Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Side 8
FLUGUR OG FJÖLL - FJÓROI HLUTI SKYNSEMISTRÚIN er eins og gluggalaus höll sem hreyfist, súl- ur hennar og göng haldast hin sömu þótt landslagið umhverfis taki hraðfluga breytingum. Líkt skal líku gjalda enda minna um- mæli Kristjáns Kristjánssonar oft á reiðilestur Þorvalds Thoroddsen: „Skjáblik, ljósaskiltasindur, ímyndafár, rótleysi og lífsmettun þeirra sem hafa „reynt allt, gert allt“ þegar á unga aldri, offlæði upplýsinga, ofsaðning, útkulnun, fánýt- isvitund og flathyggja - þetta er akurinn sem pm- istar sá í“ (IV). Hinn „póstmóderníski" nútími er ginnungagap, samkvæmt Kristjáni, ærður hringlandi þar sem dýpri sannindum hefur verið kastað á glæ eða þau seld á sölu- torgum þar sem farandleikarar eins og Jacques Derrida búa sannleikanum vélráð því samkvæmt þeim er hann samsafn goðsagna, afstæður við tíma og stað, við drottnandi orðræðuvald, eða með orðum Kristjáns: „Heimssýn nútíma raunvísinda er þannig ekk- Myndlýsing: Andrés UGLUNNAR SKÚMLA BLIKK EFTIR MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON Þorvaldur Thoroddsen glímdi við sömu Ijótu skrímslin og Kristján, báðir messa þeir yfir hugsuðum sundurtekt- ar og fjölbreytni, báðir minna þeir með ummælum sín- um um eigin samtíð á síra Hannes Árnason sem sagði eitt sinn sem oftai r: „Það er auðséð á ug unnar skúmla blikki að hú n \ íefur eigi góðan mann að geyma" ert trúverðugri en heimsmynd blámanna eða indíána" (IV). Umræða samtímans um tengsl listar og heimspeki, afmörkun fræðigreina og bók- menntategunda, eðli myndlíkinga og merking- ar, hefur hrokkið af Kristjáni eins og vatn af gæs. Honum er fyrirmunað að skilja þetta tal og er kannski vorkunn því ritstíll „pm- ista“ á sér rætur í „ávanadjarfmælum og galsaöfgum" franskrar menntahefðar, ritar hann, sem stafa „meðal annars af því að Frakkar gera einatt lítinn greinarmun á bókmenntum og gagnrýni: líta á gagnrýnina sem eina tegund bók- mennta“; þetta eru leikir að frönskum hætti (III), þrútnir af ásetningsöfgum (IV), segir Kristján. Dýpra er ekki skyggnst, lengra er ekki skoðað. Klessuverk og hrossskrokkar Þorvaldur Thoroddsen glímdi við sömu ljótu skrímslin og Kristján, báðir messa þeir yfir hugsuðum sundurtektar og fjölbreytni, báðir minna þeir með ummælum sínum um eigin samtíð á síra Hannes Arnason sem sagði eitt sinn sem oftar: „Það er auðséð á uglunnar skúmla blikki að hún hefur eigi góðan mann að geyma“; og öðru sinni um fælinn hest: „Eg sé ráð, það er best að taka fantinn og ríða hon- um“. Rit Nietzsches eru samkvæmt Eimreið- argrein Þorvalds (1910) til marks um „sýking aldarinnar", taugaveiklun sem fyrr á tímum greip heilar þjóðir fyrirvaralaust án þess að vitað væri um líkamlega sóttkveikju; en hýðingahreyfing miðalda, barnakrossferðin og galdrasturlun sextándu og sautjándu aldar eru, ritaði hann, til marks um „brjálunarsóttir, sem gert hafa heilar kynkvíslir ærðar og ör- vita“. Framtíðarsýn Þorvalds er því að vonum dapurleg: „Trúin farin og ekkert komið í staðinn nema bölsýni Schópenhauers, Búddatrú, andatrú eða orðagjálfur efnissinna. Engin huggun að líta til himins, þar er enginn ástríkur faðir; „guð er dauður", segir Nietzsche. Stjömumar líða áfram tilgangs- lausar og tilfinningarlausar, eins og hjólin í verksmiðjuvélunum. Líf mannsins ekkert annað en „leikur dægurflugu yfir vötnum