt
„Svo rís um aldir“. Kvæðið
Alsnjóa hafði Jónas sent
þeim félögum frá Sorö
1844, til birtingar í Fjölni. En þeir neituðu að
birta það í Fjölni, sögðust ekki skilja það. Af
þessu kvæði hafa varðveist tvö handrit,
framrit og hreinrit. í framritinu, sem notað
var, stendur: Dauðinn er hreinn og hvítur
snjór, en í hreinriti: „Dauðinn er hreinn og
hvítur er snjór. Afturámóti er aðeins eitt
handrit til af „Svo rís um aldir“. Það fannst,
ásamt fleiri kvæðum, að skáldinu látnu. Það
var í upphafi aðeins nefnt „brot“, og talið ort
á nýársdag 1845.
Að kenna
- Að kenna til
Á þessu tvennu er mikill munur. En ekki
verður annað séð en vinir Jónasar hafi bætt
við orðinu „til“ í kvæðið, og við það breytist
innihald kvæðisins, líkt og „dropi breytir
veig heillar skálar“, eins og Einar Benedikts-
son segir í kvæði sínu, „Einræður Starkað-
ar“.
Af þessu kvæði Jónasar er aðeins til eitt
eintak, sem núna er varðveitt í handritadeild
Árnastofnunar, og lítur út nákvæmlega eins
og það kemur fyrir í handritaútgáfu Einars
Olafs Sveinssonar frá árinu 1965.
Breytingin er bjarnargreiði. Jónas fágaði
kvæði sín, t.d. „ég bið að heilsa“, sem var ort
í Sorö 1844. Þetta kvæði beið þess. Til þess
vannst Jónasi ekki tími, en „vinir“ hans töldu
sig vera að fága fyrir hann.
Jónas var svo oft að kenna með boðskap
ljóða sinna, en hann vegsamaði aldrei sárs-
aukann. „Bestu blómin gróa, í brjóstum, sem
að geta fundið til. En hinn huglæga sársauka
viðurkenndi hann. „Svei þér, andvakan
arga“, eða „myrkrið er manna fjandi“.
Ogæfa Jónasar felst í því að eiga vini, sem
vilja „bæta“ hann. En hér er bótin misskiln-
ingur, enda þótt einn braglið vanti. Þetta er
ekki hinn sanni Jónas. Það er kominn tími til
að prenta kvæðið - og njóta, sem hann vildi.
„Þeir segja, hart á móti hörðu,
en heldur vil ég kenna og lifa.“
Höfundur er flugstjóri.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. DESEMBER 1998 7