Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1998, Qupperneq 11
um norðlenskan 19. aldar bæ. GRUNNMYND af bænum í Laufási 1755 sem sýnir vel þá innri skipan sem var á torfbæjum á 18. öld. Hér er ennþá sofið í skála (4) hægra megin þegar komið er inn úr bæjardyrum. Til vinstri (3) er Stórastofa, en baðstofan (12) er þarna án rúma. KLÖMBRUHNAUSVEGGUR í Glaumbæ. TIMBURHÚSAÖLD: Vesturgatan í Reykjavík fyrir aldamót, húsin af dansk-íslenskri gerð yngri. JENS Eyjólfsson: Grettisgata 11, reist 1907-08, sveiserstíll aðlagaður að íslenskum aðstæðum með bárujárnsklæðningu. Arfleifð torfbæjarins Hugmyndir nútíma Islendinga um torf- bæinn fyrr á öldum hafa mótast af þeim ljós- myndum sem til eru af torfbæjum 19. aldar og sýna röð bæjarhúsa sem snúa burstum og timburþiljum fram. En áður fyrr var húsa- skipan allt öðruvísi og eru lýsandi grunn- teikningarnar af bænum í Laufási 1755 og 1813. Hörður segir svo í upphafi kaflans um torfbæinn: „Um miðja 18. öldina er hinn forni ganga- bær langalgengastur. Hann var í raun húsaþyrping, raðað að mestu samhverft um einskonar samgönguæð, göng, sem voru ýmist bein eða krókótt, stutt eða löng. Fram af þeim voru bæjardyrnar sem sneru eina timburþili bæjarhúsanna fram á hlað. Að öðru jöfnu lágu húsin homrétt á göngin og vom samsíða hlaði. I fremstu röð voru ann- ars vegar skálinn eða svefnhús vinnufólks, einkum karla þegar hér er komið sögu, og stofa hins vegar á betri bæjum eða hús af ýmsu tagi, einkum búr sunnanlands. I annarri röð var algengast að eldhús, klefar eða búr stæðu hvort gegn öðru. Aftast kom svo baðstofan sem lá beggja vegna við enda ganga. Þar var vinnustaður kvenna og afþiljað hjónahús, ýmist í öðrum hvorum enda eða byggt hornrétt á baðstofuna . . . Húsaskipan þessa leyfi ég mér að kalla fornugerð Um ástæður breytinganna sem í tímans rás urðu á torfbæjunum segir Hörður meðal annars: „Upphafið að breytingu á hinni fornu húsaskipan á rætur sínar að rekja til miðrar 18. aldar. Hún er hægfara í fyrstu, nær framan af einungis til prestsetra og stórbýla og er að mestu um garð gengin þar þegar hún hefst hjá alþýðu manna. Hún er tvennskonar. I fyrsta lagi hætta Islendingar smám saman að sofa í skálum á 18. öld en fluttu rúm sín í baðstofu, fyrst konur og síð- an karlar. Ástæðan var framar öllu eldsneyt- isskortur, sem þá fór venilega að segja til sín. Baðstofan hafði þá til skamms tíma verið upphituð dagstofa, en þegar eldurinn dó í óni hennar þjöppuðu menn sér saman þar. Líkamshitinn tók við af varma ofnsins." Hörður rekur hvernig ýmis tilbrigði mynduðu'st við höfuðgerðir torfbæjarins á seinasta fjórðungi 19. aldar. Sérstakt af- sprengi voru þurrabúðirnar: „I sumum ver- stöðvum og seinna í kauptúnum myndaðist sérstakt afbrigði torfbæjarins, þurrabúðirn- ar svonefndu, sem í raun og veru voru ein- földuð gerð bæja í sveitum, vanalega bað- stofu, ýmist á bekk eða porti, ásamt eldhúsi og fiskhjöllum, allt óþiljað innan með skjá- borum á þekju. Með vaxandi hagsæld íylgdu þær tísku sveitanna, fengu timburbjóra með glergluggum á og timburklæðningu innan.“ Torfkirkjur og forsmiðir þeirra Kafli í bókinni er helgaður torfkirkjunum sem byggðar voi*u eftir ákveðnari reglu en nútímafólk ímyndar sér. Hörður segir svo: „Um miðja 18. öld var torfkirkjan hin ráðandi gerð guðshúsa. Hún átti líkt og torf- bærinn langa hefð að baki, þar sem upp- bygging og innanskipan var fornleg. I stór- um dráttum voru einkenni hennar með eftir- farandi hætti: Kór og kirkja voru aðskilin með þili settu velbúnum dyrum með pílár- aröð beggja vegna. Sunnanmegin dyra stóð predikunarstóll, byggður inn í þilið og geng- ið í hann úr kór. I þekjunni upp af honum var lítill gluggi til að bregða á ritaða ræðu prests. Bekkir voru umhverfis kór frá altari að kórdyrum með útsniðnum bríkum við enda. Uppi yfir altari var komið fyrir einum glerglugga. Gráturnar vora oft án grind- verks, en í stærri kirkjunum vora skrifar- stólar felldir inn í bekkina. I framkirkju voru að jafnaði fáein þversæti norðanmegin, út frá kórþili; það fremsta kvennamegin oft í hefð- arstúkuformi. Að öðru leyti vora bekkjarfjal- ir með veggjum. Hörður segir að grindarsmíð torfkirkjunn- ar hafi um aldir verið með stafverkslagi en þess