eilífðarinnar", eins og L. Buchner kemst að orði. Tómleikur! lífslygi! „ Síðustu áratugir nítjándu aldar einkenndust jafnframt þessu af stórkostlegri afturfór í list- um og skáldskap, að mati Þoi-valds, andlegri hnignun sem lýsti sér í „allskonar hugmynd- amgli og vöntun á jafnvægi sálar, í allskonar fljótum skapbrigðum, hjartveiki, amasemi og ofmetnaðar-brjálun". Nái slík veiklun háu stigi er hún kölluð nervasteni, að sögn Þorvalds, en menn sem svo eru sjúkir era „viðkvæmir og vanstilltir, aldrei í jafnvægi, taka sér allt nærri, finnst allir vera sér vondir, og allaf séu þeir hafðir útundan, þrátt fyrir stórkostlega hæfi- leika, sem þeim finnst þeir sjálftr vera gæddir.“ Var skáldum sérstaklega hætt við slíkri taugabilun, að dómi Þorvalds, þvi sjúkdómar ráðast jafnan þar á sem garður eru lægstur, þar sem einhver veiklun er fyrir. „Hjá skáldum og listamönnum er taugakerfið vanalega næmara en hjá öðrum mönnum", ritaði hann, svo andleg sýki grípur þá fljótar en aðra, eins og sjá mátti af bókmenntum táknsæis og natúralisma: „Stundum var skáldskapurinn svo myrkur, að enginn skildi og ekki skáldin sjálf, stundum ekkert nema sjúkdómslýsingar við- bjóðslegra hluta; skáldunum þótti sér mis- boðið, ef einhver þóttist finna eitthvað fagurt í verkum þeirra; allt átti að vera Ijótt, annars var það ekki eðlilegt. Vitfirringin í þessum efn- um gekk lengst á Frakklandi; þar ortu sum skáldin kvæðaflokka um skolpræsi, mykju- hauga, úldna hrossskrokka og annað því líkt“. Myndlistin var ekki uppbyggilegri, að mati Þorvalds, því ekkert var kallað náttúrlegt nema það væri ljótt og viðbjóðslegt: „málverk- in vora oft ekkert annað en heimskulegt klessuverk, sem ekki líktist neinu, himin(n)inn stundum grænn, trén blá o.s.frv., myndastytt- urnar skældar og afmyndaðar; en allir þesir klaufabái’ðar skutu sér, eins og leirskáldin, inn undir hina heimskulegu setningu, að listin væri sjálfri sér nóg, og almenningur hefði ekki vit á að meta slíka hluti“. Heimsósómi og ilmþung norðlensk taða Menningarsýn Kristjáns Kristjánssonar sver sig í ætt við heimsósóma Þorvalds, ófreskjan er hin sama, sem fyrr getur, því hjá samtímamönnum hans, „pm-istum“, blasir að sögn ekkert við nema „sverta og vonleysi af- stæðishyggjunnar" (VIII). Hún á að bera með sér tómleika, missætti og sundrung manna, jafnvel líkamlegt ofbeldi, þjóðernishyggju og nýnasisma, enda hefur þetta fólk aldrei flat- magað í ilmþungri norðlenskri töðu með heimsfrægan doðrant um bresk-ameríska rök- greiningarheimspeki í fanginu. Framandleg nútímalist og heimspekilegar tilraunir hljóta að vekja hneyksli hjá slíkummanni, en þarf hann þar fyrir að líkja viðhorfum annars fólks margsinnis við „slefu“ og „hland“? Kristján minnist í greinum sínum á „persónugerving hreppstjóravitsins“: vindbelginn sem skilur sveitina sína og þykist þar með skilja heiminn allan (VI). Þetta ágæta hugtak, „hreppstjóra- vit“, lýsir vel málsvörum heimspekilegrar rétthugsunar, mönnum sem ekki geta unað við kjör samtímans, að hugtakahöllin er hrun- in eða að hruni komin, því málflutningur þeirra hefur iðulega á sér blæ hrokafulls ein- tals þess sem hefur vit umfram aðra menn að eigin áliti. Lærifeður Kristjáns í skynseminni „ginu við“ sannleika Descartes og Newtons fyrir um einni öld, allt annað jaðraði við firru eða geggj- un, en svo kom gyðingurinn Einstein, svo kom skammtaeðlisfræðin, og furðu lostnir heim- spekingar urðu að eyfirskum hreppstjórum í hrönnum; allt í einu var engan varanlegan veruleika að finna, eða öllu heldur, hann splundraðist í titrandi iðu smáagna og bylgna sem ekki var hægt að mæla eða skýra út frá viðurkenndum lögmálum, tengsl efnis og anda reyndust vera óræðari og flóknari en menn héldu áður. Hreppstjóravitið hefur þó ekki getað samþykkt „óskynsemi" hinnar nýju eðl- isfræði enda hefur engin heimsmynd komið í stað hinnar gömlu; við höfum ekki enn lagað myndmál okkar um sögu og veraleika að gjör- breyttum aðstæðum enda skortir okkur orða- og hugtakaforða til þess. Hugmyndasagan sækir enn málfar sitt um orsakir, ferli og breytingar til lögmála Newtons, svo dæmi sé tekið, hugtök hans era sem fyrr uppspretta fræðilegs myndmáls um þróun og samhengi þótt einfeldningsleg vissa fyrri fræðimanna sé yfirleitt horfin. Póstmódernisminn svokallaði endurspeglar hvað þetta varðar tætingslegt millibilsástand, tíma upplausnar og öfgafullrar leitar, villur og frávita guðleysi sem kunna að vera óhjákvæmi- legur undanfari einhvers konar niðurstöðu, nýrrar heimsmyndar sem reynist kannski eld- gömul þegar allt kemur til alls. Því tómlegt og tætt sundurleysið er tæplega eftirsóknarvert, óumflýjanlegt eða áskapað hlutskipti manna eins og sumir hverjir hafa talið sér trú um. Eftirmóli um leikandi fræði Greinaskrif Þorvalds Thoroddsens og Krist- jáns Kristjánssonar sýna, hvað sem öðra líður, að „heimspekileg umræða“ er nátengd málæði og mælskulist enda hefur oft verið sýnt fram á að myndhvörf tilheyra ekki aðeins skáldlegu máli heldur gegnsýra þau tungutak okkar frá einum degi til annars,daglegt tal og rökræður, oft án þess að við verðum þess vör. Kristján líkir orðræðu „póstmódernista“ við líkams- vökva, sem fyrr getur, en umræðuhugtakið hefur yfirleitt tengst annars konar líkingum í íslensku tali; umræða kviknar um tiltekið mál, kynt er undir ági’einingi og deila blossar upp, verður hatrömm og harkaleg, uns allt logar í deilum; talað er um orðahnippingai’, orðakast, orðasennu, orðaskak, orðaskylmingar og orðastríð þegar deilum er lýst. Umræða er samkvæmt því eldur og stríð, ekki dans eða söngur, ekki sannleiksleit eða uppspretta „vatnskenndrar“ þekkingar heldur takast viðmælendur á í sókn, vörn og gagnsókn um áhrifavöld yfir máli og þekkingu. Greinaflokk- ur Kristjáns er sýnidæmi um þetta því meint- um andstæðingum hans er líkt við flórkýr sem sletta hala (I), þeir skvetta úr skinnsokk sínum (I), myndlistin er klakstöð þeirra (I), dylgjað er um kynhvatir og alnæmi (III), geip, botn- leysu, blaður og andlega formyrkvun (IX), jafnframt því sem hugmyndir um söguleg kjör máls, skynjunar og þekkingar eru tengdar kynþáttahyggju Le Pen í Frakklandi (IX) með einkennilegri rökhendu: menn skilja ekki hver annan til fulls; ég er maður; ergó: mig langar til að berja aðra menn sundur og saman! Annað verður að minnsta kosti ekki lesið úr textanum. En er ekki hægt að ímynda sér aðstæður þar sem ekki er litið á rökræður sem orrahríð, þar sem enginn vinnur eða tapar? Getum við ekki gert okkur í hugarlund menningu þar sem rökræða er einhvers konar dans, sannleikur og fagurfræði, þar sem einvíddarhugsun og vits- munahreykni teljast til undantekningar? Það er vafalaust rugl og fjarstæða að mati Krist- jáns, en mörg síðnútímaleg fræðirit einkennast af slíkum