sjáist greinileg merki á 18. öld að bind- ingsverk sé komið til sögunnar og upp frá því hafi þær fengið það svipmót sem við þekkjum af þeim toríkirkjum sem enn standa. Það kemur á óvart að stundum var timburkirkjum breytt í torfkirkjur. Það gerðist á Munkaþverá 1735 og níu árum síð- ar í Laufási. Forsmiðir flestra torfkirkna sem enn standa era þekktir enda vora þeir sumir annálaðh- listamenn á sínu sviði, sér í lagi Guðmundur frá Bjamastaðahlíð og Jón Samsonarson. Um þá segir Hörður meðal annars svo: „Guðmundur Guðmundsson (1618- skömmu fyrir 1703) sem kenndur er við Bjarnastaðahlíð í Skagafirði, einn mesti listamaður hérlendis á 17. öld, er án alls vafa höfundur Grafarkirkju. Hann var forsmiður að hluta Brynjólfskirkju og er til fjöldi verka úr smiðju hans, sem bera höfundi glæsilegt vitni, meðal annars altarið í Grafarkirkju, bekkjarbríkarbrot úr kirkjunni og vindskeið- ar hennar, hvorttveggja nú á Þjóðminjasafni. Undarlegt hefur það verið fyrir listamann á borð við Guðmund að fella framúrstefnu síns tíma, brjóskbarokhreyfinguna, að íslenskum aðstæðum, íslenskum torfkirkjum sem að smíð og stíl vora ættaðar frá miðöldum. Þetta hefur honum tekist prýðilega. Hann fylgir fornu stærðarrími. Grunnflötur Graf- arkirkju era tvær ferskeytur og kórskil sett í kvaðratrótarhlutfalli af þeim. Að íslenskri venju er hæð hússins og breidd jöfn og vegg- ir hálf sú stærð . . . Jón Samsonarson (1794-1859) skóp Víðimýrarkirkju 1834. Hann var á sinni tíð þekktastur forsmiður Skagfirðinga, talinn „þjóðhagi á allt smíði og valmenni, skáld- mæltur og vel að sér til bóknáms“. . . Varla er það vafamál að Víðimýrarkirkja er „einn stílhreinasti og fegursti minjagripur ís- lenskrar gamallar byggingarlistar sem til er,“ svo notuð séu orð Kristjáns Eldjárns . . . Listhugsun höfundar er bundin stærð- arrími. Grunnmynd er tvær og hálf fer- skeyta, hæð jöfn breidd, vegghæð og ræfur helmingur hæðar. Þil og ræfur markast af tölulegri festu. Kórinn er þrjú stafgólf, en framkirkjan í fjórum, ívið minni en hin þrjú. Sætin fylgja stafgólfsrýminu, ýmist bundin stoðum eða laus, þau innstu með stúkuum- gjörð að norðanverðu. Kórskilin skarta skornum pílárum og í dyram þeirra eru fag- urlega útsniðnar dróttir. Ytra mætum við andstæðu timburs og torfs . . . Eins og í góðri Kst lýtur allt í þessu húsi einum vilja, að fella smátt og stórt í eina heild.“ Timburhúsaöld Hörður segir að timburhúsaöld og mynd- un þéttbýlis á Islandi séu samofin; upphafið megi rekja til Innréttinganna í Reykjavík um miðja 18. öld, en einnig þess að Danakon- ungar tóku verzlunina í sínar hendur og kaupmenn vora skikkaðir til búsetu á Islandi árið um kring 1777. Þriðja ástæðan var afnám verzlunareinokunar 1786. En einstaka timburhús höfðu að sjálfsögðu verið byggð á íslandi löngu fyrr og Hörður byrjar þennan kafla á umfjöllun um timburhús fyrir timburhúsaöld og nefnir mörg dæmi, allt frá skála Gunnars á Hlíðar- enda sem var „ger af viði einum“ svo sem segir í Njálu. Auðunnarstofa á Hólum, sem Auðunn rauði Þorbergsson lét flytja til landsins og reisti á Hólum 1313, var lengi einna þekktust slíkra húsa en því miður rifín niður 1826. Þá lét Guðbrandur biskup Þor- láksson reisa á Hólum timburhús sem til- höggvið var í Danmörku. Þýzk hús era nefnd í Bræðratungu og á Staðarstað á 17. öld og á æðsta stjórnsýslusetri landsins, Bessastöð- um, var tvílyft timburhús og byggingar sem mynduðu húsagarð að danskri fyrirmynd. Þá má sjá á frægri teikningu af höfuðbólinu Leirá að stórt timburhús er aftast meðal bæjarhúsanna. Um hin fyrstu timburhús í kaupstöðunum segir Hörður: „A fyrsta skeiði kaupstaðanna vora timburhús einlyft með knappri vegghæð en háu söðulrisi, stóðu á lágum, steinsettum sökkli, bikuð utan með hvítum gluggum, ósjaldan með hlerum fyrir. Þau vora ýmist byggð með stokkverki, bolverki eða bindings- verki . . . Veggir bindingsverkshússins voru oftast strax klæddir slagþili, en í hinum gerðunum var látið nægja að hafa bera stokkana . . . Gengið var inn í þau á miðj- um hliðarvegg framan inn í litla forstofu og þaðan inn í stofur beggja vegna, sem náðu^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. DESEMBER 1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.