leik, frjóum tjáningartilraunum: leit að nýrri tegund rökræðustíls sem jafnast oft á við hið besta í hefðbundnum heimspekiskrif- um. Þau fela aukinheldur í sér gagnrýna vit- und sem beinist í senn út á við og inn á við því ekkert er samþykkt að óathuguðu máli, hvorki heimspekileg grandvallarkreddur, rökfræði né goðsagnaflækjur um sögu og þróun, viðteknar hugmyndablöndur sem hafa stundum á sér róttækt, jafnvel afar framsækið yfii’bragð. En það er önnur saga. Sauðþráir kláðakóngar Kristján Kristjánsson á líkt og upplýsingar- menn átjándu aldar í stríði, nema hvað „kjaftastéttir“ hafa komið í stað óupplýstrar alþýðu og „pm-ismi“ í stað draugatrúar og forneskju. Hann á í stríði við „hjátrú- arófreskju", að eigin mati, eins og sjá má af ummælum um blámenn og indíána þar sem gengið er út frá sjálfsögðum yfirburðum vís- indalegrar heimsmyndar (IV). En hvað er hjátrú annað en skynsemi annarra þegar allt kemur til alls? Segir hugtakið ekki meira um þá sem því veifa í tíma og ótíma, en hina sem trúa að sögn á kreddur og vitleysu? Er alls- kostar víst að afstaða íslensks alþýðufólks til töfra og drauga fyrr á tímum beri vitni um vanþroska og fáfræði sem skólamenn tuttug- ustu aldar geta barið sér á brjóst yfir. Ætli við stöndum forfeðram okkar og formæðrum miklu framar um vit og dómgreind, ætli viska okkar risti dýpra þótt hún sé öðruvísi við fyrstu sýn, samsett á annan hátt og hlaðin hlá- legum hroka. Kristján Kristjánsson þarf ekki að kvarta undan dauflegum undirtektum. Greinaflokkur hans vakti tímabærar umræður sem hann hef- ur vafalaust tekið með tærum fögnuði, því hann á ábyggilega fátt sameiginlegt með Hall- dóri kláðakóngi og skólakennara Friðrikssyni sem taldi, auk alls annars, að úr Þorvaldi Thoroddsen yi-ði aldrei maður, en sagt var að honum væri með öllu fyrirmunað að „laga sig eftir einstaklingseðli lærisveina - eða nokkurra annarra manna“, þótti sauðþrár og hrokafullur í þokkabót, mjög tölugur á fundum og átti einu sinni að hafa sagt: „Eg er ekki kominn hingað til að láta sannfærast". Og kannski Kristján ætti, áður en langt um líður, að bregða sér á fyrmefndan fund Hafnarstúdenta í byrjun des- embermánaðar 1882. Þorsteinn Erlingsson er í ræðustól, froðu- fellandi yfir virðingarleysi Hannesar Hafstein í garð Steingríms Thorsteinssonar. Hvað um Matthías Jockumsson, spyr hann, „skáldið mikla með háu tónana": „Spurði, hvort það væri ekki einmitt M. J., er væri að fara aftur, fannst að síðustu kvæði hans ekki bera vott um háa tóna, ef annars nokkuð hans pródúkt gerði það, nefndi „Hafstein amtm.“, sagði að Sunn- lendingar væra ekki mjög viðkvæmir, en þá hefði þeim þó blöskrað, því þeim hefði verið heldur vel við Hafstein sál.!“ Snéri Þorsteinn að svo búnu í sæti sitt við margraddað baul Hannesarliðsins sem sendi samstundis fram nýjan vígamann. Sté Einar Hjörleifsson í stólinn „og kvaðst mjög efa, að einu sinni gæti komið til mála að nefna ykkur skáld eins og Hannes hefði gert, því til þess að vera skáld þyrfti maður að hafa leyst eitthvert psykologiskt problem, og skoraði á alla að svara, hvert problem það væri, er þú (þ.e. Steingrímur) og B. Gröndal héfðu nokk- urntíma sett undir debat. Einar var fullur, honum anzaði enginn“. Höfundurinn er dósent viS Háskóla íslands. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. DESEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.